Morgunblaðið - 28.04.1953, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 28. apríl 1953
H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS
!Vi.s. „GULLFOSS“
fer frá Reykjavík þriðiudag
28. aríl kl. 5 e. h. til Leith
og Kaupmannahafnar.
Farþegar eru beðnir að
koma um borð kl. 3.30—4
e. h.
S ýningargiuggi
ca. 15 ferm., á bezta stað í Miðbænum,
til leigu. — Tilboð merkt: ,,864“, send-
ist afgr. blaðsins.
Hafnfirðirigar
Kjörskrá
til alþingiskosninga í Hafnarfirði, er gildir fra 15.
júní 1953 til 14. júní 1954, liggur frammi almcnn-
ingi til sýnis í skrifstofu bæjarstjóra, Strandgötu 6,
kí. 9—18 alla virka daga frá 28. apríl til 25. maí
n. k., að báðum dögum meðtöldum.
Kærur skulu komnar bæjarstjóra í hendur eigi
síðar en 6. júní.
Bæjarstjórinn í Hafnarfirði, 27. apríl 1953.
Helgi Hannesson.
Námsstyrkur
,úr Ættarminningarsjóði Halldóru Ólafs, til stúlkna, sem
stunda nám í verzlunarskóla í Reykjavík eða erlendis,
verður veittur 21. maí n. k. — Þær, sem sækja vilja um
styrk þennan sendi umsóknir til Jóns Guðmundssonar
lögg. endurskoðanda, Hafnarstræti 8, Reykjavík, fyrir
14. maí n. k.
Stjórn sjóðsins.
SIÐASTA NYJUNG MINUTU-OLBRAUÐSGERDUFT
Umboðsmaður óskast fyrir ísland af stóru og þekktu
dönsku fyrirtæki. — Vinsamlegast skrifið:
Fa: Axel F. MöIIer, Kongevejen 60
Holte, Köbenhavn, Danmark.
1 Kandíða- og mynd- I
í listarskólinn i
F Y R I R nokkru stofnuðu nokkr-
ir vinir Handíða- og myndlista-
skólans hlutafélag ti) eflingar
starfsemi skólans. Hlutabréf
voru gefin út fyrir alls 100 þús.
kr. og skiptast í 100, 250, 500
og 2500 króna hluti. f ávarpi frá
stjórn hlutafélagsins, sem er
skipuð þeim Lúðv. Guðmunds-
syni, skólastjóra, Lárusi Sigur-
björnssyni, rith. og próf. Símoni
Jóh. Ágústssyni, er á það bent,
að með og vegna stofnunar skól-
ans haustið 1939 hafi afstaða og
aðstaða almenpings til verknáms
og listnáms gjörbreyzt og batn-
að að mun. „Með skólanum og
starfi hans síðar var komið á
innlendri sérmenntun kennara í
smíðum, teiknun og handavinnu
kvenna. Opnaðir voru möguleik-
ar fyrir almenning, konur og
karla, börn og fullorðna, til náms
og tómstundastarfa í fjölmörgum
hagnýtum greinum og listum,
m. a. i útskurði, bókbandi, leður-
vinnu, máhnsmíði, listmálun,
ýmsum greinum teiknunar, smið-
um, föndri og teiknun fyrir börn
o. s. frv. Með stofnun myndlista-
deildar skólans (1941), sem er
fastur dagskóli með 8 mánaða
námi á ári, var lagður grund-
völlur að æðra listnámi hérlend-
is. Myndlistadeildin hefur þegar
fyrir löngu hlotið viðurkenn-
ingu margra ágætra og víðkunnra
erlendra myndlistaskóla“.
Lengstum hefur skólinn notið
nokkurs rekstursstyrks f rá al-
þingi og úr bæjarsjóði Rvíkur.
En til kaupa á húsbúnaði, vélum,
hverskonar verkfærum og
kennslutækjum o. s. frv. hefur
hann frá stofndegi sínum til þessa
dags, — í 14 ár, — aðeins fengið
30 þús. kr. stofnstyrk samtals frá
ríki og bæ, eða 15 þús. kr. frá
hvorum aðila.
Kennslugjöld nemenda eru yf-
irleitt lág og vantar mikið á,
að þau fái staðið undir kostn-
aði. En sökum þverrandi greiðslu-
getu almennings hefur ekki
reynzt kleift að hækka þau til
samræmis Við aukna dýrtíð.
Aðsókn að skólanum er jafn-
an mjög mikil og eru nemendur
um og yfir 300 á ári hverju.
Til þess að skólinn nú fái hald-
ið í horfinu, endurnýjað húsbún-
að, kennslutæki og annað, sem
farið er að ganga úr sér, og afl-
að sér nýrra tækja vegna auk-
innar fjöibreytni í kennslu,
þarfnast hann mikils fjár. í
ávarpi féiagsstjórnarinnar, sem
áður getur, segir um þetta:
„Óhjákvæmileg útgjöld til
nauðsynlegustu umbóta á næstu
mánuðum nema uin eða yfir 100
þús. króna“. Mæiist félagsstjórn-
in því til þess við „gamla og
nýrri nemendur skólans, for-
eldra og kennara og alla aðra
vini verknáms og lista, að þeir
leggi nú skerf sinn til þessa máls
með því að kaupa hlutabréf
skólafélagsins, stór og lítil, eftir
atvikum“.
Þeir, sem óska að styrkja
starfsemi skólans með því að
gerast hluthafar, geta skrifað sig
fyrir hlutabréfurn í Bókabúð
Lárusar Blöndals eða Bókaverzl-
un Sigfúsar Eymundssonar.
| Útsala á enskuni bókum
■
■
Vegna flutnings á búðinni verða enskar
bækur seldar með miklum afslætti
| í dag og á morgun.
■
■
m
Aðein s þessa tvo daga
*
I &ól? auerztum ^næljörnó J/önóóonar Co.
m
* ; Austurstræti 4.
Birkikrossviður 3-4-5-7-15 mm
Gaboonkrossviður 205x80 cm.
Gaboonplötur 22-25 mm.
Þilplötur, Masonitgerð 4x8’
HANNES ÞORSTEINSSON & CO.
Símar: 2812—82640. Laugaveg 15.
Óskilamunir
I vörzlu rannsóknarlögreglunnar er nú margt óskila-
muna, svo sem reiðhjól, barnakerrur, fatnaður, lykla-
kippur, veski, buddur, gleraugu o. fl.Eru þeir, sem slík-
um munum hafa týnt, vinsamlega beðnir að gefa sig fram
í skrifstofu rannsóknarlögreglunnar á Fríkirkjuvegi 11,
næstu daga kl. 4—7 e. h. til að taka við munum sínum,
sem þar kunna að vera.
Þeir munir, sem ekki verður vitjað, verða seldir á op-
inberu uppboði bráðlega.
Rannsóknarlögreglan.
Vélritunarstúlka
ó s k a s t
Eggert Claessen — Gústaf A. Sveinsson
Hæstaréttarlögmenn
Þórshamri — sími 1171.
ATVI m\
Ungur reglusamur maður óskast til starfa hjá heild-
verzlun. Þarf að hafa verzlunarskólamenntun eða hlið-
stæða menntun og hafa áhuga á starfinu. — Tilboð með
uppl. um fyrri störf, menntun, aldur og-mynd, sem end-
ursendist strax, sendist afgr. Mbl. fyrir föstudagskvöld
merkt: Heildverzlun —871.
Atvinna
Heildverzlun í Reykjavík óskar eftir ungum manni í
til starfa, einkum við sölu og útkeyrslu vara. Verzlun- *
arskóla- eða hliðstæð menntun æskileg. — Umsóknir :
sendist Mbl. merktar: „Áhugi og reglusemi — 857“.
5’
• m
TIL S Ö L U
Verzlunar- og iðn-
fyrirtækið SPARTA
Gott húsnæði til leigu cða sölu með, cftir samkomulagí.
Uplýsingar gefur eigandinn. Sími 6554 eða 4112.
ftiytízku íbúð,
minnst 5 herbergi, óskast til leigu, gcgn góðri greiðslu.
Almenna fasteignasalan
Austurstræti 12. — Sími 7324.
Akranesingar:
Utvarpsvirki frá Viðtækjastofunni er á Akranesi og hef- •
ur aðsetur á verkstæði Knúts Ármanns, rafvirkjameist- •
- •
ara, Utvarpsnotendur, sem óska að fá viðtæki sin við- I
*
gerð komi þeim sem fyrst á fyrrnefndan Stað.
VIÐTÆK J A VINNUSTOFAN
Hverfisgötu 117 —- Sími 2674
.............................................