Morgunblaðið - 22.05.1953, Síða 6

Morgunblaðið - 22.05.1953, Síða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 22. maí 1953. Fivnmtugur i dag: Sigurbjörns Einar Magnússon, mennfaskóiakennari: „NÝ STEFNfl" í KENNSLUMÁLUM son, rithöhindui LÁRUS Sigurbjörnsson rithöf- undur á fimmtugsafmæli í dag. Hann hefur alið aldur sinn að mestu leyti hér í Reykjavík, allt frá því hann sleit barnaskónum heima í Ási hérna við Sólvalla- götuna og er Reykvíkingur að eðli og hugarfari. Að afloknu stúdentsprófi 1922 var hann við nám í Kaupmanna- höfn, en lauk ekki námi „vegna hneigðar til blaðamennsku“ eins og hinn alvísi Brynleifur Tóbías- son kemst að orði í „Hver er maðurinn?“ Lárus er með því marki brenndur, að honum er ekki lag- :ð að festa sig allt of mikið við eitt ákveðið verkefni, heldur verður hann alltaf að gefa sig að einstökum hugðarefnum sínum. Hann er einn af þeim mönnum, sem snemma lærði þá list að hafa „hobby“, eins og Bretinn kallar, og hefur hann fyrst og fremst lagt stund á leikritasögu, bæði íslenzka og annarra landa. Hefur hann safnað sér ótrúlega miklum gögnum um þau efni, sem kunn- ugt er, og kann þá furðulegustu hluti á fingrum sér, er koma við leiksýningum og leikritagerð hér á landi. 1 nokkur 'ár fékkst hann við blaðamennsku í Kaupmannahöfn bæði við „Kristeíigt Dagblad“ og við Berlinga-tíðindi. En eftir að hann kom heim, lagði hann blaða mennsku að mestu leyti á hill- una og gerðist starfsmaður Reykjavíkurbæjar. Hefur hann gegnt ýmsum störfum fyrir bæ- inn í nálega 25 ár. Jafnframt hefur hann fengizt við ritstörf, hefur skrifað sögur og leikrit, og þýtt ýms leikrit fyrir leik- félagið, eins og kunnugt er, enda var hann framkvæmdastjóri leikfélagsins um skeið. Með sínum mörgu áhugamál- um er Lárus Sigurbjörnsson sí- íellt kvikur maður og vakandi fyrir öliu því, sem getur orðið til þess að örfa andlegt líf með þjóðinni og til styrktar menn- ''ngarmálum Reykjavíkur og þjóð arinnar í heild sinni. Vil ég grípa tækifærið til að flytja honum mínar beztu hamingjuóskir og þakklæti fyrir margskonar aðstoð, sem hann góðfúslega hefir látið blaði mínu í té, á undanförnum árum. V. St. V ið stöndum með stj órn inni t>AÐ nýjasta í landhelgisdeilunni er þetta: Brezka ríkisstjórnin hef ur tjáð sig fúsa til að leggja málið fyrir Alþjóðadómstólinn í Haag. En á okkar hlið: Að íslenzka rík- isstjórnin hefur tjáð sig sam- þykka þessu; þó með þvi skil- yrði, að hinu brezka löndunar- banni verði aflétt þegar í stað, eða nánar tiltekið, þegar full- samið sé um málsmeðferð fyrir alþióðadómstólnum. Ég er einn þeirra mörgu sem fylgst hafa rækilega með hverri hræringu þessa máls, og eigi síð- ur með málsmeðferð af okkar hendi. Það hefur því glatt mig — sérstaklega í seinni tíð —- hve ríkisstjórn okkar hefur verið ein- béitt og ákveðin og haldið ske- legglega á málinu. Aldrei kvikað eða verið með neinn lúpuhátt. Þessar fáu línur eru því ritað- ar til þess að þakka stjórninni þetta og jafnframt til að brýna hana um að gefa ekkert eftir, þ. e. fella ekki í burt skilyrði sitt um niðurfellingu löndunarbanns- ins, til þess að hún geti fallist á málsupptöku og meðferð fyrir dómstólnum. Hún má heldur ekki íallast á, að einhverjum hluta deilumálsins verði skotið til dóm- stólsins, heldur í heild. Ef Englendingum er ekki hag- ur að því að fá frá íslendingum góðan fisk, sem jafnar verðlag — og lækkar það ef til vill í heild til almennings — eða gæti gert. það ef rétt væri á haldið af þeirra hálfu. Ef það er ekki þeirra hag- ur, að leggja þar fisk á land, til að tolla eins og þeir hafa gert, og til að auka atvinnu hafnarverka- manna. Ef það er ekki hagur þeirra, sú hin mikla verzlun sem auk þessa flýtur af þessum miklu viðskiptum; skulum við engan veginn ofmeta það siglinga- og verzlunarfrelsi, sem við höfum að nafninu til notið í Englandi gagnvart fisksölu okkar þangað. Af þeim „gróða“ hafa íslending- ar sannarlega ekki verið öfunds- verðir — yfir leitt — á friðar- tímum. En ef litið er til ófriðar- áranna, kemur sannarlega annað mat til á báða bóga, og hallast þá ekki á okkur. Við skulum því ekki verða upp- næmir fyrir þvergirðingshætti Breta og bolabrögðum við smá- þjóð, sem þeir hafa um margar aldir sorfið miðin fyrir upp í land steina, svo að til auðnar horfir um aflaföng. Eigi aðeins fyrir okkur sjálfa, heldur alla þá — aðra — sem á þessi mið sækja. Þótt segja megi að auðlindir séu ótæmandi, standast þær ekki „djöfulsins" vélabrögð hins ágjarnasta villimanns, sem jafn- an lætur greipar sópa, hvar sem arðs eða auðæfa er von, án þess að gæta nokkurs hófs, — eða skilja —, að gefa þurfi hinni gjöf- ulu náttúru eitthvað í aðra hönd, eða a. m. k. gefa henni frift um stund til þess að jafna sig, og bæta arðránið upp. Við megum því ekki gráta út af þeirri prófraun, sem við verð- um að þola á þennan hátt af hendi Breta. Því síður, sem við erum á góðum vegi með að kom- ast yfir þau fyrirvaralausu óþæg- indi sem ákvörðun hefndarráð- stafana þessara hafa bakað okkur. Sem auðvitað hefur átt að ríða okkur að fullu, eða a. m. k. kom- ið okkur á kné, til þess að biðja fyrirgefningar á því „gerræði" að láta sér detta í hug að setja sín eigin lög, án þess að spyrja „Jón bola“. Jafnvel þótt Frakkar hafi glap- izt til að koma í humátt á eftir Bretum og dangla þannig til okk- ar í sama knérnum, á ég ekki von á, að svo mikið skorti á manndóm Frh. á bls. 12. FIMMTUDAGINN 7. maí er skýrt frá því í dagblöðum bæjar- ins, að 14. júní muni hefjast hér í bæ námskeið fyrir náttúru- og landafræðikennara gagnfræða- skólanna. Frásögnin er byggð á viðtali við ’forgöngumenn nám- skeiðsins, fræðslumálastjóra og stjórn Landssambands framhalds skólakennara og er nokkurnveg- 1 inn samhljóða í öllum blöðunum. En inn í frásögn Morgunblaðs- ins er felldur inndreginn feit- letraður kafli, með fyrirsögn- inni: „Ný stefna“ og er sá kafli ekki i hinum blöðunum, og virðist því svo sem þar sé um hugleiðingar blaðsins sjálfs að ræða, en ekki frásögn af við- talinu, en þetta getur þó verið misskilningur minn. En innihald þessa stutta kafla er þannig, að mér þykir rétt að athuga hann nánar. Kaflinn er svona (letur- breytingar eru mínar): „Ný stefna. Sú stefna ryður sér nú æ meir til rúms að takmarka j náttúrufræðikennsluna og landa ’ fræðikennslu við þann ramma, sem atvinnulíf þióðarinnar mark ar. Fyrir okkur íslendinga er þá fyrst og fremst nauðsynlegt að i kynnast lífinu í sjónum, húsdýr- um o. fl. í ýmsum löndum t. d. Bandaríkjunum, hefur eðlisfræði, náttúrufræði og landafræði verið slegið saman í eitt fag, það vinzað úr, sem unglingunum er nauð- j synlegt að vita, til þess að verða almennt fróðari á þeim sviðum ! sem nauðsynlegust eru, Hefur því i hinum nýju uppeldis„vísind- um“. LANDAFRÆÐIHEITIN í MBL. Og svo illa vill til að í Mbl., sem er ágætt fréttablað, eru þennan sama dag nefnd 47 útlend landafræðiheiti og virðast mér fjölmörg þeirra vera fyrir utan „rammann". Af þessum 47 land- fræðiheitum eru 40 nefnd í Landafræði eftir Bjarna Sæ- mundsson, en sú bók hefur nú verið kennd í yfir 40 ár í gagn- fræðaskólum landsins og orðið rnörgum að gagni. En nú er hún vitanlega orðin „úrelt“ sam- kvæmt „rammavísindunum“. Ég býst við því, að Mbl. verði að gæta sín betur í fréttaflutningi í framtíðinni og nefna ekki svona mörg „ónauðsynleg“ landafræði- heiti, svo að það verði ekki alveg óskiljanlegt lesendum sínum, þeg- ar hin nýja „ram'ma“stefna í landafræðikennslu hefur sigrað og sett asklok heimaalningshátt- ar, heimsku og fáfræði ýfir alla hina „ramma“-skólagengnu les- endur þess, sem enga hugmynd mega fá, í skólunum a. m. k., um lönd eins og Japan og Kína eða Ástralíu, af því að þessi lönd eru utan við þann „ramma“, sem at- vinnulíf þjóðarinnar markar.“ II. LANDAFRÆÐI, NÁTTÚRU- FRÆÐI OG EÐLISFRÆÐI EITT FAG Landafræði, náttúrufræði og eðlisfræði á að slá saman í eitt hann orsökina vera hina „NÝJU STEFNU“ í uppeldis„vísindum“, sem náð hefði tökum á mörgum skóium þar í landi, og þegar valdið þar afturför og skaða, ekki aðeins að því er snertir al- menna þekkingu nemendanna, heldur líka vitsmunalegan og sið- ferðilegan þroska þeirra. „THEN WE LOSE OUR JOB!“ Síðastliðið sumar hitti ég hér í Reykjavík ameríska konu, sem' er kennari við gagnfræðaskóla í : borg einni í Kaliforniu, konu um sextugt og hafði hún verið kenn- ari í 35 ár. Hún sagði mér að skólaskylda í Kaliforníu væri nú til 18 ára aldurs, og nýtizku kennsluaðferðir. En ástundun og kunnáttu nemendanna hrakaði ár frá ári. Auk þess sagði hún mér ! að ekki mætti falla meir en 5% af nemendum við próf, hvað litið sem þeir kynnu. „Og ef fleiri falla, hvað þá?“ spurði ég. „Then we lose our job!“ svar- aði hún. Þá eru kennararnir reknir! „En það kemur bara ekki til“, bætti hún við lágt. Ekki veit ég, hvort konan hef- ur skrökvað þessu. En hitt veit ég að sumir sálar- og uppeldis- fræðingar telja það svívirðilega misþyrmingu á sál unglingsins ef hann fellur á prófi, þó að hann sé bæði heimskur, latur, ódæll og kunni ekki neitt. Allir eigi að fá próf sem setið hafa tilskyldan Landssamband framhaldsskóla- kennara tekið sér þarft og gott verkefni fyrir hendur með nám- skeiði þessu“. TVÖ ATRIÐI Ef marka má síðustu málsgrein ina virðist höfuðtilgangur nám- skeiðsins vera sá að kenna nátt- ' úru- og landafræðikennurum þessi tvö höfuðatriði: 1. að kenna í landafræði og náttúrufræði einjgöngu það sem beint kemur við atvinnulífi þjóð- arinnar, (og þú væntanlega að forðast að minnast á annað til þess að rugla ekki nemendurna) — og 2. að slá þessum þremur náms- greimim saman i eina nárhsgrein (og þá væntanlega að gefa að- eins eina einkunn fyrir þær all- ar) og fyrir þessa framtakssemi þakkar höfundur greinarinnar. Ég efast að vísu um, að það sé rétt hjá Mbl. að þessi sé tilgang- ur þeirra aðila, sem að þessu nám skeiði standa, en ég tel þó ekki rét't, að þessar nýju hugmyndir séu athugasemdalaust bornar á borð fyrir almenning, með því að hér er gert ráð fyrir að víkja mjög frá þeim venjum sem ríkt hafa í kennslu þessara náms- greina, og hafa gefizt sæmilega. I. „RAMMINN SEM ATVINNU- LÍF ÞJÓÐARINNAR MARKAR“ Hver eru takmörkin í landa- fræði og náttúrufræði, „sem at- vinnulíf þjóðarinnar markar“? Eins og stendur flytjum við t. d. talsvert út af hertum fiski til Vestur- og Miðafríku, en við- skipti okkar við Noreg eru sára- lítil. Ætti þá ekki samkvæmt „rammanum" að sleppa Noregi alveg úr landafræðinni en kerma mjög ítarlega um Senegambíu og Nigeríu? Nokkuð er veitt af rækjum hér við land. f dýrafræðinni ætti því samkvæmt „rammanum" að vera alllangur kafli um rækjur, en ekki minnast einu orði á jafn ómerkilegar og óraunhæfar skepnur eins og fíla, úlfalda, pokadýr eða mörræsir, sem eng- inn íslenzkur fiskimaður veiðir og enginn íslenzkur verzlunar- maður getur grætt á! Það sér hver heilvita maður hvílík endileysa þetta er og þoku- kennt blaður, eins og svo margt fag, það vinzað ur sem nauðsyn- Iegt er til þess að verða fróðari á þeim sviðum sem nauðsynlegust eru! j Sem sagt: Ekkert má kenna og ekkert má vita nema það sem nauðsynlegast er, væntanlega fyrir landbúnað og fiskveiðar þjóðarinnar, ekkert nema það praktíska, engan fróðleik vegna fróðleiksfýsninnar eða almennr- ar menntunar, ekkert bókvit, nema það sem verður látið í ask- ana og það helzt strax. Rök: Þetta er svona í Banda- ríkjunum! (og væntanlega líka í nýjustu „vísindum“ uppeldisfræð innar). AMERÍSKIR GAGNFRÆÐASKÓLAR Ég veit ekki hvort það er rétt að þetta sé raunverulega svona í Bandaríkjunum. Ég veit sáralítið um skólamál þar í landi eða þekk ingu almennings þar í landa- fræði og náttúrufræði. Ég hef lítið um það lesið og hef aldrei komið til Bandaríkjanna. Og ég býst heldur ekki við því, að ég a. m. k. mundi hafa öðlazt full- komna þekkingu á þeim málum þó að ég hefði dvalist þar í nokkra mánuði, ferðast um þetta geysistóra land, talað við nokkra skólamenn á minni lélegu ensku, misskilið margt og alls ekki skil- ið annað, sem vingjarnlegir menn hefðu reynt að segja mér. Og það þori ég að fullyrða að hversu mikið sem ég kynni að læra á siíku stuttu ferðalagi um ágæti gagnfræðaskóla í Banda- ríkjunum og árangur af kennslu í þeim, að þá yrði sú þekking mín þó alltaf minni og óáreiðanlegri en þekking glöggra og menntaðra Bandaríkjamanna sjálfra kenn- ara og prófessóra við ágæta há- skóla. „NÝJU FÖTIN KEISARANS“ í júlí 1951 flutti ég í útvarpið þýðingu á fyrirlestri eftir Harry J. Fuller, prófessor í grasafræði við háskólann í Illinois í Banda- ríkjunum og nefndi hann fyrir- lesturinn „Nýju fötin keisarans". Sýndi prófessorinn þar fram á, að margir stúdentar við ameríska háskóía væru frámunalega illa að sér í þeim fræðigreinum, sem þeir áttu að læra í gagnfræða- skólunum m. a. landafræði. Taldi árafjölda í skólanum. Ég held því ekki að það eitt sé nægileg rök fyrir réttmæti nýrra kennsluaðferða, að þær kunni að tíðkast í einhverjum gagnfræða- skóla í Bandaríkjunum, og reynd- ar heldur ekki þó að það sé í Englandi, Syíþjóð, Þýzkalandi eða Mexiko. Ég held bara að út- lendingarnir hafi ekkert meira vit á því en við sjálfir, hvað kann að henta í íslenzkum skólum. „LF,SGREINAR“ Hitt er annað mál að það getur vel verið vit i því í sumum til- íellum að kenna saman landa- fræði, náttúrufræði og eðlisfræði því að vitanlega grípa þessar fræðigreinar hver inn í aðra, og þetta er ekki nein ný „vísindi“. En mig grunar að meiningin sé líka sú, að gefa fyrir öll þessi fög EINA einkunn, svo að kunnátta í öllum þessum nauðsynlegu höfuð fræðigreinum verði til gagnfræðaprófs metin til jafns t. d. við leikfimi. En svo er nú komið í barria- skólunum hér á landi fýrir at- beina hinna nýju uppeldisfræð- inga og skólamanna, að þar er EITT fag sem heitir „LESGREIN- AR“, en það eru biblíusögur, landafræði, íslandssaga og allar greinar náttúrufræðinnar. Á prófi fá börnin spurningar úr öll- um þessum námsgreinum á einu blaði og eiga að svara þeim á ein- um klukkutíma og fá svo eina einkunn 'fyrir eins og leikfimi. Nemandi sem ekkert veit í tveim ur námsgreinum getur samt feng- ið 5, ef hann hefur lært utanað örstutt svör við nokkrum tugum spurninga úr hinum tveimur. Ef hann fær svo 9 í leikfimi, metur skólinn hann til jafns við þann nemanda, sem kann allar „les- greinar“ vel og fær þar 9, en er stirður í leikfimi og fær þar 5. Það var ekki svona í tíð Morten Hansens. En einhvern veginn höfum við nú komist fram á þennan dag, sem urðum að þola hinar „úreltu“ kennsluaðferðir hans og Sigurðar heitins Jónssonar, Hallgríms Jóins sonar, Jörundar Brynjólfssonar og Helga Hjörvars. Þetta er lítið dæmi um hin nýju kennsluvísindi sem eru nú Framhaid á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.