Morgunblaðið - 25.06.1953, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.06.1953, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 25. júní 1953 Útg.: H.fkÁrvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. i 5 U'R DAGLEGA LIFINU | Horfnar hugsjónir í AUKABLAÐI TÍMANS, er út kom á Þjóðhátxðardaginn 17. júní, segir svo í forystugrein: „Það er höfuðnauðsyn að þekkja vel upp- runa sinn og geta stöðugt haft hugsjónir og stefnumið frumherj anna fyrir leiðarljós". Þetta er vel mælt og viturlega, enda tilefni forystugreinarinnar leiðbeiningar um „skipulag“, eft- ir Benedikt Jónsson frá Auðnum, er birtist í því blaði. En hvað veldur þeim tauga- óstyrk, sem hefur svo mjög gert vart við sig meðal formælenda hinna íslenzku samvinnufélaga síðustu vikur? spyrja margir. Einhver óværð hefur gripið um sig í því liði, er lýsir sér í ýms- um myndum, m. a. hinum síend- urteknu, innfjálgu yfirlýsingum, sem forstjórar samvinnufélag- anna fá' afgreiddar víðsvegar um land, til þess að geta lesið um það í Tímanum hvílíkir ágætis menn þeir séu. Eru það einmitt hugrenningar þeirra um frumherjana, Bene- dikt frá Auðnum, Jakob Hálfdán- arson og hina landskunnu heið- ursmenn, er stóðu í fylkingar- brjósti samvinnuhreyfingarinnar, er gerir núverandi forstjórum samvinnufélagsskaparins svo órótt irínanbrjósts? Finnst þeim, að þeir með framkomu sinni og viðskiptahöftum, hafi ekki alls- kostar átt traustyfirlýsingarnar skilið? Dettur þeim í hug, að þau vopn, sem þeir beita, séu ekki alls kostar heppileg fyrir þróun samvinnustefnunnar hér á landi? Ein af stærstu fyrirsögnum Tímans í gær, hljóðaði svo: „STÓRLYGAR MBL. UM KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA AFHJÚPAÐAR Minna mátti ekki gagn gera. Það, sem Tíminn nefnir nafn- inu „stórlygar", er frásögn Mbl. er birtist nokkru eftir aðalfund Kaupfélags Eyfirðinga þar sem frá því er sagt, að félagsmenn þessa kaupfélags hafi lýst sig ánægða yfir hárri álagningu kaup félagsverzlunarinnar á fóður- vörur. En forsaga þess máls, sem að sjálfsögðu er öllum kunnug, þar norður frá, er sú, að um síðustu áramót var verðlag á fóðurvör- um í Kea, svo hátt, að bændur, er þurftu á miklu kjarnfóðri að halda fyrir búrekstur sinn, gátu ekki lengur við það unað. Til- neyddir tóku þeir því það ráð, að stofna sín eigin pöntunarfélög, fá fóðurvörurnar keyptar frá heildverzlunum í Reykjavík og fluttar norður til sín. Þá var svo komið fyrir þeim, að verzlunaraðstaða þeirra var komin á sama stig, og bændur urðu að láta sér lynda áður en hið 67 ára gamla kaupfélag Ey- firðinga hóf starfsemi sína. En sá var munurinn, að þá urðu eyfirzkir bændur að verzla við danska selstöðukaupmenn, en nú voru þeir það hart leiknir, af sínu eigin félagi, að þeir urðu að hverfa frá sínum eigin félags- samtökum, til þess að afla sér nauðsynja til búrekstursins með ftóflegu verði. » i <i Þá komum við að afhjúpun Tímans, er var fólgin i því, að hið ágæta samvinnumálagagn birtir verðsamanburð á fóður- vörum í Kea annai-s vegar og hins vegar í heilsiverzlnnum, en þess er ekki getið í blaðinu að tölurnar sem Tíminn gefur upp, og tákna skulu verðlagið í kaupfélaginu, eru teknar þegar kaupfélagið hafði lækk- að vöruverðið hjá sér til jafns við það verð, sem bændur fengu gegnum hin nýju pönt- unarfélög sín. Hvað mundu „frumherjarnir" hafa sagt við slíkri blaða- mennsku? Og hve órglangt eru þeir braskarar komnir langt frá hugsjónastefnu hinna fornu sam- vinnumanna, er leyfa sér slíka verzlunarhætti, og slík undan- brögð, þegar þeir menn, er eiga að njóta félagssamtakanna verða með nýjum pöntunarfélögum að gera slíka uppreisn gegn sínum eigin félögum? En ekki er að því að spyrja, að svarið við þessum hóglátu leið- beiningum verður í Tímanum ekki annað og meira en það, að hér sé verið að rægja og níða samvinnufélögin og hugsjónir þeirra. ASUNNUDAGINN kemur, er von á strandferðaskipinu Heklu hingað til Reykjavíkur. — Hún hefur verið í skemmtiferð undanfarnar vikur í Noregi, Sví- þjóð og Danmörk. í Björgvin fékk hún óvæntan flutning. Það voru 14000 girðingastólpar, sem afhentir verða er hingað kemur, til Skógræktarfélags íslands. Þessir staurar verða notaðir í vandaðar, gripheldar girðingar. Eiga þeir að nægja í 14 km langar girðingar. ÞEGAR skógræktarfólkið norska kom hingað í fyrra- I vor, var með í ferðinni sóknar- prestur einn frá Hörðalandi, Harald Hope. Hann hafði aídrei komið til íslands áður, en lengi haft hug á því að kynnast landi og þjóð. Lét hann einskis ófreist- að til að afia sér fróðleiks um hvort tveggja. Eins og öðrum hinna norsku vina okkar, sem komu í þessa skógræktarferð, rann honum til rifja, hve illa við íslendingar er- m nr lœndur óenda olknr ej^ni í óló<^arcpir&inlaar um staddir í skógiausu landinu okkar. Hann notaði m. a. komuna hingað til að ferðast norður í Skagafjörð og kynntist þar mörg- um mætum mönnum. Hann gerði sér það ljóst, hve friðun skóg- lendis er nauðsynleg, einkum gróðursetningarsvæðin. Fékk hann þá hugmynd hér, að það væri ekki nema eðlilegt, að bændur í skógarhéruðum Noregs, tækju sig saman, söfnuðu girðingarstólpum í skógum sín- um og sendu þá hingað. SÍÐAN segir ekki af ferðum séra Hope, þangað til nú, að boð eru komin frá honum, að hann hafi leitað hófanna hjá \Jeluakandl óhrijar: En með leyfi að spyrja? Hvað er gagnlegra fyrir sam- vinnufélögin, starfsemi þeirra og framtíð, ef menn þegjandi horfa upp á, að þessi félagsskapur er á að bera heill framleiðendanna fyrir brjósti verði að pólitísku dráttardýri fyrir flokksvagni Framsóknar, eða menn beiti hóf- legri gagnrýni á rekstur þessa afvegaleidda félagsskapar og reyni að koma forystumönnun- um í skilning um, að slík vinnu- brögð er þeir hafa beitt á síð- ustu tímum, eru með öllu óvið- unandi fyrir samvinnumenn og alþjóð manna og þurfi gagn- gerðra breytinga við. Eysieinn og aurarnir. EYSTEINN JÓNSSON hefur nú farið með fjármál þjóðarinnar í þrjú ár. Hefur hann margt gert vel, verið samvizkusamur stjórn- ari og haft góðan vilja til að vinna að viðreisnartillögum þeim, sem Sjálfstæðismenn báru fram í minnihlutastjórn sinni 1950. — Hitt er' þó fjarri sanni, sem hann sjálfur og blað hans Tím- inn, hefur viljað vera láta, að Framsókn hafi bjargað fjármál- um þjóðarinnar og eigi heiður- inn af þeirri viðreisn, sem nú er framkvæmd að forgöngu S j álf stæðismanna. Hitt er þó fjarri sanni, sem hann sjálfur og blað hans Tím- inn, hefur viljað vera láta, að Framsókn hafi bjargað fjármál- um þjóðarinnar og eigi heiður- inn af þeirri viðreisn, sem nú er framkvæmd að forgöngu S j álf stæðismanna. Þrátt fyrir hina breyttu stefnu, hallalausan ríkisbúskap og góð- æ*i útflutningsatvinnugreinanna, hefur Eysteini tekizt að láta út- gjöld ríkissjóðs fara nær 200 millj. krónur fram úr áætlun s. 1. 3 ár. Þessi tala ber ljósari vott um sparnaðarvilja og ráðdeildarsemi Framsóknarmanna en tíu Tíma- blöð og er óþarft að eyða frek- ari orðum að þeirri staðreynd. Var raun að fáfræði sinni. FERÐAMAöUR SKRIFAR: — t Ég var á ferðalagi fyrir skömmu, þaut yfir landið í gljá- fágaðri fólksbifreið úr einni sýslunni í aðra. Mikið skelfing langaði mig til að vita nöfn og heiti á öllum þeim stöðum, sem við ókum fram hjá á ieiðinni, mér var svo sannarlega raun að 1 fáfræði mirftii. Ég get svo sem sjálfum mér um kennt, hugsaði ég, eða hví hafði ég ekki hugsun 1 á að taka méð mér íslandsupp- 1 drátt í lerðina, eða fjórðungs- kort af landshluta þeim, sem ég 1 átti leið um? Ég fór að hugsa nán I ar út í hve það er í rauninni ein- kennilegt — og vitlaust, að þeg- ‘ ar við ferðumst erlendis, um I framandi lönd þá finnst okkur } landakortið ómissandi — og það er það líka fyrir þann, sem vill ' fræða sig og mennta á ferðum ’ sínum. Veitir okkur af landakortinu? EN hvað um okkar eigið land — erum við svo vel að okk- ur í íslenzkri landafræði, að‘ okkur veitti af að hafa eitthvað til að styðja okkur við í viðleitni okkar til að kynnast því betur? — Við erum ekki alltaf svo heppin að hafa sjófróðan bíl- stjóra upp á hliðina, sem_geíi leyst úr öllum okkar spurning- um: hvað heitir þessi á, þetta fell, þessi dalur, þetta býli. Auk þess gefur landakortið okkur enn gleggri hugmynd um legu og afstöðu hinna ýmsu staða hvers til annars. Merki við sýslumörk. EN það esr eitt, sem mig langar til að stinga upp á í þessu sambandi, sem sé það, að settir verði fleiri vegvísar við þjóðvegi landsins til að gera ferðamönn- um auðveldara fyrir að átta sig á vegalengdum og á því, á hvaða slóðum þeir eru staddir. Einnig fyndist mér mjög vel hlýða að reisa merki við hver sýslumörk, þar sem á stæði staðarheiti sjálfra sýslumarkanna og svo sýslanna tveggja báðum megin. Vildi ekki vegamálastjórnin eða aðrir hlutaðeigandi aðilar taka þetta til athugunar? — Ferða- maður“. Opið bréf til Spectators. JÁ, mér er næst að halda, að nokkuð sé til í því, að kyn- legir atburðir geta gerzt á Jóns- messunni. í gær fékk ég nefrxi- lega bréf, sem kom mér dálítið spánskt fyrir sjónir — eða hvað finnst ykkur? — Bréfið fer hér á eftir: „Heiðraði Spectator! Þér vanmetið fimi okkar katt- anna, er þér í dálkum Velvak- anda nú á dögunum teljið nauð- synlegt, að gengið sé þannig frá hliðum kirkjugarðsins í Reykja- vík, að „þessi rándýr", eins og þér vinsamlega orðið það, kom- ist ekki inn í garðinn. Og þér bætið við: „Því að yf*r veggina komast þeir ekki“. Of mikið gert úr úr veiðiafrekunum. KÆRI herra Spectator, þér fyr- ir gefið, að við brosum. Sann- leikurinn er sá, a ðekkert er hæg- ara fyrir okkur kettina en að stökkva yfir veggi garðsins, jafn- vel þó að þeir væru hærri en þeir eru nú. Á hinn bóginn gerið þér óþarf- lega mikið úr veiðiafrekum okk- ar félaga. Kirkjugarðurinn í Reykjavík hefir alla tíð verið sólvangur okkar kattanna og samt syngur þar fugl á hverri grein enn í dag. Sá er ekki heima gangur í garðinum sem ekki heyr ir þar söng. Með kærri kveðju. — Vinir yðar, „svörtu kettirnir". Betra er að gera eitt góð - verk en að á- setja sér að gera hundrað. sóknarbörnum sínum Og beðið skógarbændur, að taka þátt í þessum samskotum til íslendinga. I bréfi, sem norski sendiherr- ann, herra Torgeir Anderssen Rysst, hefur nýlega fengið frá honnm, skýrir hann svo frá, að hver einasti skógarbóndi, í sókn hans, er hann leitaði til í þessu efni, hafi tekið málaleitun sinni vel. Bændurnir, sem safnað hafa þessum 14900 girðingastólpum, ■ tóku á sig flutningskostnaðinn J til Björgvinjar. En þá var eftir að koma staurunum hingað. Úr j þessu leystist á prýðilegan hátt, þegar Hekla kom til Björgvinj- ar. Ásgeir Sigurðsson, skipstjóri á Heklu, tók að sér flutning ^ stauranna til íslands, fyrir séra Hope, endurgjaldslaust. ! Ibréfi til sendiherrans, kemst séra Hope m. a. svo að orði, að sér væri mikil ánægja að því, að gerast frumkvöðull að þessum samskiptum milli þjóðanna, þar sem sýnilegt sé, að íslendingar séu staðráðnir í því, að koma upp nytjaskógi. Sé það ekki nema sjálfsagt, að norska þjóðin og bændur, sem hafi gnægð skóga, hlaupi hér undir bagga. Hann segist eiga von á því, að stólparnir verði svo endingar- góðir, að girðingarnar endist það lengi, að ekki þurfi að hugsa fyrir girðingum fyrir hinn upp- vaxandi ' skóg, eftir að þessar fyrstu girðingar eru undir lok liðnar. Menn mega treysta því, að eftir 40—50 ár, en svo lengi telur hann að stólparnir endist, verði ungskógurinn orðinn svo hávaxinn, að beitarfénaður geti ekki gert honum miska. Því þá, segir hann, munu krónur trjánna bera hátt yfir allan fénað. Hann segir, að talsvert af þess- um efnivið sé einir. Það út af fyrir sig kemur einkennilega fyr- ir, því einirinn hér á landi er ekki anna ðen jarðlægur runni. En í norsku skógunum er hann svo öflugur, að hægt er að nota hann í sterka girðingarstólpa. Iendalok bréfsins kemst séra Hope svo að orði, að hann telji ekkert því til fyrirstöðu, að slíkar vinargjafir frá Norðmönn- um geti endurtekið sig í fram- tíðinni, einkum á meðan skóg- rækt íslendinga á erfitt uppdrátt- ar og nokkur misbrestur á því, að almenningur hér á landi geri sér fyllilega ljóst, hversu hún sé þýðingarmikið nauðsynja- og framtíðarmál íslenzku þjóðarinn- ar. En Norðmenn, er hafa alið aldur sinni í skógarhéruðum lands síns og koma hingað í skógleysið, eru í engum vafa um, hve þýðingar- mikil skógræktin er fyrir okkur. SKÓGRÆKTAFÉLAG íslands mun að sjálfsögðu þakka þessa vinargjöf á viðeigandi hátt og framtak séra Hope í þessu máli. tindur NÝJU DELHI, 16. júní — Japansk leiðangur, sem gerður var í vor út til að klífa tind Manasju, hefir mistekizt, herma fréttir frá Katmandu. Manasju er fjall í Himalaja, 7705 metra hátt, og hefir engum tekizt að klífa það til þessa. Ekki fylgir fregninni, hvort leiðangursmenn muni enn1 fréista uppgöngu eða hverfa heim við svo búið, en víst er, að þeir hafa komizt þarna í 7600 m hæð. Leiðangurinn lét upp frá Kat- mandu í apríl. í förinni eru 300 burðarmenn. —Reuter-NTB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.