Morgunblaðið - 30.06.1953, Qupperneq 12
12
MORGVN BLAÐIÐ
Þriðjudagur 30. júní 1953
Eskiiirði
Barnaskóli lil minningar um
Jón Þorkelsson skólasljóra
EGILL HALLGRÍMSSON fyrrv.
kennari hefir hreyft þeirri merku
hugmynd að íslendingar minnist
Jóns Þorkelssonar á þann hátt,
sem minningu hans er samboðið
á 200 ára ártíð hans 1959. Bar
Egill fram þessa hugmynd sína
á nýafstöðnu uppeldismálaþingi
og fer hér á eftir greinargerð
hans og ályktun í málinu.
Uppeldismálaþingið, haldið í
Reykjavík dagana 12. til 15. júní
1953, lítur svo á, að Jón Þorkels-
son skólameistari, sem nefndur
hefir verið faðir alþýðufræðsl-
unnar á íslandi, hafi verið sá
merkismaður og menningarfröm-
uður í íslenzku þjóðlífi, að halda
beri minningu hans í heiðri á
minnisverðan og heillaríkan hátt
fyrir þjóðina. Jón Þorkelsson
helgaði líf sitt skóla- og kirkju-
málum landsins, lagði fram ýms-
ar stórmerkar tillögur til menn-
ingar og mennta fyrir þjóðina og
í arfleiðsluskrá ánafnaði hann
fjármuni sína til skólahalds og
skólamenntunar fyrir alþýðufólk
í héraði sínu. Sú hugmynd hefur
komið fram, að Jóns Þorkelsson-
ar yrði verðugast minnst með því
að reisa á Suðurnesjum skóla
til minningar um hið merka ævi-
starf hans og miða stofnun skól-
ans við 200 ára ártíð Jóns 5. maí
1959 og jafnframt 200 ára afmæli
Thorkilliisjóðsins, en Jón Þorkels
son fæddist í Innri-Njarðvík
1697. Með slíkri skólastofnun
mætti sameina tvennt: að minn-
ast þessa mikla menningarfrum-
uðar og að hinu leytinu stofna
menningarmiðstöð Suðurnesja,
sem stæði vörð um íslenzka
tungu, þjóðleg verðmæti og menn
ingararf.
Sá er háttur menningarþjóða,
að halda hátt á lofti minningu
beztu sona sinna og dætra og
láta jafnframt óbornar kynslóðir
njóta ávaxta af þjóðhollu starfi
þeirra. Jón Þorkelsson var sam-
tíðarmaður Skúla Magnússonar,
og hefir verið talið að störf hans
í menningar- og menntamálum
skapi sérstakan kafla í sögu
landsins Og framfaratilraunir
hans eigi skilið sæti við hlið-
ina á tilraunum þeim, er Skúli
gerði síðar á verklegum sviðum.
Uppeldismálaþingið vill því
styðja framkomna hugmynd til
þess að heiðra minningu Jóns
Þorkelssonar á sem veglegastan
hátt.
— Laugarvatn
Framhald af bls. 10
blandast mér hugur um, að eitt-
hvað töluvert hefur verið bogið
við framkomu hans gagnvart
kennurum og skólastjóra. Þeir
eru áreiðanlega ekki svo sam-
valdir harðjaxJ.ar að leggjast
þannig allir með tölu á einn
nemanda sinn og beita hann vilj-
andi rangindum og hef ég hér
að framan reynt að gizka á senni-
lega skýringu á því, sem ég einn
ætti þá óviljandi sök á. Hvaða
þátt skaplyndi hans og upplag
kunna að eiga í því, skal ég
ósagt látið, það er mér með öllu
ókunnugt um. En ekki er ég viss
um, að það sé piltinum holl upp-
eldisáhrif, að halda uppi jafn
þrálátri og ósanngjarnri máls-
vörn fyrir hann og raun ber
vitni, jafnvel þótt líklegt þætti,
að hann ætti ekki alla sök á,
hvernig tókst.
Laugarrási, 6. júní 1953.
Knútur Kristinsson.
★
Hér með er útrætt um þetta
mál í Morgunblaðinu.
— ísafjörður
Framhald af bls. 6
Ég minnist fyrir 25—30 árum
er dýpkunarskipið s.s. Uffe
(danskt) er bjó til höfnina á
Akureyri, hve fljótt var að koma
land þar sem áður var sjór og
var það nýtízkuskip á mæli-
kvarða þeirra tíma. Á þessu landi
standa nú fleiri hæða hús og önn-
ur mannvirki er Akureyringar
hafa reist á þessu tímabili.
Ég lík þessum orðum mínum
með von um að hér verði ekki
spyrnt við fæti, heldur ráðist í
þessar framkvæmdir sem allra
fyrst, þeta er velferðar- og nauð-
synjamál ísafjarðarkaupstað-
i ar, nályggjandi sjávarþorpa og
i sveita, þetta er nauðsynjamál
| fyrir alla þjóðina, að hlúa að og
! endurbæta þá staði þar sem skil-
! yrðin eru fyrir hendi, til að auka
! útflutningsafurðir okkar. Stjórn-
: málaerjur og pólitískur flokka-
I dráttur má þar ekki hafa áhrif
i til kyrstöðu. Látið koma til fram-
kvæmda.
Hnlldór Ámoson fró
ÞAÐ fer ekki hjá því að margir
muni sakna vinar í stað. Hvar
sem hann fór og við hvern sem
hann skipti var allt á einn veg:
Samviskusemin og elskulegheit-
in. Alltaf komið fram til góðs.
Vamm sitt mátti hann ekki vita.
Enda var það svo að allir sem
hann umgengust báru sama hug
til hans. Halldór heitinn var ekki
að hugsa um hve vinnutiminn
var langur þegar skyldustörfin
voru annars vegar og heldur var
ekki hugsað um þreytuna eftir
erfiðan dag, ef nágranninn þurfti
liðsinnis við. Allt var í té látið.
Mörgum gat -hann orðið að liði
og margan gat hann glatt. Kann-
ske voru það mestu sólskins-
stundirnar í lífi hans. Hann hugs-
aði aldrei um að vera ríkur af
veraldlegum auði. Ágirnd var
svo fjarri honum sem austrið er
vestrinu. Honum auðnaðist að
bæta margra bú. Útvegur hans
varð lyftistöng margra.
Halldór lærði ungur að gera
fyrst og fremst kröfur til síns
sjálfs. Hitt kom allt á eftir. Lífs-
speki hans mótaðist af manndómi
og kærleika.
Hann var fæddur að Högna-
stöðum við Reyðarfjörð, 11. apríi
1887. Foreldrar hans voru sæmd-
arhjónin Guðný Sigurðardóttir,
ættuð af Héraði og Árni Halldórs-
son, Árnasonar, bónda og atorku-
manns á Högnastöðum. Ekki varð
löng dvöl Halldórs á Högnastöð-
um, því foreldrar hans fluttu tilj
Eskifjarðar með ung börn og.
vinnufólk sitt. f lítilli stofu þar
bjó þessi stóri hópur og í erfiðri
fátækt. Því var það að Halldóri
var snemma haldið til vinnu og
sendur um 10 ára aldur til að
vinna fyrir sér. Hann fékk þeg-
ar í æsku mikinn lífslærdóm. En
það er önnur saga og verður ekki
sögð hér. Þeir feðgar voru stór-
huga og hugur þeirra stefndi til
útgerðar. Um tíma stóð útgerð
þeirra með blóma. Dugnaður
Halldórs réði þar ekki minnstu.
Hann var mjög hagur maður og
flest lék í höndum hans. Fyrst
þegar vélar komu í báta, fékk
Halldór áhuga fyrir þeim og gekk
vel að eiga við þær. Eins var
hann ekki gamall þegar hann hóf
formennsku á bátum. Var hann
lengi formaður, farsæll og hepp-
inn og gekk alltaf vel að fá menn
og það duglega menn. Um sjó-
mennsku Halldórs mætti skrifa
langt mál og fargar ferðir hans
eru þess virði að frásögnum um
þær væri forðað frá gleymsku.
Hann var ungur að árum þegar
hann varð að leggja land undir
fót, gekk með mal sinn alla leið
frá Eskifirði til Hornafjarðar að
vetrarlagi í verið. Það myndi ein-
hverjir þakka fyrir slíkt nú.
Halldór giftist árið 1921, Sól-
veigu Þorleifsdóttur frá Svínhól-
um í Lóni. Var hjónaband þeirra
hið ástríkasta. Varð þeim 9 barna
auðið, 7 lifa, öll hin mannvæn-
legustu, eitt fæddist andvana, eitt
dó um fermingaraldur, varð fyrir
slysi. Varð það Halldóri sár raun,
því þetta var myndarleg stúlka
IVBinningarorð;
og bar móðurnafnið hans. Um
svipað leyti missti hann konu
sína, mjög sviplega. Eftir þessi
áföll varð hann annar maður,
þreytan kom þá svo áberandi í
ljós. Lífið kom með sannan blæ.
S. 1. haust kenndi hann svo sjúk-
leika. Var lækninga leitað, en
allt kom fyrir ekki. Uppskurður
dugði ekki neitt. Þessi vágestur,
sem nú herjar hér mest greip
heljartökum og eftir þungt stríð
fékk hann lausnina 16. marz s. 1.
Kannske kom hetjan aldrei betur
í ljós en í helstríðinu, enda róm-
uð þá stilling og hetjulund hans.
Jarðneskar leyfar hans voru
fluttar austur og settar við hlið
ástvina hans. Austur — þangað
sem hugurinn leitaði öllum
stundum.
Hann var jarðsettur 30. marz
s. 1. Var athöfnin mjög fjölmenn
þrátt fyrir vonsku veður. Bar hún
öll vott um þá vinsemd sem Hail-
dór hafði unnið sér inn meðal
þeirra sem hann umgekkst. Vin-
ur hans, Árni Jónasson, frá Svína
skála, sem um fjölda ára var
organisti í Fríkirkjunni á Eski-
firði, sendi kveðju sem hér fylg-
ir á eftir og orkt er af Skúla
skólastjóra á Eskifirði. Samdi
Árni lag við erindin og voru þau
sungin af frænda Halldórs heitins.
Halldór var hraustur alla ævi,
kendi sér ekki meins fyrr en í
haust. Dugnaðurinn og viljinn
alltaf hinn sami. Dagsverk það
sem hann lætur eftir er mikið og
veglegt. Barnahópnum sínum,
myndarlega og prúða, kom hann
upp með prýði, án hjálpar, þó
oft væri við ramman reip að
draga.
Halldór var einlægur trúmað-
ur, og við, sem berum sama hug,
vitum að nú hefir hann skorið
uppríkulega laun sinnar góðu
ævi.
Vinir og kunningjar árna hon-
um allrar blessunar og biðja
þann sem öllu ræður að greiða
veg hans á lífsins landi.
Mætti land vort eignast marga
með hugarfari, skyldurækni og
vilja og árvekni Halldórs heitins.
Þá yxu sannari lífsblóm á vorum
þjóðarmeiði. Aldrei hefir þeirra
kannske verið meiri þörf en nú.
Blessuð sé minning hans.
Á. H.
KVEÐJA FRÁ
ÁRNA JÓNSSYNI
Dagur er liðinn, því dauðinn nú
kallar
dáinn er vinur Og horfinn á braut.
Þreyttur að kveldi nú höfðinu
hallar
hinzta að beði í almættisskaut.
Hrærðir nú fylgdina þökkum við
þér,
þú varst svo tryggur og raungóð-
ur hér.
Traustur og einlægur varstu að
verki
viðkvæmur, dulur og prúður
í lund.
--”3 MARKtJS Eftir Ed Dodd
'TJE HA.VE.M'
OOt.5 ACE
'»OlR TRi!
NO HOPIES
'r T '■s* B*JT T!<CTnrF • fT.VOSZI-
■ ANV SNOW, SO Hs LITTLc BR TCMtÞ
USEcEss roc Afesi CAÍI OO IT /
AND THCGí: ARE
T*t wreeT *«/■»? Tí«T. rrvrt SAr7~.T Tt:>P> \
TfkY / m*fó...)vOöT *V'H.3 rv-3 •>*».*.-3, I
LIT i LE >«r POM T WANT ‘Á tftUI DIJ'T HELP DOi Uh- *
BRíTCHcO, ) TO APPLÞR V.-bc T PRACTICED NLVI
— Sóknarlýsing
Framhald af bls. 6
víst að þær bjarga fjölda örnefna
frá glötun. Þær eru og skemti-
lestur, ekki síst fyrir þá, sem
kunnugir eru á þeim slóðum, er
þær lýsa. Þess vegna má búast
viö, að þessar bælrur verði eink-
um kcyptar og lesnar af Vest-
firðingum. En þegar hafizt verð-
ur handa um að koma öllum
sóknelýsingunum á prent, þá
opnast markaður íyrir þær um
alt land, þvi að fjöldi manna mun
kappkosta að eignast alt þetta
ritsafn. Væri því heppilegt fyrir
átthagafélög að hafa samvinnu
um útgáfuna framvegis, pannig
t. d. að ekki komi meiia út á
hverju ári cn menn rísa undir
að kaupa. Það gerir ekki svo
mikið til þótt útgáfan stanJi yfir
í nokkur ár, ef bindin koma
jafnt og þétt. Er líklegt að hægt
sé að koma öllum sóknalýsing-
um í 15 bindi, af líkri stærð og
þessi eru, og ef tvö bindi kæmi
á hverju ári, væri útgáfunni lok-
ið eftir 6—7 ár. Þær lýsingar, sem
áður hafa birst á prenti, væri
sjálfsagt að endurprenta i þessu
safni, þannig að það væri ein
lieild. Liggur hér fyrir átthaga-
félögunum þjóðnytjastarf, sem
þeím væri sómi að leysa af hendi.
HÁLFLUTNINGS-
SKRIFSTOFA
Einar B .GuSmnndaaon
Guðlaugur Þorláksaon
Guðmundur Péturaatm
Austurstræti 7.
Símar 3202, 2002.
Skrifstofutími:
kl. 10—12 og 1—6.
A BEZT AÐ AVGLfSA A
T / MORGUNBLAÐINU Y
1) — Nú er enginn snjór, svo
að þú getur ekki notað hunda til
þess að draga þig á sleða. Og
hérna eru ekki heldur hestar.
2) — En því ekki Litli-Þytúr?
Hann getur bjargað þessu. —
Franklin: — Það getur verið.
3) — Við getum þrátt fyrir
allt reynt Litla-Þyt. Svo vil ég
bæta einu við: Það er ekki af
sjálfselsku að ég geri þetta. Við
verðum að fá bóluefnið áður en
Bragi lögregluíoringi kemur aft-
ur.
Horfum til baka og munum þitt
merki
minningin vakir, en hverful er
stund.
Sólnanna faðir nú veiti þér vor
verndarinn mikli og blessi þín
spor.
Fy st þegai húmar og lífinu
lýkur
loks eru metin að verðugu störf.
Hoilur og sannur; af reynslunni
ríkur
reyndist þú bezt þegar hjálpar
var þörf.
Ljósanna faðir þér lýsi um höf
leiðina handan við dauða og gröf.
S. Þ.
— Ljós úr norðri
Framliaid af bls. 7
í F.vrópu hefur allt fram á þenn-
an dag mátt finna sundurlaus
brot menningarfyrirbæra, sem
eitt sinn voru samstæð heild. —
„ísland", sagði prófessor Dag
Strömback að lpkum, „hefur í
þessu efni eins og á mörgum
öðrum sviðum miðaldarannsókn-
anna varðveitt elztar og fróðleg-
astar heimildir á Norðurlöndum,
og sá, sem kynnir sér þessar
merkilegu frásagnir og lýsingar
af hendi ötulla íslenzkra safnara
hlýtur að fyllast þakklæti og
segja með sjálfum sér: Ex
septrione lux, — Ljós úr norðri.
—★—
FYRIRLESTRI prófessors Dags
Strömbácks var forkunnarvel
tekið af áheyrendum og þakkaði
prófessor Einar Olafur Sveins-
son hinum góða gesti bæði þau
erindi, sem hann hefur flutt hér
á vegum Háskólans, hingaðkom-
una og starf hans í þágu íslands
og íslenzkrar menningar.
M.
— Þýzkalánd
Framhald af bls. 9.
EKKI GJÖF HELDUR
RÉTTUR MANNA
Þegar málum er svo komið eru
litlar líkur til að verkamenn taki
undanlátssemi stjórnarinnar, sem
veglegum gjöfum, — nei, þeir
líta á það sem ávöxt harðrar
baráttu, — og þó aðeins sem
fyrstu uppskeruna.
Áhrifin, sem þessi átök kunna
að hafa í hinum leppríkjunum
eru þó alvarlegust fyrir komm-
únista. Nokkrum sinnum hefur
einnig soðið upp úr þar, vegna
rýrnandi lífskjara, hækkandi
verðs og meiri vinnuhörku.
Hálfum mánuði áður en Berlín-
ar-uppreisnin varð brutust út
róstur í mörgum iðnaðarborgum
Tékkóslóvakíu. Nú berast fréttir
frá einstökum stöðum í Póllandi
og Ungverjalandi um verkföll.
Og það er enginn járnmúr á
landamærum Austur-Þýzkalands
og Tékkóslóvakíu. Fréttir af
óeirðunum í Berlín munu tví-
mælalaust berast til annarra
landa bak við járntjaldið.
(Observer — Öll réttindi áskilin)
4) — En ef sóttin skyldi gjósa
upp á meðal Indíánanna, þá
gæti ég ekki hjálpað þeim, nema
mikið bæri á því.