Morgunblaðið - 21.04.1953, Qupperneq 11
Þriðjudagur 21. apríl 1953
MORGUNBLAÐIÐ
11
r
Attræður i dag:
Guðmundur frá Nesi
FYRIR áttatíu árum bjuggu að
Borgarhöfn í Suðursvett í Austur-
Skaftafellssýslu hjónín Málfríður
Jónsdóttir og Jón Guðmtmdsson.
Árið 1873, sunnudaginn síðasta í
vetri, fæddist þeim sonur. Var
hann vatni ausinn, svo sem önn-
ur börn, og hlaut nafmS Guð-
mundur. Já, sunnudaginrt síðasta
í vetrí. í þá tíð miðuðu inargar
mæður fæðingu barna sínna við
vikur, en ekki mánaðardag, og
svo gerði móðir þessa Guðmurid-
ar. Þegar Guðmundi óx fiskur
um hrygg, varð honum ekki skota
skuld úr því að komast eftir, upp
á hvaða mánaðardag sunmidag-
inn síðasta í vetri 1873 bar, og
var það 19. apríl. í dag er síðast-
ur sunnudagur í vetri — og 19.
apríl, svo að nú er þessi sami
Guðmundur réttra áttatíu ára.
Tólf ára fór Guðmundur á vist
með þeim gáfu- og merkíshjón-
um Ara bónda og darmebrogs-
manni að Fagurhólsmýri og konu
hans Guðrúnu. Þar mtœ Guð-
mundur hafa hlotið þá eínu til-
sögn til lærdóms, utan þess sem
almennt var krafizt tií ferming-
ar, sem einnig var heima*fengið,
því að þá voru engir skoiarnir.
Tilsögn sú, sem ég mirentíst á, má
teljast nokkuð sérstæð, og því
get ég hennar hér og hef þar
fyrir mér orð Guðmundar sjálfs.
Þegar kona Ara var aS setja upp
vef og dró í höföldin, rétti Guð-
mundur henni þræðina. Notaði
hún þá stundirnar og sagði Guð-
mundi úr ritreglum Valdimars
Ásmundssonar, sem hún þá á
fullorðins aldri var búin að lesa
©g læra, svo að hún gat sagt þær
og kennt, án þess að hafa bókina
tiltæka. Hið frábæra minni Guð-
smundar mun fljótt hafa sagt til
sín, og mun hann eftir þessa til-
sögn, svo sem síðar, ekki hafa
þurft að fletta upp í ritreglum
til þess að vita um rétfa staf-
setningu orða; þau þrykktust
jafnóðum í huga hans, og þar
vöru þau ávallt tiltæk. Guðmund-
Ur er þekktur fyrir það, hve gott
vald hann hefur á islenzku máli,
hvort heldur töluðu eða skrifuðu,
á meðan vinnubjart var.
Ekki ætla ég með íinum þess-
lim að rekja æviferil Guðmund-
ar né athafnir, þótt gnótt væri
þar efnis í langa rítgerð. Ungur
helgaði Guðmundur líf sítt bónda
stöðunni og yfirgaf ekkí síðan,
þar til fyrir fám árum, að hann
seldi þá síðustu jörð sina, Nes i
Selvogi, og allt bú. Það má víst
segja, að stórt hafi hann alltaf
búið, þótt stærst yrði bú hans
síðustu árin. Nokkuð tel ég það
Sérstætt af jafnstórbrotnum
tnanni sem Guðraundur er, að
allt sitt líf helgaði hanu búi sínu
Og heimili, en gaf síg aldrei í
Vafstur né brask út á við. — Lífi
sínu og umsvifum lýsir Guðmund
Ur sjálfur í stórum dráttum í
litlu kveri, sem hann nefriir „End
Urminningar Guðmundar frá
Nesi“ og kom út fyrir fáum ár-
um. Sést þar, sem í öítu lífi hans
Og starfi, að megináherzluna hef-
ur hann ávallt lagt á hin stóru
viðfangsefnin, sem að búi hans
Og heimili vissu, en lét síg utan-
aðkomandi smámuni fáu skipta.
— Guðmundur hefur sjálfur kos-
ið að hafa ekki þessar minning-
ar sínar fyllri að efní, og mun
ég því enga tilraun gera til að
fylla þar upp í né bæta við, sem
væri heldur ekki á mínu færi. —
Þótt hátt bæri á Guðmundi sem
bónda, tel ég, að fyrir þá, sem
kynntust honum vel, hafí þó ann-
að borið enn hæiya. Það eru hin-
ár stórbrotnu gáfur hans, óvenju-
legt minni og hinn víðtæki fróð-
leikur, sem hann hefur aflað sér.
Um þetta langar mig að fara
fám orðum.
Fyrir sem næst tuttugu og
fimm árum bar fundura okkar
Guðmundar fyrst saman. Báðir
VOrum við þá nýgræðÍKgar einn-
ar sveitar og flestum þar óþekkt-
ir. Ekki vorum við lengi búnir
að skiptast orðum á, þegar ég
fékk grun um, að þar færi meira
en meðalmaður að vitsmunum,
rökfimi og öllum fróðleik. Brátt
varð þessi grunur minn að vissu.
— Oft hefi ég síðan, eins og Einar
Benediktsson segir, undrandi
kropið að fróðleikslindum Guð-
mundar, og mestri undrun
hefur mér þá valdið, hvenær
hann hefur gefið sér tíma til að
lesa allt það, sem hann hefur
lesið og lært, svo og það, hve
meistaralega honum hefur tekizt
gegnum sitt langa líf að hafa
fullkomið vald á þessum tveim
aðalmarkmiðum í lífi sínu, stór-
búskap og lestri margra og mörg-
um torskilinna fræðibóka, svo að
um hvorúgt hefur hann hnotið,
gerði bæði markmiðin sér undir-
gefin og hafði beggja full not.
Þessi tvískipting hugar og hand-
ar hefur þó orðið morgum að
fótakefli. Sýnir þetta bezt yfir-
burði Guðmundar yfir fjöldann.
Að þessu sinni gefst mér ekki
færi á að fjölyrða meira um þetta
efni, þótt nógu sé af að taka. Ekki
stóð Guðmundur einn uppi í bú-
skap sínum og umsýslan. Tvi-
kvæntur er hann. Fyrri konu sína,
Bergljótu, missti hann eftir stutta
sambúð, síðari konu, Ingibjörgu,
fyrir fáum árum, hvort tveggja
hinar mætustu konur. Börn Ingi-
bjargar og Guðmundar, sem eru
átta, eru öll á Iífi, mannvænleg
og drengir góðir. Nokkur síðustu
árin hefur Guðmundur átt heima
í Reykjavík, á Óðinsgötu 13,
ásamt fjórum börnum sínum.
Líkamsþrek Guðmundar er nú
mjög til þurrðar gengið, sjónin
að mestu farin og getur nú ekki
lengur lesið. Ekki er annað að
heyra en innri sjón Guðmundar
sé að mestu óskert. Með henni
sér hann fram á veginn, og sem
Móses forðum sér hann inri til
fyrirheitna landsins og telur sér
ekkert lengur að vanbúnaði að
halda þangað, hvenær sem er úr
þesSu. Það er nautn að koma að
fótskör þessa aldna bónda og
hlusta á mál hans og rökræður
um vandamál líðandi stundar, og
ekki síður rök þeirra mála, sem
dýpra liggja, en sjaldnar eru
rædd, — Ekki mun Guðmundur
frekar en önnur mikilmenni
ávallt hafa komizt hjá stormum
og næðingum lífsins. Nú er hann
kominn í skjól og bíður þess með
ró hinnar stóru sálar, að verða
kallaður í síðustu förina hérna
megin. Hann er þess fullvíss, að
þá muni einhver taka á móti
honum, sem strýkur af augum
hans „nótt og harm þess horfna".
Þá fái hann að lita ný verkefni
með nýjum augum. „Þá mun aft-
ur morgna".
Myndin, sem þessari grein
fylgir. er af styttu, sem listakon-
an frú Gunnfríður Jónsdóttir
gerði af Guðmundi fyrir nokkr-
um árum.
Grein þessi gat ekki birzt í
sunnudagsblaðinu sökum þrengsla
þá.
Ólafur Þorvaldsson.
Aðalheiður ióhann-
esdótfir—Kveðfa
F. 21. apríl 1913
D. 13. april 1953
HÚN hefðí orðið fertug í dag, ef
hún hefðí lífað. Þessi fátæklegu
orð mín eíga að flytja þér hjart-
ans þakkir mínar fyrir allar ó-
gleymanlegar samverustundir,
Allý mín. Hugrekki þitt og þrótt-
ur mun lifa i minningu okkar um
ókomin ár, styrkja og glæða hið
daglega viðhorf. — Við munum
geyma í huga okkar minninguna
um þig á tindi lífs þíns, sterka og
vonglaða, lifandi í starfi og um-
hyggjusama fyrir því, sem var
þér kærast. Minnínguna um hina
hamingjusömu, sístarfandi móður
og eígínkonu, sem breiddí sólskin
og birtu yfir umhverfi þitt, og
af hagleik þinum og af meðfædd-
um eiginleikum gazt gert svo
merkilega mikið, oft af svo litlu.
Ung kynntist þú sorgum og mót-
læti og vissir vel, hve hverful
Frú Kristín Gií^mimds-
r
dóttir Olafsson - minning
D
gæði þessa heims eru. Þú lézt
aldrei hugfallast og gerðir fyrst
og fremst kröfu til sjálfrar þín,
það voru aðalseinkenni skapgerð-
ar þinnar og þess vegna varst þú
alltaf fær um að miðla öðrum af
því, sem þér hafði verið gefið af
þreki og viljafestu.
i Rausn þín og örlæti þekktum
við, þar var aldrei skorið við
. nögl. Þeir mörgu, sem nutu gest-
risni þinnar og hlýju á hinu ynd-
islega heimili þínu, munu sífellt
minnast þess með þakkíæti að
, hafa kynnzt þér og dvalið í ná-
; vist þinni.
! Hamingjusöm lifðir þú og starf
aðir og hamingjusama leiddi
Guðs hönd þig inn í eilífðarlönd
síns kærleika.
I Hann gefi þér náð og frið. Haf
þökk fyrir allt.
__________________í. V.
Sæmdir Ólympíu-
heiðursmerkjum
SÍÐASTLIÐINN föstudag af-
henti fulltrúi íslands í Alþjóða-
Ólympíunefndinni (CIO), Ben. G.
Waage, forseta bæjarstjórnar
Reykjavíkur, Hallgrími Bene-
diktssyni, sem var fulltrúi bæj-
arstjórnar Rvíkur á XV. Olympiu
leikunum í Helsinki s. 1. sumar, i
FINNSKU OLYMPÍUORÐUNA
(Förtjanstkors) af 1. gráðu; og
Jens Guðbjörnssyni, forstjóra,'
sem var fararstjóri ísl. íþrótta-
manna á Ólympíuleikunum í
Helsinki 1952^ FINNSKU ÓL-
YMPÍUORÐUNA af 2. gráðu. —
Það er forseti Finnlands, sem
veitir þessar orður, eftir tillögu
framkvæmdanefndar XV. Ólym-
píuleikanna. i
Við sama tækifæri var þeim
Einari B. Pálssyni, fararstjóra á
VI. vetrar-Ólympíuleikunum í
Osló og Gísla Kristjánssyni, sem
var flokksstjóri á vetrarleikjun-
um, afhent heiðursskjöl frá fram-
kvæmdanefnd VI. vetrar Olym-
piuleikanna.____________
Ólympíulán.
MELBOURNE — Victoríufylki í
Ástralíu hefur tekið boði Menzies
forsætisráðherra um 1.600.000
sterlingspunda lán til byggingar
húsa fyrir þátttakendur í Olym-
píuleikjunum 1956.
Fædd 27. desember 1885.
Látin 9. apríl 1953.
KRISTÍN var fædd á Einfætings-
gili í Óspakseyrarhreppi. For-
eldrar hennar voru María Jóns-
dóttír frá Akri í Hvammssveit
og Guðmundur Emarsson frá
Snartartungu í Bitru, Stranda-
- sýslu. — Heimili þeirra hjóna var
alþekkt að myndarskap og rausn.
Kristín ólst upp hjá foreldrum
sínum ásamt mörgum systkinum.
Öll voru systkinin einkar vel gef-
in og hafa reynzt gott. og dugandi
fólk. Orð var á því gert, að þau
börn væru vel vanin og prúð á
heimilinu. María móðir Kristínar
var gáfukona og stjórnsöm í bezta
lagi. Hún var vinsæl í héraði og
dáð og virt af heimilisfólki sínu.
Guðmundur var ágætur húsfaðir,
duglegur til aðdrátta og mikill
höfðingi heim að sækja. Þau hjón
voru vel efnum búin. Þegar börn-
in stálpuðust, nutu þau góðrar
kennslu heima, bæði til munns
og handa, hjá heimiliskennara.
Kristín var ein tólf systkina.
Árið 1906—7 var Kristín við nám
í Blönduósskóla. Lauk hún þá
námi í fyrsta og öðrum bekk. Var
hún áhugasöm og dugleg við
námið. Þegar heim kom, stundaði
hún sauma, ýmist heima eða
heiman og kenndi börnum á nokk
urum heimilum. Hún var alls
staðar eftirsótt, og börnum kom
hún vel að sér.
Henni var útþrá í blóð borin
og löngun til að læra meira. Hún
fór því aftur að heiman og þá
til Reykjavíkur. Lærði hún þá
| fatasaum og vann í saumastofum.
Hún vann og hússtörf á góðum
heimilum hér í borginni og hik-
aði ekki, þótt vistir væru erfiðar.
Alls staðar náði hún hylli og vin-
áttu fjölskyldnanna.
Árið 1916 varð Kristín þerna á
Gullfossi, sem sigldi milli landa
á stríðsárunum (1914—18). Þar
líkaði svo vel starf hennar, að
þegar hún hvarf frá því — og
systir hennar sótti um stöðuna,
kvað skipstjórinn það næg með-
mæli með stúlkunni, að hún væri
t
systir Kristínar, svo dugleg og
kjarkmikil hafði hún reynzt.
Eftir þetta fór Kristín til Ame-
' riku. Giftist hún í Kanada Bjarna
. Ólafssyni, manni íslenzkum að
ætt. Þau eignuðust einn son, sem
j heitir Marinó Guðmundur. Er
hann nú kvæntur maður vestra.
Eftir átján ára dvöl í Ameríku
lá leið Kristínar aftur hingað
heim til íslands. En — „Skjótt
hafði sól brugðið sumri.“ —
Kristín kom veik heim. — =1
„Nöpur næðingskylja
nisti, en enginn veit
enn, úr hvaðav áttum
örlagaveðrið dundi“.
Hefur hún ýmist dvalizt hjá
systkinum sínum, sem allt vild«
fyrir hana gera, eða í sjúkrahúsj*
um og sífellt. verið undir læknís-
höndum, án þess að fá bót, r.ema
að litlu leyti. — Þegar af henni
bráði, vann hún mikið og vel,
svo að af bar. Framkoma hennar
var fögur og prúð, er hún haut
sín. Kristín var fríð og svipiirinn
hýr og hreinn. Hún var frernur
há og samsvaraði sér vel. Vöxt-
urinn var fagur og framkoman
öll styllileg, en djörf. Það virtist
allt prýða hana.
Krossgöngu hennar er nú lokið
og Kristín komin þangað, sem
bölið er bætt og sárin grædd.
Hugljúfa, hjartkæra æskuvina
mín. Nú kveð ég þig um stundar-
sakir og þakka þér alla tr.yggð
og öll gæði. Þér hafa rú borizt
orð frelsarans: „Kom, hvíld ég
veiti þér“. Og þú getur tekið
undir með trúarskáldinú:
„Gegnum Jesú helgast hjarta
í himininn upp ég líta má.
Guðs míns ástar birtu bjarta
bæði fæ ég að reyna og sjá,
hryggðarmyrkrið sorgar svarta
sálu minni hverfur þá.“
Uppeldissystir þín,
Maria Jónsdóttip.
■«*o
Húseign. til sölu j
m
Járnvarið timburhús, hæð og rishæð, á steinkjaliara, ;
- ’ ■
við Baugsveg. — I húsinu eru tvær 3ja herb. ibúðir o. fl., '
hvor með sérmiðstöð. — Góð, ræktuð og girt eignarlóð •
fylgir. — Verður al!t laust í vor. Selst fyrir hagkvæmt ;
verð, ef samið er strax. ;
■
■
Nýja fasteignasalan
Bankastræti 7, sími 1518 og kl. 7,30—8.30 e. h. 81546 ;
Ný sending
tekin upp í dag af mjög fallegum
m
(Ld^fs.
rH*9*n
Laugaveg 48