Morgunblaðið - 28.04.1953, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.04.1953, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 28. apríl 1953 Verzlimarskélanem- endur kveðja Vilhj. Þ. Gíslason HIÐ árlega nemendamót Nem- endasambands Verzlunarskólans fer fram að Hótel Borg fimmtu- daginn 30. apríl. Er þetta 15. mót sambandsins. Nemendamót þetta verður jafn framt kveðjusamsæti gamalla Verzlunarskólanemenda fyrir Vil hjálm Þ. Gíslason skólastjóra og konu hans. Er gert ráð fyrir að hóf þetta verði mjög fjölsótt, enda eru útskrifaðir nemendur Vil- hjálms nú orðnir um eða yfir fjórtán hundruð að tölu og starf- andi í flestum stéttum þjóðfélags ins. Fjyrir tilstilli Vilhjálms var Verzlunarskólanum árið 1934, veitt heimild til að útskrifa stúdenta og útskrifast níundi stúdentaárgangurinn á þessu vori. — Ór daglega lífinu Framhaid af bls. Ö. eða háralitur kvenna þeim fellur bezt. Ekki geta það talist merki- leg fræði. Hinsvegar væri það vissulega ómaksins vert (ef hægt væri), að rannsaka hugarfar Kiljans þegar hann situr að verki og ennfremur athuga t. d. hversu mikið rúm lús og önnur óþrif skipa í heildarverkum skáldsins. En í því efni mun Gerlpla taka öllum ritum skáldsins fram. Leikritið á laugardaginn LAUGARDAGSKVÖLDIÐ var flutt í útvarpið leikritið „Hetjur11 eftir Philip Johnson, Höfundurinn er enskur, fæddur um síðustu alda- mót. Hefur hann samið fjölda ein þáttunga og stærri leikrit, sem hafa hlotið góða dóma. Leik ritið ,,Hetjur“ er ekki sérstaklega skemmtilegt en þó er þar margt athyglisvert. Lár us Pálsson hafði leikstjórnina á hendi og lék einnig eitt af meiri- háttar hlutverkum leiksins. Aðrir leikendur voru Þorsteinn Ö. Stephensen er lék læknirinn, Inga Þórðardóttir, er lék konu hans, Herdís Þorvaldsdóttir, er fór með hlutverk söngkonunnar, Rúrík Haraldsson er lék lávarð- inn og Hóimfríður Pálsdóttir er lék vinnukonuna. Leikendur fóru yfirleitt vel með hlutverk sín, en einna bezt þau Inga Þórðardóttir og Þorsteinn. Útvarpsleikritin er mjög vin- sæl út um byggðir landsins og varðár því miklu að til þeirra sé vandað. Til gamans og til þess að sýna hve vinsæl útvarpsleik- ritin eru, vil ég geta þess að gáfuð og velmenntuð sveitakona sagði mér fyrir skömmu, að hún hefði það fyrir sið að búa sig upp áður en hún settist við út- varpstækið á laugardagskvöld- um til þess að hlusta á leikritin og á eftir gæfi hún jafnan heim- ilisfólkinu gott kaffi og með því! Slíku fólki á ekki að bjóða annað en það allra bezta. Til minnis: EIR sem flytja erindi í útvarp- ið ættu að gæta þess að ekki skráfi hátt í blöðum þeirra. — Þetta er því miður alltof algengt, en ákaflega hvumleitt. Lárus Nýr hirðmeistari TEHERAN, 24. apríl. — írans- keisari hefur fengið sér nýjan hirðmeistara. Heitir sá Baha Lal Garagoscou. — Er þess getið, að ekkert bendi til þess, að hinn nýi hirðmeistari sé andstæðingur Mosadekks, forsætisráðherra. — Reuter. Skerst í odda mell Peron og stjórnarandstæðBregum Peron lætur brenna aðalbæki- stöðvar andstæðinga sinna Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB BUENOS AIRES, 27. apríl. — Lögreglan í Buenos Aires handtók í dag formann og varaformann radikalaflokks Argentínu. Fóru handtökur þessar fram fyrirvaralaust og var annar maðurinn á gangi á götu úti er lögregian tók hann. VILDU DRAGA SIG TIL BAKA Landsfundur flokksins stend- ur nú yfir og hafði komið þar .fram ályktun þar sem skorað var á alla þá félaga flokksins sem sæti eiga á þingi eða í bæjar- stjórnum að segja af sér í mót- mælaskyni við stjórnarstefnu Perons forseta. Þó tillaga þessi væri felld með 91 atkv. gegn 70 tók Peron til sinna ráða og hefur nú látið hand taka flokksforingjana. BÆKISTÖÐVARNAR BRENNDAR Annar flokkur í stjórnarand- stöðu, hægri demokratar, hefur samþykkt að fulltrúar flokksins á þingi og bæjarstjórnum segi af sér. — Aðalbækistöðvar beggja flokkanna hafa verið eyðilagðar. Lögðu stuðningsmenn Perons eld að húsunum í hefndarskyni vegna sprengjukasts meðan Per- on hélt ræðu á útifundi. Adenauer skiplir um skoðun BONN 27. apríl: — Hermt er að Adenauer forsætisráðherra Vest- ur-Þýzkalands sé fallinn frá fyrri ákvörðun sinni um, að leggja samninga um Evrópuherinn og Þýzkalandssamninginn fyrir Heuss forseta til undirskriftar á morgun, þriðjudag. Þess í stað hefur hann í hyggju að reyna að fá samningana af- greidda í efri deild þingsins, en hún hefur áður frestað afgreiðslu þeirra þar til dómstóll hefur kveðið upp úrskurð um hvort samningarnir brjóti í bága við stjórnarskrá landsins. —NTB-Reuter. McCarran-lögin WASHINGTON, 27. apríl. Eisenhower forseti hefir beðið bandaríska þingið að taka McCarran lögin til end urskoðunar. Lög þessifjalla um innflytjendur til Banda ríkjanna. Neitaði Truman að skrifa undir þau á sín- um tíma og 7 manna nefnd er hann skipaði til að rann- saka þau, lagði til að þau yrðu numin úr gildi. Allt kom fyrir ekki. Nú er spurn ingin hvað þingmennirnir gera fyrir Eisenhower. -SvarRússa Frh. af bls. 1. ólíklegt að Vesturveldin taki í sínar hendur frumkvæði að fjórveldaráðstefnu. Hins veg- ar er líkle.gt talið að Vestur- veldin stingi upp á ráðstefnu aðstoðarmanna utanríkisráð- herranna, þar sem reynt verði að komast að samkomulagi um austurrísku friðarsamningana. Yrði slík uppástunga rökrétt afleiðing þess að Rússar hafa ekki svarað tilboði Vesturveld- anna um fund utanríkisráðherr- anna sjálfra, en það tilboð var þeim sent í októbermánuði s.l. Ætti því frumkvæðið að slíkum fundi að koma frá Sovétríkjun- um. EKKI SVO LEITT SEM ÞEIR LÁTA Þá er og bent á þá staðreynd að samkvæmt þessari síðustu stjórnmálayfirlýsingu Rússa sé þeim kalda stríðið ekki eins leitt og þeir vilja vera láta. Þó að þeir segist fagna hverri tilraun sem gerð verði til lausnar deilumálunum, þá setja þeir alls konar skilyrði fyrir lausn þeirra. Ef ráðstefna verði haldin með utanríkis- ráðherrum landanna má þar ekki ræða nema sérstök mál samkvæmt þeirra skoðun, m. a. á að halda utan veggja henn ar umræðum um yfirgang kommúnismans í Asíu. Það mál vilja Vesturveldin ræða á sama grundvelli og önnur deilumál milíi vesturs og austurs. - Butler Framhald af bls. 9. halda áfram á þessari leið, ef tilraun hans heppnast og hann heldur völdunum. Erfiðleikar hans verða að sjálf- sögðu fyrst og fremst pólitískir. Mjög er það auðvelt og áhrifa- ríkt fyrir stjórnarandstæðinga að telja hann „manninn, sem gert hefur hið daglega brauð dýrara“ og gangi honum seinna að koma hinni fjárhagslegu endurreisn á, en hann væntir sjálfur að ó- reyndu máli, að þá er það íil þess að láta þjóðina sannfærast um það af eigin raun, að þarna er hún komin á rétta braut, að endurreisa hið fyrra efnahagslíf hennar með aukinni framleiðslu- getu, svo hún verði samkeppnis- fær á heimamarkaðinum. Balslev Jörgensen. ííu ára sfarfsafmæli Fyrsta hljómsveitin, sem Albert Klahn lék með. Hann situr annar til vinstri í fremri röð við hlið föður síns. Svavar Markússon sigurvegari í Drengjahlaupinu DRENGJAHLAUP Ármanns fór fram á sunnudaginn. Hlaupaleið- in var rúmir tveir km að lengd að þessu sinni. Sigurvegari í hlaupinu varð Svavar Markússon KR. í sveitakeppni sigraði Ár- mann. Hlaut þriggja manna sveit félagsins 7 stig, en 5 manna sveit félagsins hlaut 18 stig. Aðeins 10 keppendur af 14 mættu til leiks. Komu þeir allir að marki og urðu úrslit þessi. 1. Svavar Markússon KR, 6:35,8 mín, 2. Hreiðar Jónsson Á, 16:40,2, 3. Þórir Þorsteinsson, Á, 7:26,8, 4. Helgi Jónsson UMS Kjalnesinga, 5. Leifur Björnsson Á, 6. Theódór Óskarsson UMF Reykjavíkur, 7. Pálmi Jóhanns- son Á, 8. Halldór Guðnason Á, 9. Hreiðar Grímsson UMSK, 10. Pétur Lárusson UMSK, JÓHANNESBORG — Malan for- sætisráðherra er um þessar mund ir á ferð með konu sinni og dótt- ur um ýmis svæði lands síns. Er honum alls staðar mjög vel tekið og ferð hans líkust sigurför. Sexlíu ára starfs- afmæli Alberfs Klahns i TILEFNI af 60 ára starfsaf- mæli Alberts Klahns, hljómsveit- arstjóra í dag, vill Lúðrasveit Stykkishólms senda honum kveðju sína ásamt beztu framtíð- | aróskum. j Við engan mann utan Stykkis- hólmslcauptúns stendur lúðra- sveitin í jafnmikilli þakkar- J skuld og Albert Klahn. Frá stofn lun hennar fyrir níu árum hefir hann verið boðinn og búinn að vinna henni allt það gagn, sem hann hefur getað. Áhugi hans á lúðrasveitinni hefir alltaf verið jafn og ánægja ; hans sönn yfir vexti og viðgangi hennar. Albert Klahn hef ir útsett fjölda verka fyrir lúðrasveitina og einnig komið til Stykkishólms og hjálpað til við æfingar. Fyrir 1 þetta allt þakkar lúðrasveitin honum. A. H. Albert Klahn hefir starfað hér í áratugi og leikur nú með Sin- fóníuhljómsveitinni, m. a. á tón- leikunum í Þjóðleikhúsinu í 1 kvöld. Léttið yður störfin og notið hið ágæta sem hreinsar og fægir fljótt og vel. «—'ð MARKCS Eftir Ed Dodd --? —«. -«—\u MOTHetf g" WE'RE GOINS TO kPEAD ME A Pl LET YOU NAME ) STOEV ONCE HIM, FCANKIE f jABOUT A MOOSE v._-v ^ . /ÁN 'H NAMED "LITTLE V %y, BBITCHES"/ AV.I V 6KJOVSM© Yf C BEItra MECtr, VY,/ ----- 6NTÉSTA!i.,|NG BIG ■ — tca’lþ ...(■’E'G VECY AND A 6IZ£AT OUT CC-ORiSMAN ' (V A br-U' ... WEC.2T/ i. > i INW ;\'voij nc Tr-.'iT PECFECT A NAMf. r WHAT*S , HIS NAME, L AAAPK ? FEANKIE~,' WE'LL CALL HIM "LITTLP BCITGHES"^ 1) — Hvað heitir hann Markús? .— Ég ætla að lofa þér að skíra hann. 2) — Mamma sagði sagði mér einu sinni ævintýri um lítinn elg, sem hét Litli þytur. — Þá skulum við bara kalla hann það. 3) — Mér þykir ákaflega vænt um heimsókn Markúsar hingað til okkar Wabanang. — Hann er svo skemmtilegur og afburða snjall skógamaður. 4) Hann getur þrátt fyrir það verið sendur út af örkinni sem spæjari. Við skulum þá vona að enginn Indiáni veikist alvarlega meðan hann dvelst hérna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.