Morgunblaðið - 25.06.1953, Side 14

Morgunblaðið - 25.06.1953, Side 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 25. júní 1953 JULIA GREER SKÁLDSAGA EFTIR DOROTHEU CORNWELL Framhaldssagan 39 hæðnislegur svipurinn á andlit- inu. — A næstu mynd var blóma sölukona, sem stóð við stórt líkneski. Grannvaxin kona í loð- feldi var að festa fjóluvönd í barm sér. Blómasölukonan var gömul og feit í svörtum kjól og með sjal yfir herðunum. — Hún hélt á körfunni á öðrum hand- feggnum og stuttir fingurnir héldu um sjalið. Andlitinu sneri hún að konunni í loðfeldinum og út úr því mátti lesa friðsæia ró gamalmennis. En augun voru gáfuleg og dálítið hæðnisleg. A stærsta málverkinu var fvr- irlestrarsalur. Fólk sat á fremstu bekkjunum, en aftari bekkirnir voru mannlausir. Maður stóð á ræðupalli og var auðsjáanlega að íia"lda ræðu. -Gamall maður sat á áheyrendabekkjunum og spennti handleggina yfir bakið á sætinu fyrir framan hann. — H-ftmi -var- í>- legghlífum og rifn- um skóm. Frakkinn hans var gamall og slitinn og það skein í óhreina skyrtuna, sem var alit of víð um hálsinn. Hann horfði á fyrirlesarann, en annars var and bt' háns sviplaust. Við hliðina á manninum sat ungur drengur, sem kreisti húf- una sína á milli handa sér. Hann var fátæklega til fara og horað- ur. Hann horfði ráðleysislega á ræðumanninn. Við hliðina á hon- um sat kona í bláum kjól. Fölt andlit hennar var umsveipað blá Ibitum bjarma trúarinnar. Hend- urnar lágu máttlausar í keltu h'ennar eins og hvítir hörpudisk- ar. Hún horfði afsakandi á dreng inn eins og hún hefði meðaumk- un með honum fyrir viðkvæmni harrs; „Pueblo, Trafalgar-torgið og Hjálpræðisherinn", sagði Mike. Júlía leit á hann. Hann hlýtur að hafa fundið mikið til með Jsessu- -fólki, úr því hann getur málað svona myndir af því, hugs aði hún. Hann hlýtur að hafa sett sig inn í líf þess og hugs- anagang. Hann hlýtur að hafa til heyrt þessu fólki einhvern tím- ann. Hún fann snöggvast til af- brýðissemi gagnvart þessum mál verkum, vegna þess að þau höfðu einhvern tíma átt Mike. Hún horfði rannsakandi á hann. Hann horfði sjálfur á málverk- in. Henni fannst allar persónurn- ar á myndunum hafa gert sam- særi gegn henni. Gegn henni og ástinni, sem hún bar til hans. „Þetta eru fallegar myndir, Mike“, sagði hún. „En ég er næst um hrædd við þær. Hvers vegna héistu ekki áfram á þessari braut?“ „Vegna þess að ég var ekki *»ógu góður“, sagði hann og brosti til hennar. „Þú mátt ekki vera kurteis. Ég er fyrir löngu húinn að sætta mig við þá stað- reynd“. „En mér finnst myndirnar fallegar", sagði hún. „Svo góðar að meira að segja ég skil þær. Er þér það ekki einhvers virði?“ „Það er mér mikils virði“, sagði hann alvarlegur í bragði. „En þær eru samt ekki nógu góðar, Júlia. Ég hef aldrei getað túlkað annað en það sem sjá mátti í ytra útliti. Ég hef aldrei náð því sem liggur á bak við“. Hann tók myndirnar saman og setti þær aftur inn í skápinn. „Ég veit eiginlega ekki, hvers vegna ég hef geymt þær“. „Hvenær ætlar þú að mála mig?“ Hann kleip hana í nefið. „Aldrei. Það var hótun, ekki lof- orð. Ég get aldrei málað þig“. „En Mike.... “ „Við skulum fá okkur eitt- hvað að borða“, sagði hann. „Ég kann að búa til ágæta eggja- köku. Þú verður að lofa mér að sýna þér það“. Hún mótmælti ekki, þegar hann kveikti upp eld til að steikja kjöt og egg í litla eldhús- inu. Hún greiddi hár sitt og þvoði sér um hendurnar fyrir utan kofann á meðan. Hún velti því fyrir sér, hvers vegna hann hafði eiginlega sýnt henni mynd irnar. En auðvitað átti hún að geta sagt sér það sjálf. Hann vildi að hún þekkti hann til fulls. Hún átti að þekkja drauma hans og vonbrigði. Hann vildi að hún sæi hann eins og hann raunverulega var. Lista- maðurinn með litla listamanns- hæfileika, sem hafði sýnt að hann hafði meiri hæfileika til list arinnar að lifa. Hún fór inn í kofann aftur og lagði á borðið. Borðið stóð fyrir framan arintnn. Þá fyrst tók hún eftir hreindýrshöfðinu yfir arn- inum. Það var illa útstoppað. Annað eyrað var skakkt og kjálkinn hékk niður öðrum meg- in. Það var hreint enginn virðu- legur svipur á því. Mike flutti borðið út að dyrunum. „Mér fellur ekki við hæðnis- glottið á því“, sagði hann. „Þó að það sé gjöf frá Westerlunds- gtrákunum“. Hann fleygði hálsklút yfir nefið á hreindýrinu, svo að að- eins annað augað starði á þau. Svo bar hann fram eggjakökuna og hellti kaffi í bollann. Þegar þau höfðu snætt, fundu þau að þau voru svefnþurfi. „Ég skil vel hvers vegna fólk fitnar og leggst í leti þegar það býr úti í sveit“, sagði Mike. — „Sálarheillin er mönnum ekki að alatriðið fyrr en séð er fyrir lík- amlegri vellíðan". „Sérstaklega þegar maður hef- ur setið í bíl alla nóttina", sagði Júiía. Hún fór til að rannsaka rúmin. Þau voru sett hvert upp af öðru og lítill gluggi var í sömu hæð og efra rúmið. Loftið streymdi þar inn, hreint og tært og ilmaði af skóginum. — Mike lyfti henni upp í rúmið, sem bú- ið var hreinum, hvitum sængur- fötum. Svo studdi hann olnbog- anum ú rúmbríkina og horfði á hana. „Þú ert falleg“, sagði hann. „Falleg og hrein eins og lítil stúlka í sparináttkjólnum“. — Hann snerti á blúndunum á erm- unum. „Hann er ætlaður atlas- sængurfötum. Þú ert kannske ekki nógu mikil almúgastúlka til þess að ég geti átt þig. Ég er viss um að þú ert aldlrei í ullarskyrtu innst“. „Ég skal flýta mér að fá mér hana“, sagði hún. Hann kyssti hana og lokaði glugganum. Hún heyrði að hann lagðist upp í sitt rúm. „Ef þú vaknar á undan mér, þá máttu ekki líta á mig þegar ég sef“, sagði hann. „Ég hef sterkan grun um að ég taki mig ekki nógu vel út sofandi. Þetta er ég vanur að segja við allar mínar konur“. Augnabliki síðar sagði hann: „Nú máttu vel koma niður og bjóða mér góða nótt“. Hún klifraði niður og settist við hliðina á honum. i „Það er eins og draumur", sagði hún, „að vera hérna með þér“. Hann tók báðum höndum utan um andlit hennar og kyssti hana. „Það er líka draumur". Sólin skein inn um litla glugg- j ann þegar hún vaknaði. Hvað j hafði hana dreymt? Það hafði verið eitthvað þokukennt, og henni fannst eins og hún hefði týnt lyklinum að einhverju mik- ilvægu leyndarmáli. Það var dá- samlegt að uppgötva að hún var ekki ein í breiðu rúminu og muna, hvers vegna hún var þar og hvernig hún hafði sofnað. — Mike sneri andlitinu að henni. Dauft bros lék um varir hans. — Hún varð gagntekin ástúð og um hyggju gagnvart honum — ástúð, sem hún hafði aldrei fund ið til áður. Hún þrýsti andlitinu niður á koddann við hliðina á honum svo að svart hár hennar huldi augu hans. „Svona verður það alltaf — þú og ég — ekkert ljótt á milli okk- ar — ekkert á milli okkar nema ástin“. j STULKAN I TJORNINNI Þýzkt ævintýri. ÞAÐ VAR einu sinni malari, sem bjó við allsnægtir, og lífið brosti við honum. Hann var giftur elskulegri konu, og með hverju ári, sem leið, eignuðust þau stöðugt meiri pen- inga, þannig að þau voru orðin sæmilega auðug. En svo var það einu sinni, að óhamingjan dundi yfir. Peningarnir, sem þau höfðu safnað, eyddust nú jöfnum höndum. Og svo kom að því, að malarinn var orðinn blá- látækur maður. Hann gerðist mjög áhyggjufullur og kvíð- inn. Hann gat ekki einu sinni sofið fyrir áhyggjum. Dag nokkurn fór hann mjög snemma á fætur. Hann ætl- aði að ganga út sér til hressingar áður en hann byrjaði að þræla í myllunni. Hann gekk sem leið lá út að myllulækn- um og var mjög hugsi. Sólin var um það bil að koma upp. Allt í einu heyrði hann skrjáf í tjarnarbakkanum, rétt þar sem hann stóð. Og áður en varði sá hann hvar glæsilega fögur stúlka steig upp úr vatninu. Hún var með svo mikið hár, að það huldi allan líkama hennar. Malaranum datt strax í hug, að þetta myndi vera haf- mey. Og hann varð svo hræddur að hann gat ekki hreyft sig úr stað. Hafmærin kallaði þá til hans með góðlátri röddu og spurði hann hví hann væri svo sorgmæddur á svip. Malarinn ætlaði fyrst ekki að geta komið nokkru orði upp. En þegar hann fann hve vingjarnlega hafmærin talaði við sig, varð hann hugrakkari og sagði henni þá sögu sína, að einu sinni hefði hann veríð auðugur og lifað hamingjusömu lífi, en nú væri hann orðinn blásnauður og sæi enga leið til þess að komast út úr vandræðunum. „Vertu ekki áhyggjufullur," mælti þá hafmærin. „Ég skal sjá svo um, að þú verðir auðugri og hamingjusaman áÞýzka bónduftið „LöMCíiir í guSu dósunum Er úr fyrsta flokks efni, fljótvirkt og ódýrt í notkun. HÚSMÆÐUB! Reynið „LUNACERA“ bónduftið I gulu dósunum. BEZTUR ÁRANGUR NÆST með því að dreifa duftinu á hreint og þurrt gólfið. nudda því fyrst rækilega í dúkinn með bursta eða gólfskrúbb, og síðan með mjúkum klút. ,,LUNACERA“ bónduftið í gulu dósunum, er einnig mjög gott sem húsgagna-áburður. HÚSMÆÐUR! Verzl Áhöld Laugaveg 18 - AUGLÝSING ER GULLS ÍGILDI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.