Morgunblaðið - 25.06.1953, Qupperneq 11
Fimmtudagur 25. júní 1953
MORGUNBLAÐIÐ
11
ÚTVARPSRÆÐA ÓLAFS THORS
Framhald af bis. 2
Sá, sem er keyptur fær borgun,
eða er það ekki?
Við spurðum: líorgaði Fram-
sókn okkur með því að ganga
inn á að afgreiða greiðsluhalla-
laus fjárlög, eða með þvi að gefa
verzlunina frjálsa, eða með því
að samþykkja bátagjaldeyrinn,
eða með stuðningi við iðnaðar-
bankann? eða með fylgi við víkk
un landhelginnar? eða með því
að styðja tillögu Péturs Ottesen
um að verja hálfum mótvirðis-
sjóðnum í þágu landbúnaðarins?
Eða með einhverju öðru? og þá
hverju?
Það stóð á svari.
Loksins kom það.
Framsókn sagðist hafa borgað
okkur með því að lofa okkur að
vinna með sér.
Þá var lengi hlegið og dátt.
Mega menn og sjá það af Tím-
anum, að samstarfið við Fram-
sókn er engum til ánægju. Ekki
eykur það heldur vinsældir
þeirra, sem það gera. j
Nei, sannleikurinn er sá, að
Framsóknarmenn hafa aldrei
þurft að kaupa fylgi Sjálf-
stæðisflokksins við málefni;
bænda og því heldur aldrei
þurft að borga það með neinu,
eins og líka játað er með
þessu fyndna og frumlega
svari þeirra. Bændurnir hafa
sjálfir sýnt Sjálfstæðisflokkn-
um traust og veitt honum
fylgi, engu síður en Fram-
sóknarfiokknum. Það traust
höfum við endurgoldið með
því að efla hag bænda af
fremsta megni, og svo mun á-
fram verða, hvort sem Fram-
sókn fellur betur eða miður.
Ofbeldisárás Hannibals
eina tilraunin til að fella
núverandi ríkissíjórn
Að öðru leyti virðist mér kosn-
ingabarátta Framsóknarflokks-
ins bera þess vott, að hann kvíð-
ir fylgishruni. Auðskilið er, að
Framsóknarílokkurinn reyni,
sem aðrir flokkar að auka kjós-
endafylgi sitt. En það stýrir ekki
lukku í lýðræðislandi, að gera
Alþingi að skrípamynd af þjóð-
arviijanum, en Framsóknarflokk
urinn hefur lagt á það megin-
áherzlu og gerir enn, að vinna
sem flest smákjördæmi fyrir at-
beina hlutfallslega fámenns kjós-
enda hóps. Og þessari baráttu
beinir Framsóknarflokkurinn
fyrst og fremst gegn Sjálfstæðis-
flokknum, þeim flokki, sem á-
samt með Framsóknarflokknum
stendur fastast að hagsmunamál-
um sveitanna.
Ég get svo ekki stillt mig um,
um leið og ég skil við Framsókn-
Stefna
Sjálfstæðisflokksins
Búsnæðismál
Sjálfstæðisflokkurinn telur höfuðnauðsyn að
tryggja eftir föngum, að allir landsmenn geti búið í
viðunandi húsnæði.
Sjálfstæðisflokkurinn telur skynsamlegustu leiðina
til þess vera þá- að greiða fyrir því með hagkvæm-
um lánum, að hver fjölskylda geti eignast sitt eigið
heimili.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft forystu um alla
meiriháttar ráðsíafanir til lausnar þessu þjóðfélags-
vandamáli, efnalítið fólk getur nú imnið sjálft að
hyggingu íbúða sinna, án þess að verða að greiða
skatt af þeirri vinnu og ráðstafanir hafa verið gerðar
af hálfu Sjálfstæðisflokksins að veita lán til smá-
íbúðabygginganna, sem þegar er byrjað að úthluta.
Sjálfstæðisflokkurinn vill styðja eftir föngum
byggingu verkamannabústaða og samvinnubygging-
arfélög.
Þá leggur flokkurinn ríka áherzlu á að efla Veð-
deild Landsbankans, svo unnt verði að afla almennra
fasteiguaveðlána, svo sem frumvarp þeirra Magnús-
ar Jónssonar og Jóhanns Hafsteins fjallaði um.
Sjálfstæðisflokkurinn lýsir því yfir, að hann er
andvígur öllum óeðlilegum höftum á umráðarétti
manna yfir húseignum sínum, nema á algjörum
neyðartímum.
Jafnvægi
í byggð landsins
'fc Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft forystu um, að
hafin er ítarleg rannsókn á því, hversu stuðlað verði
bezt að jafnvægi í hyggð landsins, þannig að unnt
verði að koma í veg fyrir* fólksflótta úr sveitunum,
þar sem þó kunna að vera ágæt lífsskilyrði, ef nauð-
synleg aðstaða er sköpuð til framleiðslu.
Sjálfstæðisflokkurinn vill veita frumbýlingum,
sem landbúnað vilja stunda hin liagstæðustu lán með
lágum vöxtum til kaupa á bústofni og jörð. Er þetta
eitt mesta hagsmunamálið, sem lýtur að endurbygg-
ingu sveitanna. Skynsamlegar leiðir aðrar verður og
að finna til að landið verði fullbyggt en íbúarnir safn-
ist ekki allir á fáa staði.
■fa Sjálfstæðisflokkurinn telur sjálfsagt, að miða
fjárveitingar rikisins við það að stuðla að jafnvægi
byggðarinnar mun meir en hingað til hefur verið
gert. —
-jlf Sjálfstæðisflokkurinn vill mjög efla atvinnu-
framkvæmdir í dreifhýlinu og hefur í því skyni borið
fram frumvarp um atvinnubótasjóð.
arflokkinn að minna á, að gerð
hefur verið ein og aðeins ein til-
raun til að fella núverandi ríkis-
stjórn. Ekki þó með þingvaldi,
heldur utan þings og með of-
beldi. Það var í verkfallinu
mikia um síðustu áramót. — Sá
heitir Hannibal, sem fyrir því
þrifaverki stóð. Hann hótaði að
svifta höfuðstaðinn vatni og
ljósi, og jafnvel að meina sjúk-
um líknar. Hann helti niður
mjólk bændanna og hótaði þeim
líkamlegum refsingum. Og þegar
svo þessi maður, sem nefnt hefur
sjálfan sig foringja stjórnarand-
stöðunnar,' leggst svo lágt að
guða á glugga Framsóknar og
biðja sér húsaskjóls, ske þau
undur, að Framsókn tekur hann
upp á sína arma og reynir að
tryggja honum þingsæti á kostn-
að okkar samstarfsmannanna,
með því að bjóða ekki fram gegn
honum, en biðja sína menn að
kjósa hann.
Sannarlega sýnir Framsókn,
að verður ef verkamaður laun-
anna, og vita nú þeir, sem síðar
kunna að vilja berja bændur og
hella niður mjólk þeirra, að verð
launanna ber að vitja til Fram-
sóknarmanna.
Engin orð fá lýst undrun
minni yfir vesaldómi og niður-
lægingu Hannibals Valdimars-
sonar né viðbröðum Framsóknar
flokksins gagnvart liðsbón svo ó-
giftusamlegs biðils.
Hygg ég þetta allt með ein-
dæmum í stjórnmálasögunni.
Flokkur Jónasanna
Um Lýðveldisflokkinn getur
varla þurft að ræða.
Flest getur nú komið fyrir, en
þó varla það, að þeir tveir ís-
lendingar, sem mest óvirtu Jón
heitinn Þorláksson meðan hann
stóð í fylkingarbrjósti, þeir Jón-
as Jónsson og Jónas Þorbergs-
son, geti með því að gefa út
blað undir ritstjórn þriðja Fram-
sóknarmannsins Egils Bjarnason
ar, fyrir peninga, eins hins
minnst vinsæla auðmanns fs-
lands, Gunnars Einarssonar, lað-
að að sér Sjálfstæðismenn, með
því einu, að draga við hún mann,
sem var meðeigandi í verzlunar-
fyrirtæki Jóns Þorlákssonar.
Jón Þorláksson var maður ó-
venju vitur og framsýnn, en
hann sá þó áreiðanlega ekki
fram á það, að fé þess fyrirtækis,
sem hann lagði í hendur ungum
og lítt reyndum manni, yrði var-
ið til að kvarna úr flokki Jóns
Þorlákssonar, undir forystu Jón-
asar Jónssonar.
Þess var þá heldur ekki að
vænta, því það mun aldrei lán-
ast.
Fortíð Sjálfstæðisflokksins
glæsileg, hlutverk fram-
tíðarinnar þó stærra
Finnist mönnum ég hafi verið
of mildur í garð andstæðinganna,
er það mér til afsökunar, að ég
vil ekki að Sjálfstæðisflokkurinn
vaxi af smæð andstæðinganna
heldur af eigin verðleikum.
Við Sjálfstæðismenn munum
halda áfram baráttunni fyrir at-
hafnafrelsinu og fyrir því, að
menn séu ekki sviftir allri arðs-
von með ránshendi skuldheimtu
rikisins, svo sem nú er gert í allt
of ríkum mæli og eingöngu
vegna þess, að Sjálfstæðisflokk-
urinn styðst enn ekki við meiri-
hluta vald. Sjálfstæðisflokkur-
inn vill, að framtak og dugnaður
fái notið sín. Með því verða að-
drættirnir í þjóðarbúið mestir,
og því mest til skiftanna milli
þjóðfélagsþegnanna. En auðnist
Sjálfstæðisflokknum að skapa
dugnaði og framtaki á ný þessa
aðstöðu, tékur við hið stóra
höfuðverkefni hans, en það er að
tryggja það, að öll íslenzk börn
séu borin til sem jafnastrar að-
stöðu til að njóta andlegra og
veraldlegra lífsgæða. Með miðl-
un auðæfanna fyrir atbeina al-
mannavaldsins viljum við sjá
þeim borgið, sem hlotið hafa
minni hæfni til fjáröflunar í
vöggugjöf.
★
Sjálfstæðismenn telja fortíð
óbrotgjarni klettur í clduróti
stjórnmálanna. Hann er hið sam-
einandi afl allra stétta Jsjóðfé-
lagsins. Hann er hinn eini flokk-
ur, sem bugsanlegt er að geti rsáð’
meirihluta valdi á íslandi ©g mtö
sína sterkan grundvöll undir ósk ! því veitt þjóðinni þá sterku og
ina um meirihlutavald á Alþingi. | öruggu forystu, sem henni ríður
Það er hugsjón Sjálfstæðis- | nú meir á en oftast áður.
stefnunnar, sem árabátnum |
breytti í vélknúinn knör, skóp j
hinn mikla verzlunarfiota ís- 1
lendinga, kcm á fót innlend-
um iðnaði, flutti verzlunina
inn í landið, breytti örtröð
rányrkjunnar í síbreiður hinn
ar miklu nýræktar, og hófst
handa um hagnýtingu jarð-
hita og vatnsorku í þágu
landsmanna.
Það vorum við Sjálfstæðis-
menn, sem frumkvæði áttum
og forystu höfðum í hinni
miklu nýsköpun, sem hófst
upp úr styrjaldarlokum og
enn stendur yfir. !
Það voru líka við Sjálfstæð
ismenn, sem förinni stýrðum
og hraðanum réðum við end-
urreisn hins islenzka lýðveld-
is, og vil ég ekkert um það
staðhæfa, hvort lýðveldið
væri ennþá stofnað, ef við
hefðum nokkru sinni linað á
takinu.
Síðan höfum við óslitið
stýrt utanríkis- og varnarmál
um þjóðarinnar og farizt það ^
þannig úr hendi, að íslending- i
ar hafa sóma af. Með kurteisi j
án fleðuháttar, með festu og
einurð, án ofstopa, hafa Is-
lendingar áunnið sér vináttu
og virðingu allra þeirra þjóða,'
sem okkur eru skyldastar að
ætt og uppruna, menntun,
menningu, lífsskoðun, trú og
skapgerð.
Og það er fyrst og fremst
Sjálfstæðishugsjóninni að þakka,
að hér býr í dag fámenn þjóð í
stóru landi, við betri lífskjör en
flestum öðrum þjóðum hafa fall-
ið í skaut.
Ég lýk máli mínu með því að
gefa þjóðinni það fyrirheit ’í
nafni Sjálfstæðisflokksins, að
efli hún okkur ti! meirihluía
valds á Alþingi, munum víð
nota það til þess að efna fyrií-
heit þau, sem lýsa sér í lands-
fundarsamþykktum flokksins. —
En við þau fyrirheit, sem að
sjáífsögðu eru háð fjárbagsget-
unni, vil ég nú bæta einu, án afls
fyrirvara, afdráttar- og skilyrfljs
lausu:
Veiti þjóðin Sjálfstæðisflokkp-
um meirihluta vald á Alþinjn,
munum vrð taka allt ríkisbáknSð
til endurskoðunar með það fyrir
augum, að koma tafarlítið á rót-
tækum sparnaöi mcð breyttri
löggjöf. Með því og því cinu
móíi er mögulegt að létta svo nm
muni þær drápsklyfjar skatt-
anna, sem nú eru að sli.ga alla
landsmenn.
Við þetta loforð skal verða
staðið, ef við fáum meirihluta
valtl á Alþingi. Án meirihluta
valds er þetta ekki framkvæman
legt, einfaldlega vegna þess, að
enda þótt engin ilirfist að nrsæla
gegn nauðsyn þess sparnaðar,
sem er skilyrði fyrir þvi, að hægt
verði að iækka skattana svo um
muni, verður aldrei hæ^t að
semja um það milli flokka hvað
það er sem spara skuli.
Af þessum ástæðum, af mörg-
um öðrum ástæðum, af öllum á-
stæðum, eiga menn nú sjálfs sín
vegna og vegna þjóðarinnar að
kjósa Sjálfstæðisflokkinn og
gefa honum tækifæri til að sýna
hvers hann er megnugur ef hann
fær að ráða.
En Sjálfstæðisflokkurinn læt-
ur sér ekki nægja að lifa á
fornri fræð. Hann ætlar sér enn
stærra hlutverk í framtíðinni.
Hann hefur fram að þessu
haft forystuna í framfarabaráttu
þjóðarinnar, og það ætlar hann
sér að gera framvegis. — Hann
glímir því við vanda líðandi
stundar, en hvessir jafnframt
andans sjónir langt fram á veg-
inn. Hann gerir sér gleggri grein
en aðrir flokkar fyrir því, með
hverjum hætti sé hægt að leysa '
þann mikla þjóðarvanda, að
halda jafnvægi í borg og byggð.
Á næsta kjörtímabili mun hann
leggja megináherzlu á að leysa
hið mikla húsnæðisvandamál og !
jafnframt að efla atvinnuvegi þá, |
sem íslendingar nú stunda. En j
flokkurinn gerir sér ljóst, að á
íslandi muni um næstu aldamót
húa 3—400 þúsund manna þjóö.
Hann hagar því öllu starfi sínu
með það fyrir augum að búa í
haginn fyrir komandi kynslóðir,
svo að þær fái lifað við eigi verri
og helzt miklu betri kjör en við
gerum. Sjálfstæðisflokkurinn hef |
ur ger.t sér mikla grein fyrir með
hverjum hætti þetta skuli gert,
og vísa ég um það til setnihgar-
ræðu minnar á síðasta landsfundi
Sjálfstæðismanna, og samþykkta
fundarins.
Með meirihlutavaldi
á Alþingi lækkar
flokkurinn skattana
Ég minni menn nú á, að fram-
undan eru tímar alvöru og ef til
vill örðugleika. Við missum nú
. hina ómetanlegu Marshallað-
j stoð. Verðlag afurða okkar er ó-
j tryggt og' sölumarkaðir óvissir.
I Við það bætist svo viðskipta-
styrjöld sú, sem vinir okkar
Bretar hafa fært yfir okkur. —
! Okkur ríður því mikið á þjóðar-
I einingu og umfram allt að forð-
I ast glundroða í stjórnmálalífinu.
1 Sjálfstæðisflokkurinn er hinn
ibúð óskast
Einhleyp stúlka óskar eftir
2ja herbergja íbúð, hjá
kyrrlátu fólki. ÖH þægindi
áskilin. Skilvís greiðsla. —
Kaup á íbúð gætu komið til
greina. Tilboð merkt: —•
„Reglusemi — 790“, sendist
afgr. Mbl., fyrir 29. þ.m.
Hafið þið reynt
P4TR1A,
100% Perlon sokka. Sparið
peninga, gangið aðeins í
PATRIA Perlon sokkum
Fallegir og sterkir.
Verzlunin PF.IILON
Skólavörðustíg 5.
1—2 ferðaíélagar
óskast í mánaðarferðalag
um Evrópu frá 1. ágúst. Ek-
ið verður í einkabíl. — Má
borgast í islenzkum krón-
um. Far með skipum pant-
að. Tilboð sendist afgr.
Mbl. fyrir sunnudagskvöld,
merkt: „792“.
. Ungur, reglusamur maður
sem vinnur á Keflavíkur-
flugvelli, óskar eftir
HERBERGI
með eða án húsgagna, sem
næst Miðbænum. Aðgangur
að síma æskilegur. Tilboð
merkt: „Miðbær — 799“,
sendist blaðinu fyrir laug-
ardag. —
D-LISTINN
er listi Sjálfstæðisflokksins