Morgunblaðið - 20.06.1953, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 20.06.1953, Qupperneq 6
6 MORGVISRLAÐIÐ Laugardagur 20. júní 1953 ÆSKAN OG FRAMTÍÐIN Framfarir og bætt lífskjör er stefna ungra ÍSLENZK æska verður að gera sér grein fyrir, að skoðanafrelsi og málfrelsi er dýrmætt, grund- völlur lýðræðisins. — Og lýðræð- ið verðum við að vernda. Meðan lýðræðið ríkir, þá er æskunni ekkert ómögulegt, þá eru möguleikar til þess, að æskan geti' sjálf bætt lífskjör sín og stjórnarfarið í landinu. Ef lýð- ræðið er hins vegar að velli lagt, þá á æskan ekki lengur framtíð sín* sjálf, heldur einræðisherr- arnir. Eihræði eða lýðræði. Hér kom- um við strax að meginágreinings- efni kommúnista og Sjálfstæðis- mahna. Á íslandi ríkir lýðræði — þar njóta kommúnistar leikreglna lýðræðisins, málfrelsis og jafn- réttis, eins og bezt sést á þessum fundi. En þar sem kommúnistar ráða kasta þeir leikreglum lýð- ræðisins fyrir borð. Þar fá'and- stæðingar kommúnista ekki að láta í ljós skoðanir sínar. And- stæðingum kommúnista er ekki boðið til fundar til að skýra stefnumál sín. Þeim er útrýmt, varpað í fangelsi, líflátnir, en gerðir landrækir, þegar bezt gegnir, eins og Einar Olgeirsson spáði 1937, að verða mundi örlög forsþrakka íhaldsflokksins á ís- landi. Hér segi ég því ekki meira en feist í orðum kommúnistaleiðtog- anna sjálfra, og atburðum aust- an járntjaldsins. Ég býst ekki við, að kommún- istar mótmæli því, að í Rússlandi ríki alræði öreiganna, en sam- kvæmt orðum Stalíns í Lenin- isminn segir: „Alræði öreiganna er byltingavald, er hvílir á of- beldi, sem beitt er gegn borgara- stéttinni“. Já, byitingavald, er hvílir á ofbeldi, sem er beitt gegn borgarastéttinni. Og hvað mundi teljast borgarastétt á Islandi? Hinn 20. maí s. 1. birtist grein í Þjóðviljanum, sem skýrir þetta. Greinin er ætluð unga fólkinu með yfirskriftinni: „Eiga íslendingar að glata lífshamingju Sjálfst.manna Kaflar úr ræðu Oeirs Hallgrímssonar á kappræðufundi Heimdallar sinni“? Þar segir, „að einn beri nafnið Sjálfstæðisflokkur og safni að sér heildsölum, útgerð- arbröskurum, stórbændum, iðn- rekendum, aragrúa af smáborg- urum“. Já, það þarf að ná sér niðri á þessum aragrúa af smá- borgurum. Gegn þeim á að beita byltingavaldi, sem hvílir á of- beldi. Og þetta á að gerast á ís- landi. Það er vissulega von þess, að greinarhöfundur spyrji: Eiga íslendingar að glata lífsham- I ingju sinni? Við skulum, æskumenn og j konur, sameinast í baráttu fyrir . lífshamingjunni gegn kommún- j istum, gegn alræði öreiganna, gegn byltingavaldinu og ofbeld- inu. Við skulum vernda frelsi | „aragrúa smáborgaranna“, svo að orð ungkommúnistans séu not- uð. Ræðumaður rakti síðan yfir- gang, ofbeldi og heimsveldis- stefnu alþjóðakommúnismans og komst síðan þannig að orði: „Það var ekki að furða, þótt menn spyrðu eins og Réttur, tímarit kommúnista sjálfra, spurði árið 1940 í erlendri víðsjá: „Hvernig stendur á því, að á vettvangi alþj óðastj órnmála virð- ast Sovétríkin ein geta haft fram allt það, er þeim sýnist, án þess að nokkurt ríki treystist til að leggja stein í götu þeirra?“ Og Réttur svarar: „Skýringin á áðurtöldum spurningum er fyrst og fremst fólgin í hinum gífurlega hernaðarstyrk Sovét- ríkjanna". Lýðræðisþjóðir eru ef til vill svifaseinar. Það var ekki vonum Geir Hallgrímsson fyrr, að þær vöknuðu, þegar svona var komið fyrir sjálfstæði og lýðræði margra þjóða, og begar rifjuð voru upp áform kommúnista um heimsbyltingu og alheimsyfirráð og þegar for- dæmi nazismans var mönnum enn í fersku minni. Það var þess vegna til að koma í veg fyrir nýja heimsstyrjöld, til að vernda sjálfstæði sitt, lýð- ræði og frelsi, til að Sovétríkin ein gætu ekki haft fram allt, sem þeim sýndist, vegna hins „gífurlega hernaðarstyrks", að varnarbandalag Atlantshafsríkj- anna var stofnað vorið 1949. — ísland hlaut að eiga samstöðu þar með öðrum lýðræðisríkjum. Reynsla síðustu styrjaldar sýndi, að ísland gat ekki verið hlutlaust. íslendingar drógust inn í hringiðu viðburðanna, ís- lendingar réðu því ekki, hvor stríðsaðilinn gisti hér land. Báð- ir höfðu hug á því. Með Atlantshafsbandalaginu sláum við því föstu, að við vilj- um ákveða sjálf bandamenn okk- ar í framtíðinni og segjum eins og Brynjólfur Bjarnason 1941: „Frelsisbarátta íslenzku þjóð- arinnar verður ekki aðskilin frá frelsisbaráttu þjóðanna í Breta- veldi og Ameríku.“ Kommúnistar leggja áherzlu á í kosningastefnuskrá sinni nú að „ísland verði friðlýst land og ævarandi hlutlaust í ófriði“. Hvað segir nú lærifaðir þeirra, Stalin heitinn, um slíka stefnu- skrá: „Raunverulega táknar hlutleysisafstaðan hliðhylli við árásina“ og Einar Olgeirsson segir þegar 1938: „Fáir gera hins vegar ráð fyrir því, að réttur hlutlausra smáþjóða yrði met- inn meira í komandi styrjöld en hann var í síðustu". Ætlast kommúnistar virkilega til þess, að verða teknir alvar- lega nú, þegar þeir fjasa um ævarandi hlutleysi íslands? Er það virkilega svo, að komm- únistar líti svo niður á ísland, að þeir telji ekkert stórveldi ágirn- ast það? Nei, skýringin er sú, að einmitt Sovétríkin, föðurland alheimskommúnismans og heims- veldisstefnu hans, er stórveldið, sem ágirnist ísland nú, og þá vilja kommúnistar, að landið liggi opið og óvarið. Það má því vera hverjum manni ljóst, að afstaða íslenzkra kommúnista til hlutleysis íslands og þátttöku íslands í varnar- bandalagi, fer eingöngu eftir hagsmunum Sovétríkjanna, _ en ekki íslenzkum hagsmunum. Ungir Sjálfstæðismenn hafa lýst því yfir, að þeir vilji fá erlent lánsfé til að byggja upp atvinnuvegina og ráðast í nýjar framkvæmdir, en bent á, að slíkt megi ekki stofna efnahagslegu . sjálfstæði þjóðarinnar í hættu. En fyrst og fremst vilja ungir ; Sjálfstæðismenn sköpun innlends f jármagns. Sósíalistarnir hafa ^ stefnt markvisst að því með skattakúgun og verðbólgustarf- semi, að engin skilyrði hafa verið fyrir myndun innlends fjár- magns. Ungir Sjálfstæðismenn vilja, að þetta innlenda fjármagn verði sem dreifðast, á sem flestra höndum, helzt með sparnaði og eignasöfnun alls almennings í landinu, en við viljum ekki, að það safnist saman á örfáa staði, t. d. eingöngu í höndum ríkisins og bæjanna og ríkisvaldið verði sem eini fjármagnseigandinn eitt drottnandi um framtíð æsku- manna þessa lands. Ungir Sjálfstæðismenn gera sér grein fyrir þeim staðreynd- um: að framkvæmdir, fjárfesting um- fram sparifjármyndun, rýra lífskjör þjóðarinnar, og tekjuhalli á ríkisbúskapnum stofnar til verðbólgu, sem gerir minnst úr eigum hinna efnaminni í þjóðfélaginu og dregur úr sparnaði og inn-. lendri fjármagnsmyndun. Aðeins auknar þjóðartekjur bæta lífskjör þjóðárinnar. Jafn- vægisbúskapur tryggir þátttöku þjóðarinnar allrar í sameiginlegu átaki til að auka þjóðartekjurn- ar án afskipta hins opinbera, án hafta og banna opinberra nefnda, í frjálsum samskiptum einstakl- inganna. Reykvísk æska mun fylkja liði — fyrir sjálfstæði þjóðarinar, gegn ánauð erlends valds, fyrir lýðræðisskipulaginu, gegn einræðisöflunum, fyrir athafnafrelsi anda og handa gegn einokun ríkis- valdsins. Reykvísk æska mun fylkja liði fyrir sjálfsákvörðunarrétti sínum um framtíðarhag. Aukið jafnvægi í jijóðarbúskapnum og meira ÞAÐ hefur kömið greinilega í ljós í þeirri kosningabaráttu, sem nú stendur yfir, að kommúnistar óttast mjög fylgistap í kosning- unum. Þeir óttast, að kjósenduf muni sjá í gegnum þann blekk- ingarvef, sem þeir hafa reynt að hylja sitt rétta andlit með og þeir standi eftir, sem afhjúpaðir lýð- skrumarar, sem með öllu hafa gleymt því sem íslenzkt er, en látið stjórnast af tækifærissinn- aðri heimsvaldastefnu, sem virðir að vettugi frelsi og lýðræði og fótum treður flest það sem hverj- um manni er helgast. Til þess að breiða yfir hringl- andahátt sin« í landsmálum og stefnuleysi hafa kommúnistar gripið til þess ráðs að reyna að leiða athygli landsmanna að þeirri hættu, sem þeir telja að þjóðinni sé búin með samstarfi hennar við aðrar frjálsar þjóðir. FLÓTTINN ÚR RÍKJUM KOMMÚNISTA Kommúnistar segja, að íslend- ingar eigi að snúa sér í aðra átt. Þeir eigi að leita á náðir ráð- stjórnarinnar rússnesku, sem af- numið hefur frelsi og lýðræði og lagt undir sig hverja smáþjóðina af annarri með ofbeldi. Leita á náðir þeirra þjóða, sem búa íbúum sínum slík kjör, að fólk neyðist til að flýja þaðan tug- þúsundum saman á hverjum mán ! uði. í atvinnuöryggi Kaflar úr ræðu Gunnars Helgasonar varaform. SIJS Helgason Það vita allir, að fólk gerir það ekki að gamni sínu, að yfir- gefa fósturjörð sína alslaust sem pólitískir flóttamenn, og stefna lífi sínu og ættingja sinna í al- gera óvissu. Það hefur þó farið svo, varðandi þau lönd sem kommúnistar stjórna og eitt mesta vandamál, sem frjálsar þjóðir eiga nú við að stríða í dag, er það hvernig taka eigi við þeim mikla flóttamannastraumi, sem liggur frá löndum kommúnista. SVIK KOMMÚNISTA VIÐ LAUNÞEGA Kommúnistar hafa alla tíð þótzt bera sérstaklega hag verka- lýðsins fyrir brjósti, það er því ekki úr vegi að athuga nokkuð nánar hvernig sú umhyggja nef- ur komið fram í verki. Þeir stjórnuðu Alþýðusambandi ís- lands frá 1944 til 1948. Þá sýndu þeir það á augljósan hátt, að þeir létu sér kjaramál launþega litlu skipta en lögðu aftur á móti sér- staka áherzlu á að nota verka- lýðssamtökin til pólitísks fram- dráttar fyrir kommúnistaflokk- inn. Þeir hikuðu ekki við að stofna til pólitískra verkfalla, sem gerð voru fyrirvaralaust og á ólöglegan hátt. Þeir reyndu einnig í pólitískum tilgangi að eyðileggja þá ný- sköpun atvinnuveganna, sem hófst undir forustu Sjálfstæðis- flokksins 1944 og kommúnistar létust bera fyrir brjósti meðan þeir voru í ríkisstjórn, en eins og kunnugt er hrökkluðust þeir úr þeirri stjórn vegna þjónkunar við valdahafana í Rússlandi. Samtímis beittu þeir andstæð- inga sína í samtökunum fáheyrðu ofbeldi og yfirgangi og hikuðu ekki við að þverbrjóta lög og reglur verkalýðssamtakanna og höfðu komið á flokkslegu ein- ræði í mörgum verkalýðsfélög- um og afnumið lýðræðislegar kosningar. Þessi yfirgangur og ofríki í samtökunum leiddi til þess, að launþegum skildist, að ef að samtökin ættu ekki að þurrkast út sem hagsmunasam- tök þá yrði að taka í taumana og reka hina pólitísku æfintýra- menn frá völdum. Fleiri og fleiri menn er höfðu látið ginnast af áróðri kommúnista yfirgáfu þá Framnald á bls. 15 íi! ungra Framsóknarmanna UNGIR Framsóknarmenn hafa á síðu sinni í Tímanum mjög ögrað ungum Sjálfstæðismönnum undanfarið og skor- að á þá að birta greinar um fjárafla- og braskstarfsemi forkólfa SÍS, sem nú er orðin alþjóð kunn. Það var sannar- lega Framsóknarpiltunum líkt að æskja eftir að flett yrði ofan af fjárplógsstarfsemi forystumanna þeirra! En svo virðist sem ungir Framsóknarmenn séu ekki af- burða skýrir menn við lestur, því greinarnar hafa einmitt birzt undanfarna viku í blaðinu og skal þeim til frekari leiðbeiningar bent á að lesa sér til hugarhægðar grein í Mbl. 13. júní um lóðabrask SÍS í Reykjavík, grein í blaðinu 16. júní um fiskuppbæíur, sem forkólfar SÍS héldu fyrir sjó- mönnum norðanlands í mörg ár og loks grein um nýtt farmgjaldahneyksli SÍS í blaðinu 19. þ. m. Ætti þeim af því að verða nokkur huggun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.