Morgunblaðið - 09.04.1953, Síða 12

Morgunblaðið - 09.04.1953, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudaginn 9. apríl 1953 Jón Vilhjálmsson, skósmiður Minningarorð LILLU kryddvörur eru ekta og þess vegna líka þær bezt. Við á- byrgjumst gæðin. — Biðjið um LILLU-KRYDD þegar þér gerið innkaup. HINN 4. þ. m. andaðíst Jón Vil- l hjálmssonar skósmiður að heimili sínu Vatnsstíg 4, hér í bæ. Hann var fæddur að Stóra- Hofi á Rangárvöllum 13. apríl 1872, sonur Vilhjálms Jónssonar bónda þar og konu hans, Styr- j gerðar Filippusdóttur frá Bjólu.' Jón missti föður sinn í bernsku og ólst upp með móður sinni . og stjúpföður, unz hann ungur ^ að árum fór að heiman til skó- 1 smíðanáms á Eyrarbakka, þar j sem hann á vertíðum stundaði' sjóinn, á meðan hann var við nám og eitthvað lengur. Hingað til bæjarins íluttist hann árið 1905 og vann hér að iðn sinni til æviloka. Jón heitinn var einn af þeim mönnum, sem er það gefið að marka spor, enda var hann mik- ill skapfestu og dugnaðarmaður. Hvernig sem á hann reyndi í líf- inu, sannaðist jafnan manndóm- ur hans. Var það líka öllum ljóst, sem þekktu hann, að hér fór mað- ur, sem ekki var neinn flysjung- ur, og leyndi það sér ekki, að hverskonar yfirborðs- og and- hælisháttur var honum viður- styggð. Þéttur á velli og þéttur í lund, reyndist hann tryggur og traustur vinur og félagi. — Hann var stefnufastur og ekki . eitt í dag og annað á morgun, skyldurækinn í öllum sínum störfum og dagfari óg heiðar- legur viðskiptis. Hraustmenni í sorg og raun, hjálpfús, skjótráð- ur og hjartahlýr. Gleðimaður, en jafnframt alvörumaður, einarður Og undirhyggjulaus, sem bezt mátti verða. í einu orði sagt: kostamaður. Þá er fast kveðið að orði, en ekkert þó um of, því að hér er sannleikurinn sagð- ur og hann getur aldrei orðið oflof. Þegar mér verður hugsað til Jóns og hans líka, þeirrar kyn- slóðar, sem hann er mótaður af, verður mér æ ljósari sú stað- reynd, að við, senj stöndum upp á okkar bezta, förum vart í fötin þeirra, hvað snertir dugnað og harðfengi og hárnæma tilfinn- jngu fyrir sönnum heiðarleika. Lífsreynzla þeirra er svo merki leg og einstæð, að við hljótum að brjóta við blaði. Þeirra kjör og uppeldi, lengi fram eftir ár- um, eru hin sömu og forfeður okkar áttu við að búa öld eftir öld. Kuldi og myrkur, klæðleysi Og jafnvel hungur var hlutskipti almennings og hver vinnustund var fyrst og fremst metin til tnunnbita. En þeir létu ekki bug- ast og urðu að mönnum samt, sem voru þess umkomnir að sigla á eigin spýtur, pstuddir frá byrj- un og til enda. Þeir mega líka muna tvenna tímana. Með þeim hefst hið mikla blóma og framfaraskeið, sem þjóðin býr við í dag. Og það er þeirra verk. Þeir hafa byggt hér Upp af grunni. Frumstæðum lifnaðarháttum hafa þeir breytt í nútímamynd á heimsmæli- kvarða. Það var ekki allt af gert með stórfelldum atvinnurekstri eða miklum umsvifum, heldur fyrst og fremst í kyrrlátu starfi einbeitts athafnamanns, sem vinn ur með höndum sínum tveim, með þeirri vinnugleði, er ein- kennir hinn heilbrigða mann, og sameiginlegu átaki þeirra allra. Við, sem nú erum fulitíða menn, þekkjum nokkuð þau lífs- kjör, sem þessir framverðir okk- ar tima áttu við að stríða. Ég er þess fullviss, að okkur er það til mikils góðs. Fyrir það lcunn- um við betur að meta þeirra starf og þakka það í verkinu með áframhaldandi sameiginlegu átaki til manndóms og mannvits. Ég sagði fyrr, að Jóni hafi verið gefið það að marka spor. Það eru heldur engar ýkjur. Með starfi sínu markaði hann spor. Hann stóð í fremstu röð stétt- arbræðra sinna um allt það, sem snerti iðngrein hans, og tveggja manna maki var hann í afköst- um. „Með dagsins fyrstu geisla- glóð, hann gekk til nýrrar iðju“, ávallt starfsfús og starfsglaður og sleppti aldrei hönd af verki, fyrr en leiknum hætta bar að kvöldi. Hann var þó enginn vinnuþræll, heldur þvert a móti. Fylgdist vel með öllu, sem gerð- ist, greindur og raunsær, hélt sig og heimili sitt vel og gaf sér tóm til hóflegra gleðifunda. Þannig vann hinn sig upp til alits og virðingar samborgara sinna og komst í efni á heiðarlegan hátt sem verðugur verkamaður launa sinna. Sönnuðust hér sem ávallt hin sígildu orð skáldsins: Að „vegferð manna iðju án, er ævi- reik á söndum, en átak hvert ef ævilán í iðjumanna höndum“. En um leið og Jón markaði spor sem góður og gildur borg- ari, markaði hann um fram allt spor sem góður og traustur fé- lagi og vinur. Og þá var hann mestur, þegar mest á reyndi. í kunningja og vinahópi var hann bæði gamansamur og skemmtilegur. Listhneigður var hann, og unni hljómlist óllu öðru fremur. Haíði margur ánægju af að koma til hans á vinnustof- una og njóta þar góðrar stundar. í eðli sínu var hann þó hlédræg- ur, fátalaður og fáskiptinn. Jón Vilhjálmsson var tvíkvæntur. Fyrri kona hans hét Guðrún Ól- afsdóttir. Áttu þau saman tvö börn, sem bæði dóu i bernsku og konu sína missti hann um sömu mundir. Síðari kona hans, dáin fyrir nokkrum árum, var Jónína Jónsdóttir, sem er mörg- úm kunn fyrir hannyrðir og marga góða kosti. Þau áttu saman sjö börn og eru tvö látin, Guðjón og Guðni, en þau, sem eru á lífi eru, Hanna, gift Pétri Brands- syni loftskeytamanni, Sigríður og Ásgeir, bæði ógift í heimahús- um, Þóra gift Ólafi Vigfússyni vélasmið og Ásta gift Árna Gests- syni verzlunarmanni. Eins og þegar er sagt, varð Jón oft fyrir þungum hörmum. Báðar konur sínar missti hann, aðra í blóma lífsins, hina a bezta skeiði. Auk þess tvö börn í bernsku og síðar tvo syni, efni- lega og góða drengi í blóma aldurs. Var þá þungur harmur að hon- um kveðinn, sem gekk honum mjög til hjartans eins og nærri má geta, og vissi þá enginn hvað Jóni leið, nema Guð einn. Nærri honum hafði verið höggvið og ávallt í sama knérunn. Það beygði hann að vísu, en hann stóðst samt hverja raun og þá bezt, er mesV á reyndi. Þrátt fyrir þetta var Jón ham- ingjubarn og, síðustu ár ævinnar, bjó hann með börnum sínum og undi glaður við sitt. Nú er hann Jón Vilhjalmsson kvaddur af vinum sínum. — Þessi kveðjuorð eru vissulega fátæk- legri. en efni standa til og vildi ég þó gjarna geta flutt kveðj- una fyrir hönd þeirra, sem nú sakna hans mest, en þeirra hljóða hjartans þakklæti og djúpa virðing verður þó þyngst á metunum. Söðulsholti, 24. marz 1953. Þorsteinn L. Jónsson. — Enska knattspyrnan Framhald af bls. 10 Sunderland 38 14 12 12 62-70 40 Cardiff 36 13 11 12 50-37 37 Tottenham 38 14 9 15 71-62 37 Bolton 37 14 8 15 56-60 36 Newcastle 38 13 9 16 54-60 35 Portsmouth 38 Y2, 10 16 66-74 34 Aston Villa 38 11 11 14 53-54 33 Manch. City 36 13 7 17 64-73 33 Liverpool 38 13 7 18 56-75 33 Middlesbro 38 11 10 17 55-74 32 Sheff. Wed 39 11 10 18 49-60 31 Stoke 38 11 9 18 49-60 31 Chelsea 38 10 10 18 51-62 30 Derby 39 9 9 20 51-71 27 2. deild á laugardag: Barnsley 0 — Southampton 1 Blackburn 1 — Luton 1 Brentford 1 — Rotherham 1 Everton 2 — Plymouth 0 Huddersfld 1 — Leicester 0 Hull 2 — Birmingham 0 Loncoln 4 — Bury 0 Nottingham 2 — I.eeds 1 Sheff. Utd 2 — Notts Co 1 Swansea 4 — West Ham 1 Á föstudag og mánudag: Blackburn 2 — Barnsley 0 (4-1) Brentford 0 — Swansea 0 (2-3) Bury 1 — Luton 0 (1-4) Doncaster 1 — Birmingham 0 (1-2) Everton 2 — Huddersfield 1 Lincoln 2 — Hull 1 (1-1) Notts Co 0 — Plymouth 4 (2-2) . West Ham 1 — Fulham 2 (3-2) Nottingham 1 — Sheff. U 1 Rottingham 0 — Leicester 0 Southampton 2 — Leeds 2 L U J X Mörk St. Sheffield U 38 23 9 6 92-57 55 Huddersfld 37 20 9 8 67-29 49 Luton 37 21 6 10 78-45 48 Nottingham 37 18 8 11. 74-55 44 Hull 37 12 7 18 52-64 31 Bury 38 11 9 18 49-73 30 Southampt. 37 7 12 18 58-81 26 Barnsley 38 5 7 26 45-100 17 Ætlar að faka fugla- söng upp á hljém- plölur I BLAÐINU Star í Lundúnum er frá því skýrt fyrir nokkru, að aldraður prófessor, Ludwig Koch að nafni hafi ákveðið að takast á hendur íslandsferð, til að taka fuglasöng upp á segulband eða hljómplötur. Blaðið segir, að þrátt fyrir mikla erfiðleika á slíku ferða- lagi í snjó og ófærð, jafnvel að þurfa að liggja á jörðinni i frosn- um mýrum klukkustundum saman, þá sé hinn aldni prófess- or jafn ákveðinn í að takast þetta á hendur, en próf. Koch er nú 71 árs. Segir blaðið að íslandsferð hafi verið takmark, sem prófess- orinn hafi sett sér fyrir löngu. Hann sagði blaðinu, að svo marg- ir fuglar leggi leið sína til ís- lands, að slík upptökuför þangað sé mjög mikils virði. Próf. Koch telur að heppilegasti tíminn sé í lok maí og byrjun júnímán- aðar.____________________ Frá eðalfundi Vestfirðingafél. AÐALFUNDUR Vestfirðingafé- lagsins var haldinn í Þjóðleik- húskjallaranum hinn 30. marz s.l. Guðlaugur Rósinkranz hefur verið formaður Vestfirðingafé- lagsins s.l. 12 ár og hefur beitt sér fyrir undirbúningi bókaút- gáfu félagsins, ásamt Byggða- safni Vestfjarða. Hann óskaði þess eindregið að vera ekki end- urkjörinn formaður, þar sem hann hefur svo mörgum störfum að sinna. Gjaldkeri félagsins, Gunnar Friðriksson og frk. María Maack þökkuðu Guðlaugi forustuna og öll þau merku störf, sem hann hefur unnið af mesta dugnaði og ósérplægni í þágu Vestfirðinga- félagsins. Stjórn félagsins var kjörin: Formaður: Frk. Sigríður Valdi- marsdóttir. Ritari: Jóhann Finns- son, tannlæknir. Gjaldkeri: Helgi Þórarinsson, skrifstofumaður. -— Sírnon Jóh. Ágústsson, prófessor. Frk. María Maack. Júlíus Rósin- kranzson skrifstofumaður. Frú Salome Jónsdóttir._______ — Úr daglega lífinu Framhald af bls. 8. sem ekkert kostar að hringja í er 02 — langlínumiðstöðin. Allt að tíu geta hringt í „Ung- frú klukku" samtímis, enda kem- ur það sjaldan fyrir, að „hún sé á tali“. Rafmagnsleyst hefur eng- in áhrif á gang hennar. Tilkynn- ingarvélin fær raforku frá raf- geymum sjálfvirku stöðvarinnar. Það er heldur engin hætta á að hún gangi skakkt. Sérstök klukka , gætir“ þess að tækin sem film- plöturnar eru í gangi rétt. Og „gæzluklukkan" er undir stöðugu eftirliti og er stillt þá sjaldan að með þarf eftir tímamerki frá Lundúnum, sem berst hingað tvisvar á dag. Þess vegna geta menn reitt sig ó „Ungfrú klukku". Hún svarar hverjum sem er og hvenær sem er. Og hún gefur rétt svar. A. St. Farin verður ein Frakklands og Spánarferð EINS. OG kunnugt er af fyrri fréttum ákvað Ferðaskrifstofa ríkisins, í samráði við Flugféiag íslands, að efna til orlofsferða til Spánar með viðkomu í París. í vor verður aðeins farin ein ferð og hefst hún 16. apríl og, komið verður heim 3. maí. Hér er um að ræða sérstakt tækifæri til þess að komast á stuttum tíma til Suðurlanda. Ferðin til Parísar teRur sama tíma og frá Reykja- vík til Stykkishólms og heim frá Spáni sama tíma og með áætlun- arbifreið til Akureyrar. í Paris er sól og vor; við Mið- jarðarhafið sumar og hiti. í París verður dvalizt í tvo daga, hin fagra borg, minjar og listasöfn hennar skoðuð. Á meðan bíður flugvélin í París. Síðan er haldið til Spánar og þar verður dvalizt í 15 daga; við Miðjarðarhaíið og ýmsum stórborgum Spánar. Ferðalagið tekur alls 18 daga og kostar aðeins 6.950 krónur. í verðinu er innifalið fluggjald jfram og aftur, gisting og matur, ferðalög í viðkomandi löndum og aðgangseyrir að ýmsum merkum 'stöðum í þeim borgum, sem sótt- Iar verða heim. Vegna forfalla eru enn nokkur sæti laus. Fólk, sem vill nota þetta einstæða tækifæri til þess að kynnast suðlægari löndum og lengja um leið sumarið, ætti að setja sig í samband við Ferða- skrifstofu ríkisins nú þegai’. — rrVesa!ingamírrr Framhald af bls. 9. hennar og síðar eiginmann leik- ur Knútur Magnússon. Leikur Ragnhildar í þessu hlutverki er mjög viðfeldinn, oft innilegur og heillandi. Knútur er glæsilegur ungur maður og fer ekki ólag- lega með hlutverk sitt, þó án verulegra tilþrifa og hann talar nokkuð óskírt, eins og mörguia. nýliðum á sviði hættir við, — eiv það stendur vitanlega til bóta. Steindór Hjörleifsson er skemmtilegur í gerfi sögusmettis- ins, Lefévre bæjarþingsskrifara og Ómar litli Ragnarsson er hreinasta afbragð í hlutverki götusnáðans Gavroche. Þá er og Árni Tryggvason með sinn ágæta „humor“ bráðskemmtilegur sem Thénardier gestgjafi. Aðrir leikendur fara flestir laglega með lítil hlutverk, en hér verður að láta staðar numið. Gunnar R. Hansen hefur teikn- að leiktjöldin en Lother Grund málað þau. Tómas Guðmundsson hefur þýtt leikinn af mikilli smekkvísi á lipurt Og gott mál. Að leiðslokum var höfundur- inn og leikendur kallaðir fram hvað eftir annað og þeir ákaft hylltir af leikhúsgestum. — Leik- sýning þessi var í alla staði m.iög athyglisverð og höfundinum Og leikstjóranum Gunnari R. Han- sen, leikendunum og öðrum, sem hér hafa lagt hönd að verki, til jmikils sóma. 1 Sigurður Grímsson. MARKÚS txxm; Eftir Ed Dodd 'ÍU 1) Loks gefur Gulkló merkið. 2) Og þegar elgkýrin snýr sér kálfinn, þá ræðst annar úlfur að um árás og ræðst gegn elgkúnni.j að úlfynjunni til að verja litla henni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.