Morgunblaðið - 17.06.1953, Síða 11
Miiðvikudagur 17. júní 1953
MORGUNBLAÐIÐ
U
Minningarorð
FIMMTUD AGSKVÖLDIÐ 11.
júní s. 1. andaðist frú Hildur
Guðmundsdóttir að Elli- og
hjúkrunarheimilinu Grund í
Reykjavík, og skorti hana þá
aðeins fimm daga á 71 árs aldur.
Hún var fædd á Skipaskaga,
sem nú heitir Akranes, hinn 16.
júní 1882. Foreldrar hennar voru
þau hjónin Guðmundur Guð-
anundsson, sem alltaf var kennd-
W við Deild, og Kristjana
Kristjánsdóttir frá Vallakoti við
Hvítá. Sá bær er nú fyrir löngu
kominn í eyði. Hann stóð á hóln-
wm, sem er rétt ofan við brúna
hjá Hvítárvöllum. Þegar Hildur
var 5 ára var hún tekin til fóst-
urs af Andrési bónda Fjeldsted
á Hvítárvöllum og þar ólzt hún
upp fram yfir fermingaraldur.
H. 27. maí 1905 giftist hún eftir
eftirlifandi manni sínum, Guðm.
Loftssyni, sem þá var deildar-
stjóri í Liverpoolverzlun í
Reykjavík. Áttu þau síðan heima
í Reykjavík alla sína búskapar-
tíð, að undanskildum fimm ár-
um (1919—1924) er þau áttu
heima í Eskifirði, því að þá var
Guðmundur bankastjóri við útbú
Landsbankans þar.
Þeim hjónum varð ekki barna
auðið, en tvö fósturbörn tóku
þau og ólu upp: Sesselju Ingi-
björgu, konu Ólafs Halldórsson-
ar skrifstofumanns, og Karl Hall,
sem missti foreldra sína í
spönsku veikir.ni 1918. Er hann
dáinn fyrir nokkruín árum.
Hildur heitin var fríð ásýnd-
um og gjörfuleg, Ijós yfirlitum
með glóbjart hár. mikið og sítt,
en það var talin helzta prýði
kvenna á æskuárum hennar, að
þær væri hærðar vel og gæti
sem Áslaug hulið sig í gullnum
haddi. Hún var hagleikskona
mikil og svo listfeng í hann-
yrðum að af bar. Mun hún hafa
tekið þann hagleik að erfðum,
því að forfeður hennar höfðu
verið þjóðhagasmiðir og list-
fengir.
Skörungur var hún í lund og
raun, glaðlynd og kát, skjót í
svörum og hverjum manni orð-
heppnari, enda prýðilega greind.
Var engu líkara en að hún hefði
á hraðbergi þau orð og setning-
ar, er bezt áttu við í hvert skifti.
Henni var og einkar lagið að
sjá hinar skoplegu hliðar hins
daglega lífs og bregða yfir þær
ljósi með stuttum, græzkulaus-
um setningum. Var það dauður
maður, sem ekki gat brosað, þeg-
ar henni tókst upp, enda varð
hún gleðigjafi hvar sem hún
kom. Aftur á móti var hún dul
á tilfinningar sínar og bar þær
ekki á torg, eins og sumra er
siður.
Ekki voru skólarnir á upp-
vaxtarárum hennar, en hún hafði
fengið þá menntun, er gott heim-
ili veitir, og það hefir mörgum
orðið notadrýgst í lífinu. Henni
kom það og að góðu haldi vegna
eftirtektar og greindar. Hún var
Ijóðelsk að upplagi og hafði yndi
af vel kveðnum vísum og ís-
lenzkum bókmenntum. Drakk
hún því snemma í sig þann
kjarna máls og íslenzkrar menn-
ingar, sem margir fara nú var-
hluta af, þótt menntaveginn
gangi.
Frú Hildur var kjarkmikil og
tápmikil kona og naut góðrar
Hildur Guðmundsdóttir.
heilsu mestan hluta ævi sinnar.
En fyrir rúmum fjórum árum
fékk hún það áfall er hún beið
ekki bætur síðan. Það var í marz
1949 að hún fékk heilablæðingu
og lamaðist. Dvaldist hún síð-
an um hríð í sjúkrahúsi, en hafði
nú verið rúm þrjú ár á Elli- og
hjúkrunarheimilinu Grund. —-
Hresstist hún þar svo, að hún
gat haft ferlivist. Á fimmtudag-
inn var sýndist hún venju frem-
ur hress í bragði, var þá á fót-
um og gekk milli herbergja. En
er hún kom inn í sitt herbergi,
settist hún í hægindastól að
hvíla sig. Og eftir litla stund
hneig höfuð hennar og hún var
dáin — slokknaði eins og ljós á
útbrunnu skari. Það er fagur
dauðdagi, þegar hann kemur
ekki öllum að óvörum, en hér
höfðu menn lengi vitað að lífið
blakti á veikum þræði. Þá cr
hvíldin góð þeim, sem hana öðl-
ast. En þó er nú sár söknuður
kveðinn að aldurhnignum eigin-
manni, er kveður lífsförunaut
sinn eftir hartnær hálfrar aldar
samleið. Á.
Osgnfræðaskéla
Vesiurbæjar slifið
GAGNFRÆÐASKÓLA Vestur-
bæjar var slitið 9. þ. m.
Undir próf gengu 230 nemend-
ur í 10 bekkjadeildum. Undir
unglingapróf gengu 68 nemend-
ur, sem nú hafa lokið skóla-
skyldu sinni. Hæsta einkunn
meðal þeirra hlaut Þórólfur Sig-
urðsson, 2. bekk A, 8,87. Gagn-
fræðaprófi luku 28 nemendur
4. bekkjar og stóðust allir próf-
ið. Hæstu einkunn af þeim hiaut
Ragnhildur Guðmundsdóttir,
8,49. —
Undir miðskólapróf eða lands-
próf gengu 36 nemendur og stóð-
ust 32. Af þeim hlutu 23 nemend
ur, þ.e. um 64% 6.00 eða hærra
í aðaleinkunn í landsprófsgrein-
um og hafa því öðlast rétt til
framhaldsnáms í menntaskóla.
Hæsta einkunn í landsprófi hlaut
Þór Benediktsson í 3. bekk X,
ágætiseinkunn 9,23 og er það
hæsta próf í skólanum að þessu
sinni.
Við skólaslit lýsti skólastjóri
prófunum, afhenti prófskírteini
og verðlaunabækur og árnaði
nemendum heilla, en þakkaði
kennurum skólans fyrir vel unn-
in störf.
DAGSK.RA
HÁTÍÐAHALDANNA 17. JIJNÍ 1953
lÍÁTÍÐAHÖLDIN HEFJAST:
kl'. 13,15 með Iveim skrúðgöngum. — í Vesturbænum hefst
gangan við Melaskólann, en í Austurbænum á Njarð-
argötu við Skólavörðutorg.
VIÐ AUSTURVÖLL:
kl. 14,00 Guðsbjónusta í Dómkirkjunni. ■
kl. 14,30 Forseti íslands, hr. Ásgeir Ásgeirsson, leggur blóm--
sveig að minnisvarða Jóns Sigurðssonar.
kl. 14,40 Ávarp Fjallkonunnar.
kl. 14,45 Forsætisráðherra, Steingrímur Steinþórsson,
flytur ræðu.
kl. 15,00 Lagt af stað frá Alþingishúsinu suður á íþróttavöll
og staðnæmst verður við leiði Jóns Sigurðssonar.
Á ÍÞRÓTTAVELLINUM:
kl. 15,30 Skrúðganga íþróttamanna. — Mótið sett. — Viki-
vaka- og þjóðdansasýning. — Bændaglíma. —
Skylrningar. — Áhaldaleikfimi karla. — Leikfimi:
55 telpur. — Handknattleikur karla og kvenna. —
Frjálsar íþróttir.
Á ARNARHÓLSTÚNI:
kl. 16,00 Útiskemmtun fyrir börn. — Lúðrasveitin Svanur
leikur — Síra Friðrik Friðriksson ávarpar börnin.
— Kórsöngur. Stjórnandi: Frú Guðrún Pálsdóttir. —
Gestur Þorgrímsson skemmtir. — Vikivakar og
þjóðdansar, 9—12 ára börn. — Einsöngur Anný
Ólafsdóttir, 12 ára. — Baldur og Konni skemmta.
TIVOLL
kl. 16,00 Skemmtigarðurinn Tivoli opinn. — Aðg. ókeypis.
KVÖLDVAKA Á ARNARKÓLI:
kl. 20,00 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur.
kl. 20,30 Kvöldvakan sett. — Karlakór Reykiavíkur og
Karlakórinn Fóstbræður syngja.
kl. 21,00 Borgarstjórinn í Reykjavík, Gunnar Thoroddsen,
flytur ræðu. — Reykjavíkurmars eftir Karl O. Run-
ólfsson leikinn í fyrsta sinn opinberlega.
kl. 21,15 Einsöngur og tvísöngur (ef veður leyfir): Hjördís
Schymberg, konungleg hirðsöngkona, Einar Krist-
jánsson og Guðmundur Jónsson óperusöngvarar. —
Þjóðkórinn syngur. Stjórnandi: Dr. Páll ísólfsson.
DANSAÐ TIL KL. 2.00:
Á Lækjartorgi: Hljómsveit Aage Lorange.
Á Hótel íslands-lóðinni: Hljómsv. Bj. R. Einarssonar
Á Lækjargötu: Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar.
kl. 22,45 verða dansaðir þjóðdansar á Lækjartorgi með þátt-
töku almennings. Gamanvísur o. fl. verða sungnar
á dansstöðunum.
kl. 02,00 HátíðahÖldunum slitið frá Lækjartorgi.
dælurnar komnar.
Pantanir óskast
sóttar sem fyrst,
annars seldar
öðrum.
H
OF’
mmmmm.m..
SKBIFSTOFÐSTÚLKA
óskast nú þegar. Góð vélritunar- og enskukunnátta nauðsyn ■
leg. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist Morgun-
blaðinu fyrir 20. þ. m. merkt: 677.
■
Eezt að auglýsa i MorgunblaðiniÁ