Morgunblaðið - 09.04.1953, Side 8
8
MOKGUN BLAÐIÐ
Fimmtudaginn 9. apríl 1953
JPl0¥@tSSlM3$l&
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavflt.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgBarm.)
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
skriftargjald kr. 20.00 á mánuði, innanlands.
í lausasölu 1 krónu eintakiS.
Fjögur ár í
HINN 4. þ. m. voru fjögur ár
liðin síðan utanríkisráðherrar 12
vestrænna lýðræðislanda undir-
rituðu stofnsamning Atlantshafs-
bandalagsins. Með þeim atburði
var merkilegt spor stigið til
verndar friði og öryggi í heim-
inum.
Takmark Atlantshafsbandalags
ins var aðeins eitt:
Að mynda skjólgarð um frelsi
þeirra þjóða, sem að því stóðu,
vernda vestræna menningu og
eyða valdi óttans og öryggisleys-
isins, sem svo að segja frá styrj-
aldarlokum hafði í vaxandi mæli
sett svip sinn á líf þjóðanna. Það
var þannig eingöngu myndað til
varnar. Árásir á aðrar þjóðir
komu engum þessara ríkja til
hugar. En þær vildu ekki fljóta
sofandi að feigðarósi um sínar
eigin varnir og öryggi. Ofbeldis-
stefna kommúnista hafði rænt
fjölmargar þjóðir Evrópu frelsi
sínu og mannréttindum. Hinar
vestrænu lýðræðisþjóðir vildu
ekki bíða þess varnarlausar að
hljóta sömu örlög.
En nú þegar er þó hægt að
staðhæfa, að mikið hefur á-
unnizt. Hin einarða og þrótt-
mikla samvinna frelsisunn-
andi þjóða hefur stöðvað fram
sókn hins kommúníska ofbeld-
is í Evrópu. Hún hefur til
þessa komið í veg fyrir árásar-
styrjöld af hálfu þess á hendur
Vestur-Evrópu. En mikið
starf er ennþá óunnið. Það
þarf að tryggja, að ofbeldis-
öflin vogi sér aldrei að hefja
styrjöld. Það þarf að búa svo
um hnútana, að ef þau hefja
hana geti frjálsar þjóðir
hrundið henni með yfirburð-
um.
Til þess að tryggja þetta þurfa
lýðræðisþjóðirnar enn að treysta
varnarsamtök sín.
Um það þarf ekki að fara í
nelnar grafgötur, að aukin samn-
ingalipurð kommúnista í Peking
og Moskvu er bein og rökrétt af-
leiðing af festu og styrk lýðræð-
þjóðanna. Kommúnistar í Rúss-
landi og Kína eru að gera sér
það ljóst, að hinn frjálsi heimur
ætlar ekki að láta koma að sér
óvörum. Hann er þess þvert á
móti staðráðinn, að efla varnir
sínar og hindra hverskonar frek-
ari ofbeldisaðgerðir.
Það er vegna þessa skilnings
kommúnista, sem þeir nú hafa
nálgast sjónarmið Sameinuðu
þjóðanna í deilunni um fanga-
skipti og vopnahlé í Kóreu. Margt
þendir einnig til þess að síðustu
atburðir í Rússlandi reki rætur
sínar til vitneskju rússnesku
þjóðarinnar og friðarvilja vest-
raenna þjóða. Rússland er að visu
lokað land. En vel má vera, að
gegn um járntjaldið síist meiri
vitneskja til rússnesku þjóðarinn-
ar en híngað til hefur verið
ætlað. Það er engan veginn ólík-
legt, að kúvending hinnar nýju
stjórnar spretti einmitt af því, að
hún finni, að áróður hennar mæti
daufum eyrum almennings.
En til þess að stjóm Malen-
kovs verði tekin alvarlega í
friðarmálunum verður hún að
sýna það svart á hvítu, að hún
vilji breyta um stefnu. Hún
1 verður að ganga til friðar-
samninga við Austurríki og
sameinað Þýzkaland. — Hún
i verður að leyfa frjálsar og
:t lýðræðislegar kosningar í
- Austnr-Þýzkalandi þannig að
raunverulegir fulltrúar þýzku
þjóðarinnar geti samið við
sigurvegarana úr siðustu
heimsstyrjöld.
Þegar Moskvustjórnin hefur
gert þetta, geta allir friðelskandi
menn, hvar sem þeir búa í heim-
inum, viðurkennt friðarvilja
hennar. Þá er ástæða til þess að
fagna raunverulegum og heiðar-
legum friði. Það er slíkur friður,
sem mannkynið þráir. í skjóli
hans er hægt að hefja afvopnun,
létta byrðum vígbúnaðarins af
herðum þjóðanna og einbeitr
kröftunum til friðsamlegrar upp-
byggingar.
íslenzka þjóðin, minnst?
þjóð heimsins, þráir ekkert
heitar en að slík þróun gerist
á næstunni. Enda þótt við höf-
um ekki lagt á okkur vígbún-
aðarbyrðar höfum við orðið
að kveðja erlent herlið til varn
I ar íslandi. Það er einlæg ósk
okkar, að við þurfum sem
stytztan tíma að hafa það í
landi okkar. Við vitum að dvöl
þess skapar okkur ýmsan
vanda. En við gerum okkur
ljóst, að varnarleysið hefði
leitt mikinn háska yfir öryggi
okkar og sjálfstæði.
Engir munu þvi fagna var-
anlegum friði innilegar en ein-
mitt við.
Úrræði á reiðum
höndnm"!
I UR DAGLEGA LIFINU
i
ÞAÐ sagði eitt sinn einhver, að
við að tala í tvær klukku-
stundir samfleytt, eyddist jafn
mikil orka og þarf til þess að
hita einn bolla af vatni upp i
suðu. Enginn hefur þó enn treyst
sér til þess að gera áætlun um
þá orku sem Reykvikingar, —
auðvitað jafnt karlar sem konur
— eyða við símatæki sin. Það er
ef til vill gagnslaust, því enn eru
ckki á takteinum ráð til að
beizla slíka orku.
EN það má vera þeim, er um
þetta mál fara að hugsa, nokk
ik v'Ut'vur'. pð Vippot ei" að hringja
án þess að talað sé og þannig er
i.æ^t að siá tvær flugur í einu
höggi —• hringja og spara orku.
Númerið. sem átt er við. er 04,
V
—JreimóóL tii
'Uny frú IML “
Áður hafði Magnús, næturvörð-
ur, hjá símanum oft sagt Reyk-
víkingum hvað rétt klukka var.
Hann var og um fjölda ára „lif-
andi vekjaraklukka" fjölmargra
bæjarbúa. En „Ungfrú klukku“
var vel fagnað. 960 000 hringdu
til hennar fyrsta árið og fjöldi
íorvitinna óx með ári hverju. —
AIls hefur hún svarað rúmlega
22 milljónum upphringinga.
UNGFRÚ klukka“ — það er
að segja tækin sjálf — er
sænsk. Og samskonar tæki eru
í notkun í Stokkhólmi og víðar.
rímatilkvnningar ungfrúarinnar
iru á 6 fihnum. Klukkustund-
rnar eru á tveim filmum, mínút-
arnar á þrem og sekúndutilkynn-
ngamar á einni filmu. Allar film
plöturnar eru á einum öxli og
límatilkynningarnar berast Reyk
víkingum til eyrna fyrir áhrif
ljósgeisla, á sama hátt og tal með
kvikmyndum heyrist, er filman
rennur í gegnum sýningarvélina.
EN hver er „ungfró klukka“.
Röddina á Halldóra Briem.
Hún var við nám í Svíþjóð árið
1937 og var fengin til þess að talá
inn á filmuna. Mörgum kann aS
! íinnast að það hafi verið þreyt-
andi að lesa allar þessar tölur
: inn á filmuna. En það var létt-
ara verk en margur hyggur. Á
filmunum sex eru aðeins 90 orð.
jFleiri voru orðin ekki, sem ung-
frúin las inn á filmurnar. Hægt
er að fá eins mörg eintök af upp-
tókunni og óskað er eftir. Akur-
eyringar hafa fengið eitt og „Ung-
frú klukka“ er eins vinsæl þar
nyrðra og hér syðra. Hins vegar
kosta tækin sem þarf til þess að
„spila af filmunum“ 80—100 þús.
kr.
MARGIR halda að dýrara sé að
hringja í 04 en önnur síma-
númer. Það er rangt. Það telst
eitt símtal. Eina símanúmerið,
P’i-amh n bla. 12
ÞEGAR núverandi ríkisstjórn
lagði fram á Alþingi 1950 tillög-
ur sinar til úrlausnar efnahags-
vandamálum þeim, sem þá var
við að etja, tók Alþýðuflokkur-
inn þá afstöðu, sem kunnugt er,
að berjast með hnúum og hnef-
um móti þessum tillögum, án
þess að benda á nokkrar aðrar
leiðir til úrbóta. — Formaður
flokksins, Stefán Jóhann Stef-
ánsson lýsti því þá yfir í þing-
ræðu, að uppbótarleiðin, sem til
þessa hafði verið farin undir
stjórnarforystu hans, væri nú
„sennilega“ ekki fær lengur. —
Gengislækkunin var harðlega
fordæmd af Alþýðuflokknum,
sömuleiðis verðhjöðnunarleiðir
svonefnda, en aðrar leiðir voru
ekki nefndar, hvorki af þeim né
öðrum.
Að vonum hefur flokkurinn
sætt þungu ámæli fyrir það ráð-
leysi og ábyrgðarleysi, sem í
þessari afstöðu fólst, og munu
forystumenn hans hafa orðið þess
varir að þessa gætti ekki minnst
í röðum þeirra kjósenda, serr
fram til þess tíma höfðu veitt
flokknum brautargengi.
Nú hefur hagur Strympu víst
hækkað í þessu efni, ef markí
má leiðara Alþýðublaðsins þriðju
daginn í fyrri viku. Þar er því
lýst yfir alldrýgindalega, að nú
hafi Alþýðuflokkurinn úrræði til
lausnar fjárhagsmálefnum þjóð-
arinnar „á reiðum höndum". Það
sé einhver munur eða stjómar-
flokkarnir, sem þegar hafi gefizt
upp við lausn vandamálsinsí
Enn sem komið er hlýtur
það þó að varpa nokkrum
skugga á fögnuðinn, að hin
ágætu úrræði Alþýðuflokksins
hafa ekki ennþá séð dagsíns
ljós. En á þvi verður varla
I lengri bið héðan af að Al-
þýðublaðið leysi frá skjóðunni
i þeim efnum og létti af fólki
sínu þeirri eftirvæntingu, sem
það nú bíður í.
Þetta er tækið sem við fáum sam
bana viö, er hringt er í 04. Film-
plöíurnar sex með tímatilkynn-
ingunum sjást hlið við hlið á
sama öxlL
„Ungfrú klukka“. Hún svarar
með sinni viðfelldnu rödd, hvort
sem sá, er hringir er í æstu skapi
eða ekki. Sumir hoppa upp er
þeir fá svarið og biðja helgar
vættir að koma sér til hjálpar
því strætisvagninn sé farinn hjá
j eða húsbóndinn f ari að koma
i heim i matinn, sem er ótilreidd-
ur, vegna þess að það var svo
margt um að ræða yfir kaffiboll-
anum.
OG ef efna ætti til getgátu um
það meðal bæjarbúa,. hve
margar upphringingar „Ungfrú
klukka" fær daglega, mundu fáir
nefna nógu háa tölu. Það er ó-
trúlegt en satt, að upphringing-
arnar til ungfrúarinnar eru nær
5000 — fimm þúsund — á degi
hverjum. Á s.l. ári voru upp-
hringingarnar í 04 samtals 1,7
\JeiuaLandi óhrijar:
Klukkan, sem gætir þess að film-
plötutækið gangi með eðlilegum
hraða i
i I
millj. Árið 1951 voru þær 1,7
millj., árið 1950 voru þær 1,8
milljón talsins og aldrei hafa
Reykvíkingar fylgst betur með
réttri klukku en 1949. Þá fékk
„Ungfrú klukka“ 1,9 milljón upp
i hringingar.
! JTNGFRÚ klukka“ er ekki
„U gömul að árum. Þáð var
á árinu 1938, sem hún tók fyrst
I að svala forvitni Reykvíkínga.
Skemmdir
á útsýnisskífum
FJALLAMADUR skrifar:
„Velvakandi góður!
S.l. páskadag var ég staddur á
Vífilsfelli og veitti því athygli,
að þrír fjalladýrkendur höfðu þá
nýverið merkt sér útsýnisskífu
Ferðafélagsins þar. Höfðu þeir
skráð nöfn sín með oddhvössu
vopni utan yzta hrings skífunnar.
Nokkrum mínútum áður hafði
ég mætt þremur mönnum í norð-
austurhlíð fjallsins og sönnuðu
þeir verknað sinn með því að
bæta dagsetningunni, 5. 4. ’53,
við fangamörkin.
Ég vildi mælast til, að slík
skemmdarverk væru fordæmd og
vekja mætti athygli á því, að
auðvelt er að eigna sér allt f jallið
með því að skrá nafn sitt í mó-
bergið í sjálfu fjallinu án þess
að það saki. — Fjallamaður“.
Víða pottur brotinn
MÉR finnst fjallamaður hafa
rétt að mæla. Jafnvel þó að
ég búist. ekki við, að umræddir
þremenningar hafi viljað eigna
sér útsýnisskifima með kroti
línu á hana, þá er slíkt hinn versti
ósiður og ómenningarmerki, sem
ólk á ekki að leyfa sér. Hinar
ýmsu útsýnisskifur Ferðafélags-
.ns eru reistar almenningi til hag-
ræðis og fróðleiks, þær eru vel
og fallega gerðar og öllum þeim,
sem hafa not af þeim ætti að vera
innt um, að þær verði ekki fyrir
reinskonar spjöllum.
Annars er víðar pottur brotinn
i þessum efnum en á Vífilsfellinu.
Þetta er gömul saga, að ferða-
.nanninum þykir gaman að skilja
eftir einhver vegsummerki á at-
lyglisverðum stöðum, sem leið
oans liggur um.
Falla fyrir
freistingunni
IÚTLONDUM sér maður mjög
víða ævaforna kirkjuturna og
aðrar merkar byggingar með
veggina alla útkrctaða í nöfnum
og dagsetningum — sumum hverj
um frá gamalli tíð. Einu gildir
þótt feitletrað skilti blasi við:
„Bannað að krota á veggina“ —
furðu margir virðast samt falla
fyrir freistingunni.
En hvað um það — látum út-
sýnisskífurnar óáreittar og skrif-
um heldur í dagbókina okkar eða
bak við eyrað, hvenær við vorum
stödd við þessa eða hina — ef
okkur á annað borð langar til að
gqyma minninguna um það.
Gluggaþvottur
og hetjudáð
KUNNINGI minn einn spurði
mig að því í gær, hvað hefði
helzt gefið laugardeginum fyrir
páska sérkennilegan svip, — Það
var einstaklega fallegur dagur,
svaraði ég. Allir voru á þönum
við að kaupa inn fyrir hátíðina,
fólkið á götunum hlaðið pinklum
og pjönkum, sumt ferðaklætt á
leiðinni út úr bænum. — Rétt er
það, svaraði hinn, en þú hefur
samt gleymt einu: gluggaþvott-
inum. Fólk var alls staðar fyrir
utan húsin með fötur og bursta
og alls konar tilfæringar til að
vinna á moldarhúðinni á glugga-
rúðunum eftir allt norðanrokið
dagana á undan, enda má segja,
að svo væri komið, að fólk sæi
tæplega sólina í gegnum glugga
sína, svo illa útreið höfðu þeir
fengið , þeir, sem búa á neðri
hæðum húsanna höfðu tiltölulega
auðveldar aðstæður til að bæta
hér úr. Öðru máli gegnir ura
hina, sem eru hærra uppi. Þeir
þurftu að grípa til flóknari ráð-
stafana, útvega sér skaftkústa og
jafnvel stiga til að klifra upp að
gluggunum. Ég er sannfærður um
— ég sá það með eigin augum, að
það var margur, sem varð að!
taka á því, sem hann átti til af
hugrekki og áræðí, áður en hanii
lagði upp í þessa uppstigningu,
já — hér birtist ein af hetjudáð-
um hversdagslífsins, sem oftast
er að engu getið.