Morgunblaðið - 21.04.1953, Page 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 21. apríl 1953
ÍÞRÓTTIR
Seðillinn sem húsmóðirin skilaði í umboðið hjá Bókum & Ritföngum
Austurstræti
12 xéttar — 6600 kr.
Húsmóðir i Rvík hlaut aukaver^<
launin fyrir 12 réttar ágizkanir
Landsleikir
Norðmanna
í knailspyrnu 1953
OSLÓ, 14. apríl: — Norska knatt-
spyrnusambandið hefur raðað nið
ur eftirtöldum landsleikjum Norð
manna í knattspyrnu á sumri kom
andi.
19. maí: England — Noregur í
Oslo.
24. júní: Noregur — Saar í Oslo.
19. ágúst: Noregur -r- Þýzka-
land í Osló.
13. sept.: Noregur — Danmörk
í Osló.
iúlíus Þórðarson, Mranesi:
Faxaflóa-hagsmunasvæðið
27. sept.: Noregur
í Osló.
Holland
13. ágúst: Noregur — ísland í
Bergen.
30. ágúst: Noregur — Fínnland
í Þfándheimi.
18. okt.: Noregur — Svíþjóð í
Osló.
Auk þessara landsleikja eru
ákveðnir ýmsir leikir við úrvals-
lið i ýmsum héruðum Noregs og
fara þeir fram í smærri bæjum.
NTB.
HÚSMÖÐIR ein í Reykjavík
Vanrrum þessa helgi tæplega 6600
krónur í íslenzkum getraunum.
Gat hún rétt til um úrsilt allra
leikjanna 12 á 15. getraunaseðl-
inum. Er það í annað skiptið, sem
tekizt hefur að fá 12 réttar ágizk-
anir, en fyrra skiptið var í síðustu
viku fyrir jólahléið í vetur. Síðan
var tekin upp sú breyting á reglu-
gerð íslenzkra getrauna að greidd
eru aukaverðlaun fyrir 12 réttar
og nemur því vinningur hinnar
reykvísku húsmóður 6589 kr.
Annar vinningur kom á seðil
ungs drengs, sem fékk 11 rétta á
einfalda röð, sem gefur honum
252 kr. Skipting vinninga var
annars:
1. vinningur 1261 kr. fyrir 12
rétta (1).
2. vinningur 252 kr. fyrir 11
rétta (5).
3. vinningur 60 kr. fyrir 10
rétta (21).
Þessi árangur sýnir ljóslega að
þátttaka i getraununum er ekki
eínskorðuð við karla, ellegar sér-
fróða „íþróttahugsuði". Reynslan
bæði hér og annars staðar sýnir,
að allir jafnt fróðir sem fákunn-
ahdi hafa jafna vinningsmögu-
leika. Húsmóðirin, sem heppnina
hafði með sér heitir Anny Lise
Blomsterberg. Hún hefur reglu-
lega tekið þátt 1 getraununum,
hefur ekkert fast kerfi en fyllir
seðla sína út kerfisbundið. Að
þessu sinni skilaði hún seðli með
16 raða kerfi. Fyrir það fær hún
1 vinning á 1261; 4 á 252 kr. og 6
á 60 kr. auk aukaverðlaunanna.
38. Víðavangshlaup IR
fer fram á fimmtudag
18 keppemtur skráðir til hlaupsins
Mynd þessa tók Ragnar Vignir í úrslitaleiknum milli ÍKF og ÍR.
Til hliðar sést fvrirliði ÍKF veita sigurlaununum viðtöku.
r r
Líð IKF Islandsmeistari í
körfuknatfleik í annað sinn
ISLANDSMÓTINU í Körfuknattleik lauk fyrir helgina. íslands-
meistarar urðu liðsmenn íþróttafélags Keflavíkurflugvallar. Er
þetta í annað sinn sem þetta félag vinnur íslandsmeistaratitil í
þessari íþróttagrein, en í fyrsta skipti var íslandsmót haldið í
körfuknattleik í fyrra.
_______________________ VEL AÐ SIGRI KOMNIR
I
I Að þessu sinni tóku fjögur lið j
þátt í mótinu. Sigraði lið ÍKF
öll hin kappliðin — lék við ÍR
í úrslitaleik og sigraði með 43:23.
Voru Keflavíkurmenn vel að
sigrinum komnir. Eiga þeir á að
skipa nokkrum mjög góðum leik-
mönnum og skyttum og lið þeirra
:er samæft og vel þjálfað. t
Næst að stigatölu var lið ÍR,
hlaut 4 stig. íþróttafélag stúdenta
hlaut 2 stig, en Gosi ekkert stig.
VIÐAVANGSHLAUP Iþróttafélags Reykjavíkur fer að venju fram
ívrsta sumardag. Er það nú háð í 38. skipti. Keppt er um tvo bik- !
aj-a, annan hlýtur bezta þriggja manna sveit og hinn bezta fimm ÍSL. DÓMARAR
manna sveit. Í.R. er handhafi beggja bikaranna.
HLAUPALEIÐIN
Hlaupaleiðin að þessu sinni er
Irijög svipuð og í fyrra, byrjað
verður við Hljómskálann, hlaup-
ið suður á Grimsstaðaholt og nið-
Ur í Skjólin og þaðan aftur að
endamarki í Hljómskálagarðin-
Um.
KEPPENDUR
Átján keppendur eru skráðir
til leiks að þessu sinni. Aðeins
tvö félög, Í.R. og Ungmennafélag
Keflavíkur senda fullskipaðar
sveitir í sveitakeppnina. Líkleg-
astan til sigurs má telja sigurveg-
arann frá í fyrra Kristján Jó-
hannsson Í.R.
Mótið fór vel fram í hvívetna.
Dæmdu nú í fyrsta skipti ísl.
dómarar og fórst þeim það vel
úr hendi. — í sambandi við mót-
ið fóru fram tveir aukaleikir; í
drengjaflokki milli Gosa og ÍR
og sigruðu Gosar; og í kvenna-
flokki milli Ármanns og ÍR og
sigruðu Ármenningar. — ÍR sá
,um þetta íslandsmót.
FAXAFLÓINN er eitt hið þýð-
ingarmesta hagsmunasvæði okk-
ar íslendinga. — Þar fiskast
heimsins bezti þorskur og ýsa.
— Flatfiskurinn hefir þar einnig
hin beztu uppeldisskilyrði.
Þegar nýja landhelgislínan
gekk i gildi, var það lokun Faxa-
flóans, sem einna mest angraði
brezka útvegs og fiskimenn, enda
hafa þeir ásamt öðrum, sótt þang-
að góðfisk síðan fyrir aldamótin
síðustu, með þeim afleiðingum,
i sem okkur íslendingum er að
minnsta kosti kunnugt um.
Það er ástæða til þess að full-
yrða, að íslendingar gætu keypt
sér frið hinna brezku útvegs og
fiskimanna, með því aðeins að
I opna Faxaflóa aftur fyrir hinum
bráðdrepandi botnsköfum þeirra.
I En það verður vitanlega aldrei
gert á meðan þeir menn, sem
barizt hafa af mestri hörku fyr-
ir friðuninni, fara með einhver
völd í þessu landi og þjóðin er
sjálfri sér trú.
Vegna friðunarinnar mun góð-
fiskurinn aukast verulega í fram-
tíðinni. — Þorskinn og ýsuna,
sem veiðist á lóð ætti eingöngu^
að hraðfrysta og hagnýta til þess
að auka og tryggja hina mjög svo
þýðingarmiklu markaði í Banda-
ríkjum Norður-Ameríku og víð-
ar, því vegurinn til velgengni
er á þessum sviðum, vöruvöndun
og aftur vöruvöndun. — Það
ætti jafnvel að leyfa frystingu
og útflutning á lóðarveiddum vel
blóðguðum og vel meðförnum
þorski, en salta og herða neta-
og togaraþorskinn.
En það er einnig þjóðarnauð-
syn að ná í hinn eftirsótta flat-
fisk, skarkola og þykkvalúru. —
Vegna þess að Bretar hafa á und-
anförnum árum notað þessar
fisktegundir, er nokkuð öruggur
markaður fyrir þær þar í landi.
En þeir vilja ekki kaupa skar-
kola sem er veiddur fyr en í
annarri viku júní mánaðar og
lúðu í fyrstu viku apríl mánaðar.
Ástæðan fyrir þessu er sú, að
báðar þessar fisktegundir telja
kaupendur mun verri til átu um
og rétt eftir hrygingartímann. —•
Þeir leggja einnig mjög mikla
áherzlu á rétta flokkun í stærð-
ir og góða vöruvöndun.
Þar sem hvorki má veiða þess-
ar fisktegundir í dragnót né
botnvörpu hér í flóanum, en gera
má ráð fyrir mikilli aukningu
þeirra sem áður getur um,, virð-
ist það álitleg sumar atvinna að
véiða flatfiskinn í svonefnd kola-
net. -— Nýlonnet væru líklegust
til þessara veiða, þau hafa gefið
góða veiði og endingin er góð, þar
sem þau fúna ekki, þótt þau liggi
vikum saman í sjónum. — Til
þessara veiða mætti nota smá-
báta (trillur) og jafnvel snurpi-
nótabátana, sem hafa því miður
ekki getað gengt hlutverki sínu
undanfarin ár og óvíst um fram-
tíð þeirra á síldveiðum.
Faxaflóinn hefir einnig oft ver-
ið nokkurskonar varasjóður síld-
veiðanna. Hann hefir sjaldan
brugðizt þegar þess hefir verið
þörf, að fullnægja sölusamning-
um hinnar ótryggu (um árabil)
Norðanlandssíldar. Hin síðari ár
hefir Faxaflóasíldin verið feit og
falleg i mörgum tilfellum og oft
söltunarhæf, áður en söltunar-
leyfi hafa verið gefin út. — Menn
hafa talað um að rétt væri að
stofna Faxaflóasamlag um þessa
hgsmuni. Þess er ef til vill aldrei
meiri þörf en nú.
Þrautreyndir sænskir síldar-
kaupmenn, hafa lagt blessun sína
yfir Faxaflóasíldina, ef hún hefir
verið vel verkuð og valin. —
Bandarískir sendimenn, sem hafa
verið hér við flóann til þess að
taka á móti hraðfrystum góðfiski,
fyrir hernámssvæðið í Vestur-
fiskur var fyr en þeir fengu nýja
ýsu úr Faxaflóa.
Það er þess vegna og þess sem
áður getur, óhætt að fullyrða að
fiskgæði fyrirfinnast hvergi betri
en hér og ef rétt er á haldið,
rétt er valið og vöruvöndun full-
komin, getur friðun Faxaflóa
orðið sú náma, sem bjargar fisk-
framleiðslu okkar í framtíðinni
og jafnframt stáðíð' undir fisk-
þörfum annarra þjóða.
Þessar hugleiðingar eru reynd-
ar bundnar við Faxaflóa „Skapa-
flóa“ okkar íslendinga, en þær
gætu einnig átt við fleiri flóa og
firði hér á landi, þótt fiskgæðin
í Faxaflóa séu óumdeilanlega og
áþreifanlega viðurkennd. — En
vel sé þeim sem veittu friðunina,
vei þeim sem brjóta.
Júlíus Þórðarson.
Fél. ísl, bifreiðaeig-
enda kýs heiðurs-
félaga
UM þessar mundir eru liðin 20 ár
frá stofnun Félags íslenzkra bif-
-eiðaeigenda, en að því félagi
standa einkabílaeigendur. Hefur
félagið látið málefni bíleigenda,
líka hinna sem atvinnu hafa af
bpakstri, mjög til sín taka. Hefur
félagið átt meiri og minni beinan
bátt að framgangi fjölmargra
hagsmunamála og unnið mjög að
bví að draga úr slysahættu á þjóð
•’e^um.
í sambandi við 20 ára afmælið
voru tveir af forvígismönnum
féíagsins, auk fyrrverandi for-
manns, gerðir að heiðursfélögum,
Fél. ísl. bifreiðaeigenda. Menn
þessir eru þeir dr. Helgi Tómas-
son, sem var aðalhvatamaður að
stofnun félagsins ög var um langt
-keið formaður þess. Bergur G.
Gíslason, og Aron Guðbrandsson
forstjóri, sem átti mestan þátt í
bví að endurvekja félagið til
rtarfa. Voru þá um 40 félagsmenn
■ kráðir, en nú eru þeir orðnir nær
500.
Á aðalfundi félagsins er hald-
inn var nýlega, voru margar
álvktanir gerðar. í stiórn félags-
ins voru kosnir beir Sveinn Torfi
Sveinsson verkfr. form., Magnús
H. Valdimarsson, verzlunarmað-
ur, ritari. Axel L. Sveins verzlun-
arstj. gjaldkeri. Voru þeir allir
endurkosnir. — Meðstjórnendur
eru þeir Sigurður Helgasori for-
stjóri og Sigurður Jónasson yfir-
verkstjóri. >.
Allir Bæjarúlgerðar-
fogararnir á veiðum
í fiskverkunarstöð Bæjarútgerð-
arinnar unnu 170 manns í fyrri
viku við ýmiss framleiðslustörf.
í vikunni sem leið fór Ingólfur
Arnarson á veiðar 9. þ. m.
Skúli Magnússon landaði 15.
þ. m. sem hér segir: 143 tonnum
af söltuðum þorski, 3,5 tonnum af
söltuðum ufsa, 17,5 tonn af nýrri
ýsu og 2,5 tonn af ísuðum karfa.
Skipið hafði enn fremur 14,2 tonn
af lýsi, það fór aftur á veiðar
16. þ. m.
Hallveig Fróðadóttir kom 14. þ. ,
m. með ísaðan fisk sem hér seg-
ir: Þorskur 209,6 tonn, ufsi 8,6
tonn, ýsa 5.8 tonn, karfi 6,2 tonn,
lúða 90 kg. Enn fremur hafði
skipið 1980 kg. af gotu, 8,6 tonn
af lýsi og 7,2 tonn af grút. Skipið
fór aftur á veiðar 15. þ. m.
Jón Þorláksson, Þorsteinn Ing-
ólfsson og Pétur Halldórsson fóru
á veiðar 10. þ. m.
Jón Baldvinsson fór á veiðar
2. þ. m. Skipið kom til Reykja-
víkur 11. þ. m. með vír í skrúf-
Þýzkdlandi, hafa látið þau orð unni, en fór aftur á veiðar sam-
falla, að þeir hafi ekki vitað hvað I dægurs.