Morgunblaðið - 26.06.1953, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 26. júní 1953
— Ræða Bjarna
Framhald af bls. 9.
hina reyndari menn í Alþýðu-
flokknum fýsir ekki til einhliða
samvinnu við Framsókn.
EYSTEINN ÍHALDSSAMASTI
Enda hafði jafnvel Hannibal
Valdimarsson á sínum tíma þau
ummæli um Eystein Jónsson, að
Sjálfstæðismenn liefðu gert
hann að fjármálaráðherra í nú-
verandi ríkisstjórn, af því að
hann væri íhaldssamari en nokk
ur sá, sem „íhaldið“ sjálft hefði
upp á að bjóða.
En skjótlega fór að þjóta öðru
vísi í skjánum þeim, þegar hinn
hýi formaður Alþýðuflokksins
gerði sér grein fyrir, að hann af
eigin rammleik flokks síns væri
vonlaus um að ná kosningu í því
kjördæmi, sem Alþýðuflokknum
fram að þessu hefur verið talið
tryggast á íslandi. Þá birtust
honum skyndilega dásemdir
Framsóknar, og hann fór að tala
um þörfina á „stjórn hinna vinn-
andi stétta“.
EKKI YRÐI ÞAÐ
SIGURSTRANGLEGT
Það er Alþýðuflokksmanna
sjálfra að dæma um hversu sigur
stranglegt eða gifturíkt það yrði
fyrir þá, að taka upp samvinnu
við Framsókn, ef formaður
flokksins ætti þingsæti sitt undir
náð Framsóknar. Lítill var hlut-
ur Alþýðuflokksins í slíku sam-
starfi áður, en vesælli mundi
hann verða ef þetta bæri að, og
dýrkeypt reynsla yrði það fyrir
verkalýð og allan almenning og
þess vegna munu kjósendur ekki
leggja því lið, að svo verði.
ENGIN ÞINGRÆÐISSTJÓRN
MÖGULEG NEMA ÞESSI
En hvers vegna hefur Sjálf-
stæðisflokkurinn þá unnið með
Framsókn?
Því er fljótsvarað. Það er
vegna þess, að með engum
öðrum hætti hefur verið
hægt að halda uppi þingræðis
stjórn hér á landi undanfarin
ár.
Þess er ekki að dyljast, að
Sjálfstæðisflokkurinn hefur hlot
ið ámæli ýmissa fyrir þetta sam-
starf, og vitanlega hefur stjórn
landsins í því orðið með ailt öðr-
um og verri hætti, en verða
mundi, ef við fengjum einir ráð-
ið.
Aðstaða Sjálfstæðisflokksins í
slíku samstarfi er þó öll önnur
en Alþýðuflokksins. Sjálfstæðis-
flokkurinn er langstærsti flokk-
ur landsins og lætur ekki bjóða
sér og málefnum sínum sömu
kjör og Alþýðuflokkurinn hefur
orðið að lúta.
TEYGÐUR f FRELSISÁTT
Reynslan er og sú, að gagn-
stætt því sem orðið hefur, þegar
Alþýðuflokkur og Framsókn
hafa unnið saman, þá hefur Sjálf
stæðisflokknum nú tekist að
teygja Framsóknarflokkinn veru
lega í frelsisáít, svo sem áður
var sagt. Okkur hefur tekist að
marka stjórnarstefnuna í flestu
því, sem til bóta hefur horít,
enda sýna viðbrögð hinna verri
og vinstri afla í Framsóknar-
flokknum, að þau telja okkur
hafa ráðið of mikiu undanfarin
ár, og koma þar af þær kveðjur,
sem okkur öðru hvoru eru send-
ar.
Það er mjög eðlilegt, að ýmsir
séu orðnir þreyttir á öllu stjórn-
málaþvarginu. Menn deila hart
og stundum úr hófi, en vinna svo
saman á eftir eins og ekkert hafi
í skorizt.
Ég skal leiða hjá mér að svara
ásökunum samstarfsmanna
minna, einkum Eysteins Jónsson
ar, gegn okkur Sjálfstæðismönn-
um, enda svaraði Ólafur Thors
fyrirfram öllu tali þeirra 1 sintii
ágætu ræðu í gær.
ERFIÐLEIKAR SAMSTJÓRNA
En þess er ekki að dyljast, að
margvíslegir erfiðleikar og ill-
indi hljóta að fylgja stöðugum
samstjórnum. Þar fær enginn
komið fram vilja sínum til fulls
og þess vegna geta allir með
réttu sagt, að öðru vísi hefði far-
ið, ef þeir hefðu einir fengið að
ráða. Þess vegna verður stefnan
ekki nógu skýrt mörkuð, úrræð-
in ekki nógu haldgóð og viljinn
til að fylgja þeim ekki nógu ein-
beittur.
FLOKKAMERGÐIN
HEFIR GEFIZT ILLA
Bótin við þessu er ekki sú, að
stofna fleiri flokka, er aðeins
mundu auka á glundroðann og
steypa þjóðfélagi okkar í sama
úrræðaleysið og við nú sjáum í
Frakklandi, þar sem aðalflokk-
arnir eru 6 og gera hver annan
með öllu máttlausa. Svo að ekki
sé talað um Þýzkaland á lýðveld-
istímunum, er enduðu í ógnar-
stjórn Hitlers vegna flokkamergð
arinnar og meirihlutaleysisins,
sem af henni stafaði.
Úrræðið er hitt, að efla einn
flokk til valda, þannig að hon-
um gefist færi á að leysa vand-
ann með þeim ráðum, er hann
telur bezt, og standi svo ábyrg-
ur gerða sinna fyrir kjósendum,
svo að ekki verði um villst, þeg-
ar til kosninga kemur, hver á-
byrgðina ber og um hvaða kosti
er að velja.
Reykjavíkurbæ hefur vegnað
betur en öðrum stöðum á landi
hér vegna þess, að svona hefur
tekist til um stjórn hans. — A
sama veg þarf að verða um
stjórn landsins alls.
ÖRYGGI, FRELSI, FRAMFARIR
Eini flokkurinn, sem hefur
nokkrar líkur til þess að fá einn
hreinan meirihluta, er Sjálfstæð
isflokkurinn. Veitið honum þá að
stöðu og þá mun vel fara.
Sá maður, sem lengst allra
þeirra, er nú lifa, hefur setið á
Alþingi. íslendinga, Pétur Otte-
sen, markaði nýlega stefnu Sjálf
stæðisflokksins með þrem orð-
um:
Öryggi, frelsi og framfarir.
Undir þessu merki skulum við
sækja fram til sigurs.
D-LISTINN
er listi Sjálfstæðisflokksins
I sóhkinukapi
á leið iil íslamh
UM BORÐ í „HEKLU“, 25. júní:
— „Hekla“ fór frá Kaupmanna-
höfn 23. júní kl. 10 að kvöldi. Hríf
andi sjón blasti við augum í gær-
kveldi, þegar siglt var gegnum
Eyrarsund. Fjölmörg bál höfðu
verið kveikt á austurströnd Sjá-
lands og flugeldum var þar skot-
ið í tilefni af Jónsmessuhátíðinni
sem í Danmörku er helguð
Sankti Hans.
Siglt er nú sléttan sjó áleiðis
til Færeyja. Farþegar eru í sól-
skinsskapi o g almenn hrifning
í ferðinni. Við komum heim á
sunnudag. Kærar kveðjur frá
okkur öllum. — Ingólfur og
Skúli.
- Smáíbúðahverfið
Frh. af bls. 1.
Heimili án eigin húss er að
nokkru leyti aðeins_ draumur,
sem á eftir að rætast. í smáíbúða-
hverfunum sjáum við fyrir okk-
ur glæsilegust dæmi um það í
hverju hið frjálsa framtak ein-
staklingsins er fólgið og hverju
það fær áorkað. Haftastefnan,
sem samstarf vinstri flokkanna
leiddi yfir þjóðina er nú, fyrir
ötula baráttu Sjálfstæðismanna,
að syngja sitt síðasta vers.
Með nýjum sigrum sjálfstæð-
isstefnunnar, sem Sjálfstæðis-
flokurin einn getur framkvæmt,
munu síðustu leyfar haftastefnu
krata og Framsóknarmanna
verða þurrkaðar út og fólkið
geta aftur gengið frjálst að starfi
fyrir sig, land sitt og þjóð.
- Sové! - fslaivd
Framh. af bls. 6
nekra yfirvalda, yrði starfs-
ferill hans varla ýkja lang-
ur.
ÞÁ komum við að þeim odd-
vita kommúnistadeildarinn-
ar íslenzku, sem reykvízkir
kommúnistar bera mest
traust til, hinum grandvara
formanni Dagsbrúnar, Sig-
urði Guðnasyni.
Hann hefur nýlega lýst
því yfir hér í Morguriblað-;
inu, að hann sé fyrst og
fremst sósíalisti og íslend-
ingur. Honum verður ekki
lagt til lats að hann geti ekki
gert sér grein fyrir hvílík
ó'eysanleg þraut það er að
vera hvort tveggja í senn,
ættjarðarvinur og kommún-
isti.
En afsökun hans er fvrst
og fremst sú, eins og hann
sjálfur hefur skýrt frá, að
hann er gjörsamlega ókunn-
ugur því, sem er að gerast
í heiminum.
Orðsending !il
Sjálfsfæððsfélks
Á KJÖRDAG þarf Sjálfstæðis-
flokkurinn á liðsinni allra stuðn-
ingsmanna sinna að halda. Þeir
Sjálfstæðismenn og konur, sem
mögulega geta eru því beðin að
vinna fyrir flokkinn. Störf þau,
sem leysa þarf af hendi eru
margvísleg og eru þar verk að
vinna við allra hæfi. Ekki er
nauðsynlegt að menn bindi sig
við störf allan daginn, ef menn
eiga óhægt með það.
Þeir sem vilja vinna einhverja
sjálfboðavinnu fyrir flokkinn á
kjördegi eru því vinsamlega
beðnir að tíma í 7100, 82708 og
2938 og láta skrá nöí'n sín í dag
eða á morgun.
Styðjið ötullega að sigri
Sjálfstæðisflokksins með því
að vinna sjálfboðaliðsvinnu á
kjördag.
Hikil ös í fðnaðar-
bankaflum í gær
IÐNAÐARBANKINN var opnað-
ur kl. 10 í gærmorgun, og var þá
þegar mikil ös í bankanum. Hafði
margt manna safnazt þar saman
og biðröð var við afgreiðsluborð-
ið.
Á tímanum frá kl. 10 f.h. til kl.
1,30 e.h. voru opnaðir á annað
hundrað reikningar í bankanum.
Meðal fyrsíu viðskiptavinanna
var Gunnar Thoro-ddsen borgar-
stjóri, sem einnig kom til þess að
færa forráðamönnum bankans
heillaóskir með stofnun hans.
Aðalfundur Iðnaðarbankans
var haldinn ,í gær. Bankaráðið
var endurkosið, og samþykkt til-
laga þess efnis, að feia ráðinu að
tryggja bankanum framtíðar-
húsnæði með því að útvega
byggingarlóð og annast annan
undirbúning.
x DILISTINN
Alikálfakjöt
í heildsölu og smásölu.
^JJlötuerzlunm Uiírfelt
Sími 82750 og 1506.
Gisti- og veitingastaður opnaður að
VarmaBandi í Bnrgarfirði
Þessi nýi gististaður er mjög vel í sveit settur, stendur
í þjóðbraut í fögru umhverfi. Þaðan er aðeins fárra mín-
útna akstur til margra fegurstu staða Borgarfjarðarhér-
aðs, svo sem Hreðavatns, Baulu, Laxfoss og Glanna, og
stutt í allar helztu veiðiár Borgarfjarðar.
Gistihúsið er raflýst, heitt og kalt vatn á hverju her-
bergi, rúmgóður borðsalur og setustofa. — Sundlaug á
staðndfn. — Veitingastaðurinn mun taka jafnt á móti
hópum fólks sem einstaklingum.
Upplýsingasími í Reykjavík 82240. — Hótelsími gegn
um Svignaskarð.
Komið — Borðið — Gistið að Hótel Varmalandi.
M A R K Ú S Eftir Ed Dodd
Fjölritun og vélritun
annast
Fjölritunarstofa F. Briem
Tjarnargötu 24. — Sími 2250.
Ailtaf er það
LILLU-súkkulaði,
sem líkar bezt.
1) — Gerðu svo vel að koma
inn, Markús.
2) — Þakka þér fyrir, læknir.
Ég hefi verið að leita að hinni
týndu játningu, en ....
3) — Við verðum að láta það j
sitja á hakanum um stundarsak-
ir, Markús. Nú hefi ég annað
miklu alvarlegra að segja þér. ■
4) — Mannstu eítir blóðmaurn
um, sem Frank litli var með á
sér? Hann virðist nú bera þess
öll einkenni að vera með út-i