Morgunblaðið - 09.04.1953, Síða 6

Morgunblaðið - 09.04.1953, Síða 6
6 MORGUNBLABIÐ Fimmtudaginn 9. apríl 19í>3 Lnuprvatiisskólmn í NOKKRUM dagblaðanna í Reykjavík var þann 28. marz s.l. sagt frá brottför nemenda úr Laugarvatnsskóla. Og nú í dag kom í Morgunblaðinu a. m. k. all- mikil greinargerð frá kennurum skólans um málið. Virðist þar lagt á tæpasta vaðið, til þess að verja gerðir skólastjórans. í tilefni af skrifum þessum þykir ástæða til þess að segja nokkur orð til varnar hinum unga manni, sem rekinn var, og leið- rétta missagnir og dvl«iur. Hefði hið virðulega kennaralið vel mátt gæta sin nokkru betur í skýrslu sinni en raun ber vitni I frá- sögn eins blaðsins er komist þann ig að orði, að skilja má að skóla- stjórnin hafi talið piltinn óreglu- saman. Greinargerð kennaranna er einkum vitnisburður um það, sem skólastjóra og hinum burt- vikna pilti, hefur farið á milli, enda þótt vitað sé, að kennarar hafa ekki verið viðstaddir sam- töl beirra. Þá er í þessari greinargerð lát- ið í það skína, að skólastjórinn hafi ekki rekið piltinn heldur hafi hann tekið það upp hjá sjálfum sér að íara. En hverjn voru þá bekkjarbræður hans að mótmæla með brottför sinni úr skólanum? Er þetta ekki allt nokkuð mót- sagnakennt, og bendir til þess, að hér hafi verið rasað um ráð fram og að samvizkan sé ekki góð? Um óreglusemi hins brottrekna 15 ára pilts er það að segja, að hann er alger bindindismaður á vín og tóbak. Hitt kann vel að vera, að hann hafi ekki verið ástundunar- samur við nám sitt og er það vit- anlega vítavert. Út úr greinargerð kennara má lesa það. að fyrst fóru að verða brögð að slælegri skólasókn af hans hálfu eftir að hann var þó búinn að vera í skólanum í nokkra mánuði. Virðist svo sem uppeldisáhrifin hafi ekki verið í bezta lagi. Mættu hinir vísu skóla * menn athuga það. Þrátt fyrir yfirklór kennaranna , um brottrekstur piltsins verður | að líta svo á, að skólastjóri hafi vikið honum úr skóla, enda verð- j ur varla hægt að skilja tilkynn- ingu til föður piltsins á annan veg. Ekki er vitað, að stjórn skól- ans, hvorki skólanefnd né kenn- ; arafundur, hafi haft afskipti af málinu, fyrr en kennararnir láta ( nú til sín taka eftir á. Þá reyna kennararnir að gera sem minnst úr veikindum piltsins, virðist ^fara betur á því, 'að héraðslækn- irinn talaði í því máli. Mun og nánari rannsókn leiða í ljós, hvort hér er um tilraun af hálfu kenn- aranna að ræða, til þess að breiða yfir mistök skólastjórans. Því skrifar skólastjórinn ekki undir greinargerð kennaranna, þar sem meginefni hennar er eft- ir honum haft og enginn til frá- sagnar nema hann og pilturinn, scm rekinn var? Það að félagar piltsins fyígja honum allir úr skólanum bendir til þess, að þeir teiji hann röngu beittan, annaðhvort hafðan að einhverju leyti fyrir rangri sök, eða aðra nemendur eins seka eða sekari. Vitanlega verða nemcndur að hlita skólareglum — og skólar j verða að gera kröfur til nemenda ^ sinna og veita þeim nauðsynlegt j aðhald. Brottrekstur er nauðvörn | sepa hlýtur að værða að beita með nokkurri varúð — og að yfirlögðu ráði. Eins sýnist vera nauðsyn- | legt að slíkum virðuriögum sé beitt hlutdrægnislaust, án gremju og stórbokkaskapar. J þessu sambandi er ástæða til að spyrja: Voru ekki fleiri nem- epdur, sem vanræktu nám sitt en þessi eini piltur? Á að skilja ummæli í greinar- gerð kennaranna um hvarf bekkj arbókarinnar svo, að hinn brott- rekni piltur hafi verið valdur að hvarfi hennar, en bekkjarbræður hans einungis tekið sökina á sig? ^ Er ekki bókarhvarfið það mik-; il sök, að orkað geti tvímælis, hvort hægt sé að ganga á eftir þeim, sem gerðu það að koma aftur í skólann, en víkja úr skóla eiiium nemenda, af fleirum, sem vanræktu nám sitt? Var ekki öðrum pilti vikið úr skólanum fyrir sömu sakir — og auk þess aðrar — en hann siðan tekinn í sátt og fluttur heim aftur í skólann af sjálfum skólastjóran- um? Foreldrar og aðrir aðstand- endur senda börn sín í þessa skóla í trausti þess að vel og sómasam- lega sé stjórnað. Skólavistin kost- ar fé og tíma. Er ekki ástæða til að aðstendendur fái að fylgjast með þessu starfi skólanna fyrr en komið er að skólalokum — að allt er unnið fyrir gíg — og nemand- inn brottvikinn og úthrópaður í blöðum landsins af sjálfum læri- feðrunum? Fimmtán ára drengur, þótt ákærður sé og sekur fundinn, hlýtur að hafa rétt til að verja mál sitt. Gagnvart svo ungum manni getur skólinn ekki leyst vandann á svo einfaldan hátt að loka dyrum sinum. Nemendi hlýt- ur að eíga'rétt sinn. Hlutdrægni gagnvart nemendum er vitaverð. Er ekki nokkur ástæða til að ætla, að stjórn Laugarvatnsskóla sé ekki eins traust og vera ber? Virðist vera fullkomin ástæða til að fræðslumálastjórnin láti rannsaka þetta brottrekstrarmál og stjórn skólans að öðru leyti. Leyfi ég mér að beina þessu til hlutaðeigandi yfirvaida, og að birt verði um þetta mál skýrsla að rannsókn lokinni, er sýni það sanna, hver sé sekur eða saklaus af þeim mistökum, sem fyrirvara lítil brottför ungra nemenda úr skóla verður að teljast. Reykjavík, 31. marz 1953 Bolli A. Ólafsson. Sífelldir stormar hafa' Tvær leiðréttingnr leiitiilaWinnuleysis . ,< áKornafirði 11™ tOnllSlöfMlll Kirkjukór Akureyrar héll hljóntleika á skírdag AKUREYRI, 7. apríl. — Kirkju- kór Akureyrar hélt hljómleika í Akureyrarkirkju á skírdag og endurtók þá svo aftur á páska- daginn á sama stað. Söngstjóri var Jakob Tryggvason, kirkju- organleikari. Við hljóðfærið var frú Margrét Éiríksdóttir, píar.ó- leikari. í kórnum eru 30 manns. karlar og konur. Á söngskrá voru alls 12 lög, öll kirkjulegs efnis, eftir íslenzk tónskáld, þá Björgvin Guðmunds son, Áskel Siforrason, Sigvalda Kaldalóns, Helga Helgason. Af erlendum tónskáldum voru lög eftir Bach, Cesar Frank, Beet- hoven, Mendelsohn, Brahms og íleiri. Einsöngvarar voru Jóhann Kon ráðsson og Kristinn Þorsteinsson. Fullyrða má að söngurinn væri víðasthvar með glæsibrag. Ýmsar góðar raddir eru í kórn- um og stjórn söngstjórans var nákvæm og auðheyrt að kórinn var vel samæfður. Þá var og undirleikur frú Margrétar prýði- legur svo sem vænta mátti. Állmörg viðfangsefnanna voru endurtekin, þar á meðal lög ein- söngvaranna. — H. Vald. HÖFN, Hornafirði, 2. apríl. — Eins og annars staðar á landinu var veðrátta hér einmuna góð til landsins og mátti heita að jörð væri fiostlaus að verða. Mikið var farið áð grænka, en með Maríumessu breytti um með frosti og snjókomu. Eru nú vegir allir í héraðinu illfærir. GÆFTIR MJÖG STIRÐAR Gæftir hafa verið hér með fá- dæmum stiróar aiian marzmánuð. Sífelldir suðvestan stormar og hvert stórviðrið rak annað. All- vei leu ut meo aliaDrogö í byrjun mánaðarins, en allt verða að engu í hinum mikla veðraham. Loðna hefur alltaf verið næg í firðinum, en ekki notast vegna veðranna. Enginn fiskur veiddist á línu. Af öliu þessu hefur leitt til atvinnu- leysis hér í plássinu. Þrír bátar hafa stundað netjaveiðar og afli værið fremur litill. Skemmdir hafa orðið miklar á veiðarfærum í veðrunum. Sidastuöinn þriðjudag, 31. marz, voru þrír bátar á sjó með línu og aðrir þrír með net. Skipti þar nokkuð í tvö horn. Línubát- arnir voru með 32 skippund niður í tvö. Netabátarnir aftur á móti með 32—38 skpd. Mun það vera metafli hér á Hornafirði. Allt að ^ helmingur af lans var ufsi. ENN HALDA VEÐRIN ÁFRAM Enn halda stórviðrin áfram þótt skipt hafi um vindátt. Svo var veðurofsinn mikill í gær, að ekki var við neitt ráðið Trossur slitnuðu og hvað eina. Einn netja bátanna kom þó með 22 skippund af fiski úr tveim trossum, sem hann gat dregið áður en veðrið skall á. Aðrir bátar fengu einnig góðan afla í það af netjunum, sem þeir náðu upp. BÚAST ÚT MEÐ NET Bátar þeir, sem ekki eru með net, eru nú að afla sér þeirra — Eru á því miklir erfiðleikar, þar sem sækja verður mikið af því sem til þess þarf langt, en skipa- samgöngur slæmar og strjálar. Gera menn sér vonir um það hér, að netjaveiðin geti orðið til að bæta upp þá hörmungarútkomu, sem veríð hefur á Hnirveiðinni á vertíðinni. — Gunnar. VEGNA ummæla í Morgunblað- inu 1. april, vill undirritaður leyfa sé rað taka fram eingöngu þetta: 1) Fyrir liggja skrifleg vottorð frá opinberum ábyrgum aðilum í Þýzkalandi og Bretlandi um að undirritaður og tónverk hans Voru i banni á „svörtum lista“ í Þýzkalandi frá 1937 og hjá brezka útvarpinu til 1946. Eftir blaðaárásir í sænskum blöðum 1950 í anda þessara bannfær- inga gaf m. a. öll stjórn Tón- skáldafélags íslands út nauð- synlega yfirlýsingu til árétting- ar, og amerísk yfirvöld gáfu 1951 út ferðaleyfi (visum) handa undirrituðum með aðstoð ís- lenzkra stjórnarvalda. Þetta eyddi stjórnmálalegri andstöðu erlendis gegn undirrituðum. 2) Páll ísólfsson hefir af ásettu ráði eða af ófyrirgefanlegu skeytingarleysi hindrað út- breiðslu íslenzkrar tónlistar með I því að stöðva bréfaviðskipti við tónlistarnefnd UNESCO í París og American Scandinavian Foundation í New York. Með þessu og öðru hefir hann brugð- ist því tarusti, sem undirritaður og aðrir stéttarbræður hans sýndu honum, og verður oss ekki láð að vilja ekki treysta honum Ilengur. 3) Aðalfundur Tónskáldafélags íslands var löglega boðaður löngu áður en ferðalag Páls til Bretlands varð kunnugt og var ekki hægt að fresta fundinum , vegna ferðarinnar, þó að mönn- um hefði dottið slíkt í hug. j Bréf um 1. og 2. lið þessarar leiðréttingar verða birt, ef menn óska. — Undirritaður ber hins- veear ekki ábyrgð á skrifum „tónlistarmanna" og annara nafn- leysingja gegn Páli og tónlistar- deild Ríkisútvarpsins. Reykjavík, 1/4. 1953 Jón Leifs. hann til í stofnuninni. Eg bauðst til að semja lista yfir öll íslenzk tónskáld með yfirliti yfir helztu verk þeirra. Varð hann þakklát- ur mér fyrir þetta og undrandi, er listinn kom, yíir því, hversu mörg tónskáld væri til á ís’.andi. Ég hafði dálítið af verkum ísl. tónskálda meðíerðis, þó því mið- ur of lítið, og gaf stofnuninni þau, sem byrjun að safni. Eftir að ég kom heim, urðu formanns- skipti í Tónskáldafélagi íslands og tók hr. Jón Leifs við af mér. Taldi ég þá rétt, að hann og fé- lagið héidi sambandinu við A. Si F., því það er mikilvægt, en þar sem formaðurinn er jafnan lang- dvölum erlendis, er ekki hægt um vik að ná til hans. Hafði ég feng- ið bréf og fyrirspurnir frá A. | S. F. Sendi ég símskeyti og bréf til baka og beið þess að form: . Tónskáldafélagsins kæmi heim I til að sjá um afgreiðslu þessa ! máls. Tel ég sjálfsagt að þau séu nú í góðurn^ höndum hjá hohum, og að séð verði um, að verk sem flestra ísl. tónskálda verði send til A. S. F. 1 Ég tel mig í engu hafa brugð- izt stéttarbræðrunum í störfum mínum. Ég hef aldrei lagt stein í götu þeirra, en reynt af fremsta megni að greiða þeim götuna. I Tel ég mér það jafnan skylt. Hins 'vegar hef ég aldrei beðið um ’ „traust" hr. Jóns Leifs og mUn væntanlega ekki gera það. Harma ég það mjög, ef aðrir stóttar- bræður minir telja að ég hafi brugðist trausti þeirra. Læt ég svo útrætt um þetta mál. Páll ísólfsson. Selfyssingar unnu Hafnfirðinga HAFNARFIRÐI. — í skír- dag fór fram bridge-keppni milli Bridgefélags Hafnarfjarðar og Bridgefélags Selfyssmga. — i Keppt var um fagran bikar, sem Kaupfélag Árnesinga gaf. — Sel- fyssingar unnu keppnina, sigr- uðu á 1., 3. og 4 borði, en Hal'n- firðingar á 2. og 5. Þetta er í fimmta sinn, sem þeir vinna, og unnu þar með bikarinn til eignar. I í gærkv. hófst tvenndarkeppni hjá Bridgefélagi Hafnarfjarðar. —G. Þrír ncrskir skíða- ménn lélu lífið OSLO — Á skírdag létu lífið þrír Norðmenn er dvöldu á fjöll- um við skíðaiðkun. Vorn Norð- mennirnir allir skammt frá skíða skála þeim er þeir dvoldu í, er óveður skall á. Viltust þeir og létu lífið er þeir í blindhríðinni hrcpuðu fyrir björg. — Tveir mannanna voru víðkunmr menn Halfdan Hansen farmkv.^tj. og Boman-Hansen framkv.stj. Conti- nentalhótelsins í Oslo. Reykjafoss haffær á ný VONIR stóðu til að Reykjafoss gæti lagt úr höfn í gærkv. en sem kunnugt er, varð stýri skipsins fyrir skemmdum í Patreksfjarð- arhöfn og varð það að leita hafn- ar hér til viðgerðar, með aðstoð varðskips. — Mestar skemmdir urðu á svonefndum stýrisramma. Héðan fer Reykjafoss á hafnir á ' Norðurlandi til að lesta vörur og ' siglir frá Húsavík beint til Ham- i borgar þar sem lestaður verður áburður. Þaðan verður siglt til Svíþjóðar og tekið efni í fisk- hjaila. RITSTJ. Mbl. hefir boðið mér að svara framanritaðri „Leið- réttingu um tónlistarmál“ frá hr. Jóni Leifs. Undanfarnar vikur hafa birzt i dagblöðum bæjarins greinar um mig, ýmist til lofs eða lasts og get ég ekkert að því gert. Hafði ég ákveðið að láta slíkt afskiptalaust með öllu. En við framanritaða „leiðréttingu“ hr. Jóns Leifs tel ég mér skylt að bæta nokkrum skýringum, því jafnan er hætt við að sagan sé aðeins hálfsögð þegar einn seg- ir frá. Þess mun á sínum tíma hafa verið óskað að tilnefndur væri fulltrúi af hálfu ísl. tónlistar- manna í tónlistarnefnd UNESCO, sem er ein af þeim stofnunum, sem tengdar eru Sameinuðu þjóð- unum. Ég mun hafa verið til- J nefndur, án minnar vitundar í [byrjun. Hef ég síðan oft með- • tekið ýms rit frá þessari stofn- un. En þar sem ísland er ekki ' aðili að stofnuninni og vafasamt 1 að það verði það í framtíðinni, eftir því sem mér hefur verið tjáð, þá taldi ég mig ekki eiga neinu hlutveri að gegna í þessu sambandi, en mótmælti þegar í byrjun, eða eftir að mér var kunn útnefning mín, útnefning- unni, sem ég taldi að ekki gæti komið að verulegu gagni fyr en ísland gerðist aðili að UNESCO. Um „American Scandinavian Foundation" í New York, og af- skipti min við það góða fyrir- tæki, er þetta að segja: A. S. F. hefur með höndum útbreiðslu þekkingar á skandinaviskri tón- list í ýmsum formum. Á ferð minni til USA fór ég persónulega á fund forstjórans, Mr. David Hall, og ræddi mörgum sinnum við hann um tónlistarmál al- mennt, og sér í lagi íslenzk. Ég spurði hann hvort nokkuð væri til af íslenzkri tónlist í stofnun- inni og tjáði hann mér að hann þekkti eitt íslenzkt tónskáld, Jón Leifs, og væri nokkur verk eftir Norræna bindindis- þingið í Rvík 1953 EINS og fyrr helir verið getið, XIX. norræna bindindisþingið hér í Reykjavík 31. júlí í sumar og stendur til 6. ágúst. Er nú vitað að nokkuð á þriðja hundr- að fulltrúa frá hinum Norður- i löndunum sækir þingið og verður þeim fagnað með móttökuhátíð I í Þj óðleikhúsinu fcstudaginn 31. íjúli kl. 19,30. Annars fara þing- j fundir fram í Gagnfræðaskóla í Austurbæjar. Tvær skemmti- ferðir verða farnar í sambandi l við þingið, önnur að Gullfossi og Geysi, hin til Þingvalla. Auk þess verður farið eitt kvöldið upp að Jaðri. Enn er óvíst hve margir fs- lendingar sitja þingið, en skemmtilegt væri að þeir geti orðið sem flestir. Fer nú hver að verða síðastur að tilkynna þátttöku, því að umsóknarfresfur er út runninn um miðjan apríl. Er undirbúningsnefnd nauðsyn- j legt að fá að vita sem fyrst hve margir ætla að sækja þingið og skorar hún því á menn að til- I kynna þátttöku sína nógu tíman- lega. Um kostnaðinn skal þeíta | tekið fram, að þátttaka í þing- >nu sjálfu kostar 50 krónur, ferð- in að Geysi 121 kr. og ferðin til Þingvalla 34 kr. Er mönnum í sjálfsvald sett hvort þeir taka þátt í skemmtiferðunum, en það verða þeir að tilkynna fyrirfram, svo vitað sé hve mikinn bílakost *þarf til ferðanna og hve mörg- um þurfi að sjá fyrir veitingum. Dragi menn að tilkynna þátt- töku'sína, geta þeir átt á hættu að komast ekki með í skemmti- ferðirnar. Tilkynningar sendist Árna Óla, ritstjóra, Langholtsvegi 77, Reykjavík. GAF SIG FRAM KARLSRUHE, 7. apríl — D Friðrik Karl Sörnemann, sei leitað var í Þýzkalandi, þar e hann var samstarfsmaður Nav manns, gaf sig fram við þýz yfirvöld í dag. —Reuter-NTB.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.