Morgunblaðið - 30.06.1953, Side 7
Þriðjudagur 30. júní 1953
MORGVNBLAÐIÐ
7
Ljós úr Norðri —
SÍÐASTLIÐIÐ föstudagskvöld
'flutti prófessor Dag iStrömback
annan fyrirlestur sinn á vegum
Háskóla íslands, og fjallaði hann
um íslenza vikivaka og uppruna
þeirra. — Var margt manna sam-
an komið til þess að hlusta á þenn
an fyrirlestur, og voru meðal
þeirra forsetahjónin. Fyrirlestur-
inn flutti hinn sænski prófessor á
íslenzku og undruðust /iheyrendur
hvílíkt vald hann hefur á íslenzkri
tungu.
—★—
I UPPHAFI fyrirlesturs síns gat
prófessor Dag Strömbáck helztu
heimilda um vikivaka og skýrði
frá því, að fyrst væri minnzt á
þá með nafni í viðaukum Gísla
biskups Oddssonar við útlegg-
ingu hans á Crymogeu Arngríms
Jónssonar hins lærða. Hins vegar
mun þeirra getið í eldri ritum, s.
s. Descriptio Islandiae eftir Sig-
urð Stefánsson (dáinn 1595), en
þar eru þeir kallaðir gamanleik-
ir og skrípasýningar. Þá gat pró-
fessorinn þess, að elztu heimilda
um vikivakaleikina sé að finna
í svo nefndu Grundtvigssafni,
sem varðveitt er í konungslegu
bókhloðunni í Kaupmannahöfn.
Þangað sótti líka Ólafur Davíðs-
son efni í lýsingu sína á vikivaka-
leikjunum, og Sigfús Blöndal
sótti einnig til fanga í þetta
Grundtvigssafn, þegar hann
samdi „Dans í Island“, sem birt-
ist í Nordisk Kultur 1933. „Ólaf-
ur Davíðsson hefur að sjálfsögðu
fleiri heimildir að lýsingu sinni
og af því, sem hann setti saman
úr ýmislegum gögnum, má fá
sæmilega hugmynd um leiki og
dansa“, sagði prófessor Ström-
báck, en bætti því við, að hvorki
Ólafur né Sigfús hafa reynt að
finna hliðstæðu þessara leikja
með öðrum þjóðum.
GOTT AÐ LEITA HINGAÐ
TIL FANGA
Síðan gat prófessorinn þess, að
vikivakaleikirnir væru margir
hverjir mjög svo forneskjulegs
eðlis, enda leifar eða afbrigði
gamalla skrúðgönguleikja, grímu-
leika og dansa, sem svo mjög
tiðkuðust á Bretlandseyjum og
meginlandi Evrópu á miðöldum.
Hér væri því eins farið og oft
endranær, að ísland væri eins
konar fornminjasafn, þar sem
margt sérkennið úr fymsku hef-
ur varðveitzt lítt breytt fram á
okkar tíma, enda er ekki ýkja-
langur tími frá blómaskeiði
vikivakanna hérlendis, því að það
var á 16., 17. og 18. öld. Þó voru
þeir einnig kunnir hér úti á Is-
landi á síðasta skeiði miðaldanna.
í'r fyrirlestri próf. Dags Strömbaeks
uni íslenzka vikivaka, sem liann
telur komna frá Englandi
—★—
„DANS og leikir hafa frá fornu I
fari átt vinsældum að fagna á \
íslandi", sagði prófessor Ström-
báck. Því til sönnunar vitnaði
hann til Biskupa sagna og Sturl-
ungasögu og benti þeim, sem um
það vildu fræðast nánar, á rit-
gerð, sem hann hefur skrifað á
ensku-og nefnist: Cult remnants
in Icelandic dramatic dances og
birtist í Arkiv, 1948. Enn fremur
gat hann þess í sambandi við vin-
sældir vikivakanna á íslandi, að
Sigurður Stefánsson hefði kvart-
að um það í fyrr nefndri bók
sinni, hversu leikirnir séu í há-
•vegum hafðir á íslandi á síðari
hluta 16. aldar; alþýða manna sé
bókstaflega sólgin í þá, en af
þeim stafi hin mesta hætta fyrir
allt velsæmi og siðsemi í landinu,
því að með þeim syngi menn jatn
vel afmorskvæði, sem „á skað-
samlegan máta afvegaleiða sál-
irnar“.
JÖRFAGLEÐI
I synodale Þórðar biskups Þor-
lákssonar 1679 er líka á þetta
minnzt og kennimönnum fyrir-
lagt að áminna söfnuðinn um að
láta þvílíka dansleiki og asnaspil
hvorki viðgangast á jólanóttum
né öðrum helgum dögum. —
Kvaðst prófessorinn þeirrar skoð
unar, að menn hefðu eflaust
býsna oft gefið sér lausan taum-
inn í samkvæmum, þar sem viki-
vakar og vikivakaleikir voru um
hönd hafðir, en þau tíðkuðust
helzt á stórhátiðum og gátu stað-
ið sólarhringum saman. Gat hann
einkum þriggja nafntogaðra
vikivakaskemmtana á 17. og 18.
öld, þar sem gleðskapur mun hafa
verið lítt við hóf, Stapagleði,
Ingjaldshólsgleði og Jörfagleði.
LEIFAR HEIÐINNA
HELGISIÐA
Þá ræddi prófessorinn, hvernig
sumir hinna helztu vikivakaleika
hefðu farið fram og gat því við-
víkjandi hinna helztu grímu-
dansleika, s. s. Þórhildarleiks,
Háu Þóru leiks, Hestareiðarleiks
og Hjartarleiks. í öllum þessum
vikivakaleikum er dansað og
sungið sem lög gera ráð fyrir, og
geta má þess, að í Hjartarleikn-
um eru sungin lcvæði um hjört-
inn eða sérstakar mansöngsvisur.
I þessum leikum öllum eru þátt-
takendur grímuklæddir, ýmist í
hjartargervi, hestsgervi o. s. frv.,
allt eftir því um hvaða leið er að
ræða hverju sinni. „En hvaðan
<eru nú allar þessar grímubúnu
kynjaverur upprunnar“, spurði
prófessorinn, um leið og hann
hafði svarið á reiðum höndum.
„Þær hljóta að eiga upptök sín
i skrúðgöngum þeim, dönsum og
Ieikjum, sem tíðkuðust í Evrópu
á miðöldum og voru einmitt sam-
fara liátíðum kirkjunnar, einkan-
lega jóla- og' nýjársvöku“.- Leiki
þessa kvað prófessorinn leifar
heiðinna helgisiða, arf frá heið-
inglegri menningu Rómaveldis.
Að vísu kvað hann kaþólsku
kirkjuna hafa lagt sig fram um
að kæfa leiki þessa niður með
öllu, en það tókst aldrei að fullu
á miðöldum, og enn lcgaði í hin-
um gömlu glæðum, þegar komið
var fram á nýju öld. Og ennþá
þekkjum við Iciki, hópgöngur og
grímudans, sem rætur eiga að
rekja til hinna ævafornu viki-
vaka.
„SKRINGILEGT UPPÁTÆKI"
Þá benti prófessorinn á, að í
gömlum skriftaboðum, prédik-
unum og öðrum guðrækilegum
ritum frá fyrri hiuta miðalda úir
og grúir af harðorðum áfellis-
dómum yfir þessa gömlu leiki.
Er bæði veitzt að því, að menn
skyldu nota hjartargervi, hindar-
gervi sem og kerlingagervi. Eink-
um er farið harkalegum og háðs-
legum orðum um leiki þessa í
latneskri predikun frá 6. öld, sem
sennilega er eftir Caesarius
biskup í Arlés í Suður-Frakk-
landi. Þar er farið hörðum orð-
um um þær heiðinglegu skrúð-
göngur og gamanleiki, sem efnt
var til um. nýjársleytið, og er
höfundur stórhneykslaður; yfir
!’■ ( i « t 1 í 1 '
því, að karlmenn skuli leggjast
svo lágt að hylja hermannlegt
vaxtarlag sitt kvennalíni og láta
tilleiðast að bleyða og bleyta
karlmannskraft sinn í þessu sví-
virðilega gervi. Og ekki kann
höfundur því betur, að menn
taki á sig ýmiss konar dýragervi.
AF þessum og öðrum heimildum
má sjá, að fyrirmynd vikivak-
anna, sem sprottnir eru úr róm-
verskum jarðvegi, tíðkuðust
snemma á miðöldum á megin-
landi Evrópu. En dýragrímuleik-
irnir komu þó ekki fyrir nema á
tilteknum svæðum, eins og
Martin P. Nilsson hefur sýnt
fram á í ritgerð sinni: Studien
zur Vorgeschichte des Weinachts-
festes. Kvað prófessor Strömbáck
svæði þessi vera Norður-Ítalíu,
Frakkland og England, en þaðan
gengju svo greinar til Spánar og
Vestur-Þýzkalands. Eru þetta ein
mitt þeir hlutar Evrópu, þar sem
keltneskra menningaráhrifa hef-
ur gætt.
„VIKIVAKARNIR
KOMU FRÁ ENGLANDI“
Hins vegar kvað prófessorinn
sérlega athyglisverða þróun
slíkra dýragrímuleikja, dansa og
hópsýninga í Englandi, því að
skoðun hans er sú, að þaðan séu
vikivakaleikirnir aðallega komn-
ir til íslands á miðöldum, — og
þá sennilega á síðasta hluta
þeirra. Álítur hann samt, að vel
geti verið, að eitthvað af þess-
um leikjum hafi borizt til fslands
yfir Noreg og Danmörku, en
heimildir þess efnis eru mjög
fátæklegar samanborið við ensku
heimildirnar. Til dæmis gat pró-
fessorinn þess, að í Staffordshire
í Mið-Englandi hefði tíðkazt svo
nefndur hornadans allt fram á
okkar daga. Má tvímælalaust
telja dans þennan sem síðari tíma
afbrigði einhvers af dýradönsum
miðaldanna og þá jafnframt sem
hliðstæðu vikivakaleikjanna 5s
lenzku. Einnig er þess að geta,
að vikið er að hjartarleiknum í
enskri heimild þegar á 7. öld.
„TRÚARLEGIR HELGISIÐIR“
Þó mun The hobby-horse
merkilegast af ensku efni hér að
lútandi, því að hann er náin hlið-
stæða „hestsins“ í hestaleiknum
íslenzka. Kemur hann m. a. fyr-
ir í morrisdance-leiknum, auk
þess sem hann er alvanalegur í
enskum dansleikjum og bend-
ingjaleikjum á síðari tímum.
Einnig var hann mjög tíðkaðúr í
þeim gömlu búningaleikjum og
dönsum, sem kunnir voru bæði
á Englandi og íslandi á stórhátíð-
um kirkjunnar. — Bezt hefur þó
hestleikurian varðveitzt með
Böskum í Vestur-Pýreneahéruð-
um, og hefur hann verið iðkaður
þar allt fram á okkar daga. — í
þessum leik Baskanna má þekkja
mörg atriði úr íslenzka hestleikn
um, og telur prófessorinn, að fall
„hrossmennisins“ og upprisa (sem
fram kemur í þessum leik) „eigi
rætur að rekja til trúarlcgra
helgisiði, hliðstæðra hinu tákn-
lega lífláti guðdómsins og upp-
vakningu hans frá dauðum, sem
vér könnumst við úr menningu
fomaldarinnar og landanna fyr-
ir botni Miðjarðarhafs“, eins og
hann komst að orði.
—★—
AÐ lokum kvað prófessorinn það
einkum hafa vakað fyrir sér með
þessum rannsóknum sínum „að
sýna fram á hinn evrópska jarð-
veg íslenzku vikivakaleikjanna
og gera þess grein, að hér og þar
Framh a bls 12
Ályktanir Verzlunarráðs íslandsia
VIÐSKIPTA- OG
VERÐLAGSMÁLANEFND
I. GJALDEYRISMÁL
Aðalfundur V. í., haldinn dag-
ana 28. og 29. maí 1953, samþykk-
ir að beina því til Millibanka-
nefndar, að yfirfærslur í frjáls-
um gjaldeyri verði þegar leyfð-
ur til kaupa á þeim vörutegund-
um, sem raunverulega eru á frí-
lista, en voru með sérstakri til-
skipan enn um óákveðinn tíma
bundnar skilyrði um innkaup frá
clearing-löndunum, enda sé þeg-
ar vitað, að þær fást ekki þaðan.
II. AUKNING FRÍLISTA
Aðalfundur V. í. hefur áður
lýst ánægju sinni yfir þeim um-
bótum, sem orðið hafa síðan 1950
á innflutningsmálunum.
Aðalfundur ársins 1953 vænt-
ir þess, að haldið verði áfram
að afnema höftin, og beinir því
til innflutningsyfirvaldanna, að
gerðar séu alvarlegar tilraunir til
að koma í veg fyrir, að stöðvanir
verði á yfirfærslum bankanna.
Fundurinn leggur áherzlu á, að
athugað verði til hlítar, hvort
ekki megi setja ýmsar þeirra
nauðsynjavara, sem háðar eru
leyfisveitingum, á frílista.
IU. FRÍHÖFN í REYKJAVÍK
Aðalfundur V. í., haldinn dag-
ana 28. og 29. maí 1953, telur
brýna nauðsyn á því, að komið
verði upp fríhöfn hér í Reykja-
vík, og skorar á næsta Alþingi
að samþykkja lög hér að lútandi,
þar sem slík frihöfn myndi skapa
mikla aukna möguleika í utan-
ríkisverzlun landsmanna.
IV. INNFLUTNINGUR
BIFREIÐA VEGNA
ATVINNUREKSTURS
Aðalfundur V. í. haldinn dag-
ana 28. og 29. maí, lítur svo á,
að kaupmannaverzlanir og iðn-
aðarfyrirtæki hafi um langt skeið
verið svo afskipt msð innflutning
á bílum til endurnýjunar og
aukningar vegna atvinnurekst-
urs, að ekki verði lengur við slíkt
unað.
Fundurinn skorar því á Fjár-
hagsráð að veita nú þegar leyfi
fyrir bílum, sem ætlaðir séu
verzlunarfyrirtækjum í landinu
og sé úthlutað að fsngnum til-
lögum frá V. í.
V. INN- OG ÚTFLUTNINGS-
MÁL.
Aðalfundur V. 1. 1953, leggur
áherzlu á, að afnumin verði hvers
konar höft á innflutningsverzl-
uninni. Jafnframt telur fundur-
inn nauðsynlegt, að innflutnings-
verzlunin verði einnig gefin
frjáls, svo að flestir fái tæki-
færi til markaðsleita fyrir ís-
lenzkar framleiðsluvörur.
Á meðan við höfum meira
magn af íslenzkum útflutnings-
vörum en hægt er að selja gegn
frjálsum gjaldeyri, leggur fund-
urinn áherzlu á, að innflutning-
ur í bundnum gjaldeyri sé al-
gjörlega frjáls frá hvaða clear-
ing-landi, sem er, og ekki sé
efnt til samningsbundinna vöru-
skipta í stórum stíl, þar sem
slíkt eykur áhættuna um inn-
flutningsvernd fyrir einstakar
vörur eða vöruflokka án tillits
til gæða eða verðlags.
Þá telur fundurinn óviðunandi,
að það fyrirkomulag sé haft á
gjaldeyrissölunni, að miður þarf-
ari vamingur skidi hafa forgang
um gjaldeyrisyfirfærslu umfram
þarfavarning, eins og nú á ,sér
stað með fyrirkomulagi báta-
gjaldeyrisins.
Hvað frilistanum viðvíkur,
álítur fundurinn eðlilegt, að hann
gildi óhindrað á sterling- og doll-
ara-svæðinu.
VI. AFNÁM VERÐLAGS-
ÁKVÆÐA
Aðalfundur V. í. 1953, skorar
á ríkisstjórn og Fjárhagsráð að
afnema nú þegar verðlagsákvæði
þau, sem ennþá eru^í gildi, þar
sem að fengið frelsi í verðlags-
málunum hefur sýnt, að sflík
verðlagsákvæði eru óþörf.
VII. INNFUTNINGUR
Á BYGGINGAREFNUM
Þar eð engin sjáanleg ástæða
er fyrir innflutningshöftum 'ád
byggingarefni, skorar aðalfundvaD
V. í. 1953 á viðkomandi yfirvöl®;
að setja það nú þegar á frílist*
Ennfremur verði eftirlit þess op-. . .
inbera með byggingarframd ,
kvæmdum almennings hætt. , úcj
olo'l
SKATTAMÁLANEFND 6 £
SKATTAMÁL „ ’ 5l
Aðalfundur V. í., haldinn dag-?0
ana 28. og 29. maí 1953, ítrekai* '
fyrri samþykktir sínar um alvaf- 1 [ „
lega nauðsyn um endurskoðurv'.
núgildandi skattalaga.
I n.'í
:ini
ALLSHERJARNEFND .“ö;
I. TOLLAFGREIÐSLU- mi
BYGGING • . , j.
Aðalfundur V. í., haldinn da&t
ana 28. og 29. maí 1953, telv|» b
brýna nauðsyn bera til þess, aðH
allri tollafgreiðslu í Reykjav% . i:|
verði komið undir eitt þak hjtfc,,
allra bráðasta og að slíkri byggaö : -
ingu verði valinn staður seijijp
næst vöruskemmum hafnarinnanin
Fundurinn telur sjálfsagt,
í væntanlegri byggingu fyrir toU-,B'
afgreiðsluna verði nægilegt
til að leysa þarfir fríhafnar. ö 1. : •
.5 þCCÍT'
II. SIGLINGAMÁL 1
Aðalfundur V. í. 1953 beinnr:'
þeirri áskorun til Eimskipafélagi ‘ a
íslands h.f., að eitt eða tvö skiþ ^ '
verði látin halda uppi föstur&5‘ ';:i
reglubundnum áætlunarferðuí*k>'.>
milli Hamborgar-Hull-Reykja-ir' <
víkur og annarra aðalhafna lanðSf:; í
•ins með viðkomu á aukahöfn eftír>"''£
ir atvikum. Sem aukahafnir ósk-
ar fundurinn að benda á Rotter-ni ; ■
dam og Antweerpen. ili, •
Jafnframt telur fundurinn, s9 *
brýna nauðsyn beri til þess, 3$)
áætlanir skipa í innanlandssigÞm
ingum taki sem fyllst tillit tit!> '
slíkrar nýbreytni. '.>4
Þá beinir fundurinn því og til ■ '*•
Eimskipafélags íslands h.f., að atú /
hugaðir verði möguleikar þess, 1
a ðallar vörur i framhaldsflutn-'■:;
ingi út um land verði geymdavn ú
á einum stað sem næst höfninrð, t '.
og að þær verði sendar áfrafw' i
til ákvörðunarstaðar með fyrstli , :cu
ferð. .27 '
i'íol
III. _ m
Aðalfundur V. í., haldinn dagr t - ^
ana 28. og 29. maí 1953, skoraif
á stjórn V. í. að beita sér íyrixd
að samræmd verði innflutnings-.- :
gjöld frá meginlandinu, þanni&i
að sama flutningsgjald í ísl. krónn
um verði greitt fyrir vörur frét . . j
Svíþjóð, Danmörku, Þýzkálandíjq<; .1
Hollandi, Belgíu og Englandi. :öel '
ibfl:
GREINARGERÐ rte I
Eftir þær gengisbreytingar, etj, I
orðið hafa fyrst á s. kr. og síðar,. - S
á sterlingspundi hefir flutning30O.C f
gjald hækkað til muna, þannig ;
að t. d. flutningsgjald frá Svfcr s:
þjóð er nú ca. 40% hærra en fréhji
Kaupmannahöfn og ca. 47
hærra en frá Hamborg. ; nn -
ÖB ít
Vafnavðxtír
í Þýikalandi
FRANKFURT, 26. júní: — Ofsa- '
leg rigning með vatnavöxtum
hefir geisað í Vestur-Þýzkalandi
að undanförnu og valdið þar til—
finnanlegu tjóni. Vatnsborð Rín-
ar hefir víða stigið um metra
undanfarin dægur.
í landskjálfta, sem vart varð í “
Vestur-Þýzkalandi í dag, fórst
einn maður. — Reuter-NTB.
iVr