Morgunblaðið - 20.06.1953, Síða 9

Morgunblaðið - 20.06.1953, Síða 9
Laugardagur 20. júní 1953 M/O RGUN BLAÐIÐ 9 Bjarni Benediktsson ■■!) V ! M ■ Sjálfstæðismenn byggja á staðreyndnm, vinna að réttar oryggi, frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar ÞAÐ hefur lengi verið hugsjón sumra manna á landi hér að koma á svokallaðri „vinstri stjórn“. En svo kalJa þeir ríkis- stjórn, er nyti stuðnings Fram- sóknar, Alþýðuflokks og komm- únista. Forystumenn þessara flokka hafa öðru hvoru mjög lagt sig fram um að sameina flokka sína í þessu skyni, þótt það hafi ekki lánast, a. m. k. ekki eftir að kommúnistum óx fiskur um hrygg. Um ástæðurnar fyrir, að þetta' hefur farið út um þúfur, kemur þeim, sem að hafa unnið, ekki saman. Þjóðviljinn 22. nóvember 1949 segir: „Tveim dögum síðar hittust fulltrúar frá Framsóknarflokkn- um og Sósíalistaflokknum á við- ræðufundi umstjórnarmyndun. Á þeim fundi kom ekki fram neinn ágreiningur um málefnaleg skil- yrði Sósíalistaflokksins, en hins- vegar lýsti Hermann Jónasson yfir því, að myndun vinstri stjórnar væri ekki mögu- leg þar sem Framsóknarflokkur- inn og Sósíalistaflokkurinn hefðu ekki meirihluta á þingi“. Ekki er þetta þó fullnægjandi skýring, því ásamt Alþýðuflokkn um hafa þessir flokkar undan- farin ár haft meirihluta á Ál- þingi. Sannleikurinn er sá, að málefna-grundvöllurinri hefur brostið þegar til átti að taka. Nú er viðhorfið breytt. Nýir rhenn hafa tekið við stjórn Al- þýðuflokksins, og nýjum aðferð- um á að beita til að hinn lang- þráði draumur megi rætast. Sam- eiginleg áhugamál eru jafnvel farin að stinga upp kollinum, svo að samvinnubrú flokkanna þriggja verður e. t. v. bráðlega byggð. Eitt þessara sameiningarmála og það, sem mest hefur verið rætt í málgögnum flokkanna nú að undanförnu, er að telja þjóð- inni trú um, að ég sé einn mesti fjárhættuspilari allra alda, sem sitji flestar nætur við spil. Ýmist í „drykkjuklúbb“ suður á Kefla- víkurflugvelli eða með „nasist- um“ hér inni í Reykjavík. Svall mitt og næturvökur eiga þó samkvæmt þessum söguburði að hafa undralítil áhrif á starfs- þrek mitt og vinnusemi. Flestar þær greinar, sem birt- ast nafnlausar í Morgunblaðinu og andstæðingum mínum er verst við, eru mér eignaðar. Pólitískur ofstækis- og áróðursmaður er ég sagður svo mikill, að ég á að hafa „hrifsað til mín meðmælenda- skrár nýju flokkanna í því skyni að undirbúa skipulagðar of- sóknir gegn meðmælendunum" Ýmsir mundu, ætla, að það væri einum manni ærið verk, ofan á sífeldar vökur við svall og spilamennsku, að skrifa einn flestar stjórnmálagreínar Morg- unblaðsins og „skipuleggja of- sóknir“ gegn nokkrum hundruð- um manna. En þrátt fyrir þetta á ég síður en svo að slá slöku við stjórnarstörfin. ■—□— í dómsmálunum er ég sagður svo athafnasamur, að þar fari ekkert fram hjá mér. Og má þó enginn ætla eftir þessum sögu- burði, að ég leitist við að full- nægja þeirri skyldu minni, að láta sömu lög ganga yfir alla og halda réttlætinu í heiðri. Þvert á móti. Öll mín víðleitni á að beinast í þveröfuga átt, að sögn þessara manna. Tíminn segir raunar um mig: „Enginn frýr að heldur þeim manni vits eða þekkingar á því starfi, sem hann hefir með hönd- um“. En hvað stoða þessir eigin- leikar, þegar eins og Þjóðviljinn segir svo fagurlega: „__má að sjálfsögðu búast við hverskon- ar ruddaskap, ódrenglyndi og óþokkamennsku af manni eins __ _ . _____ _ _ . _ _ _ _ arlaust út í kosningar, sem fyrir- EM MÁLEFNAÞURRÐIM LEIÐIR AND-ír™ var taS um að mu 11 STÆÐINGANNA LT I STAÐLALSAN SÖGLBIJRÐ OG FJARSTÆÐLR og Bjarna Benediktssyni .. sora- lund hans og vesalmennsku." Ef allir þessir eiginleikar væru fyrir hendi, mundi vissulega ekki von á góðu. Enda segir Þjóðvilj- inn t. d. berum orðum, að ég „hafi talið það sérstakt hlut- verk“ mitt að „vernda" „ólifnað í Reykjavík". Til þess kemur væntanlega „vitið og þekkingin“ sem Tíminn talar um, að góðu haldi. —□— Við athugun á skrifum þessara blaða verður ljóst, að þau telja ráðsnilli mína, fyrirhyggju og dugnað beinlínis yfirmannlegan. Ungur lögfræðingur hélt t. d. í vor ræðu, er Þjóðviljinn birti. Þar telur hann það öllum kunn- ugt, að Bandaríkjamaður hafi í fyrra afklætt sig fyrir allra aug- um inni í veitingasölunum á Hótel Borg. Skýringin á að vera sú, að Bandaríkjamaðurinn hafi óvart sett kynlyf í drykk hjá sjálfum sér í stað þess að lauma því ofan í stúlku, sem var í fylgd með honum. Öll eru fræði piltsins á þessa bók lærð. Hann skiftir það engu, þótt það sann- aðist um þessa sögu strax í fyrra, að hún var tilbúningur frá rót- um. Eítir sögn piltsins var „ráð- herranum ijóst“, að öll vitni mundu hiklaust bera rangt fyrir rétti og þar með baka sér þunga refsiábyrgð, „og myndi aldrei hafa fyrirskipað rannsókn, ef svo hefði eltki verið Ekki er kyn þótt kommúnist- um hafi eftir þetta þótt svo mik- ið til um sannleiksást og rökvísi piltsins, að þeir settu hann um- svifalaust á framboðslista sinn hér í Reykjavík. Er hann þó að sögn Þjóðviljans „utan flokka“, alveg eins og Gunnar M. Magn- úss! Hvergi kemur þó trúin á yfir- mannlega fyrirhyggju mína betur í ljós en í grein, sem birtist í Timanum hinn 12. apríl s.l., þó að þar sé lagst svo lágt, að ég leiði hest minn frá að tala frek- ar um hana. —□— Af rannsókn mála á ég að sögn Þjóðviljans að hafa svo náin skifti, að ég jafnvel segi fyrir um, af hverjum einstaklingum skuli tekin fingraför, ef þjófn- aður hefur verið framinn. Eðli- legt er, að Þjóðviljinn telji að fækka megi lögregluþjónum. úr því að hann heldur, að ég annist þetta aJlt sjálfur. Þá á skrifstofustjórinn og fulltrúarnir í dómsmálaráðuneyt- inu ekki að hafa mikið að gera. Ofan á öll mín önnur störf svo umfangsmikil, sem þau. eru að þeirra sögn, telja þessi blöð mig sjálfan semja ákæruskjölin í ráðuneytinu og laga þau í hendi mér með ótrúlegustu lagakrók- um. „Nú voru góð ráð dýr, en ekki brást dómsmálaráðherra boga- listin nú heldur en endranær", segir frambjóðandi kommúnista og enn: „Það fer ekki hjá því, að maður gruni Bjarna Benedikts- son dómsmálaráðherra, um að hann hafi hagað ákæru sinni á þann veg, að ekki yrði unnt að dæma . „..“. Og er þó ekki svo að skilja, að ég eigi að þurfa að beita sérstök- um brögðum til að fá dómarana til að dæma eins og ég viL Tím- inn hefur hiklaust haldið því fram mánuðum saman, að ég beri ábyrgð á öllum dómsathöfnum Gunnars A. Pálssonar af því, aðég hefi ekki vikið honum frá dóm- arastörfum, þvert ofan í dóm hæstaréttar, sem taldi, að hann ætti ekki að víkja sæti. Þjóð- viljinn gerir sér enn hægara um hönd, og segir t. d. 17. maí s.l. stórum stöfum: Fyrri grein vera ólöglegar. Þótt menn látj sig litlu skipta, hverjum megkt hf^gjar „flokkur“ þessi liggui’, verða landslög að gilda um hann sem aðra. Þá er það með öllu fráleitt, að telja meðmælendaskrárnar einhver leyniskjöl, sem enginn megi hafa aðgang að. Svo faefur aldrei verið litið á. Þvert á mcti hafa hingað til allir, er hagsmuna hafa haft að gæta, haft aðgang að þessum plöggum. Það vita aJl- ir, sem nærri kosningum hafa komið hér á landi. Áður en dómsmálaráðuneytið þrátt fyrir „lítinn persónulegan hagnað af stjórnmálabaráttunni“ hefi ég nóg skotsilfur til að borga spilaskuldir mínar með venjuleg- um hætti. Spilafélagar mínir og spila- kvöldin eru sannast sagt mun færri en hin frómu blöð vilja vera láta. Og töpin alla mína stjórnartíð ekki hærri en svo, að útgjöld kommúnista við að leigja fékk skrárnar var landskjörstjórn sér aðeins einn venjulsgan stöðv- j búin að tilkynna umboðsmönnum arbíl til að fara á MÍR-fund suð- ; flokkanna, hvenær þeir mættu ur í Keflavík í stað þess að nota skoða skrárnar, sem þeir svo „Bjarni Benediktsson kveður upp hiægilegan málamyndadóm". Samkvæmt þessu er ég þá bú- inn að hrifsa til mín dómsvaldið ofan á allt annað, í þessu tilfelli úr höndum sakadómara, sem þó kvað upp dóminn, og Þórðar Björnssonar, sem hafði allan veg og vanda af rannsókn og undir- búningi þess „ólifnaðarmáls", sem Þjóðviljinn segir þarna ber- um orðum, að ég hafi sjálfur dæmt í. Með öllu þessu er ekki nema örlítið talið af öllu því, sem and- stæðingar mínir segja mig hafa fyrir stafni. Alveg er eftir að minnast á utanríkismálin. En svo sem löngu er kunnugt á ég, að sögn Þjóðviljans og nú Alþýðu- blaðsins, að hafa árum saman verið önnum kafinn við það, utan lands sem innan, að afsala sjálf- stæði íslands. Enda er það ljóst, að hvað sem öðru líður, þá muni það taka einhvern tíma að véra sífelt að „selja landið“, eyðileggja afurðasöluna, drepa niður at- vinnulífið með Marshallsamstarfi og reira landið í ófrelsisviðjar með því að hlutast til um, að það verði varið fyrir ofbeldisárás. Ég skal ekki lengur rekja allt það sem daglega er nú á mig borið. Nóg er komið og munu sumir spyrja, hvort nokkrum geti dottið í hug að ég hafi tíma til alJs þessa. Því get ég ekki svarað. Skáldsagnahöfundarnir verða að skýra það sjálfir, en ekki ég. Tíminn hefur gefið eina skýr- ingu á þessu dularfulla fyrir- brigði. Að hans sögn eiga Sjálf- stæðismenn yfirleitt, og þó eink- um forystumennirnir, að vera fjárplógsmenn, er ekki hugsi um annað meira en moka annarra fé í eigin vasa. Frá þessu telur hann mig vera undantekningu og seg- ir: „Það skal sagt Bjarna Bene- diktssyni til hróss, að hann mun hafa lítinn persónulegan hagnað af sinni stjórnmálabaráttu". Með þetta í huga finnur blað- ið, að skýra þurfti með hverjum hætti ég afli mér fjár til að greiða mínar ferlegu spilaskuldir. Þess vegna segir Tíminn hinn 4. júní svo: „varpaði maður fram þeirri spurningu------hvort ekki væri hugsanlegt, að dómsmálaráðherr- ann borgaði tapaðar rúbertur með setudómarastörfum“. Önnur stuðningsblöð væntan- legrar „vinstri stjórnar“, hafa síðan tekið undir þessa grunsemd af innilegum fjálgleik. Öllu þessu umhyggjusama fólki til hugarléttis, skal þess getið, að farartæki frá erlendu sendiráði, mundu verða mun meiri en þær. Á sama veg hrekkur spilavelta mín fyrr og síðar hvergi nærri til að greiða þótt ekkí væri nema yfirfærslukostnaðinn af farm- gjöldunum, sem S.Í.S. hefur ját- að að hafa heimt ranglega af Olíufélaginu h.f. og af óskiljan- legum ástæðum flutt til og frá New York áður en það endur- greiddi þau, sem hvert annað rangfengið íé. Öruggt er lika, að þótt Hanni- bal Valdemarsson hirti allan gróða minn og tap af spila- mennsku, mundi það ná skammt til að hjálpa honum við að greiða tjónið, sem hann bakaði jafnvel einni einustu verkamannafjöl- skyldu, með því að neita að gefa sér tíma til að reyna að leysa vinnudeiluna í vetur, án þess að til verkfalls kæmi. En Hanni- bal spillti þá sáttum, vegna þess, að hann taldi sig hafa öðru þarf- ara að sinna, sem sé, að brjótast til valda í Alþýðuflokknum. Frásögurnar af spilafýsn minni eru sem sé talsvert orðum aukn- ar, svipað og Mark Twain, sagði þegar hann var spurður, hvort sú fregn væri sönn, að hann væri dauður. Munnmælin hafa líka margfaldað vinnuafköst mín og áhuga. Það er t. d. mesti mis- skilningur, að það hafi verið i því skyni að „skipuleggja of- sóknir" að ég hlutaðist til um, að dómsmálaráðuneytið rannsakaði lögmæti framboðs „nýju flokk- anna“ ef flokka skyldi kalla. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum lét landskjörstjórn und- ir höfuð leggjast, að rannsaka, hvort meðmælendurnir væru á kjörskrá. Sagan segir, að Vil- mundur Jónsson landlæknir hafi staðið fyrir þessu, og skal ég ekki leiða getum að, hvað fyrir hon- um hefur vakað, eða með hverj- um rökum hann hefur teygt meiri hluta kjörstjórnar yfir á sitt mál. Hitt var óhjákvæmilegt sam- kvæmt landslögum, að þessi rann sókn færi fram, og úr því að lands kjörstjórn gerði hana ekki, lá næst, að dómsmálaráðuneytið annaðist hana. Á þetta féllst landskjörstjórnin og lét ráðuneyt- inu gögnin í té í þessu skyni. Kom í ljós, að rannsóknarinn- ar var ekki vanþörf, því að af 523 meðmælendum hjá svoköll- uðum Lýðveldisflokki, fundust 19 hvergi á kjörskrá. Lögmætir meðmælendur eru því ekki fleiri en 504, en lágmarkið er 500. Mátti því ekki miklu muna, að landslistaframboðið fengi stað- ist, og hefði verið óverjandi, að ganga ekki úr skugga um það að þessu leyti, því að gildi kosning- anna getur verið undir því kom- ið. Hefði sannarlega verið dýrt spaug að gabba þjóðina aðvörun gerðu. Hvort hömlur þær og tíma takmörk, sem kjörstjórnin lagði á umboðsmennina í þessu sam- bandi, eru lögum samkvæm, er annað mál, sem úr því sem kornið er, verður að athuga betur á Alþingi. Um það skal ég ekki fjölyrða nú. En. vitanlega er það ekki næg ástæða fyrir því að ætla að varpa launung á opinber plögg, að einn landskjörstjórnarmaður vilji efaki að það vitnist, að fjölskylda hans hefur gengið úr sínum fyrra flokki í annan nýjan. Málefnafátækt þeirra flokka, sem hafa ekki annað aðalmál í kosningunum en að koma í veg fyrir, að það vitnaðist hverjir meðmælendur þeirra eru, er aumkunarverð. Áður fyrri töldu flokkar það sér til gildis, að hafa góða meðmælendur og birtu skrá yfir þá. Nú á að telja mönnum trú um, að það sé árás á meðmæl- endurna, ef það skyldi vitnast, nð þeir hafi lýst stuðningi við annan hvorn hinna nýju „flokka“. Er á því sú skýring, að meðmælenð- urnir skammist sín fyrir flokkinn, og er raunar annað ólíklegt. Fyrir slíku laumuspili er það engin afsökun, að menn óttist of- sóknir. Allir vita, að kosningar hér eru leynilegar ,og þess vegna er gersamlega óhugsandi að fylgj- ast með, hvern kjósandi að’ lokum kýs. Allt tal uja ofsóknir í þessu sambandi •er því alveg út í bláinn. Og hver getur nefnt eitt einasta dæmi um slikar ofsóknir? Sönnunin á einu þvílíku dæmi mundi mun áhriia- meiri en feitar fyrirsagnir og málalengingar, sem hafðar eru til að fylla blöð, sem engin raun- veruleg áhugamál hafa. ÞjóSbankafundur HINN árlegi fundur Þjóðbanka Norðurlanda var haldinn i Reykjavík dagana 15. og 16. júni í Landsbanka íslands. Eins og venja er til, var af hálfu hvers þjóðbanka flutt skýrsla um fjárhagsþróunina f hverju landi fyrir sig, frá því síð asti fundur var haldinn. Fnn fremur voru tekin til umræðu ýms önnur mál, . sem sérstaka þýðingu hafa fyrir seðlabank- ána. Þá flutti Alf Eriksen, forstjóri, erindi varðandi Alþjóðagjald- eyrissjóðinn, og í því tilefni mættu sem gestir á fundinurn Björn Ólafsson viðskiptamála- ráðherra og Þórhallur Ásgeirs- son skrifstofustjóri. Ákveðið var að næsti fundur norrænu þjóðbankanna skyldi haldinn í Svíþjóð. * Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.