Morgunblaðið - 21.04.1953, Page 14
14
MORGUN BLÁÐIÐ
Þriðjudagur 21. apríl 1953
SYSTIRIN
SKÁLDSAGA EFTIR MAYSIE GRIEG
Fiamhaldssagan 49
gæti farið svo að við yrðum að
srlúna aftur til Englands áður en
ætlunarverkinu iaér er lokið. Þar
eem þú ert svo nákomin honum
datt mér í hug að biðja þig að
fylgjast með honum í nótt“.
„Eg skal gera það, ef þú telur
það tryggara", sagði hún lágt.
„Ég held að það verði þer ekki
crfitt", sagði hann og brosti og
þó var það ekki bros. „Hann virð-
ist ekki geta séð af þér mínút-
tmni iengur“.
Seinna var ákveðið að nokkrir
úr flokknum skyldu fara til há-
tíðahalda, sem negrarnir héldu
*kammt frá tjaldbúðunum þetta
fcvöld.
Alice vissi að þesi hátíðahöld
voru kölluð „bamboche“. Það var
Kokkurs konar dansleikur, sem
allir hinir innfæddu tóku þátt í,
einhverskonar kongódans, undir
villtum trumbuslætti.
Hún var fegin því að þau
ekyldu fara. Henni fannst Jack
wundi þá fá eitthvað annað að
hugsa um en hatur sitt til Janice
og Derek.
: „Jæja, ef þig langar, þá getum
Við farið“, sagði hann. En heldur
vildi ég vera einn í kvöld með
þér og tala við þig eina, Alice“.
„Við getum talað saman á eft-
ir“, sagði hún. Hún viidi gera allt
til að fá hann til að hugsa um
eitthvað annað.
Það var tæplega mílu leið að
feofanum, þar sem dansinn átti að
fara fram. Þar hafði verið rutt
dálítið svæði, lagt yfir það stór
laufblöð og þarna átti dansinn að
fara fram. Allt í kring stóðu inn-
fæddir og sungu undarlega hjá-
róma og dilluðu sér í takt við
trumbusláttinn. Þarna voru Stór-
ir svartir negrar sem börðu
Jtrumburnar með stórum kylfum.
Negrarnir fóru út á dansgólfið
einn og einn í senn og hófu dans-
fnn. Þeir dönsuðu ekki saman,
heldur einn og einn og hver á sína
jvísu. Ýmist voru hreifingarnar
jsmöggar og hraðar eða hægar og
peiðandi. Við og við fór einhver
éinn út á mitt gólfið. Það var eitt
hvað villimannalegt og um leið
jhrífandi að horfa á þetta. Alice
langaði næstum til að dilla sér
jíka í takt við músíkina. Sér-
Staklega tók hún eftir einum ungl
ingnum á dansgólfinu. Hann var
iklæddur eingöngu í bláar 'buxur
W með rauðan klút vafinn um
[höfuðið. Hann stökk hátt í loft
upp, rak upp hvell öskur og snéri
pér svo hratt að það var eins og
fætur hans snertu aldrei jörð-
ina. Allar hreyfingar hans voru
’æsandi.
1 Trumburnar voru slegnar enn-
þá örar, söngurinn varð hávar-
ari.
Einn af leiðsögumönnunum
snerti öxl Jacks. „Þekkir þú þenn
an þarna. Það er sá sem þú barð-
ir með svipunni um dagir.n“.
„Er það“, sagði Jack kæruleys-
islega. „Ég þekki enga þeirra í
|sundur“.
Alice horfði á stóra manninn
dansa og nýr ótti greip hana.
Hreyfingar hans voru að verða
æ trylltari, svrtinn spratt fram af
enni hans og augun voru blóð-
hlaupin. Hann var eins og drukk-
inn maður, og hún sá að við og
f við einblíndi hann á Jack og
Studum ruddist hann nær hon-
um og dansaði um leið. Óttinn
varð æ sterkari í brjósti Alice.
Hún dró i ermina á Jack.
„Við skulum koma til tjald-
fjbúðanna“, sagði hún. „Ég er búin
p að sjá nóg af þessu“.
f1 „Ég er búinn að sjá meira en
'nóg“, sagði hann. „Þessir dansar
f
fettur og brettur. Og lyktin af
þeim, drottinn minn“.
Þáu gengu frá danssvæðinu og
fóikinu, sem stóð allt í kring
og hofði á. En slátturinn í trumb
unum fylgdi þeim niður hlíðina.
Það fór hrollur um hana og hún
tök þéttar utan um handlegg
Jáck, Við og við leit hún flótta-
lega aftur fyrir sig eins og hún
byggist við að einhver hefði veitt
þeim eftirför, en hún sá ekkert
á stígnum, nema tungskinið og
skuggana.
Rétt áður en þau komu að tjald
búðunum dró hann hana út af
gangstígnum, hallaði sér upp að
trjástofr.i og tók um báðar hend-
ur hennar.
„Alice, við getum ekki haldið
þessu áfram“, sagði hann hásri
röddu. „Ég elska þig. Ég sagði
þér það á skipinu og aftur um
nóttina áður en við fórum frá
Port-au-Prince. Ég elska þig inni
lega, Alice. Ég hef aldrei elskað
neinn eins og ég elska þig. Ég var
aðeins heillaður af fegurð henn-
ar. Elsku Alice.“ Hann dró hana
í fang sér.
„Ó, Jack“. Hún streyttist á
moti. „Við megum ekki gera þetta
það er ekki rétt“.
„Láttu ekki eins og kjáni“,
sagði hann. „Janice skiptir okkur
ekki máli lengur. Ég ætla að útj-
loka hana algerlega úr lífi mínu.
Auðvitað verð ég að sjá um skiln-
að en .... þurfum við að bíða?
Ég elska þig svo mikið“.
Hann var miklu sterkari en
hún. Hann kyssti varir hennar og
andlit....
„Ó, Jack", stundi hún. Var hún
svona köld í fangi hans, vegna,
þess að hún vissi að þetta var
ekki rétt?
„Segðu að við þurfum ekki að
bíða“, sagði hann. „Við skulum
bjóða heiminum byrginn. —
Við þurfum ekki að fara nærri
strax aftur heim til Englands. Og
þ'egar við förum verður búið að
ganga frá skilnaðinum. Við getum
haldi áfram héðan til annarra
eyja, ennþá fegurri en þessi.
Elsku Alice ....“.
Og þá skeði það.
Eitthvað datt niður úr trénu.
Það var ekki kókóshneta, því það
var hvítt og það blikaði. Það datt
beint ofan á höfuð Jack. Hann
rak upp niðurbælt óp og seig til
jarðar. Svartur skuggi skautst úr
trénu og hvarf út í skógarþykkn-
ið.
Hún féll á hné við hlið hans.
„Jack .... ó, Jack ...
Svo stökk hún á fætur og hljóp
niður til tjaldbúðanna. 'fvisvar
sinnum datt hún á hnén og einu
sinni á andlitið en hræðslan rak
hana áfram. Jack gæti lika dáið.
Hún fann Bruce lávarð í íjald-
búðunum. Hann hafði ekki farið
til að sjá dansinn.
„Ó, Bruce“, kallaði hún. „Jack
.. Jack hefur orðið fyrir slysi.
Eitthvað datt ofan úr tré og lenti
á höfðinu á honum. Hann liggur
meðvitundarlaus uppi i skógin-
um.“
Hún gat varla talað fyrir gráti
og ekka. Hann tók vingjarnlega
um handlegg hennar.
„Vertu róleg, barnið gott“,
sagði hann. „Segðu mér hvað kom
fyrir".
„Við höfum ekki tíma til að
tala. Við verðum að fara strax til
hans“.
Hann kallaði í nolckra menn og
þeir lögðu af stað saman þangað
sem Jack lá. Hann var síðan flutt
ur til tjaldbúðanna.
Henni kom ekki dúr á auga alla
nóttina. Enginn vissi hvort Jack
mundi lifa þetta af. Næsta dag
var hægt að flytja hann til Pórt-
au-Prince, en hann var ennþá
meðvitundarlaus.
Vika leið við mikla eftirvænt-
ingu en þá fór að bera á nokkrum
bata. Ameriskir kunningjar Alice
buðu henni að vera hjá þeim. Hún
fór á hverjum degi til sjúkrahúss
ins. En henni var ekki leyft að
sjá hann.
„Það ætti að senda boð til kon-
unnar hans“, sagði einhver. „Ef
hún kæmi um Ameríku og síðan
með flugvél hingað gæti hún
komist þetta á tæpri viku“.
Stúdentaráð Háskóla íslands
'M\ rttfi it fti rtf? ifi i°ft
Á næsta bæ við kot karls og kerlingar voru margar kýr,
sem voru dag hvern reknar á beit, rétt hjá túni fátæka
bóndans.
Fátæki bóndinn gerði nú samning við kúasmalann á næsta
bæ um að hann lofaði að líta eftir kálfinum. Bóndinn bað
smalann að halda á kálfinum, því að hann væri svo lítill og
ætti erfitt um gang.
Smahnn tók nú kálfinn í fang sér og bar hann út í haga,
þar sem hann lét hann niður mitt á milli kúnna, sem voru
þar á beit. Allan þann dag vrar kálfurinn með hausinn niðri
í grasinu, eins og hann væri alltaf að bíta. Af og til um dag-
inn leit kúasmalinn til kálfsins til þess að gæta að honum,
en í hvert skipti var hann með hausinn ofan í grasinu. Smal-
inn var orðinn alveg dauðhissa á þessu háttalagi kálfsins.
„Það er naumast að þessi kálfur þarf að borða mikið, ekki
stærri en hann er,“ muldraði smahnn. „Það verður ekki
langt þangað til hann getur farið að ganga,“ hugsaði hann
með sér.
Þegar komið var kvöld og kúasmalinn ætlaði að fara að
reka kýrnar heimleiðis, varð honum hugsað til kálfsins.
„Ég nenni ekki að bera þennan kálf heim — hann hlýtur
að geta gengið sjálfur, úr því að hann getur étið þessa reið-
ins býsn,“ hugsaði hann með sér. Síðan rölti hann af stað
og hélt að kálfurinn myndi koma á eftir.
En þegar kúasmalinn fór með kýrnar fram hjá koti karls
og kerlingar, kom fátæki bóndinn í veg fyrir hann og spurði
hvar kálfurinn væri.
„Hann er ekki búinn að fá nægju sína enn. Hann var að
bíta þegar ég fór heim á leið, og hann hefir auðsjáanlega
ekki viljað verða samferða kúnum“, svaraði smalinn.
„Þú ert meira illmennið að skilja kálfinn minn eftir úti
^í haga. Ef bú kemur ^kki strax með mér þangað til þess að
Sumarfagnabur
stúdenta
verður háður hinn síðasta da* vetrar (mið-
vikudag 22. apríl) að Hótel Borg og hefst
klukkan 8,30 e. h.
D a g s k r á :
1. Eftirhermur og gamanvísur.
2. Einsöngur: Ivar Orgland, sendikennari.
Undirleikur: Carl Billich,
3. Gamanþáttur: Helga Valtýsdottir, leikkona,
4. Einleikur á píanó: Jóhannes X,árusson, stud. jur.
5. Tvísöngur: Bogi Melsted stad. med. og
Hjalti Guðmundsson stud. mag.
6. Tímamótaávarp á miðnætti.
7. Dans.
Aðgöngumiðar verða seldir að Hötel Borg í dag
kl. 4—6 og á morgun, miðvikudag, á sama tíma
að Hótel Borg og kl. 11—12 í ikriEstofu Stúdenta-
ráðs.
★
EKKI SAMKVÆMISKLÆÐNAÐI5R.
Stúdentaráð Háskóla íslands.
>«
3
Árshdtíð
Aðgöngumiðar afhentir í dag klukkan 2 til 6 e .h. ■
í Þjóðleikhússkjallaranum. ;
Borð tekin frá á sama tíma.
NEFNDIN
Berklavörn
Félagsvist ög dans í Breiðfirðingabúð
í kvöld kl. 20,30.
Gestur Þorgrímsson skemmtir.
STJÓRNIN
TILKYNNING
frá Skandinavia Dress s. f.
Fratnvegis verða karlmannafötin frá okkur seld í
Verzlun L. H. Muller, Austurstræti 17.
Iðnaðarmenn, meistarar o.fL
Vanti yður góðan mann til að annast bókhald og upp-
gjör, sendið þá tilboð til afgr. Morgunblaðsins fyrir 24.
þ. m., merkt: „Örugg vinna, lágt verð** —764.