Morgunblaðið - 26.06.1953, Blaðsíða 8
8
MOItGL n ULAÐltí
Föstudagur 26. júní 1953
CTtg.: H.f. Árvakur, Reykjavjk
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Lesbók: Árni ÓJa, sími 3045
Aúglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði ínnanlands.
í lausasölu 1 krónu eintakið.
Lítl land í stónnn lieimi
jj ÚR DAGLEGA LÍFINú{
í HINNI glöggu og greinargóðu
ræðu, sem utanríkisráðherra
Bjarni Benediktsson hélt við út-
varpsumræðurnar í fyrrakvöld
þjappaði hann meginkjarna
stjórnmála síðustu ára saman í
fá orð.
Sú ríkisstjórn, sem mynduð
var á grundvelli viðreisnartil-
lagna Sjálfstæðismanna 1950 hef-
ur leyst flest þau vandamál. sem
hún hefur átt við að etja. í tíð
hennar hafa miklar stórfram-
kvæmdir verið hafnar í landinu
með erlendri efnahagsaðstoð,
sem leggja grundvöllinn að aukn
um lífsþægindum landsmanna,
gera stóriðju mögulega og skapa
fjölbreyttara og traustara at-
vinnulíf í landinu.
Ræktun hefur mjög verið auk-
in í sveitum landsins, mönnum
verið auðveldað að reisa þak yf-
ir höfuð sér að forgöngu Sjálf-
stæðisflokksins, og nýjum at-
vinnutækjum dreift um landið,
í framhaldi af störfum nýsköp-
unarstjórnarinnar. i
Það má og til þrekvirkja telj-
ast, að þrátt fyrir markaðstap
í BretJandi hefur tekizt að selja
alla framleiðslu landsins við
skaplegu verði. Nýir markaðir
hafa unnizt og er þá einnig að
geta Rússlandsmarkaðarins, sem
nú virðist í þann mund að opn-
ast.
Kommúnistablöðin hafa haldið
því fram á undanförnum árum,
að það væri sök utanríkisráð-
herra, að Rússar vildu ekki við
ísland semja, þeim líkaði ekki
stjórn hans! Sannleikurinn hef-
ur hins vegar verið sá, svo sem
oft hefur verið bent á hér í blað-
inu, að íslendingar hafa gjarn-
an viljað selja Rússum, svo sem
hverri annarri þjóð fiskafurðir
sínar en Rússar hafa aldrei vilj-
að kaupa. |
Eftir húsbóndaskiptin í
Kreml hafa þeir hins vegar
leitað eftir viðræðum við Is-
lendinga, og sýnir það bezt
hverjar blekkingar voru
fólgnar í áðurnefndum um-
mælum kommúnistablaðanna.
íslendingar munu aldrei láta
stjórnmálaskoðanir ráða hvar
þeir selja afurðir sínar. Von erað
kommúnistum gangi illa að skilja
það sjónarmið.
engu verðmætari en pappírinn
jem hún er rituð á.
Því þýðir hálfvelgja og hik
í þsssum sökum sama sem
bráðan bana, ef tii vopnavið-
skipta drægi og svo illa færi
að landið væri varnarlaust og
opið.
Það er fullljóst, að varnar-
leysi íslands skapar mun meiri
líkur fyrir, að styrjöld brjótist
út í Vestur Evrópu, þar sem hið
hernaðarlega mikilvægi þess er
slíkt, sem raun ber vitni.
Því er það sem íslenzka þjóð-
in, að kommúnistum og sam-
ferðamönnum þeirra undanskild-
um, hefur farið fram á vörn
hinna vestrænu þjóða, öryggi það
og aðstoð, sem þær geta í te
látið. Slík stefna er skynsamleg
og happadrjúg, svo lengi, sem
ófriðvænlega horfir í heimsmál-
unum.
Ilitt er aftur annað mál, að
eðlilega hljóta ávallt einhver
vandkvæði að vera á sambúð
tveggja ólíkra þjóða í litlu
landi. Slíka vandamál verða
ekki leyst á einni nóttu, né
með góðum vilja annars aði!-
ans eingöngu. Til þess
þarf samstarf í góðvild og
gagnkvæman skilning.
Sú hefur einnig raunin orðið
á, að nokkur vandamál hafa ris-
ið sökum dvalar hins erl. varn-
arliðs á íslenzkum slóðum. Þau
hafa þó verið leyst giftusamlega
og úr öllum ágreiningi skorið
samkvæmt íslenzkum lögum og
dómsögu. Þess er að vænta, að
eftir því sem liðið dvelzt hér
lengur, því árekstrarminni verði
sambúðin, þar sem helzt hefur
verið um byrjuríarörðugleika að
ræða, sem bætt hefur fljótlega
verið úr.
ÞIÐ hafið séð þá, laxveiði-
mennina, um miðnætur-
skeiðið hálfbogna í húsa- og
almenningsgörðum, í vígahug
í leit að möðkum. Eins og ljón
stekkúr á bráð sína kasta þeir
sér á maðkinn, sem vogar sér
að gægjast upp í grasrótina,
draga hann nauðugan upp úr
gróðurmoldinni, setja hann í
kassa, sem er sérstaklega út-
búinn með mjúkum mosa,
gróðurmold — og ýmsu lost-
æti. Þeir gefa þeim kartöflur,
rabarbararætur og jafnvel
mjólk — allt í þeírri von að
maðkarnir stækki og dafni —
og aúki helzt kyn sitt í kass-
anum. Inni í stofu er allt á
tjá og túndri. Laxveiðilína hér
og laxveiðilína þar. Það er
verið ati þurrka eina, skipta
um hjol. Og svo dunda þeir
tímunum saman við að festa
fjöðrum í öllum regnbogans
litum á öngul — og þegar
fjaðrirnar eru orðnar fastar
við öngulinn, heitir hann
„fluga“ og flugan ber ýmis
nöfn „Blue doctor“ „Turkey
Jackson“, „Silver doctor“,
„March Brown“ o. fl. o. fl. —
Það er margt skrítið5 í fari
mannanna.
cJdaxuei&i „deílo
an
OG til hvers er þetta strit? Jú,
þegar þeir eru búnir að verða
sér úti um veiðileyfi, oft með
ærinni fyrirhöfn, halda þeir með
flugukassann sinn og maðkakass-
ann og stöngina sína að ánni. Þar
standa þeir frá morgni til kvölds
hvernig sem viðrar. Stundum fá
þeir geysiafla, stundum einn yfir
daginn, stundum ekkert — en
jafnvel slík vonbrigði fá þá ekki
af „dellunni". Þeir eru alsælir
með veiðistöngin milli handanna
ef flugu og maðkakassinn er ekki
langt undan.
EN hvers vegna tekur laxinn
flugurnar? Hvert fer lax-
inn á veturna? Það veit eng-
inn með vissu. Laxinn hefur
fengizt hér langt undan strönd
iríni og skozkur fiskifræðingur
segir að íslenzki, norski og
skozki laxinn haldi sig á sömu
slóðum úti í regin hafi á vet-
urna. En hvar veit enginn með
vissu. Tvennt er víst. Hann
kemur í „sína“ á þegar sumr-
ar, og laxveiðimennirnir fara
að „sínum“ ám þegar sumrar.
VeLaL andi ábripar:
í alþjóðamálum er afstaða ís-
lendinga svipuð afstöðu sjó-
mannsins, sem velkist um heims-
höfin og ræður litlu um afdrif
sín. Enginn flokkur óskar eftir
erlendum her á íslandi, nema
kommúnistaflokkurinn einn sam-
an, sem nú berst hræsnisfullri
baráttu gegn varnarliði því, sem
hér dvelur. Slíkt lið er ekki ósk
og draumur kommúnista, heldur
sveitir Rauða hersins; hingað
komnar til sömu erinda og þær
hafa flætt yfir Austur Evrópu,1
að boða hinn alþjóðlega komm-
únisma með báli og brandi.
En það er einmitt gegn þess-
ari hættu, sem flestir íslending-
,ar hafa snúizt til varnar. Það
, er stærstum hluta þjóðarinnar
Ijóst, að varnarleysi í heimi við-
,$jpa og vopnagnýs er það sama
bjóða hyerjum óvöldum árás-
4^rmanninum heim. Nútíma styrj-
^ijld er þannig rekin, að hlutleys-
isyfirlýsing, sem hélt sínu góða
j^jldi meðan fjarlægðir skildu
að heimshlutana og útsævi lá
rríilli landa er orðin fánýtt plagg,
íslendingar eiga að umgangast
hið erlenda varnarlið með fuli-
um sóma, gæta virðingar sinnar,
siðvenja og tungu. Þeir hafa
sýnt það áður, að þjóðin er ekki
uppnæm fyrir erlendum áhrif-
um á þeim sviðum og svo skyldi
ekki fremur verða nú.
Það er von hvers góðs ís-
lendings, að heimsástandið
taki á sig þann svip að unnt
verði að segja upp varnar-
samningnum í fullri vissu um,
að friður muni ríkja manna á
meðal.
En meðan hinn alþjóðlegi
kommúnismi í gerfi nýrússneskr-
ar heimsveldisstefnu fer um
löndin sem logi yfir akur, er
því miður ekki líklegt að styrj-
aldir og vopnaviðskipti séu til
lykta leidd.
íslendingar geta sjálfir unnið
að því takmarki með því að út-
rýma sóttkveikju kommúnism-
ans úr þjóðfélagi sínu að fullu
og öllu og lagt á þann veg sinn
skerf til þess, að það ástand
skapist í heiminum, sem allt
mannkyn þráir.
í innanríkis sem utanríkis-
málum hefur Sjálfstæðis-
flokkurinn farið með happa-
drjúga leiðsögn. í trú á ör-
yggi, frelsi og framfarir ís-
lenzku þjóðinni til handa
gengur hann vonglaður til
kosninga og væntir þess að
framtíðin megi bera í skauti
sér frið og farsæld fyrir þjóð- 1
ina alla.
Svar til Akurnesings.
VEGNA bréfs Akurnesings í
gær, þar sem vikið er að
frestun íslandsmótsins og talið,
að afbrýðisemi Reykvíkinga gæti
hafa valdið, leyfi ég mér að gefa
eftirfarandi skýringu:
Knattspyrnuráð Reykjavíkur,
sem er samband Reykjavíkurfé-
laganna, neitaði að fresta mót-
inu, þangað til það fékk um það
skriflega fyrirskipun frá Knatt-
spyrnusambandi íslands (KSÍ).
Stjórn KSÍ er kosin af knatt-
spyrnuþinginu, en þar eru utan-
bæjarmenn í miklum meirihluta.
Bera því Reykjavíkurfélögin
enga ábyrgð á því, að mótinu var
frestað. Þetta hefði Akurnesing-
ur getað kynnt sér, ef hann hefði
talað við_ fulltrúa Akraness í
stjórn KSÍ, áður en hann skrif-
aði bréf sitt.
Olafur Jónsson,
formaður KRR“.
Stendur í stórræðum.
¥ |l/¥ HEFIR skrifað mér bréfið,
J -!-»¥■ sem hér fer á eftir:
„Kæri vinur, Velvakandi!
Eg er einn þeirra mörgu, sem
lagt hefi út í það stóra fyrir-
tæki að koma mér upp þaki ýfir
höfuðið, þrátt fyrir mjög tak-
mörkuð fjárráð. Má segja, að þeg
ar verkið *var hafið- væri ékki
annað fyrif herídi en viljinn og
trúin á, að þetta mætti takast.
Og nú erftir þrotlausa vínnu
mína öll kvöld og allar helgar í
11 mánuði er þetta langþráða
hús komið það langt áleiðis, að
múringu innanhúss er lokið —
en múraravinnan er einmitt til-
efni þessara lína. Ég hefi haft þá
reglu að fylgjast með og skrifa
hjá mér vinnutíma þessara
manna, sem hjá mér hafa unnið,
því að sjálfsögðu hefi ég orðið
að kaupa margs konar fagvinnu.
Ég hefi fylgt þessari reglu gagn-
vart múrurunum einnig, þótt ég
hins vegar vissi fyrirfram, að
þeir vinna ekki eftir neinum’
venjulegu kaupskerfi heldur eft-
ir einhvers konar uppmælinga-
fyrirkomulagi, sem fáir virðast
skilja í á hverju byggist.
Með þökk fyrir birtinguna. —
J.M.“.
Lélegur verzlunarmáti.
UNGFRU „Langrækin“ skrifar:
„Kæri Velvakandi!
Ég er sárgröm yfir framkomu
þeirri, sem ég mætti í gær í verzl
un einni hér í bænum. Málavext-
ir eru þeir, að mér hafði verið
gefinn ljómandi fallegur greiðslu
sloppur, sem því miður reyndist
mér of stór, svo að ég fór fram
á, að ég fengi að skipta honum
gegn einhverju öðru, sem ég
keypti í verzluninni. Mér var
neitað um þetta á þeim forsend-
um, að sloppurinn hefði verið
keyptur fyrir svo löngu, að
ekki væri hægt að taka við hon-
um, en hann var keyptur í febr.
í vetur, en ég hafði ekki komizt
til að skila honum, þar sem ég
bý ekki í bænum. Ég þykist hart
leikin af slíkum stirðbusahætti
og það því fremur, sem ég hefi
verzlað í þessari sömu verzlun
fyrir hundruð króna nú á stutt-
um tíma, og sannfærð er ég um,
að svona verzlunarmáti borgar
sig ekki — að minnsta kosti tel
ég ólíklegt að ég stigi fæti inn
fyrir dyr þessarar verzlunar í
bráðina. — Langrækin“.
-----
Ruddaskapur
og dramb vaxa
jafnan á sama
trénu.
LAXINN er sannarlega „bar-
áttufiskur“. Hann getur eng-
an foss látið í friði. Hann stekkur,
og það er staðreynd að hann
syndir upp fossbununa, unz hann
kemst upp fyrir fossinn. Og í ánni
bíða hans ótal hættur. Þarna
glampar á „flugu“. Enginn veit
hvort laxinn heldur að þetta sé
áta við hans hæfi og grípi hana
þess vegna. Ýmsir telja að svo sé
ekki. Laxinn steypir sér alltaf
niður á fluguna og ætlar að halda
til botns með hana. Hvort það er
til þess að merja hana við botn-
inn, af því hún angrar hann þar
sem hún flýtur í vatninu, veit
enginn. En þá er það sem lax-
. veiðimaðurinn kippir í, og öng-
1 ullinn situr fastur í kjaftinum.
— Og þarna er feitur og pattara-
legur, glampandi og girnilegur
maðkur, sem hringar sig svo ljóm
andi laglega í vatninu. Laxinn
lítur ekki við honum. En svo
nálgast maðkurinn og nú er
hann svona 15—20 sm fyrir fram-
an laxinn. Laxinn tekur sprett
og fyrr en varir er maðkurinn —
og öngullinn, — í maga hans. Og
nú hefst baráttan. Laxinn gefur
sig ekki fyrr en kraftar hans erú
þrotnir. Þá er hann dreginn á
land og skömmu síðar borinn á
I veizluborð ef til vill á Hótel
Borg.
LAXVEIÐIN er dýr ,,íþrótt“.
Lítil á sem rennur til sjávar
milli grænna hálsa í íslenzkri
sveit er leigð laxveiðimönnum
fyrir hundruð króna á dag. I
Laxá í Þingeyjarsýslu er veitt
á 14 stangir í senn. Veiðileyfi
kostar 150 kr. á dag. Sumarleigan
er því um 125,000 krónur. Þar
veiddust í fyrra 1298 lakar. Að
meðaltali kostar því hver lax
tæpar 100 krónur. Meðalþyngd
laxanna var 5,5 kg. Kg. er því
innan við 20 krónur. Norðurá er
leigð fyrir um 105.000 kr. yfir
sumartímann. Þar veiddust í
fyrra 1044 laxar 3,3 kg að meðal-
þyngd. Þar kostar því kg í laxin-
um um 30 kr. í Miðfjarðará
veiddust 931 lax, 4,1 kg að meðal-
þunga. Þar kostar því hvért kg
um 25 kr. í Laxá í Dölum veidd-
ust 608 laxar, 3,8 kg að meðal-
þyngd. Áin er leigð fyrir um
76.000 kr. yfir sumartímann. Þar
kostar hver lax því 111 kr. eða
29 kr. kg. — Alls veiddust í fyrra
á öllu landinu 13.555 laxar á stöng
sem samtals vógu 49.660 kg.
EN kostirnir við laxveiðina
verða ekki vegnir í pund-
um né metnir í krónum. Þjóð-
félagslegt gildi laxveiðinnar
er okkur mikils virði. Það er
dýrmætt hverju þjóðfélagi, að
geta séð þegnum sínum fyrir
tómstundaiðju og útiveru. Við
byggjum íþróttasvæði fyrir
milljónir. í faðmi íslenzkrar
náttúru leita laxveiðimennirn-
ir, jafnt skósmiðurinn ,bif-
reiðarstjórinn og verzunar-
maðurinn sem heildsalinn,
bankastjórinn og ráðherrann,
útiverunnar, sem æskumaður-
inn leitar á íþróttavellinum.
Sumarfrí kosta ætíð peninga.
Ef þessir menn fengju ekki
viku við eina veiðiána í Borg-
arfirðinum færu þeir í dýra
siglingu eða legðust í leti
heima. Það er hverjum manni
hollt að vera úti og hollast er
að eiga gott áhugamál.
— A. St.
Kópavogshreppur
i
SJALFSTÆÐIS-
MENN í Kópa-
vogshreppi, er
vilja veita aðstoð
sína á kjördegi,
eru vinsamlega
beðnir að hafa samband við kosn
ingaskrifstofuna í Neðstutröð 4.
Simi 7679.