Morgunblaðið - 26.06.1953, Síða 14

Morgunblaðið - 26.06.1953, Síða 14
14 MORGUISBLAÐIÐ Föstudagur 26. júní 1953 JULIA GREER p SKÁLDSAGA EFTIR DOROTHEU CORNWELL Framhaldssagan 40 | Hún vissi að hann svaf og ' heyrði ekki orð hennar. Þegar | rödd hennar dó út, var hún ekki ! einu sinni viss um, að hún hefði j talað upphátt. Henni datt í hug að hann hafði beðið hana að tiorfa 'ekki á hann á meðan hann ( svæfi, og ekki vildi hún vekja hann. Þess vegna renndi hún sér j hljóftlega fram úr rúminu og teygði sig í fötin. Hún klæddi sig í skyndi og læddist fram að dyr- , unum. Við kofadyrnar sá hún að vatnið og skógurinn var baðað- ur í dagsljósi. Hún gekk ósjálf- , rátt niður að vatninu þar sem báturinn lá á hvolfi í fjörunni. j W#nm veittist auðvelt að snúa frhnum- við og koma honum á flot. Svo settist hún á eina þóft- 1 una og reri út á vatnið. Þegar kominn var skriður á toátinn sóttist henni róðurinn vel. j ti&ti*vis»i" »ar-la; sjálf hvað hún tojÓSf ’Við 'aö Sjá, þegar hún reri iyr-H’ oddann, með stórum ára- j tökum. Hús og hlöður Wester- ( toQtrdsfólksins voru enn á sínum stað og súrheysturninn sem það hdiði byggt með eigin höndum. *ferÉði hún óskað þess að Wester- •emdsfólkið hyrfi út í bláinn vegna þess að þau Mike höfðu fundið hamingjuna saman? Svo vanþakklát var hún þó varla. — ffún“hlatít að -geta lofað öðrum að eiga líka eitthvað af aðdáun af hálfu manns hennar. Ef hún aðeins gæti skilið á hverju hann toyggði þessa aðdáun sína. Það er vegna þess, hvað hann er til- ftnninganæmur, hugsaði hún. — Þ'»ð“getU'r stundum orðið of mik- tá-af-þvi góða. Hann getur til- einkað öðrum tilfinningar, sem |tirir 'eru alltof heimskir til að eiga. Tileinkar þeim óeigingirni, sem þeir alls ekki eiga skilið. Segir að Westerlundsfólkið sé framtíð landsins. Kalla Hedvig Westerlund frjósemisgyðju.... Júlía hallaði sér fram í skugg- anum þar sem hún sat og sá hvar tewnarr'kom út úr hlöðunni. Hed- vig Westerlund var með stráhatt á höfðjnu og í vinnubuxum. Hún (héit-4 -ruslafötum í báðum hönd- um og vaggaði yfir hlaðið. Þrátt fyrir - f jarlægðina, fitjaði Júlía ó- sjálfrátt upp á nefið, þegar kon- an hellti matnum upp í stíuna til svínanna. Hún var ekkert öðruvísi en þúsundir annarra bú andkvenna.... Júlía sá að hún gekk aftur inn k hlöðuna og fannst eins og sér fcýtti. AuðVitað Var það bara af heimsku, sem hún var að leita að ástæðunni fyrir því að Mike knfði hjálpað Westerlunds-fólk- inu eins og raun var á, og sömu- Mðis var það heimska að henni féli ekki við málverkin hans. — JÞ&tta var ekki annað en útrás tiifinninga hans. Hún mundi geta borfzt í augu við slíkt þegar hún Kafði' hjúpað hann inn í töfra ástar sinnar. Hún mundi geta látið hann gleyma öllu óþægi- legu sem tilheyrði umheiminum. Hún reri í skugganum af skóg- inum upp við ströndina fyrir odd ann aftur. Hún hafði hraðann á. Það var um að gera að vera kom in aftur áður en Mike vaknaði. Hún ætlaði að stríða honum og vekja hann með kossi. —a— Oftar en einu sinni þann tíma sem þau dvöldu í New York reyndi hún að lifa upp aftur hin hamingjusömu augnablik til að finna hughreystingu. New York börg hafði valdið henni vonbrigð Um þegar hún hafði komið þang aö áður í stuttar heimsóknir. Nú leiddist henni beinlínis veran þar án þess að hún yrði fyrir veru- legum vonbrigðum. Borgin var stór og enginn gaf henni gaum. Allir voru önnum kafnir við að eltast við sjálfa sig. 1 Mike hafði leigt herbergi í fínu gistihúsi við Madison Aven- ue. Hann gat ekki dulið, hve hreykinn hann var af konu sinni. Þau höfðu borðað konunglegan morgunverð í stóra veitingasaln um niðri, þar sem franska var töluð allt í kring um þau. Svo fór Mike með henni í verzlanir. Þau komu inn í fræga tízkuverzl un, þar sem tekið var á móti þeim með bukti og beygingum. Mike var boðið sæti í stórum, gráum hægindastól. ,,Ég hefði átt að hafa göngustaf með silfur- hnúð“, sagði hann, „til að spenna greipar um. Karlmenn, sem velja kjóla handa ungum, fallegum konum hafa alltaf göngustaf og hvíla hökuna á honum“. Júlía leit á afgreiðslukonuna, en henni virtist ekki mislíka. — Hún brosti meira að segja til Mikes. Júlía gekk að speglinum og strauk hendinni yfir hárið til að sjá ljósgeislana endurkastast úr steininum í giftingarhringn- um. Þau völdu gulan kjól með víðu pilsi og honum fylgdi grár jakki. Þegar þau voru komin upp á hótelherbergið fór hún í bað áð- ur en þau færu niður til að borða. Síminn hringdi. — Júlía heyrði það í gegnum lokaðar dyrnar að Mike var að tala við Phil Avery. Þeir voru ennþá að tala saman þegar hún kom inn í herbergið. Júlía settist á rúmið við hliðina á manni sínum. Það var erfitt að fylgjast með sím- talinu, vegna þess að hún heyrði aðeins það sem Mike sagði. En henni skildist að Avery þyrfti að fara burtu úr borginni um kvöld ið, vegnaþess að hann hafði feng ið .verkefni utanbæjar og þess vegna yrði hann að fresta veizl- unni, sem hann ætlaði að halda fyrir þau. „Það er gott“, sagði Júlía, þeg- ar Mike hafði lagt niður tólið. „Ég kærði mig ekkert um að hann héldi okkur veizlu“. Hann leit undrandi á hana. „Já, en ék vildi gjarnan að þú hittir þetta fólk. Þú verður að muna að aðalbækistöðin fyrir starf mitt er hér í New York. Ég á vini hér svo hundruðum skiptir“. Júlía renndi gula kjólnum yfir höfuð sér og horfði á sjálfa sig í speglinum. „Þarf ég að hitta ! þetta fólk strax í brúðkaups-, ferðinni?“ | „Þú verður að hitta það fyrr eða síðar. Er þá nokkuð betra að fresta því þangað til við höf- um sett á stofn heimili?“ 1 Hvað á hann við með því? hugsaði hún. Við búum í Sherry- ville, marga kílómetra frá þess- ari köldu og þóttafullu borg. — Hún varpaði frá sér spurning- unni, en um leið datt henni ann- að í hug, sem erfitt var að minn- ast á. | „Hafði Avery heyrt nokkuð til Trudu?“ Hún vissi að Truda hafði sagt upp húsinu í Sherryville og var komin aftur til vinnunnar í New York. „Truda og Phil hafa fengið sama verkefni“, sagði Mike glað- lega. „Þau eiga að ferðast um á milli herbúða með ritvélar og myndavélar“. Hann teygði sig og geispaði og brosti blítt til henn- ar. „Þú þarft ekki að óttast, að við missum sjónar af henni. Þau eiga að dvelja seinna yfir helgi á sveitasetri aðalritstjórans. Ég lét Avery lofa þvi að aka henni til okkar til þess að hún geti borðað með okkur einhvern tím- Júlía kinkaði kolli annars hug ar. Hún sat við snyrtiborðið og < var að dyfta andlit sitt. ] ■ . .. , x STULKAN I TJORNINNI tu STULKAN I TJORNINNI Þýzkt ævintýri. en þú hefir verið nokkru sinni fyrr. En ég set það skilyrði, að þú gefir mér í staðinn það sem er nýfætt heima hjá þér,“ bætti hún við. „Það getur tæplega verið annað en hvolpur eða þá kettl- ingur“, hugsaði malarinn með sjálfum sér. Og hann sagðist vildu verða við ósk hennar. Þegar malarinn hafði mælt þetta, stakk hafmærin sér í vatnið og hvarf. En malarinn hélt heimleiðis. — Þegar haún átti skamma leið eftir ófarna heim til sín, kom stúlka nokk- ur hlaupandi á móti honum, og sagði honum, að nú hlyti hann að verða kátur, því að konan hans hefði verið að fæða honum son. Það var næstum því hðið yfir veslings malarann þegar hann heyrði þessi tíðindi. Hann sá nú, að hafmærin hefði haft einhverja hugmynd um, að kona hans ætti að eignast son. Þegar malarinn kom inn til konu sinnar, var hann mjög niðurlútur og leiður. Konan hans spurði hann þá að því, hvort það gleddi hann ekki mikið að hafa eignazt þetta yndislega barn. Þá sagði malarinn konu sinni, það sem borið hafði fyrir hann: að hann hefði lofað að gefa hafmeynni, það sem væri nýfætt heima hjá sér. „Auðurinn og hamingjan, sem hafmærin lofaði mér, er nú einskis virði úr því að ég verð að sjá af syni mínum“, muldr- aði malarinn í barm sér. Vinir þeirra hjóna og ættingjar, Nsem komu til þess að óska þeim til hamingju með soninn, hugleiddu mjög hvort malarinn gæti ekki með einhverju móti komizt hjá því að láta hafmeyna fá son malarans, en enginn sá nein ráð við því. En nú fór malaranum að safnast fé aftur. Honum heppn- aðist allt, sem hann tók sér fyrir hendur. Það var engu lík- ara, en allt yrði að peningum í höndum hans. Og á tiltölu- lega stuttum tíma varð hann efnaðri en hann hafði verið nokkru sinni fyrr. Auðurinn, sem malarinn eignaðist varð þó ekki til þess, að hann tæki gleði sína á ný. Hann var nefnilega alltaf að hugsa um loforðið, sem hann hafði gefið hafmeynni. Þýzka bónduítið „LÖNACEir í guiu dósianum Er úr fyrsta flokks efni, fljótvirkt og ódýrt í notkun. HUSMÆÐUR! Reynið „LUNACERA“ bónduftið i gulu dósunum. Z m m BEZTUR ÁRANGUR NÆST með því að dreifa duftinu á hreint og þurrt gólfið. nudda S því fyrst rækilega í dúkinn með bursta eða gólfskrúbb, ■ ■ og síðan með mjúkum klut. J ■ ■ „LUNACERA“ bónduftið í gulu dósunum, er einnig ; ■ mjög gott 'sem húsgagna-áburður. „ S ■ ■ HÚSMÆÐUR! dóá C daý, jœát i nceátu | Brjóstahaldarar Lífstykki Korselet Magabelti Ávallt fyrirliggjandi. SkólavörSustíg 3 MASTER IUIXER Ný sending tekin upp í dag. Hundruð íslenzkra húsmæðra mæla með þessari vél. Eins árs ábyrgð. Heimilishrærivélin Ludvig Storr & Co. \ Sími 82640 — Laugavegi 15. Utsvorsskrá 1953 Skrá yfir aðalniðurjöfnun útsvara í Reykjavík fyrir árið 1953 liggur frammi almenningi til sýnis í skrifstofu borgarstjóra, Austurstræti 16. frá föstudegi 26. júní til fimmtudags 9. júlí n. k. (að báðum dögum meðtöldum), kl. 9—12 og 13—16,30 (þó á laugardögum aðeins kl. 9—12). Kærufrestur er til fimmtudagskvölds 9. júlí kl. 24 og skulu kærur yfir útsvörum sendar niðurjöfnunarnefnd, þ. e. í bréfakassa Skattstofunnar í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu, fyrir þann tíma. Borgarstjórinn í Reykjavík, 25. júní 1953. Gunnar Thoroddsen.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.