Morgunblaðið - 17.06.1953, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Miiðvikudagur 17. júní 1953
BC__^
» C__—c
JtLIA GREER 4
SKÁLDSAGA EFTIR DOROTHEU CORNWELL
I
Framhaldssagan 33 |
Þau gengu saman fram að dyr-
unum. Þegar Júlía leit við, sá
hún að Ellie stóð upp og kom á
eftir þeim. Þegar þau höfðu
kvaðzt með hanadbandi, tók Ellie
um axlir Trudu og þrýsti henni
•snöggvast að sér. Truda virtist
hlægilega lítil við hliðina á Ellie.
Júlía beið þolinmóð. Hún var líka
róleg þegar Mike losaði Trudu úr
faðmi Eliie og kyssti hana líka.
„Þú ert ágæt, Truda“, sagði
Ellie, og klappaði á bakið á henni.
„Komdu og heimsæktu mig þeg-
ar þú kemur til Chicago".
Ef þetta á að vera sneið til
mín, þá heyri ég hana ekki, hugs-
aði Júlía.
Truda snéri sér við í dyrunum,
lyfti hendinni og strauk yfir hár
sitt. „Jæja, lestin er að fara“,
sagði hún hátt og skýrt. „Ertu
nógu ódrukinn til að koma með,
Avery?“
„Passaðu sjálfa þig, Carter“,
sagði Avery og dró hana á eftir
scr út um dyrnar.
„Hver keyrir þau til Clanford“
spurði Mike.
„Bílstjórinn minn bíður eftir
þeim“, sagði Ellie. „Hafðu ekki
áhyggjur af þeim, Mike. Njóttu
brúðkaupsins. Sjálf geri ég það
að minnsta kosti“.
Það sannaði hún nokkru síðar,
þegar hún stóð við píanóið og
söng fyrir alla gestina. Maður-
inn hennar lék undir fyrir hana.
Fyrst þá gaf Júlía honum gaum.
Hann var hár, herðabreiður í
svöríum fötum. Eftir útliti að
dæma hafði hann getað verið út-
kastari á fyrsta flokks nætur-
klúbb eða eitthvað þess háttar.
Að minnsta kosti leit hann ekki
út fyrir að vera stóriðjuhöldur-
inn Stephan Fearing, sem safn-
að dýrmætum steinum og spilaði
lög eftir Schuman eins og engill.
Ellie söng þrjú lög fyrir þau með
lokuð augun. Geislar síðdegis-
sólarinnar léku um hár hennar
og djúp alt-rödd hennar fyllti
stofuna. Júlía sat við hliðina á
IVtike og þau héldust i hendur.
Hún óskaði að þessi stund mundi
vara til eilífðar. Þangað til
henni var litið framan í Mike^
og hún sá með hve mikilli hlýju
hann horfði á systur sína og hve
hann naut þessa sigurs hennar í
sönglistinni. Júlía bægði burt af-
brýðisseminni, sem um leið skaut
upp kollinum. í fyrsta sinn þenn-
an dag var hún hrædd og ósjálf-
rátt snéri hún sér að móður sinni.
Agatha Greer stóð í dyrunum
út í anddyrið og fitlaði við háls-
liiálið á kjólnum sínum. Það var
eins og henni létti þegar Ellie
hætti loks að syngja. Gestunum
varð ósjálfrátt litið til hennar.
EHie fór að hlæja og settist á
þianóbekkinn. „Þið verðið að fyr
irgefa ef ég hef tafið hveitibrauðs
dagana fyrir ykkur“.
„Viltu koma með mér snöggv-
ast, Júlía“, sagði Agatha Greer.
Júlia las orðin af vörum hennar.
Hún hafði aðeins hvíslað.
„Komdu með mér inn í herberg-
ið þitt, barnið mitt, og ég skal
hjálpa þér við að hafa íataskipti.“
Svo snéri hún sér að gestunum.
„Þau eiga eftir að fara meira en
150 kílómetra“.
Hún fór með Júlíu út í and-
dyrið. Nú kemur það, hugsaði
Júlía. Tárin sem aldrei hafa
komig. Orðin, sem aldrei hafa
verið sögð. — En móðir hennar
gekk þegjandi við hlið hennar.
Þegar þær voru komnar inn í
stóra svefnherbergið sagði hún ó-
styrkri röddu:
„Þetta var orðið svo margt
fólk. Og mikill hávaði“.
„Því er að verða lokið,
»amma“.
Frú Greer strauk um enni
sér. „Mér er orðið illt í höfðinu
aftur.“ Hún settist niður á rúm-
stokkinn.
Þegar Júlía var komin í gráa
kjólinn, sagði móðir hennar: „Þú
ert yndilega falleg, Júlía“. Hún
lagfærði blómin sem hún hafði
fest í barm hennar. „Láttu hann
ekki gera þig óhamingjusama,
Júlía“.
Þetta voru undarleg orð, sem
brúður fékk til að færa manni
sínum, hugsaði Júlía. Hún herti
upp hugann og bjóst við að móðir
hennar segði eitthvað fleira í
sama dúr, en ekkert meira kom.
í stað þess lagði móðir hennar
handlegginn um mitti hennar.
Júlía fann kuldann af fingrum
hennar í gegn um þunnan kjól-
iinn. „Þú mátt ekki láta hann
bíða, barnið mitt“.
Hún mundi ekki hvernig eða
hvenær móðir hennar hafði
sleppt henni, eða hvernig á því
stóð að allt í einu var það Mike,
sem hélt utan um hana. Nú hlupu
þau niður stíginn undan hrís-
grjónahríðinni. Mike hló, þegar
hann skar skóna af sem höfðu
verið hengdir aftan á bílinn. Svo
óku þau af stað. Hrópin frá gest-
unum fjarlægðust......
Mike brosti til hennar, þegar
hún hjúfraði sig að honum í sæt-
inu. „Nú á ég víst að segja: loks-
ins erum við ein“.
„Er það? Ég veit það ekki.
Þetta er fyrsta brúðkaupið mitt“.
„Ég segi það Júlía. Loksins er-
um við ein og ég vona að við
fáum að vera það lengi“.
Hún lyfti hendinni og snerti
vanga hans. „Nú þegar við erum
gift, máttu gjarnan kyssa mig á
kinnina. Ég verð að passa stýrið.
Annars mundi ég kyssa þig. En
þú mátt ekki bíta“.
Hún kyssti á munnvik hans.
Hann snéri sér snöggvast að
henni um leið og hann beygði inn
á aðalbrautina. Og lengi á eftir
mundi hún eftir blíðunni, sem
hafði skinið úr augum hans.
10. kafli.
Truda hafði sagt upp herberg-
inu sínu um leið og hún fékk
fasta stöðu hjá „Reccord“. Síð-
nustu tvö árin hafði hún búið á
litlu en nokkuð dýru hóteli í
Sussex við Fimmtu götu. Þar var
veitingasalur, sem var víðþekkt-
ur, þar sem franska var töluð og
dyravörðurinn var hávaxinn eins
og keisaralegur lífvörður. Þetta
var gott heimilisfang fyrir unga
blaðakonu á framfarabraut, sem
var að verða eftirspurð og mundi
brátt fá tilboð um samninga við
útvarp.
Avery hélt áfram í bílnum á
skrifstofu blaðsins til að fram-
kalla myndir sínar. í anddyrinu
ávarpaði einhver hana og hún
brosti vingjarnlega. Hún stóð í
lyftunni með bita af brúðarköku
Júlíu í hvítri öskju með silki-
bandi um. Hún rak augun í sót-
blett á henni úr lestinni og þurrk
Í4.
„Þú hlýtur að sleppa ef þú færir kónginum dóttur hans,
og sömuleiðis gefurðu loforð um að breyta líferni þínu —
láta af öllum ræningjaskap“, sagði þá Helgi. — Jakob sam-
sinnti það.
Þeir bræðurnir komu sér nú saman um að flytja kóngs-
dótturina á brott úr hellinum og heim í konungsríkið.
Næstu nótt fóru bræðurnir frá ræningjabælinu og höfðu
kóngsdótturina með sér. Ræningjarnir urðu ekki varir férða
þeirra, og komust þeir heilir á húfi í burtu frá þeim.
Segir nú ekki af ferðum þeirra fyrr en þeir koma að höll
kóngs og drottningar. Þeir gerðu strax boð fyrir kónginn,
og sögðust hafa gleðitíðindi að færa. — Kóngsdóttirin var
í ljótum og skíkigum kjól, þannig að enginn þekkti hana.
Þeir bræður gengu nú fyrir kónginn og höfðu kóngsdóttur-
ina með sér.
Um leið og dóttir hans kom inn í herbergið, þar sem
faðir hennar var, stóð kóngurinn upp og starði á hana and-
artak. Því næst hljóp hann til hennar, vafði hana örmum
og sagði:
„Elsku barnið mitt. — Þegar hann hafði fagnað dóttur
sinni ástúðlega, spurði hann hverjir þessir menn væru:
„Þessir ungu rnenn eru synir greifans fyrir handan Blá-
fjall — mennirnir, sem frelsuðu mig frá grimmum ræn-
ingjum,“ mælti kóngsdóttir.
Jakob, sem hélt, að hún myndi koma upp um sig, varð
alveg steinhissa þegar hann heyrði hvað kóngsdóttirin
sagði. Jón starði hins vegar á kóngsdóttur með ástaraugum,
því að hann hafði fellt ást til hennar við fyrstu sýn.
„Ekki geturðu gifzt þremur mönnurn?" mælti þá kóng-
urinn við dóttur sína. Þá leit kóngsdóttir á Jón og varð
dreyrrauð í andliti, því að hún elskaði hann mjög heitt.
Jón gekk nú til kóngsdóttur og kyssti á hendi hennar, og
þanmg atvikaðist það, að þau tjáðu hvort öðru ást sína.
Jón og kóngsdóttir voru svo gefin saman í hjónaband og
lifðu hamingjusömu lífi til dauðadags. Eftir dag kóngsins
tóku þau við ríkinu og stjórnuðu því af miklum glæsibrag.
Af Jakobi er það annars að segja, að það upplýstist aldrei,
að hann hefði verið ræningjaforingi. Hann giftist góðri og
fallegri konu, sem hann unni hugástum. Og hann varð
góður og gegn maður, sem mikið kvað að. Helgi varð hins
vegar önnur hönd föður síns, og tók við búi hans þegar faðir
hans lézt.
Ræningjaflokkurinn uppleystist þegar Jakob yfirgaf hann.
Flestir ræningjanna voru settir í fangelsi, og þegar þeir
höfðu afplánað refsingu sína, gerðust flestir þeirra góðir
og nýtir menn.
E N D I R
ttki ndnr
Stjórnendur og fánaberar á íþrótta-
mótinu í dag mæti á íþróttavellin-
um kl. 2,3D stundvíslega.
LITLA „MÍELE“
þvottavéiin
■
■
fæst nú aftur. Hún tek- l
m
ur 2 kíló af þurrþvotti. •
— Er með venjulegum ;
■
þvæli eins og stóru •
„Miele“ þvottavélarnar. ■
Litla „Micle‘ kemst alls :
■
staðar fyrir. Stærðin er jj
52x52 cm. Vindan er 26 ■
cm. breið og hana er ;
■
hægt að létta og þyngja. jj
Kostar kr. 2930.00.
■
Fæst líka með afborgun- ■
arskilmálum. Z
m
m
■
Véla- og Raftælijaverzlunin
Bankastræti — Sími 2852. ;
— Rezt að auglýsa í Morgunblaðinu —