Morgunblaðið - 28.04.1953, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.04.1953, Blaðsíða 6
6 MORGUTSBLAÐIÐ f>riðjudagur 28. apríl 1953 verða í Austurbæjarbíói næstk. fimmtudag kl. 11,15 e.h. og föstudag klukkan 7 e. h. Aðgöngumiðar að báðum hljómleikunum, seldir í Hljóð- færahúsinu og Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur. LES5.SE I1U1CHSMS0I\1 trompetleikari með aðstoð tríós STEINÞÓRS STEINGRÍMSSONAR dægurlagasöngvari með aðstoð enska píanóleikarans IIos*ry Pawson félag enskumælandi manna SÍÐASTI SKEMMTIFUNDUR VETRARINS verður haldinn í ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARANUM fimmtudagskvöld 30. aprí! kl. 8,30. (Húsinu lokað um leið og fundurinn hefst). 1. Hinn nýji sendiherra Breta á íslandi, Mr. J. Thyne Henderson, ávarpar fundinn. 2. Þekktur brezkur fyrirlesari, Mr. Leslie J. Brice, M.SC., F.I.M., talar um Lundúni. 3. Einsöngur: Jón Sigurbjörnsson. 4. Dans til kl. 1 e. m. Sigfús Halldórsson syngur vinsæl dægurlög. Félagsmenn mega taka með«sér gesti og eru gestakort afhent í skrifstofu Hilmars Foss, Hafnarstræti 11. Stjórn ANGLIA. Óháði fríkirkjusöfnuðurinn heldur kvötdvöku og sumarfagnað með sameiginlegri kaffidrykkju í Breiðfirðingabúð á mifr- vikudagskvöld 29. þ. m. kl. 8,30 stundvíslega. Agæt skemmtiatriði, t. d. syngur Einar Sturluson, óperusöngvari. — D a n s a ð að lokinm kaffidrykkju til kl. 1. — Þátttakendur skrifi sig á lista í Verzl. And- résar Andréssonar fyrir hádegi á morgun. y Aðgöngumiðar verða seldir við inngang'inn og kosta 25 krónur cg er kaffi innifalið í verðinu. ............................................... | Msfoðarráðskoim : óskast að vinnuheimilinu Reykjalundi. Launakjör samkværnt launasamningi ríkisspítalanna. Upplýsingar gefur Z Matráðskonan Reykjalundi. ...........................................r........................ — Morgunblaðið með morgunkaffinu Áfsláttur á bílaiðgjöldum i verðlaunaskyni er hættu- legt og ber að afnema strax Frá aðaifnstdi Félap ísl. bifreiðaeigenda er m 20 ára skeið hefur unnið hagnýff sfarf Stjórn Félags ísl. bifreiðaeigenda, ásamt ritstjóra timarits félags- ins, Ökuþór, en það er Viggó Jónsson, og er hann fremst til vinstri, við tilið hans er Aron Guðbrandsson, þá Magnús H. Valdimarsson. Formaður félagsins, Sverrir Torfi Sveinsson, er fyrir enda borðsins, þá er Axel L. Sveins, Sigurður Jónasson og Oddgeir Bárðarson. Á myndina vantar Sig. Helgason. (Ljósm. P. Thomsen). UM þessar mundir eru liðin 20 ár frá því að Félag íslenzkra bif’- reiðaeigenda tók til starfa hér á landi. Hefur félagið á undanförn- um árum látið allmikið til sín taka urn hverskonar áhuga- og hagnsmunamál bílaeigenda, svo og á sviði slysavarna. Þa hefur félagið annast hvers konar fyr- irgreiðslu fyrir þá, sem fara ut- an með bíla sína, en mikill fjöldi íslendinga fer nú árlega til út- landa með bila sína. ÚR 40 í 500 FÉLAGSMENN Á styrjaldarárunum iá starf- semi félagsins mikið til alveg niðri, en er það tók til starfa á ný, voru félagsmenn um 40. Nú eru þeir um 500 og fer ört fjólgandi. Dr. Helgi Tómasson yfirlæknir, var aðalhvatamaður að stofnun Fél. ísl. bifreiðaeigenda, og var formaður félagsins um langt skeið. Á síðasta aðalfundi var dr. Helgi gerður að heiðursfélaga ásamt þeim Bergi G. Gíslásyni, er mjög hefur starfað fyrir fé- lagið og Aron Guðbrandssyni, er átti mestan þátt í því, að koma fótunum undir félagið á ný. — Hefir Aron' sýnt mikinn dugnað sem form. félagsins fyrstu fimm árin að stríðslokum. Á aðalfundi Fél. ísl. bifreiða- eigenda, sem haldinn var fyrir nokkru bar mörg hagsmunamál á góma og gerðar um það álykt- anir. Verður þeirra getið hér á eftir: ÁLYKTANIR AÐALFUNDARINS Aðalfundurinn skorar á rikis- stjórnina að láta útbúa fyrir næsta Alþingi frumv. um að tryggingargjöld af bifreíðum verði miðað við að allt landið sé eitt ti’yggingarsvæði, saman- bsr frá 1. ág. n.k. verður eitt verð á benzíni á öllu landinu. Skorað var eindregið á útvarps stjóra og menntamálaráðherra að hlutast til um að afnotagjald af útvarpstækjum í bílum félags- manna þeirra, sem skráðir eru fyrir útvarpstækjum á heímilum sínum, falli niður. Beint var þeim tilmælum til lögreglustjóra að hann láti lög- regluna afgreiða benzínleyfi í verkföllum, en ekki verkfallsað- ila, sem í síðasta verkfalli fengu ótakmarkað benzín til sinna þarfa. Fundurinn skoraði eindregið á vátryg-gingarfélög þau, sem bif- reiðatryggingar hafa, að afnema nú þegar afsláttarfyrirkomulag (bónus) það sem nú gildir, þar sem miklar líkur má telja fyrir því að bifreiðastjórar, sem tjóni valda, aki burt frá unnu tjóni, vegna hættu við að missa af af- slætti á iðgjaldgreiðslu sinni. TRYGGINGAR OG BÍLAINNFLUTNINGUR Skorað var á starfandi bif- reiðatryggingafélög hér á landi og fjárhagsráð, að ábyrgðartrygg ingar bifreiða félagsmanna gildi jafnt innanlands og í ferðalögum utanlands. Fundurinn beindi eindregið til ríkisstjórnarinnar þeirri ósk, að við innflutning fólksbifreiða verði fullt tillit tekið til einka- bifreiðaeigenda, þar eð flestir allir einkabílar eru að meira eða minna Jeyti notaðir við dagleg störf manna. BÍLSKÚRAR Aðalfundurinn skorar eindreg- ið á Fjárhagsráð að leyfa nú þegar bifreiðaeigendum að koma sér upp skýlum fyrir bifreiðar og nema burtu það bann sem um langt skeið hefur verið og valdið hefur bifreiðaeigendum milljóna- tjóni. Þess skal getið að margir bifreiðaeigendur munu geta kom- ið sér upp skýlum sér að mjög kostnaðarlitlu og án erlends gjald eyris. KATTARAUGU OG ANNAÐ í STAÐ SALTS Skorað var á dómsmálaráðu- neytið að fyrirskipa n úþegar að öll reiðhjól hafi rauðan spegil ,,kattarauga“ á afturbretti og sé hann settur ó hvítan grunn. Tel- ur fundurinn að slík ráðstöfun gæti stuðlað mjög að auknu um- ferðaröryggi. Skorað var á bæjarstjórn Reykjavíkur að vinna að því, að útvega annað efni í stað salts til að forðast hálku á götum borg- arinnar, þar sem saltið tærir und- irvagn og aurbretti bifreiða mjög mikið. Sömuleiðis að athuga möguleika á a ðútvega asfalt bitumolíur til að sprauta göturn- ar að sumarlagi í stað sjós. Skorað var á bæjarráð Reykjavíkur að veita bifreiða- eigendum leyfi til þess að reisa skýli fyrir bifreiðar sínar og spari með þeim því þann mikla kostnað og áhættu sem aí því leiðir að hafa bifreiðar úti á götum borgarinnar allan ársins hring. Aðalfundur F.Í.B. fól stjórn fé- lagsins að undirbúa og stofna deildir, innan vébanda félags- ins, í stærstu kaupstöðum og bæjum landsins, fyrst og fremst á Akureyri, Akranesi, Hafnarfirði ög Keflavík og e. t. v. víðar. Slæin infiúenza í HoHuni MYKJUNESI, 19. apríl. — Eftir þriggja vikna norðaustanátt og kuldatíð er nú komin sunnanátt með lítilsháttar rigningu. Vegna þess að frost er á ný komið á jörð eru vegir þegar teknir að spillast aftur eins og æfinlega vill verða þegar klaka leysir snögglega. Ekki hefur snjóað neitt að ráði hér þetta liðna kuldatímabil og samgöngur allar verið með eðlilegum hætti. SLÆM INFLÚENZA Slæm inflúenza hefur gengið hér að undanförnu. Hefur hún víða lagzt þungt á fólk, sums staðar hafa allir legið í einu og hafa af þessum sökum skapazt óþægindi. Ýmsir hafa orðið að fá hjálp nágranna sem betur stóð á fyrir til að hægt væri að sinna nauðsynlegustu verkum. Borið hefur við að fólki hefur slegið niður aftur og hafa ýmiss slæm eftirköst látið á sér bera. Nú virðist sóttin vera í rénun og er vonandi að hún deyi út við svo búið. SAUMANÁMSKEIÐ Saumanámskeið stendur nú yfir að Laugalandi á vegum kven félagsins í Holtahreppi. Kennari er Guðrun Kristjánsdóttir. Vegna inflúenzunnar hefur orðið minna úr þátttöku en efni stóðu til. SUMARIÐ Nú nálgast sumarið óðfluga úr þessu. Farfuglarnir heilsa hver eftir annan. Þeir eru að vitja æskustöðvanna. Ef til vill er ein- hversstaðar blettur í móa eða mýri, sem er sérstaklega kær og leitar ósjálfrátt á endurminn- inguna um sólríkt sumar, sem leið fyrr en varði. Og minning- in um hin góðu liðnu sumur gef- ur okkur þá von að við kunnura að eiga gott sumar í vændum. Gleðilegt sumar. M. G. Togarar bæjarúi- gerðarinnar INGÓLFUR ARNARSON landaði í Reykjavík 24. þ. m. 162 tonn- um af söltuðum þorski og ísuð- um fiski, sem hér segir: Þorsk- ur 15,3 tonn, ufsi 3,8 tonn, ýsa 2,2 tonn og annar fiskur 1,3 tonn. Skipið hafði ennfremur 13,5 tonn af lýsi og 40 tunnur af gotu. Það fór aftur á veiðar 25. þ. m. Skúli Magnússon fór á salt- fiskveiðar 16. þ. m. Hallveig Fróðadóttir fór á ís- fiskveiðar 15. þ. m. Jón Þorláksson landaði 22. þ. m. ísuðum fiski, sem hér segir: Þorskur 169 tonn, ufsi 44 tonn, ýsa 6,6 tonn, karfi 6,9 tonn, lúða 130 kg. Ennfremur hafði skipið 7,3 tonn af gotu, 8,9 tonn af lýsi og 8,9 tonn af grút. Skipið fór aftur á veiðar 23. þ. m. Þorsteinn Ingólfsson landaði 24t þ. m. ísfiski sem hér segir: Þorskur 229 tonn, ufsi 37,5 tonn, ýsa 6,5 tonn, karfi og annar fisk- ur 14 tonn. Ennfremur hafði skip ið 6 tonn af gotu og 10,8 tonn af lýsi og 3,9 tonn af grút. Það fór aftur á veiðar 25. þ. m. Pétur Halldórsson fór á salt- fiskveiðar 10. þ. m. Jón Baldvinsson landaði 20. þ. m. sem hér segir: Saltaður þorsk- ur 109,8 tonn, saltaður ufsi 19 tonn. ísaður þorskur 71,8 tonn, ísaður ufsi 12,8 tonn, ný ýsa 2,2 tonn og 100 kg af stórlúðu. Enn- fremur hafði skipið 16,6 tonn af mjöli, 12,5 tonn af lýsi og 8,5 tonn af grút. Það fór aftur á veið- ar 21. þ. m. Þorkell máni fór á saltfisks- veiðar 11. þ. m. í fiskverkunarstöð Bæjarút- gerðarinnar höfðu um 180 manns atvinnu í þessari viku við ýmiss framleiðslustörf. A BEZT AÐ AUGLTSA W t MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.