Morgunblaðið - 20.06.1953, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.06.1953, Blaðsíða 10
10. MORGUNBLAÐJÐ Laugardagur 20. júní 1953 Þannig- hlupu hinir fráu Akurnesingar varnarleikmenn KR oft af sér og brutust upp að marki KR. Hér er Ríkharðiir kominn með knöttinn inn fyrir en tókst þó ekki að skora. Slík urðu mörg augnablikin og ef KR-ingar hafa verið óheppnir við mark Akra- ness voru Akurnesingar ennþá óheppnari við mark KR. Á mynd- inni sjást frá v. Hörður Felixson (KR), Þórður, bróðir Ríkharðs, Ríkharður, Hreiðar og Bergur. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Akranes—KR 4:0 ÞÓ að allflesíir sem um knatt-1 spyrnu ræða hafi búizt við sigri Akraness yfir KR, er lið- ^ in léku úrslitaleik í öðrum riðli íslandsmeistaramótsins á fimmtudaginn, bjuggust menn ekki við svo miklum! sigri Akurnesinga. En þeir eru vel að þessum sigri komn-1 ir, því sannarlega sýndu þeir yfirburði, þó KR-ingar léku einnig vel. Leikurinn byrjaði rólega með' upphlaupum beggja liða, eem j öll urðu árangurslaus, en varð þó áberandi hve miklu meiri j þungi var í sóknarlotum Akur-1 nesinganna, og hve leikur þeirra' varð öruggari en leikur KR- liðsins er nær dró marki mót- herjanna. Það kom áberandi í ljós að leikur liðsins snýst nú ekki eins mikið og áður um Ríkharð og Þórð. Heildarsvipur liðsins er all- ur annar en áður, og þó að þeirra tveggja sé vel gætt, taka hinir við og ég efast um að nokkru sinni hafi íslenzkt lið verið skip- að mönnum sem jafn almennt búa yfir meiri hraða, jafn góðri boltameðferð Og hæfileikum til samleiks sem liðsmenn Akraness núna. Akurnesingarnir náðu snemme í leiknum yfirtökum á miðju vallarins. Átti Sveinn Teitsson og Guðjón Finnbogason heiður- inn af því. Lék Sveinn nú sinn bezta leik í ár, enda urðu upp- hlaupin hægra megin mjög hættu leg, því Halldór Sigurbjörnsson á kantinum átti og mjög góðan leik. Samvinna hans og „tríós- ins“ á miðjunni var oft frábær og af henni leidai bæði mörkin sem liðið skoraði í fyrri hálf- leik. í bæði skiptin gaf Halldór fyrir, í fyrra skiptið skoraði Ríkharður með skalla og síðar tókst Þórði að skora úr sendingu frá Halldóri. Liðið bætti síðan tveimur mörk um við í síðari hálfleik. Hljóp Þórður í fyrra skiptið upp frá míðju, hljóp af sér eina tvo varnarleikmenn KR og skoraði óverjandi. Síðara markið skoraði Pétur Georgsson eftir ágæta samvinnu við Þórð. KR-liðið sýndi enn að það læt- ur ekki bugast þótt við ofurefli sé að etja. Með þrjú mörk á sér börðust þeir eins og ljón og áttu oft góðan leik en tókst ekki að rugla vörn Akurnesinga svo að hættuleg tækifæri sköpuðust. Gunnar Guðmannsson og Þor- björn voru máttarstólpar fram- línunnar. Sýndi Gunnar nú sem oft áður mikla tækni og bolt.a- meðferð og Þorbjörn er sívax- andi knattspyrnumaður. Hörður Óskarsson tók snemma það ráð að leika sem fjórði bakvörður. Var það vörninni að vonum mikill styrkur en dró að sama skapi úr sóknarmætti liðsins. Steinn var fastur fyrir og Guð- björn sömuleiðis en hvorugur gat ofureflinu varizt. Bæði Þórður Þórðarson og Halldór hlupu þá af sér eða urðu þeim yfirsterk- ari í návígi. Bergur í markinu stóð sig með prýði. Svo kann að virðast ef horft er á markatöl- una að hann hafi ekki verið lið- inu styrkur. En hvernig hefði farið ef hans hefði ekki notið við milli markstanganna? f heild var þessi leikur vel leik inn af báðum liðum. Það er eng- um blöðum um það að íletta að Akurnesingarnir eru sterkar:. Það á ekkert annað lið svo sterka sóknarlínu og ekkert annað lið svo sterka framvarðalínu. Aft- asta vörnin er veikasta hlið liðs- ins, þó hún sé engan veginn lé- leg og Magnús, sem byrjaði að keppa hér æfingalaus í vor vegna meiðsla Jakobs er vaxandi í stöðu sinni. — A. St. ðpið bréf til frambjóðanda Þjóð- varnarflokksins í Gullbringu- og Kjósursýslu, Rugnars Halldórss. Valur sigraði Þrótt 5:1 VALSLIÐIÐ sýndi engan sér- stakan styrkleika, þó að þeir ynnu Þrótt á mánudagskv. með 5 mörkum gegn 1. Oft náðu þeir þó góðum samleik, fengu enda að undirbúa hann í næði, því Þróttarmenn voru furðuseinir til að reyna að grípa inn í leik Vals- manna. En þrátt fyrir þessi mis- tök Þróttarmanna, tókst Vals- mönnum ekki að skora nema þrisvar í fyrri hálfleik og mega þeir um kenna öryggisleysi sókn arleikmanna upp við mark and- stæðinganna, því tækifærin, sem þeir áttu þar voru fjöldamörg. Síðari hálfleikurinn var mun jafnari. Þróttur átti oft lagleg upphlaup, þó sóknarþunginn væri stundum fyrir neðan 0, því þeim varð oft á að stöðva sjálfir sín eigin upphlaup, með löngum þversendingum. Snemma í hálf- leiknum tókst þeim að skora glæsilegt mark og gerði það Tómas, miðframherji liðsins. — | Valsliðið átti enn sem fyrr góðar | og harðar sóknarlotur en áðeins tvisvar hafnaði knötturinn í markinu í þessum síðari hálf- leik. j Valsliðið sýndi engan sér- stakan leik, eins og fyrr segir. Það er þó alltaf einhver sá neisti hjá liðsmör.num, sem gerir leik j liðsins skemmtilegan og áferðar- ( fagran. Aðeins ein breyting var Framh. á bls. 12 i „FJÖLLIN tóku jóðsótt, fæddist lítil mús.“ Þessi orð urðu mér efst í huga, þegar ég sá kosninga- blað þjóðvarnarmannsins í Gull- bringu- og Kjósarsýslu — Ragn- ars Halldórssonar. íslenzk blaðaútgáfa hefur skyndilega orðið stórum ríkari við þennan mikla listviðburð!! Mikill spámaður er kominn fram meðal vor og mikils hefur þjóð vor farið á mis á undanförnum hörmungatímum, að hafa ekki uppgötvað þetta mikilmenni. En vonandi er að hún sjái að sér og launi þessum lausnara sínum sem vert er. Ekki er fram á mikið farið, eða til mikils mælst af hans hálfu. Af alþekktu lítillæti biður hann um eina litla bón, sem sé, að vera kosinn á löggjaf- arsamkundu íslenzku þjóðarinn- ar. Ekki vantar lítillætið og hóg- værðina í listaverkið hans Ragn- ars. I inngangi þess, sem heitir: „Greinargerð fyrir framboði", segir hann að afleiðingarnar af hugsunarhætti „hinna æfðu stjórnmálamanna" séu þær að: „Örfáir handsterkir foringjar hafa í krafti pólitískra lífvarð- sveita, sem til endurgjalds hafa lifað af náð drottna sinna, sölsað undir sig auð, völd, metorð og einkarétt yfir skoðunum hinna óbreyttu þjóðfélagsþegna". Næsti kafli Greinargerðarinnar er í fimm liðum, sem fjalla um óþurftarverk handjárnaðra þing- manna. Þriðji og síðasti kaflinn er um „ýkjur og lygar“ á „hærri stöð- um“. I tilefni gf öllu þessu hörm- ungarástandi, þar sem hann seg- ir: „Minnumst þess að fjöregg þjóðarinnar liggur nú í hendi vorri“ — heitir hann á menn til brautargengis og skorar á þá að kjósa Ragnar Halldórsson á þing. Þeir, sem á undanförnum árum hafa litið í sorpblað kommúnista, Þjóðviljann, fara naumast fram- hjá því að kannast við orðbragð- ið. Eplið fellur sjaldan langt frá eikinni. Á bls. 3 í listaverkinu er grein, sem heitir: „Brottför mín af Keflavíkurflugvelli". Með allri virðingu fyrir rök- vísi og ofurhug Ragnars Hall- dórssonar, vil ég benda honum á, að það fóstur hans hefði betur aldrei séð þessa heims ljós, hans vegna. Upphaf og endir þessarar greinar er óþverralegur skæting- ur í garð opinberra starfsmanna, sem enn vinna allir á Keflavíkv» - flugvelli, og mun ég koma að því frekar síðar. Miðjan úr greininni eru tvö þakkarávörp eða meðmælavott- orð frá tveim flugfélögum, sem hafa afgreiðslu á Keflavíkurflug- velli. Er miklu rúmi eitt í blað- inu til þess að koma fyrir, á ís- lenzku og ensku þessum dásam- legu syndakvittunum, sem eiga að hvítþvo hann af öllum mis- gerðum, upplognum af opinber- um starfsmönnum á vellinum. En í æðiskastinu, þegar greinin var skrifuð, sést honum yfir þá stað- reynd að diplomatiskar kveðjur eru ríkur þáttur í umgengnis- venjum siðaðra þjóða og þessu til sönnunar er bréfið frá Mr. Frank Bastard, fulltrúa B.O.A.C á Kfv. Hann kom til Keflavíkur- flugvallar í október 1951, eða réttum mánuði áður en hann er sagður hafa skrifað umrædda yfirlýsingu og gat því ekki verið búinn að hafa nema mjög óveru- leg kynni af Ragnari, þar sem hann yfirgaf völlinn um þau ára- mót. Ég get ekki stillt mig um að taka nokkur orð upp úr þessari grein Ragnars. Eftir syndakvittanirnar segir hann: „Ég læt þetta nægja sem sýnishorn, til þess að hnekkja áróðri, sem beitt var gegn mér, þegar sýnt var orðið að ég mundi seint láta af gagnrýni minni gegn undirlægjuhætti, dindilmennsku og hverskonar óþjóðlegheitum ýmissa „háttsettra manna", sem störfuðu og starfa fyrir íslenzka ríkið á Keflavíkurflugvelli". Sumir þessara vina minna höfðu sér það til dægrastyttingar að skrifa um mig nafnlaust níð. .. En hitt, hvers erindi menn þessir ráku, verður nokkuð ljóst, við athugun á sambandi þeirra við þann hóp Bandaríkjamanna, sem minnsta virðingu báru fyrir lög- um og reglum í landi voru.“ Svo mörg eru þau orð. Opin- berir starfsmenn á Keflavíkur- flugvelli, eruð þið ekki hrifnir af ummælunum? Það væri ekki ómaksins vert að Ragnar Hall- dórsson fengi að standa við þessi orð sín. En þar sem Ragnar fór út á þann hála ís, að tala um brottför sína af Keflavíkurflugvelli og tjáir sig í því tilfelli dýrðling, sem sé að kasta frá sér opinbern starfi af sannri föðurlandsást, dyggðum hlaðinn á allan hátt, er vert að minna hann á nokkrar staðreyndir, sem svo glöggur maður hefði ekki átt að gleyma. Ragnar er haldinn miklum skapbrestum, sem aðallega koma fram í því, að hann þolir engum að andmæla sér. Skömmu eftir að hann kom til Keflavíkurflug- vallar, hóf hann upp nöldur, aðal- 1 lega í Tímanum, gegn öllu og öllum á Keflavíkurflugvelli. Þetta leiddi til þess að nokkur rannsókn var látin fram fara á sannleiksgildi umsagna hans. Upp frá því lagði hann ódauðlegt hatur á dómsmálaráðherrann, Bjarna Benediktsson og átti eng- in orð nógu sterk í ræðum manna á milli, til að lýsa honum og verk- um hans. Öll skrif Ragnars fyrr og síðar hafa miðast við eitt tak- mark, að níða og svívirða þá Bandaríkjamenn, sem hér hafa dvalið. „Saddur lífdaga á Keflavíkur- flugvelli, bað ég um lausn frá starfi“, segir hann. Sannleikur- inn er sá, að ofsóknir hans gegn innlendum og erlendum mönr.- um á Keflavíkurflugvelli voru orðnar það magnaðar að hann var ekki líðandi þar lengur, og hvort hann hefur sagt upp starfi til málamynda eða vegna forms- atriða, þegar hann sá að honum var þar ekki lengur vært, vegna framkomu sinnar, mun seinna verða leitt í ljós. Ég hef í hönd- um skjallegar sannanir fyrir því að hann mismunaði erlendum mönnum í tollagreiðslum á hinn herfilegasta hátt og styrfni hans og margvísleg óliðlegheit urðu þess valdandi að umkvartanir voru sendar inn í stjórnarráð undan störfum hans. Ég kem svo síðast að þætti hans gagnvart mér persónulega. Ég hafði starfað um það bil eitt og hálft ár við póst- og símaþjón- ustu á Keflavíkurflugvelli, þeg- ar ég var kvaddur fyrir rétt vegna framkominnar kæru Ragn- ars Halldórssönar á hendur mér fyrir smygl. Hafði hann af trú- girni sinni lagt eyru við slef- sögum í þá átt. Skildi nú ganga á milli bols og höfuðs á mér, hvað sem það kostaði. Voru nú allar vélar í gang settar, allir sem til náðist af mínu fólki dregnir fyr- ir rétt, en allt kom fyrir ekki. Húsrannsókn var gerð á heimili mínu og ættingjar konu minnar eltir norður í land til yfirheyrslu. En þar var ekki látið staðar nema, ekki nóg þjarmað að mann orði mínu í fámennu þorpi. Ragn- ar heimtaði að rofið væri inn- sigli á póstpokum þeim, er ég sendi til Reykjavíkur, því þá leið mundi ég nota til smyglsins. Þetta sögðu mér sýslumaðurinn Guð- mundur í. Guðmundsson og full- trúar hans. Honum mun hafa ver ið bent á það, að þar með væri hann að kæra alla póstmenn í Reykjavík, sem fiamkvæmdu opnun á pósti frá mér. Nú voru góð ráð dýr. Mér varð að koma frá starfi, hvaða meðöl sem til þess væru notandi. Var nú grip- ið í síðasta hálmstráið, en um leið það veikasta: Sigurður heit- inn Baldvinsson var þá póst- meistari í Reykjavík. Honum skrifaði Ragnar nafnlaust níð um mig, ef vera mætti að mér yrði vikið frá störfum að óathuguðu máli. En Sigurður vildi ekki sætta sig við þetta, fékk mér bréfið frá Ragnari og gaf mér þar með um leið tækifæri til að sanna handbragð Ragnars á því, sem og hann síðar neyddist til að játa fyrir rétti. Þjóðvarnarmenn góðir! Þetta er frambjóðandinn ykkar í Gull- bringu- og Kjósarsýslu. Þið haf- ið sannarlega ekki valdið af verri endanum. Það má öllum vera ljóst, sem nenna að athuga staðreyndir og þekkja nokkuð til, að þar sem starfandi eru margir tollþjónar á Keflavíkurflugvelli var engin frambærileg ástæða til þess °að stofna nýtt tollþjónsembætti í Keflavíkurbæ. En það var jafn nauðsynlegt að gefa Ragnari ró- legt andlát frá störfum. Hins vegar þarf alveg sérstaka tegund manna til þess að taka við slíku óþarfaernbætti, þar sem fyrir- sjáanlega er ekkert að gera ann- að en ganga urn með hendur í vösum og hirða sín laun. Vel er hugsanlegt að þetta hafi verið þóknun frá fjármálaráð- herra, Eysteini Jónssyni fyrir framlagt efni í Tímann á undan- förnum árum. Allt þetta skýrist síðar. Ragnar segir í listaverki sínu að við opinberir starfsmenn á Keflavíkurflugvelli höfum gert okkur til dægrastyttingar að skrifa um sig níð í Mánudags- blaðið. Ég minnist einnar greinar, þar sem skýrt var frá tekjum Ragn- ars. Þar var það gagnrýnt harð- lega, að hann hafði haft umfram laun sín óeðlilega tekjuliði, svo sem bílapeninga, fæðispen- inga og eftirvinnu, sem hann hefði aflað sér með röngum for- sendum. Viðbrögð Ragnars við þessu voru þau að hann kærði til sakadómara, til þess að fá upp- lýst, hver hefði skrifað greinina. Með því átti að draga athyglina frá aðalefni málsins. En hann hefur mér vitanlega ekki skrifað einn stafkrók í þá átt að afsanna þetta níð. Við lestur listavcrksins er það eitt atriði, sem ekki fer framhjá lesandanum. Höfundurinn ákall- ar Guð í hverri grein. Skyldi engan undra, og var það ekki vonum seinna. Það er siður kommúnista í háðungarskyni. Ragnar telur sig nú loksins kom- inn á þann bás stjórnmálanna sem honum hentar. Það vissu margir fyrir löngu að þú áttir þarna heima, Ragnar minn. Bless uð sé þín heimkoma til föðurhúsr anna. Loksins fannstu fyrirheitna landið. Þórð'ur Halldórsson, póstafgrm,, Keflavíkurflugvelli. Kosningaskrifsfofð Kosningaskrifstofa Sjálfstæð- isflokksins í Strandasýslu er hjá Kristjáni Jónssyni í Hólmavík, sími 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.