Morgunblaðið - 25.06.1953, Síða 16
Veðurútlif í dag:
SA og A gola, skýjað en víðast
úrkomulaust.
139. tbl. — Fimmtudagur 25. júní 1953
BLÓÐFERILL
kommúnismans. Sjá bls. 6.
IJTIFLIMDIJR
Fundur síldar-
raimrannsókna-
Síðasti kjósendafundur Sjálfstæðis -jmamia austur á
manna fyrir þessar alþingiskosningar (Seyðisfirði í dag
verður haldinn annað kvöld kl. 9 við Mlð-
hæjarskólann.
Flullar verða stullar ræður og ávörp.
Málefnayiirburðir
SjáHstæðismanna 1
útvarpsumræðunum
í ÚTVARPSUMRÆÐTJNUM í gærkvöldi báru ræðumenn Sjálf-
stæðisflokksins af andstæðingum sínum um málefnaflutning, rök-
vísi og stefnufestu, svo sem fyrra kvöldið.
SEYÐISFIRÐI, 24. júní: — Hing-
að er komið hið danska hafrann-
sóknaskip, Dana, en á morgun
koma hingað þrjú hafrannsókna-
skip önnur, en þau hafa öll verið
við síldarrannsónkir. Munu fiski-
fræðingarnir bera saman gögn
sín og athuganir.
Skipin hafa verið um nokkra
vikna skeið við athuganir í haf-
inu hér austur af Iandinu. Nú
hafa Svíar tekið þátt í þessum
síldarrannsóknum og mun rann-
sóknaskip þeirra koma hingað
ásamt Dana, G. O. Sars og Maríu
Júlíu. — Benedikt.
Bjarni Benediktsson, utanríkis-
ráðherra flutti framúrskarandi
rökfasta ræðu. Gegndi furðu
hversu miklu efni hann þjappaði
saman í stutt mál. Hann rakti
meginkjarna íslenzkra stjórn-
mála síðustu ára og vék síðan að
minnihlutaflokkunum.
• Sýndi hann fram á missagnirn-
ar í málflutningi þeirra, hvernig
allt ræki sig á annars horn, svo
sem hjá hinum tvíklofna Lýð-
veldisflokki. Þar hefði Ásgeir frá
Fróðá heimtað í ræðu sinni í
fyrrakvöld algjört varnarleysi
landsins. Síðar um kvöldið sá
Jónas Guðmundsson sig tilneydd-
an að biðja afsökunar á slíkri
ósk og tók orð Ásgeirs aftur.
Þá mælti Jónas og þau spak-
legu orð, að sérhver þjóð sem
hefði marga flokka lenti í öng-
þveiti og því væri nauðsynlegt að
stofna nýjan flokk til að greiða
úr því!
Eina ráðið til að tryggja ís-
lenzku þjóðinni frið og farsæld.
um ókomin ár, sagði ráðherrann,
er að efla Sjálfstæðisflokkinn og
fá honum meirihlutavald í hend-
ur. Vitnaði ráðherrann í orð eins
elzta þingmanns flokksins, Pét-
urs Ottesens, en hann markaði
stefnu flokksins með þessum
þremur orðúm: Öryggi, frelsi og
framfarir.
Gunnar Thoroddsen borgar-
stjóri rakti hvernig útsvörin í
Reykjavík hefðu lækkað undir
meirihlutastjórn Sjálfstæðis-
manna á bænum, en skattar af
hálfu ríkisins aftur á móti ekki.
Þá minntist hann og á Iðnbank-
ann, sem Sjálfstæðismenn hafa
haft forgöngu um,. og þýðingu
hans fyrir atvinnulíf þjóðarinn-
ar. Vék hann að lokum að tilraun
Alþýðuflokksins að hlaða undir
sig með nafni Ásgeirs Ásgeirs-
sonar og vítti það harðlega.
Að lokum flut.ti Jóhann Haf-
stein bráðsnjalla ræðu. Svaraði
hann andstæðingunum í upp-
hafi og sýndi hann fram
á í stórum dráttum, að
Sjálfstæðisflokkurinn hefði ávallt
frá stofnun sinni verið kvaddur
til, þegar hætta hefði steðjað að
í þjóðmálunum og ævinlega met-
ið þjóðarhag meira en flokkshag.
Leiddi Jóhann rök að því, að
festu og öryggi yrði því aðeiffs
komið í íslenzkt stjórnarfar með
því, að fá Sjálfstæðisflokknum
meirihlutavald í hendur.
Góðar heyskapar-
horfur í
| Fljótsdalnum
SKRIÐUKLAUSTRI, 24. júní: —
. Hér í Fljótsdalnum hefur júní-
mánuður verið svo hagstæður, að
slík ágætis veðrátta hefur ekki
verið um margra ára skeið. I dag
er heitasti dagur ársins, 20 stig,
en síðustu daga hefur hitinn ver-
ið um 15 stig. Undanfarið hefur
ringt nokkuð og hefur sprottið
mjög vel og grasvöxtur með
bezta móti. — Teljum við hey-
skaparhorfur góðar, en hér á
j Skriðuklaustri og að Hamborg og
Hrafnkelsstöðum er byrjað að
slá.
Þessa dagana er verið að smala
og ryja, en margt er farið til af-
réttta.
Á mánudaginn var ég á Vopna-
firði og var þá sláttur hafinn í
(kauptúninu. Á heiðum uppi er
vel gróið og snjólítið. — J.
Kosningaskrifstofur
Sjálfstæðisflokksins
KOSNINGASKRISTOFUR Sjálfstæðisflokksins í Rvík eru í
Sjálfstæðishúsinu. Sími 7100 og í VR, Vonarstræti 4 (utankjör-
staðakosning. — Símar 7100 og 2938. Skrifstofurnar eru opnar
frá 9 árd. til 10 síðd. daglega.
Utankjörstaðakosningin fer fram í skrifstofu borgarfógeta í
Arnarhvolí (nýja húsinu) frá 10 til 12, 2 til 6 og 8 til 10 dag hvern.
Á öðrum stöðum á landinu er kosið hjá hreppstjórum, sýslumönn-
um og bæjarfógetum.
Þeir kjósendur, sem búast við að dvelja fjarrl lögheimilum sín-
um á kjördag, eru minntir á að kjósa sem allra fyrst.
LISTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS ER D-LISTINN.
, ,J* Fundur í Samlgerði
á föstudagskvöld
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN boðar til stjórnmálafundar í sam-
koniuhúsinu í Sandgerði kl. 9 síðd. föstudaginn 26. þ. m.
Frummælendur: Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins,
«g mun hann ræða um landhelgismálið og Ásgeir Pétursson,
lögftæðingui'.
Komst til liafnar
hjálparlaust
BÁTURINN, sem bræðurnir tveir
voru á og lýst var eftir í fyrra-
kvöld, komst heilu og höldnu
hingað til Reykjavíkur um kl. 2
í fyrrinótt. Hafði þá nokkru áður
farið út til að leita hans, annar
bátur. Sunnan hvassvirði, sem
var á daglangt, hafði tafið .þá.
„Hitahylgja44
r O \* f* \*
a ðeyoisnroi
- 25 stiga hiti
FRÉTTARITARI Morgunblaðsins
á Seyðisfirði símaði í gær, að þar
væru nú hinir mestu hitar, ósvik-
in hitabylgja síðustu daga.
Fréttaritarinn kvað hitann á
þriðjudag hafa komizt upp í 25
stig í forsælunni og í fyrrinótt
var þar 20 stiga hiti. í gær var
þar sama góða veðrið, glampandi
sólskin og steikjandi hiti, 24 stig
og hægviðri. Þar eystra hófst
túnasláttur í gærmorgun, en tún
bænda eru vel sprottin og álíka
grasgefin og við júlílok á undan-
förnum árum.
Sjálfslæðismenn!
SJÁLFSTÆÐISMENN, sem
vilja vinna við skriftir í sjálf-
boðaliðsvinnu í dag, eru beðn-
ir að hafa samband við skrif-
stofu flokksins, sími 7100.
HAFTASTEFNAN hér á landi náði hámarki sínu 1949, en
fyrir tveimur áratugum hafði samstjórn Framsóknar og
Aiþýðuflokksins tekið höftin upp sem allsherjarmeðal við
gjaldeyrisskorti, sem reyndist þó alls óhæft eins og öllum
Iandsmönnum er kunnugt.
Fram að árinu 1950, þegar Sjálfstæðismcnn mynduðu ein-
ir stjórn, ríkti hér svartur markaður í algleymingi, skömmt-
un, biðraðir, bakdyraverzlun og vöruokur, innflútningur var
bundinn og allt efnahagslífið ströngum Ieyfum háð.
Sjálfstæðismenn báru fram viðreisnartillögur sínar 1950,
og á grundvelli þeirra og undir stjórn þeirra á viðskipta-
málum þjóðarinnar, hefur einokun haftanna horfið úr ís-
lenzku þjóðlífi og á aldrei þangað afturkvæmt meðan Sjálf-
stæðismenn fara með völdin. Skömmtunin var afnumin,
viðskiptanefnd lögð niður, vöruinnflutningur gefinn 75%
frjáls á frílista, svartur markaður hvarf með öllu og verzl-
anir fylltust af vörum.
Dómur þjóðarinnar bezti dómurinn um stefnu Sjálfstæð-
ismanna í verzlunarmálum.
Sjálfstæðismenn munu sporna við því af alefli, að
verzlun landsmanna verði aftur hneppt í fjötra nefndavalds
og skriffinnsku, sem Framsókn og Alþýðuflokkurinn
brugðu henni. — Stefna verzlunarfrelsis, en ekki svarta-
markaðar og biðraða er stefna hans.
Utanríkisráðherrann ræðir stjórn-
málaviðhorfið á fundi í Njarðvíkum
SJÁLFSTÆÐISMENN á Keflavíkurflugvelli héldu samkomu í
Njarðvíkum (Rauða krossinum) á mánudagskvöldið. Bjarni Bene-
diktsson, utanríkisráðherra, flutti þar ræðu. Svo mikið fjölmenní
var á fundinum að varla komst það fyrir í samkomuhúsinu, sem þo
er hið stærsta í byggðarlaginu.
„Tómar flöskur"
MJÖG hafa menn orð á því, að
mikið vasapelafyllirí hafi verið
á útiskemmtun kommúnista s.l.
laugardagskvöld.
Minnir það menn á, að þegar
kommúnistar héldu slikt mót
1950 auglýstu þeir sérstaklega
eftir tómum flöskum.
„Þeir félagar og aðrir velunn-
arar flokksins, sem gætu iánað
okkur hvaða magn sem væri af
ofangrcindri vöru eru vinsam-
lega beðnir að hringja í síma
7511 “
' Utanríkisráðherra flutti langa
og ítarlega ræðu og var henni
tekið með miklum fögnuði.
i
VAXANDI VINSÆLDIR
Okkur Sjálfstæðismönnum þyk-
, ir því meira til Bjarna Benedikts-
I sonar koma, mikilhæfni hans Og
málflutnings alls, sem við kynn-
! umst honum betur. Okkur er það
gleðiefni, hversu áberandi vin-
sældir þessa manns, sem mest er
rægður af andstæðingunum, fara
vaxandi hér á Suðurnesjum. Ætti
þó óhróðurinn, ef við rök ætti
að styðjast, hvergi að falla í betri
jarðveg, því hér þekkja menn
bezt af eigin raun margt af því,
sem harðast er deilt á ráðherrann
að ósekju fyrir.
Öll fór samkundan hið bezta
fram.
D-LISTINN
er listi Sjálfstæðisflokksins
Sjálfslæðisflokkurinn vill
leggja Fjárhagsráð niður
VERKEFNI Fjárhagsráðs, eins og nú standa sakir, er
aðeins eftirlit með fjárfestingu ásamt fjárfestingar-
leyfum og leyfisveitingar í sambandi við tæp-
an þriðja hluta innflutningsins. Þegar haftaskipulag
Framsóknar og Alþýðuflokksins náði hámarki sínu
1949 var Fjárhagsráð nauðsynleg stofnun, en eftir
að Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft forgöngu um að
gefa verzlunina frjálsa og aflétta helsi banna og boða
af þjóðinni, er Fjárhagsráð orðin óþörf stofnun.
Björn Ólafsson hefur fyrir hönd Sjálfstæðisflokks-
ins í ríkisstjórninni lagt til að ráðið yrði lagt niður,
og er það stefna Sjálfstæðisflokksins. Breyting þessi
mundi hafa í för með sér um 600 þús. kr. sparnað á
ári, enda er óverjandi að halda uppi svo stórri stofn-
un að nauðsynjalausu.
Slíkt spor myndi verða ríkur þáttur í herferð Sjálf-
stæðisflokksins gegn hverskonar nefndavaldi, höml-
um og óþörfum takmörkunum á frelsi borgaranna.
Veitið Sjálfstæðisflokknum vald til að fram-
kvæmda þá stefnu!