Morgunblaðið - 09.04.1953, Síða 7

Morgunblaðið - 09.04.1953, Síða 7
Fimmtuclagmn 9. apríl 1953 MORGUNBL 4Ðlfí 7 ErSendar bókmenntDr: Mý kynning ú verkum Curlyies — eins svipmestU' sugniræðings og rithöíundur Viktoríutímabilsins t GREIN þei-rri, sem hér fer á eftir, fjallar Philip Toynbee um ítkozka heimspekinginn oy saynrit arann, Thomás Carlyle, oy verk hans, en nýlega er komið út í Bret- landi úrval úr ritum hans. Er með því reynt í fyrsta skipti í áratugi áð kynna almenningi að nokkru Táði það bezta, sem eftir hánn Uggur, endá kominn tími til, oy er það mát bókmenntamanna, tui vel hafi tekizt. •* THOMAS CARLYLE er, eins og fyrr getur, skozkur að ætt oy uppruna. Hann var fæddnr 1795, komst til nokkurra mennta í æsku þrátt fyrir fátiekt f'oreldranna, gerðist svo kennari um skeið eða þangað til hann tók að yefa sig óskiptan að ritstörfum. Hann var einn svipmesti maður sinnar Samtíðar í Bretlandi og meöal vina hans voru mestu andans menn, brezkir, þeirrar tíðar, s. s. Dickens, Tennyson, Thackeray, Stuart Mill og Emerson. •þ Meðal höfuðverka, Carlyles er Sartor Resartus, er hann samdi á árunum 1S2U—1892, og varð hún fyrst bóka hans til að afla honum viðurkenningar í Bretlandi. Eftir að hann fluttist ásamt konu sinni til Cheyne Row við Lundúni (þar er nú Carlyle-safn), samdi h-ann Frönsþu stjómarbyltinguna, er út kom 18J7, ævisögu Cromwells (18U5), oy hina stórbrotnu ævi- söyu Friðriks mikla, er hann byrj aði g-ð sernju 1851. TvÖ fyrstu b.indin komu út 1858, en síðasta bindið sjö órum síðar. Thomas Carlyle lézt 1881. ★ SMÁM SAMAN hefur okkar kynslóð grafið ur gleymsku einn og einn af spekingum Vicforíu- tímabilsins, enda höfum við átt því láni að fagna, áð fram hafa komið menti, sem reynt hafa að kynna þá almenningi, Fyrir tutu ugu, tíu — já, jafnvel fimm árum leit ekki út fyrir annað en Thomas Carlyle vœri svo ræki- lega gleymdur' öllum almenningi, að ómögulegt væri að vekja athvgli á hoiium aftur, svo að nokkru næmi. Varla hafa nokkr- ar gamlar bækur orðið rykfalln- ari en hin miklu ritverk hans, Friðrik mikli og Franska stjórn- arbyltingin (Frederick The Great og The French Revolution) og varla hefur samtíðin átt jafnerfitt með að slcilja neitt eins illa og hinn víðfeðma anda hans. Hafði hann ekki einmitt reynt að kynna okkur hina miklu þýzku hetju, Friðrik mikla, eftir að hafa tek- izt fangbrögðum við hana, — og er það nokkur furða, að við skul- um ekki hafa hrifizt, eins og efni hafa e.t.v. staðið til? VALIf) HEFUR TEKIZT PRÝBILEGA Á siðast liðnum þremtir árum hcfur hins vegar brugðið til bátnaðar hvað kynningu á verk- um Carlyles viðkemur, þvl að á þessuni tíma hafa komið út í Eng- landi bæði ævisaga hans og bréf þau. er hann skrifaði konu sinni. Enn fremur hefur komið út ævi- saga konu lians og safn af bréfum, er húh hefur skrifað. Og loks hefur prófessor Trevelyan riðið á vsðið og reynt að kynna sam- tíðinni hin vanræktu verk har.s með því að gefa út ekki alls fvrir > iöngu úrval úr ritum hans (Carl-j vie. Úrval. — Safhað htfur G.M.' Trevelyán. - 16 sh.). Það má með sanni segja,- að val prófessors ins hafi tckizt vel —• og oft á tíð-! um pj ýðileg^.. Ijei'ur iiarvn í þpjrn j efnum einkum reynt að fara eít-1 Effir Philip Toynbee ir því, hvað líkiegt sé að eigi enn erindi íil okkar, — hvað falll í smekk samtíðarinnar. Sem gefur að skilja, veitir þessi bók okkur tiltölulega takmarkaðan skilning á Carlyle og verkum nans, þar eð hún er aðeins 180 bls. að stærð. Og ekld er ólíklegt, að gamli maðurinn hefði orðið háíf- hvumsa við, ef hann sæi sumt af því, sem höíundi þykir bezt failið til kynningar á verkum hans nú. TÁLVONIR carlvles Carlyle dýikaði mikilmennið sannariega og hans skoðun var sú, að hann næði sér þá fyrst á strik, er hann lofaði það og dýrk- aði í ritum sjnúm. í hans augum yar Friðrik mikli bezta verk hans. I augum Trevelyans gnæfir Franska stjórnarbj'ltingin hins vegar yfir öll önnur verk hans, — bók, sem full er af eðlislægri róttækni og barnslegri aðdáun á alþýðunni. Það má segja Carlyle til hróss, xað hann hafði jafnan opin augun íyrir hinni takmarka- lausu sjálfsánægju victoríanska „lýðræðisins", göíium hins sér- góða laissez-faire kapitalisma. — Það var til höfuðs hinu hálfrotn- aða victoríanska þjóðfélagi, sem hann setti Croirtvctl og Friðrik mikla, lofaði þá og dáði, enda var hann þeirrar skoðunar, að einræðisskipulagið eitt gæti út- rýmt þeim hörmungum og þeirri vesold, sem hann var vitni að, næsturn því hvert sem hann leit og hvert sem hann kom. Hann hafði ekki fengið okkar revnslu af einræðinu og þeirri maka- lausu mannvonzku, sem því er samíara. Við viturn nú, að vonir Carlyles um ágæti einræðisskipu- lagsins voru tálvonir einar. Á hans tímum var erfiðara að líta raunhæfum augum á tilveru duce og fúhrer cn nú í dag. SÉRSTÆiJUR HÖFUNDUR En það er e.t.v. ekki aðallega vegna skoðana Carlyles, sem verk hans hafa verið lesin svo tiltölulega litið á undan förnum áratugum. Þcim okkar, sem hafa orðið að lesa Sartor Resartus í skóla — sem að áliti Trevelyans er ein bezta bók Carlvles — liður varla nokkurn tíma úr minni hinn þungi og samþjappaði stíil bókaiir.nar, hin erfiða orðaröð, sérvi/.kuiegu athugaserndir höf- undar, né annað það, sem þung- melt er Verijulegum lesara. Eng- inh hefur nokkurn líma efað, að hann væri mjög sérstæðúr höf- unclur, enda þótt rnargir af nú- tíma gagnrýnenöum og bók- menntamönnum séu á því, að hann hafi rei ið sérlega lélegur j höfundur. Hins vegar rcyrtir próf. i’reveiynn að leiðiétta þessa villu : hinna irómu bókmenntamánna 6g ■ ! er mesta furða, hversu vel hoh- um tekst það. RFBURBA ÍITLEIKM OG HUGVITSE.UI Það ei árciðamega ekki fjarri lagi, þóti þvi sé haidið fram, að imugusí okkai' á stíl Cariyles sé að einhverju leyti sprottin af ■ leyndi i öf'und okkar á hinu ; nnkia fjö» i huns og (Viðjafnan- 1 legu hugvitssemi. Og vafalaust er, að eoskir nútímarithiifundar getá ekki staði/.t hoaurn srtúning i ritleikni, þótt það sé auðvitað ekki ástæðan til þess, að þeir skiífa á annan liátt en hann gerði á si.mm lirnö, encía eirt kröfurriar aö.ar nú, bók.men.'itasinekkurinn og viðíangscfoin öonur. ★ „Hér er mjög undarlegt, ein- manaiegt. í þ.ja daga eftir komu okkar hingað hefur ekkert vakið athygli okkar nema hinn sifelldi hvinur vindsins og öldur hinna miklu Atlantsála, er risa og hniga í sííellu, útstreymið og aðfallið, er skipzt haía á með jöfpu milii- bili síðan skaparinn lauk hinu mikla sköpunarverki sínu Það er sem örlög þeirra séu óráðin, þær séu dæmdar til hins mesta tiJ- breytingaleysis, en séu þó s.jálf ásjón eilífðarinnar, grárrar og ó- raunhæfrar". Trevelyan bendii- á, að slíkir kafiar úr verkum Cariyles séu mjög aðdáuhai verðir. Yfir þeim er óvenjumikil kyrrð, glresileiki og blæfegurð auk hins mikla og óvenjulega hugmyndaflugs, er höfundurinn hefur tii að bera í svo ríkum mæli. Og þó....... PRÝÐILEG KYNNING I þessu úrvali Trevelyans eru 25 blaðsíður teknar úr þriðja heíti Frönsku stjórriarbvltingar- innar í því skyni, eins og prófess- prir.n segir, að sýna frásagnar- máta Carlyles. En þó að við hríf- umst af frásögn þessa mikilhæfa sagnritara, fer ekki hjá því, að okkur finnist frásagnargleðin jafnvel oí takmarkalaus á stund- um; við finnum, að höfundur kann sér ekki hóf; nokknö skort- ir á smekk hans og oft bregzt 1 honum sú list að skipa efninu þar niður, sern það á lieima. j Mikill fengur er að þessu glæsi- . lega úrvali úr ritum hins stór- I biotna sagnritara og rithöfundar, ! og vafaláust er, s.ð hér er um góða kynningu að íæðo, gerða af smekkvisi ög lairdótrii. (OU réítiridi áskilin — Obsei ver) Samsöngur Karla- kórs Vesfmanna- eyja VESTMANNAEYJUM, 7. april — Karlakór Vesímannaeyja efndi til samsöngs í .ssmkomuhúsinu á pás.catag undir stjórn söngstjór- w:s, IUgnais G. Jónssonar. Á sÖtngskránni voru 12 lög eft- ir útlertda og innlenda höíufida. Einsöngvari kórsins var 3vein- björn Guölaugsson, og söng hann t.vö lög. ílusið Var þcdskipaS áhcyrand- um, sem tóku kórnum foikunn- atvel, og varð hann að s.> ngja 6 aúkslög. —Bj. Guðrn. Stúden!a!undurinn 20. man s.!. og handrstabyggingin ÉG ER þakklátur stúdentunum fyrir að lofa almenningi að hlusta á þær umræður, sem á fundinuffi fóru fram. Menn sem hafa staðið í fremstu viglínu bardagans um það, að fá islenzku handritin heim, röktu þar allan aðdraganda málsins, frá því að byrjað var að ná handritunum héim og lýstu nefndum og ráðum og fundar- höldum; og eftir þvd, scm mér skildist, var ekki útlit fýrir neina lausn á málinu. Danir stybb uðust við og einkanlega voru há- skóiakennararnir mjög á móti því, að skila handritunum, og mér fannst á aðalræðumönnunum, að við yrðum víst að bíða nokkuð lengi enn, áður en Danir afhcntu okkur handritin. Mér datt í hug innanum þessar umræður, að við þyrftum að koma fram með eitt- hvað í þessu máli gagnvart Dön- um, sem sýndi í framkvæmd og fóm í verki, að við vildum eitt- hvað leggja á okkur til þess að fá handritin lieim. Mér finnst það eina sem við getum gert i þá átt sé að drífa upp liand- ritahúsið, sem allra fljótast. Þess vegna skora ég á haskólaráð cg stúdentaráð crg forustu- og mc-nntamenn þjóðarinnar, að koma i framkvæmd, að útséður verði blettur af háskólaióðinni undir húsið, sem geyfna á hand- ritin og nú stráx. gerð teikning af húsinu og þao staðsett og, ef svona helzt tíð, sé bjn’jað að grafa fyrir grunni upp úr sumarmálum og húsið verði komið undir þak l’yrir mitt sumar og fullgert á næsta ári. Ef við gerðum svona átak, sem sýndi, að það væri meir en orðalæti og skraf, að við vildum handritin heirn, og cf slíku átaki yrði lýst í dönskum blöðum, mundu allir réttsýnir mern taka til greina svona fram- tak og hlynna betur að lausn málsins. Þetta væri og rétt svar til hinna dönsku háskólaprófess- ora, sem vilja hrifsa af okkur þessa dýrmætu eign okkar, s5m siðferðislega er ekki hægt að taka af okkur. Ég býst við að sumir álíti þcssa tillögu mína karlarugl, en það er ekkei’t rugl í hc-nni, ef þeir, sem taka að sér framkvæmdina á verkinu eru nógu einhuga og samtaka um að hrinda þvi áíram sem fyrst. Er engi nhætta á, að fólkið verði ekki fúsi til að lcggja fram vinnu og peninga svo húsið sé tilbúið á næsta ári. Þar rem nú er búið að upplýsa að Árna- j sáfnið er geymt í gomlu óeld- j tryggu húsi, gefur það okkur svo j mikla hvöt að hefjast þegar! handa og hcimta svo safnið í sitt eigið hús, svo að það glatist ekki ^ í hinu ótrvgga húnæði í timbur- * hjallinum. Ég skal koma með litið hlið- stætt dæmi, til að sýna hvað ma gera mikið, ef þeir sem stjórna verkinu eru samtaka og trúa því að verkið sé svo göíugt og gott, að það sé skylda þeirra að leggja fram alla þá orku, sem þeir eiga til að koma því heilu í hófn. I Fyrir nokkrum árum tóku sig. sarnan um það nokkrir rrtenn og konur, að koma upp jarðafara- j kapellu í kirkjugarði, scm var. kirkjulaus í 40 ár. Síðasla konan, | sem jörðuð var í kirkjugarðinum j óskaði að fá að liggja þar og! svo yrði komið upp kapcllu þar.! Við, sem tókum ósk konuhíiar j alvarlega gcrðum það i fullti trausti þess, að við væfum að koma í framkvæmd fagurri hug- j sjón, s: m okkur vrði hj.ilpað ti! með, ef við í einlægni legðum fratn alla okkar crrku þá myiidi j verkið ganga fljótt og vel. Þegar | ákveðið var að bv-rja, votu i sjóði ■ kr. 7000.00, ert 22. júni 1945, var sjóðtirinn orðinn kr. 12.000.00 cig þá var byrjað að grafa '!>rir j grunnihum og sjálfboða vírtna hafin af þeim eihstaka dugtiaði, að eftir rúman hálfan mánuð var kapellan komin undir þak. Þar var ekki verið að gá a kluklt- una, hvenær hún yrði 6, heldur trnnið eftir ástæðum eins og henf- ast var, flest kvöldin unmð til 9—10, tvö kvöld til kl. 12 á nóttu. Það var unun að sjá þetta fólk. Það var glatt við vinnuna, af því að það var í sameiningu að koma kærri og fagurri hugsjón í fram- kvæmd. Það hafði trú á, að verk- ið yrði til blcssunar, enda stóð ekki á hjálpinni úr öllum áttum til að koma þessti húsi upp. Þó var ekkert skrifað um málið. En það var eins og hulin hönd stjórrt aði öllu. Strax og húsið var kom- ið undir þak, fótu aö streymá að því áheit og gjafir og þessu heldur áfram enn, enda hefur hvlsið engar tekjur því það er ekki safnaðar kirkja. En ég er sannfærður um, að kapellunni verður rétt það fé, sem hún þarf til viðhalds. Henni verður vel til þegar heitið er ó hana. Ég set þetta ‘fram til að sýns fram á hversu lítill hópur íolkn með einlægu trausti til máleinis^ ins og einhug gctur komið miklrt til leiðar. Eins og ég hef áður sagt, var byrjað með kr. 7000.00. Kapeilan. var vígð 4. ógúst 1946, en frá því að byi'jað var að byggja von? þá tæpir 14 mánuðir. Hun kost-y aöi þá með sinum raunum rúrfi kr. 70.000.00, en fjórum mánuðurti þar frá, var búið að greiða allat'1 skuldir. Nú á hún á fimmta þús- und í sjóði. Lesendur geta nú séð, hvað þessi litli einhuga hópur gat gert. En þjóðin. hvað getur hún gert' i handritamálinu. Hún gotur byggt handritahúsið á ótrúlega stuttum tínia og sýn+ Dönum þar með, að það eru ekki tóm or'ð að við viljiim fá handr'itin heim, heldur verður húsbygging- in þá ákveðin, þegjandi krafa um að þau komizt sem fyrst í sití.. eigið hús og dveljist ekki lengur í gömlum timburhjalli úti í Kaup- mannahöfn. Hefjumst handa i Drottins nafni og látum enga sundrung komast að. „Áfram því með dug og dáð Drottins studdir ást og náð, sé hann með oss, ekkert er óttalegt. Þá sigrum vér“. Sigm. Sveinsson. Friðrik Ólsfsson efst- un a Skákþinginu EFTIR 5. umferð á Skákþinginu, sem tefld var á skírdag, er Fric?-j rik Ólafsson efstur í landsliðs- flokki með 31 á vinning og eina biðskók. Guðmundur Ágústssörjt er með 314 vinning. Þriðji er Guðjón M. Sigurðsson með 3 vl' Hinir hafa: SVeinn Kristinsson 2Va, Iagi R. Jóhannsson ÍVz, Baltf ur Möíler 2 og biðskák. Guðm S.9'1 Guðmundsson 2 og' biðskák, Egg- ert GiJfei' 2, ÓTi Valdimarsson 114 0g biðskák og Steingrímur Guðmundsson Vz og biðskák. Meistarafiokkur; Efstur er Jón Pálsson með 3vinning, og næj)" fr honufn oru: Haukur Sveinssoji'' mcð 3 vinnirsga og biðskák, Gunn ar Ólafsson 3, Þórður Jörundí- ' son 3 og tvser biðskákir og Guo- inundur Guðmundsson 3 v. ao Linnct --§tc Fyrsti tlokkur: 1 efsta sæti eA þessil' með 4 vinniöga hver: KarJ Þorleifsson, Bjarni Knud Kaaber. Annar flokkur: Efstur er Orcí- ar Jónsson með 4*4 vinnirtg, 2! ; Ján Guðmúndssofi ög 3. Giiði^ Magriússon. Biðskákir verða tefldar “:Y laugardag kl. 3 og 6. unrferð1^" sunnudag kl. 1.15 að Þórsiíaffi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.