Morgunblaðið - 20.06.1953, Blaðsíða 8
1
MOKGUNBLaÐIÐ
8
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjáld kr. 20.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu 1 krónú eintakið.
Verkamannabylting
gegií kommúnisma
LOKS er sú stund runnin upp,
er alþýða Austur Evrópuríkj-
anna hefur risið gegn kúgun og
ofurvaldi hinna kommúnisku
valdaræningja sinna, sem ráðið
hafa ríkjum um árabil í skjóli
Rauða hersins og hefur gert til-
-raun til þess að endurheimta
frelsi sitt.
Atburðirnir, sem gerðust í
Austur Berlín dagana 16., 17. og
18. júní, hafa vakið athygli um
gjörvalla heimsbyggðina. Júní-
bylting þýzkrar alþýðu mun
lengi í minnum höfð, og hljóta
sess á spjöldum sögunnar við hlið
Febrúarbyltingarinnar frönsku.
Það á sér jafnan mikinn að-
draganda, þegar vopnlaus al-
þýða rís upp til byltingar gegn
kúgurum sínum, sem stjórnað
hafa með ofbeldi og hörku og
jafnan barið niður hverja til-
raun til mótstöðu og gagnrýni
með vopnavaldi. Að baki slíkri
byltingu liggur frelsishugur fjöld
ans, krafan um betra og réttlát-
ara stjórnarfar, öryggi, frið og
farsælla líf.
Það er ekki á færi fárra
flugumanna, að kveikja slík-
an eid, sem brauzt út meðal
þýzkra verkamanna að
morgni hins 16. júní, til þess
þarf sameinaða krafta og sam
stillta, eitt takmark sem al-
þýðan er fús til þess að fórna
öllu fyrir, jafnvel lífinu.
Því hefur verið spáð allt frá
stríðslokum meðal manna í hin-
um frjálsa heimi, að fyrr eða
seinna myndi koma að því, að
alþýðan í þeim ríkjum, sem
rússneski herinn lagði undir sig
á fyrstu eftirstríðsárunum gerði
uppreisn.
Þess var þó að gæta, að fremst
ir í flokki þeirra, sem lögðu sjálf
stæði Austur Evrópuríkjanna að
velli eftir styrjöldina voru komm
únistaflokkar hinna ýmsu landa,
með aðstoð Rauða hersins, svo
hið vandlegasta var um alla
hnúta búið og fjötrarnir hertir
til hins ítrasta.
Á þeim árum, sem liðin eru,
hefur að vísu komið til nokk-
urra óeirða í leppríkjunum, ólg-
an hefur soðið meðal fólksins og
undirstraumur sjálfstæðishreyf-
inga farið um Jöndin.
En það er ekki fyrr en nú
síðustu daga, er alþýðan í
þýzku stórborgunum rís upp,
að hinni nýrússnesku heims-
veldisstefnu í Evrópu er greitt
fyrsta höggið.
Uppreisnir urðu víða um land-
ið, í Berlín, Dresden, Leipzig,
Magdenburg, Erfurt og Chemnitz
og sést af því, hvað byltingin
gegn leppstjórnum kommúnista
hefur verið víðtæk. Það þarf
heldur engan að furða á því, að
þar skyldi verða fyrst til þess
að sjóða upp úr. Hinn þýzki
þjóðarandi og hin germanska
þjóðararfleifð hefur aldrei neina
kúgun né ofrétti þolað til lengd-
ar og jafnan goldið rauðan belg
fyrir gráan. Þýzka þjóðin býr
yfir óbuguðum mótstöðukrafti,
þrátt fyrir hörmungar síðustu
heimstyrjaldar, menntun henn-
ar og saga gerir henni ólíft und-
ir slavnesku hernaðaroki.
Vopnlaus verkalýður Berlínar
barðist berhentur gegn rússnesk-1
um stormsveitum, sem sendar
voru í skyndi til borgarinnar úr
nágrenninu og búnar voru þung-
um skriðdrekum og öðrum
vopnum. Rauðir fánar og rúss-
nesk áróðursspjöld voru rifin
niður af húsum borgarinnar og
brennd, og mannfjöldinn mynd-
aði þúsundafalda mótmælagöngu
gegn hinum kommúnisku ein-
völdum og kúgun þeirra.
í fyrstu lét kommúnistastjórn-
in að kröfum alþýðunnar um
bætt kjör og launahækkanir, er
hún fékk ekki staðið gegn kröf-
um fjöldans. En strax og ráðrúm
gafst og hinar rússnesku skrið-
drekasveitir höfðu verið kallað-
ar á vettvang, var blaðinu snú-
ið við
Vélbyssum var beitt á
mannfjöldann, skriðdrekarnir
geystust fram og fjöldi verka-
manna lét lífið. Þannig svar-
aði kommúnistastjórnin kröf-
um alþýðu Berlínar um bætt
lífskjör, á sama hátt og í öll-
um öðrum löndum, þar sem
kommúnistar ráða.
Fjölmargir voru handteknir,
leiddir fyrir herrétt og dæmdir
til dauða fyrir þátttöku sína í
kröfugöngunni. Slíkt er svar
kommúnismans við verkföllum
og óskum um kjarabætur og
hækkuð laun.
Byltingarnar í Þýzkalandi síð-
ustu daga og mótþrói hinna kúg-
uðu þýzku verkaamnna gegn
hinu kommúniska lögregluríki,
sína Ijósar en nokkur annar við-
burður örvílnan þeirra yfir versn
andi lífskjörum og kúgun undir
handarjaðri hinna kommúnisku
stjórnvalda.
íslenzkir verkamenn geta
margt lært af byltingu starfs-
bræðra sinna í Berlín, hvað henni
olli og hvernig hún var barin
niður. Þar kom eðli kommúnism-
ans, í ljós ógrímuklætt, en ekki
sem auðvirðilegt smjaður fyrir
hinum vinnandi stéttum, sem hér
á landi.
Og til þess að kóróna ósóm-
ann, þá minnist Þjóðviljinn
ekki einu orði á, að rússnesku
herliði hafi verið beitt gegn
hungurgöngu þýzku verka-
mannanna og telur byltinguna
hafa verið runna undan rót-
um auðmanna Vestur Þýzka-
Iands!
Lengra er ekki hægt að
komast í línumennskunni!
Uppbætur spariijár
LANDSBANKINN auglýsti fyrir
skömmu eftir umsóknum spari-
fjáreigenda um uppbætur á inn-
stæður sínar. Er greiðsla þessi
veitt samkvæmt grein í gengis-
skráningarlögunum frá 1950, en
þá var ákveðið að 10 millj. króna
skyldi varið til að bæta upp
sparifjárrýrnunina. Var sú ráð-
stöfun sjálfsögð og viturleg, því
fáir bíða meiri hnekki við gengis
lækkun en einmitt þeir, sem eiga
fé sitt á vöxtum.
Þetta tilefni hefur þó nægt til
að sýna hve fádæma blygðunar-
lausar blekkingartilraunir vinstri
flokkanna eru og árásir hennar
á ríkisstjórnina ósvífnar. Hafa
þeir haldið því fram, að ríkis-
stjórnin hyggðist aldrei greiða
10 milljónirnar en „stela“ þeim
beinlínis af sparifjáreigendum.
Sýnir það hve siðferðið og mál-
efnabarátta þessara flokka er á
háu stigi, að þeir skuli gera
mönnum upp afbrot sem aldrei
hefur verið framið. Má segja að
þetta eina atriði sé samnefnari
fyrir blekkingavaðal þeirra til
þess að hylja málefnafátækt sína
og eindæma hugsjónarýrð.
Laugardagur 20. júní 1953
l
IUR DAGLEGA UFINU 'i
j’G hitti gamlan kunningja minn
að máli í gær. Á síðari árum
hefur fundum okkar sjaldan bor
ið saman, því skoðanir hans og
andleg þróun hefur orðið með
þeim hætti, að hann hefur orðið,
eftir því sem ég bezt hef vitað,
einn af hinum rökheldur komm-
únistum, er lætur ekki annað
uppi, en að líf og velferð þjóðar-
-! nota hei L
anvi
sem ég hafði haft óljósan grun
um, að hefði upprunalega komið
hinni komúnisku sóttkveikju í
hug þessa fornkunningja míns.
Hann segir brátt við mig. —
Þykja þér ekki mikil tíðindi ger-
farin að viðurkenna það sem
staðreynd, er „auðvaldsblöðin“
um allan heim hafi haldið fram,
að verkamenn undir stjórn Sovét-
ríkjanna séu óánægðir og
óánægja þeirra sé réttmæt. Hvað
er þá orðið úr þessu öllu saman?
innar, hans sjálfs og ættmenna 1 asl 1 Austur-Þýzkalandi um þess
yrði bezt borgið, ef kommúnistar I ar mundir?
kæmust hér til valda, og land
okkar og þjóð yrði eitt af lepp-
ríkjum Moskvavaldsins.
Fljótt fann ég það á honum að
hann var af einhverjum ástæðum
viðmælanlegri en hann oft hef-
ur verið áður. Svo mér flaug í
hug, að það skyldi þó ekki vera
að atburðirnir í Austur-Þýzka-
landi hefðu orðið honum að ein-
hverju umhugsunarefni?
Brátt kom það í ljós að svo
var. Annarlegar hræringar hugs-
ans höfðu komið honum út úr
þessu staðfasta jafnvægi, sem
einkennir sanntrúaða kommún-
ista.
U1
HANN fór að segja mér bein-
línis frá því, að í gær hefði
hann einmitt átt tal við flokks-
bróður sinn, einmitt þann mann,
M daginn sagði Grothewohl,
íorsætisráðh. Austur-Þýzka-
j lands, eftir því sem útvarpið
— Jú, ég get ekki neitað því, en íra> að austur-þýzka stjórn
ég vék að því við hann, að vissu- ln nellil »hiýtt á röad fólksins“
lega fyndust mér þau tiðindi vera akveðið að verða við kröfum
merkilegust og eftirtektarverðust ^V0 |1®ur dagur. Grothe-
fyrir flokkinn hans.
— Já, það er einmitt þetta, sem
ég var að segja rétt áðan við vin
minn H., að mér finnst þetta sér-
staklega eftirtektarvert fyrir þá
menn, sem á undanförnum árum
hafa verið á Moskvalínunni.
MÉR finnst t. d. einkennilegt að
Þjóðviljinn skuli í dag skýra
frá því að óánægja fólksins í
Austur-Berlín sé réttmæt, — al-
varlega mistök kommúnista valdi
þessu ástandi og mistökin verði
að leiðrétta.
Ég benti vini mínum H á það,
hvernig komið væri fyrir komm-
únistablöðum, þegar þau væru
ULÁ andi ábripar:
Allir út á völl.
¥ skrifar:
vj J „Þeir voru margir, sem
lögðu leið sína vestur í bæ, á
íþróttavöllinn í fyrrakvöld. „Þeir
eru að fara til að horfa á þá
sparka“ — sögðu þeir, með 100%
áhugaleysi í röddinni, sem að
jafnaði velja íþróttunum nafnið
„hopp og spark“. „Þeir eru að
fara til að horfa á mest spenn-
andi leikinn á Islandsmótinu, á
milli Akraness og KR“, sögðu
hinir sem fylgjast með öllu því,
sem fram fer á „vellinum“ af
100% — eða bara af meðal
áhuga. Já, og þeir voru margir,
sem skipuðu sér í flokk hinna
síðarnefndu í fyrrakvöld. Fólk
stóð í löngum biðröðum við að-
göngumiðasöluna um hálf-níu
leytið, í þann mund er leikurinn
átti að hefjast, fólk af öllu mögu-
legu tagi: börn og unglingar,
karlar og konur í þúsundatali
fylltu sæti og palla og iðuðu í
skinninu eftir að leikurinn byrj-
aði milli Skagamanna og Reyk-
víkinga. Sá sem ynni kæmi til
með að keppa um íslandsmeist-
aratitilinn í knattspyrnu. —
hreint ekkert smáræði, sem um
var að ræða!
„Áfram Akranes!
Aftur á bak með KR!“
OG svo var byrjað að „hæja“ og
„heyja“ á knattspyrnumenn-
ina til að örva þá og hvetja til
vasklegrar framgöngu. Krakk-
arnir frammi við grindurnar
báru saman bækurnar: — „Ert
þú með Akranesi eða KR? —
Auðvitað með KR! — Ó, nei,
góða, Akranes skal vinna! — Ég
er bara með þeim sem vinnur“,
sagði ein hnyðra, sem byrjaði
eldheit með KR, þangað til Akur-
nesingar voru búnir að setja tvö
fyrstu mörkin, en þá þótti henni
víst útséð um úrslitin.
„Áfram Akranes! Aftur á bak
með KR!“ hrópaði lítill snáði,
varla eldri en fimm ára — og
víst sóttu Akurnesingarnir vask-
lega fram. „Þeir eru vel að sigr-
inum komnir“, sagði maður við
hliðina á mér — „þetta éru dugn-
aðarstrákar".. — „Eruð þér Ak-
urnesingur?" — „Nei, en ég er
uppalinn í litlu sjávarþorpi úti
á landi og ég veit, hvílíkan
dugnað og skerpu þar til að
fara beint af sjónum á fótbolta-
æfingu án svefns og hvíldar —
en með þessu hefst það“.
Vargar í veum.
SPECTATOR“ hefir orðið:
„Kirkjugarðurinn í Reykja-
vík er ekki aðeins vinsæll stefnu-
mótastaður fyrir ketti höfuðborg- J bróðir minn, að lýðræði í hinum
arinnar, heldur er hann og veiði- rétta skilningi er þannig varið,
land þeirra. Sérstaklega hefi ég aö valdhafarnir eiga að hafa öll
veitt því eftirtekt, að tveir risa- völdin, hvað sem fyrir kemur og
wohl fær tíma til að kalla skrið-
drexasveitir sínar til Berlínar og
með því að beina skriðdrekunum
á hinn óánægða verkalýð er hon-
um síðan haldið í skeíjum.
Hvar endar þetta? sagði ég
við H.
I Hann svaraði því einu til að
það endaði með því eina og rétta
móti, sem eiga að verða endalok
ailrar óánægju, að stjórnin ráði.
! Eg spurði hann hvort honum
fyndist ekki slík framkoma
stjórnarvalda vera óviðkunnan-
leg. Þar sem að það væri vissu-
lega stefna okkar kommúnista að
verkalýðurinn eigi að ráða.
HANN þóttist ekki skilja það
og fór að brigsla mér um
vöntun á sannri hliðhollustu við
flokkinn og hugsjónir hans. Hann
hefði alltaf vitað að ég væri ekki
sannur kommúnisti alveg inn í
bein.
Hvað um það, sagði ég, en ég
get ekki fallist á að þar sem lýð-
ræði verkalýðsins ætti að njóta
sín, þar væri réttmætum kröfum
hans mætt með skriðdrekum og
aftökum.
Já, en skilurðu það þá ekki,
beinasninn þinn, sagði flokks-
vaxnir svartir kettir virðast
halda þar til dag og nótt og lifa
á ránum.
Fulla nauðsyn ber til að taka
þessa ketti sem fyrst og lóga
hvernig sem þeir þurfa að beita
valdinu, því aldrei verður stjórn
á heiminum, nema stjórnin vinni
eftir ákveðinni línu hver sem
hún er.
Og nú hefur austur-þýzka
stjórnin ákveðið hver kjör verka-
lýðsins eigi að vera austur þar
og verður hún að fá að gera það
eins og hún vill. Og allir sem eru
á öðru máli, bæði verkamenn og
aðrir, eru orðnir brotlegir við hið
sanna kommúnista lýðræði.
og þér finnst þessi
vinnubrögð kannske ekki
falla íslenzkum verkalýð full-
komlega í geð?
þeim. Það er nóg til af flækings- ) — Nei, ég get ekki sagt annað
köttum hér í Reykjavík en ekki en mér finnast þau ekki koma
of mikið af spörfuglum og sízt heim við íslenzka staðhætti.
um þennan tíma, þegar lirfur og | — Já, einmitt það. En þú hef-
annað illyrmi leggst á trjágróður
bæjarins.
K*
1
Drepa og fæla burt
fuglana.
ETTIRNIR drepa og fæla
fuglana burtu og myndi
fuglalíf garðsins annars vera
auðugra og mönnum til meira
yndis.
Ég vildi því hérmeð skora á
þá, sem hér eiga hlut að máli að
taka þetta þegar í stað til athug-
unar. Helzt ætti að ganga frá
hliðunum þannig, að þessi rán-
dýr komist ekki inn í garðinn,
því að yfir vegginn komast þau
ekki. —/,,Spectator“.
v\« Hugsaðu áður
en þú talar og
/l hugsaðu vand-
if If/ lega áður en
þú lofar.
ur þó verið að burðast við, á
undanförnum árum að halda því
fram að einmitt kommúnisminn
eigi að vera lífakkeri þjóðarinn-
ar.
— Já, en ekki kannske alveg í
þeirri mynd, sem hann er fram-
kvæmdur í Austur-Þýzkalandi.
En satt að segja hafa okkar menn
í íslenzka kommúnistaflokknum
alltaf látið í veðri vaka að við
þyrftum aldrei að búast við að
Rússar hugsuðu til að fram-
kvæma kommúnismann hér á
landi í sinni réttu mynd, þ. e. a. s.
að það kæmi nokkurn tímann til
að við þyrftum beinlinis að
„hætta að nota heilann", eins og
Kiljan okkar komst að orði 17.
júní. Og mér er ekki grunlaust
um að ýmsir af flokksmönnum
mínum eigi erfitt með að komast
hjá því að nota ofurlítið heilann
í sambaridi við átburðina í Aust-
D-LISTINN
er listi Sjálfstæðisflokksins