Morgunblaðið - 20.06.1953, Page 7

Morgunblaðið - 20.06.1953, Page 7
Laugardagur 20. júní 1953 MORGVNBLAÐIÐ Lisfi SJáBfstæðisflokksins í Reykjavík og tvÉmenningskjördæmunum er D-listinn Framsókn gengur illa að leyna haftaeðli sínu TÍMINN og Framsóknarflokkur- inn leika mikinn skollaleik þessa dagana og á nú sýnilega að nota sömu aðferðina og við síðustu kosningar til að koma ungfrú Rannveigu inn á Alþingi, en það voru blekkingar og aftur blekk- sngar. Óhemju magni af prent- svertu er eytt og langar ræður haidnar í því skyni að freista þess að sannfæra lesendur blaðs- ins um, að stefna sú, sem ríkis- stjórnin hefir fylgt í viðskipta- og verðlagsmálum hafi verið mótuð af Framsóknarflokknum þegar fyrir síðustu kosningar. Þetta er borið blákalt fram þrátt fyrir þá staðreynd, sem öllum ætti að vera kunn, að Framsóknarflokkurinn sleit stjórnarsamstarfinu og knúði fram kosningar árið 1949 vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki fallast á þær tillögur hans að gera skemmtunarseðlana að innflutningsheimild og herða stórlega á verðlagseftirlitinu, en með þessum ráðstöfunum hefði svartamarkaðsbraskið fyrst kom- izt í algleyming. Of Framsóknarflokkurinn lét sér ekki nægja þetta. Að kosn- ingunum loknum freistaði hann þess að ná samkomulagi við Al- þýðuflokkinn um samvinnu og var þá reiðubúinn til þess að við- halda haftafarganinu. Stefna Framsóknarflokksinns grundvall aðist því algerlega á haftakerf- inu. Stefna núverandi ríkisstjórnar í viðskiptamálum var hinsvegar mörkuð af minnihlutastjórn Sjálf stæðisflokksins undir forsæti Ólafs Thors, sem sat á tímabilinu des. 1949 til marz 1950. En Framsóknarflokkurinn og blað hans hafa fundið það á sér, að þessi stefna ríkisstjórnarinnar hefir aflað sér mikilla vinsælda meðal fólksins og því er nú um að gera að reyna að blekkja fólk- ið til fylgis við flokkinn með því að telja mönnum trú um, að hann hafi beitt sér fyrir stefnubreyt- ingunni í viðskiptamálunum. En haftaeðli Framsóknar- flokksins er svo sterkt, að erfitt er að dylja það og stundum skýt- ur það óvart upp kollinum. Þrátt fyrir þakkaróðinn til Framsókn- arflokksins og Rannveigar fyrir unnin „afrek“ í viðskiptamáiun- um getur Tíminn ekki dulið löng- unina til að taka upp samvinnu við hin svonefndu „vinstriöfl“ en svo nefna þeir Alþýðufiokkinn eða a. m. k. þann arminn, sem fylgir Hannibal að málum. Sá böggull fylgir þó því skammrifi, að stefna Alþýðuflokksins í við- skiptamálunum grundvallast á haftakerfinu og á hann enga ósk heitari en að fá tækifæri til að smeygja höftunum á þjóðina á nýjan leik. Þetta innra eðli Framsóknar- flokksins kemur enn fram í Tím- anum sl. þriðjudag, í grein, sem þar birtist um gjaldeyriserfið- leika í Noregi. Er þar m. a. talað um ágreining, sem risið hafi milli hægri og vinstri aflanna í land- inu um lausn á þeim vanda, sem að höndum hafi borið. Það þarf enginn að efast um með hvorum samúð Framsóknar er þegar stefnurnar eru skilgreindar bannig. En athugum þá hvað það er, sem vinstri öflin vilja gera til að bæta úr því ástandi, sem stjórn Kratanna í Noregi hefir leitt yfir þjóðina. Lausnin er auðvitað hin sama sem vinstri öflin alltaf grípa til, aukin höft. Þó Framsókn vilji þannig af- neita haftafargani Alþýðuflokks- ins hér af því hún veit, að þjóðin vill ekkert hafa með það að gera þá dáist hún í laumi að því þeg- ar flokksmenn „vinstrimann- anna“ í öðrum löndum auka höft- in á viðskiptalífinu og nefnir það „hófsamlegar og skynsam- legar“ ráðstafanir. íslenzka þjóð- in frábiður sér hinsvegar allar slíkar „hóflegar og skynsamleg- ar“ ráðstafanir því þær þekkir hún of vel frá hallserisstjórn Framsóknar og krata fyrir styrj- öldina. Tópazi vel fekið á Akureyri AKUREYRI, 19. júní: — Leik- flokkur Þjóðleikhússins hafði sýningu á skopleiknum Tópaz í gærkvöldi fyrir troðfullu húsi á- horfenda. Var leiknum tekið með kostum og kynjum enda hafa allir undantekningarlaust verið stórhrifnir af sýningunni, bæði meðferð leikendanna á hlutverk- um þeirra og leikritinu sjálfu, sem er óvenjulega vel byggt fyr- ir leiksviðið og hin hvassa ádeila er það flytur hittir í mark svo um munar. Leikflokkurinn sýnir Tópaz í kvöld og þegar þetta er skráð lítur út fyrir, eftir upplýsingum sem ég hefi fengið, að uppselt verði á sýninguna. Leikflokkurinn fer í fyrramál- ið til Húsavíkur og er gert ráð íyrir að þar verði þrjár sýning- ar. — H. Vald. 17. júní hátíðahöld- in í Hafnarfírði HAFNARFIRÐI — 17. júní hátíða höldin hér í bæ hófust með því, að safnast var saman á Strand- götunni, móts við Bæjarbíó. •— Þaðan var gengið upp á Hörðu- velli með Lúðrasveit Hafnar- fjarðar í broddi fylkingar. Þar var hátíðin sett af Hallsteini Hin- rikssyni formanni hátíðarnefnd- ar. Siðan flutti Magnús Már Lárusson próf. ræðu. Þá flutti Fjallkonan, Ester Kláusdóttir, kvæði eftir Sigfús Elíasson. •— Stúlkur sýndu fimleika undir stjórn Mínervu Jónsdóttur. Ein- ar Kristjánsson óperusöngvari söng með undirleik F. Weisshapp- els. Einnig var handknattleikur stúikna og pilta. Kepptu Suður- bær og Vesturbæ og unnu hinir fyrrnefndu báða leikana. Karla- kórinn Þrestir söng undir stjórn Friðriks Bjarnasonar tónskálds. Og að lokum fór fram reipdrátt- ur milli starfsmanna í Rafha og Vélsmiðjunnar Kletts. Þeir fyrr- nefndu unnu. — Lúðrasveitin lék á milli atriða. Klukkan hálf níu um kvöldið hófst svo dans á Strandgötunni. Hin vinsæla hljómsveit Magnús- ar Randrups lék fyrir oansinum. Einnig skemmtu þær Áróra Halldórsdóttir og frú Emilía Jónasdóttir. Sömuleiðis skemmti Gestur Þorgrímsson. — Hátíða- höldin fóru í alla staði vel fram og þátttaka í þeim var með ágætum. —G. Ríkisskip í þágu gæðinga F ramsóknarf lokksins Áíliyglisverð grein í Fylki ARLEGA þurfa skattgreiðendur að taka á sig nokkurn bagga vegna milljónataps sem verið hefur á strandsiglingum skipa Skipaútgerðar ríkisins. Ef víða er staðið að siglingum skipanna með sama hætti og til Vest- mannaeyja, þá skýrist þetta mál sannarlega að nokkru. Greinin, sem hér fer á eftir birtist í Vest- mannaeyjablaðinu Fylki fyrir ( skömmu. Er þar sýnt fram á, að skip þessa ríkisfyrirtækis eru látin sigla til Vestmannaeyja með lítinn og iðulega engan farm til þess að gæðingar Framsókn- ar geti rakað saman peningum við þessa flutninga. — þessari skele-ggu grein Fylkis segir m. a.: Skip Ríkisskips, Hekla, Esja og Herðubreið, hafa frá 1. janúar til 2. júní komið hingað frá Reykja- vík samtals 25 ferðir, en aðeins flutt hingað 38.847 kíló af varn- ingi, eða sem svarar eir.um mót- orbáts farmi. Vestmannaeyingar hafa átt erf- itt með að skilja, hvernig á því stendur, að strandferðaekip Rík- isskips skuli yfirleitt aldrei taka flutning hingað þó vitað sé, að vörur liggja oft á afgreiðslu skipanna í Reykjavík er þau láta úr höfn. Á þessu er einföld skýr- ing. Frambjóðandi Framsóknar- flokksins hefur að undanförnu haft mótorbát í flutningum milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur og látið Ríkisskip annast fyrir sig afgreiðsluna þar. Til þess að skerða ekki gróða hans hafa flokksbræður hans í Reykjavík séð svo um, að hann væri látinn sitja fyrir flutningunum, auðvit- að á kostnað strandferðaskip- anna. Svo hlálega hefur stundum hitzt á, að flutningabátur Helga Ben. og skip Ríkisskips hafa lagt af stað frá Reykjavík svo að segja á sama klukkutímanum og hefur báturinn þá í öllum tilfell- um tekið þann flutning, sem fyr- ir lá, en strandférðaskipin komið hingað allslaus þótt nægjanlegt lestarrúm hafi verið hjá þeim. Einasta undantekningin á þessu er, ef um svo þung stykki hef- ur verið að ræða, að báturinn hefur ekki getað tekið þau, eða að vörur, sem enga bið þola eins og t. d. nýmjólk hafa legið fyrir til flutnings. Fer hér á eftir skrá yfir ferðir Ríkiskips hingað frá Reykjavík flutning, sem það hefur annazt fyrir Vestmannaeyinga. Flutningur: Esja 3/1 enginn Herðubreið 6/1 bátavél 5000 kg. Hekla 14/1 bátavél 5014 kg. það sem af er þessu ári og þann Herðubreið 23/1 mjólk 1800 kg. Hekla 24/1 enginn Hekla 4/2 mjólk 1800 kg. Herðubr. 12/2 vörub. 3060 kg. Hekla 14/2 enginn Hekla 24/2 mjólk o. fl. 9210 kg. Herðubreið 3/3 enginn Hekla 6/3 enginn Hekla 17/3 enginn Herðubr. 22/3 Bláa ritið endur- sent frá Hvammst. 8 kg. Hekla 27/3 Vörub. o.fl. 6225 kg. Hekla 9/4 enginn Herðubreið 12/4 enginn Hekla 19/4 Pappír 30 kg. Herðubreið 22/4 enginn Hekla 29/4 enginn Herðubreið 3/5 enginn Hekla 9/5 mjólk o. fl. 6700 kg. Herðubreið 13/5 enginn Herðubreið 23/5 enginn Esja 27/5 enginn Herðubreið 2/6 enginn. Grein þessi talar svo skýru máli, að við hana er engu að bæta. Ánægjuleg Norður- skrlfsfofunnar HEKLU, 14. júní. — Þátttakend- ur í Norðurlandafor Ferðaskrif- stofunnar, sem eru 125 talsins, komu með Heklu til Bergen að kvöldi 10. júní. V.eður hefur ver- ið með afbrigðum gott alla leið- ina, glaðasólskin dag hvern. Listahátiðin setur svip sinn á Bergen um þessar mundir. Þátt- takendurnir í ferðinni hafa heim sótt Troldhaugen, heimili Edvard Grieg. Auk þess hafa þátttak- endur í förinni verið á hátíða- sýningu með þjóðdönsum, þeir hafa heyrt Kirsten Flagstad syngja. Hvarvetna hefur hópurinn hlotið frábærar viðtökur. Öllum líður vel og senda þeir beztu kveðjur heim. — Ingólfur. Kirk j ukó r asaoiba nd Gullbringusýslu heldur söngmél KEFLAVÍK, 15. júní — Kirkji*-: kórasamband Gullbringusýslií hafði söngmót í samkomuhúsi Njarðvíkur s. 1. sunnudag. Mótíff hófst með því að kórarnir sungú: sameiginlega undir stjór'h Pál» Kr. Pálssonar, síðan sungu kór- arnir hver um sig, lög eftir innr lenda og erlenda höfunda. Fógfy- uðu áheyrendur söng kórnnna, ákaft. Var húsið þéttskipað áheyrendum. Var það mál manna sem söngskemmtun þessa sóttu, að langt sé síðan hér hafi veriO boðið upp á jafn góða skemmt.un. í kirkjukórasambandinu ert» þessir kórar: Kór Bessastaða- ; ; kirkju, söngstjóri Svavar Arnar-: , son. Söngflokkur Hafnarfjarðaiftæ kirkju, söngstjóri Páll Kr. Páls-;t son. Kór Hvalsneskirkju, stjórr**.,, andi Magnús Pálsson. Kór Kálfa-y tjarnarkirkju, stjórnandi Lárus Jónsson. Kór Keflavíkurkirkjn, stjórnandi Friðrik Þorsteinsson og kór Útskálakirkju, stjórnandi Þorlákur Benediktsson. Organ- isti á mótinu var Auður Tryggva, dóttir. —Ingvar. bn,- Ungtempiarar íá sfyrk l í GÆR varð bæjarstjórn við þeirri styrkbeiðni Ungtemplar- ráðs, að veita því 10 þús. bíi styrk til ráðsins til að halda nám- skeið fyrir börn 9—14 ára að' Jaðri. Mr. Summerville, sölustjóri, sýnir forseta Slysavarnafélagsins, Guðbjarti Ólafssyni, hvernig niðursuðudósin, sem súpurnar eru í, er gerð. — í hólknum, sem sölustjórinn heldur á í vinstri hendi, er brennsluefnið. Sjálfliitiið clósa» súpa að koma á markaðinii SVFÍ srefnar dósir til reynslu í skýlunum. | III N A R heimskunnu brezktt matvæla niðursuðuverksmiðjur, Heinz C. Ltd., eru nú að senda á markaðinn um heim allan nið- ursoðnar súpur í dósum, sem sjálfhitari er í, þannig að hægt er á fáeinum mínútum að hita. sér súpu á víðavangi. Til þessa hafa verksmiðjurnai" aðeins framleitt slíkar súpur fyr- ir brezka og bandaríska herinr^! en nú hefur tekizt að auka svú framleiðsluna, að hægt er að" gefa almenningi kost á að kaupa þær. Sölustjóri verksmiðjanna fyr- ir öll Norðurlöndin, Mr. Summ- erville, er hér staddur um þess-uh ar mundir. Hann hefur ákveðið- u að gefa Slysavarnafélaginu slík- ar niðursuðudósir til reynslu * skipbrotsmannaskýlin. Dósirnar eru gerðar með það fyrir augunv i að þær þoli langa geymslu, viff ■ : hin ýmsu skilyrði. Á miðri dós- inni er lítið lok. Undir því ep j kveikurinn, sem kveikt er á þegar súpan er hituð, en það tekur um 4—5 mín. og er hún þá alveg við suðú. Eftir að/ kveikt hefur verið á kveiknum með eldspýtu eða sígarettu, þá á að vera öruggt að ekki slokkni fyrr en hitarinn er brunninn upp, jafnvel þó vatn eða sjór skvett- ist yfir dósina. Hver dós inni- heldur nær 400 grömm af súpu. Þessar sjálfhituðu súpudósir hafa og þótt sérlega handhægar í íftilegum, laxveiðiferðum, skíðaferðum og hverskonar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.