Morgunblaðið - 23.07.1953, Page 5
Fimmtudagur 23. júlí 1953
MORGUNBLAÐIÐ
5
AKUREYRARBRÉF
Hafnsögumaður í Kevkia-
ENN er það tíðarfarið, sem fyrst
og síðast er umrœðuefni manna
á meðal. Seinni hluta vetrar og
snemma í vor var það fannferg-
ið, síðan var það veðurblíðan og
þurrkarnir í vor og nú síðast eru
það óþurrkarnir í sláttarbyrjun.
í>að er í rauninni ekki að furða
þótt menn tali mikið um veðrið,
þar sem tveir aðal atvinnuvegir
þjóðarinnar eru svo mjÖg háðir
tíðarfarinu. Við sjávarsíðuna eru
var komin góð slægja á útengj-
um víða hér í Eyjafirði. — Það
verður því ekki kvartað undan
slæmu vori eða lélegri sprettu að
þessu sinni. Gróður, bæði til
nytja og prýði, hefur sjaldan
verið blómlegri og fegurri á þess
um tíma. Og þetta kemur ekki
einungis bændum til góða hvað
heyfeng snertir. Bithagar eru að
sjáifsögðu engin undantekning
með góða sprettu. Búpeningur
Hólakirkja í Eyjafirði. (Ljósm. Jón Sigurgeirsson frá Helluvaði).
það gæftir og ógæftir, sem um
er rætt, en í sveitinni eru það
snjóþyngslin, sprettutíðin og
þurrkarnir, sem máli skipta. Nú
þegar þetta er ritað (13. júli)
hefur langvarandi óþurrkatími
gengið hér yfir Norðurland. —
Síðustu dagana hefur verið
nokkur flæsa, en tveir samfelld-
ir þurrkadagar hafa ekki koinið
um langt skeið, að minnsta kosti
ekki hér við innanverðan Eyja-
fjörð. Frétt hef ég að mikill
munur væri á því hve minna
hefði rignt í útsveitum, t.d. hef-
ur verið hægt að þurrka hey á
Dalvík og þar í grennd megin-
hluta þess tíma sem hér inni í
firðinum hefur ekki verið hægt
að hirða upp strá. Flæsan síð-
ustu daga hefur þó orðið til þess
að bændur hafa getað hirt upp
megnið af því heyi, sem lengst
hefur legið og sem sums staðar
var töluvert farið að hrekjast.
Það er síður en svo undrunar-
efni þótt margir hafi áhyggjur
af tíðarfarinu, þar sem svo feiki-
leg verðmæti fara forgörðum ef
það er óhagstætt. Það er gremju-
legt fyrir bændurna að sjá túnin
sín spretta úr sér eftir að þeir
eru búnir að strá á þau fleiri
tonnum af rándýrum áburði. —
Það er ekki síður hörmulegt að
hirða upp fúla 'dg gulnaða töð-
una, þótt sæmilega þur sé, vit-
andi það að hún hefur misst
meginhlutann af íóðurgildi .,ínu.
Hvort tveggja hafa norðlenzkir
bændur orðið að horfa upp á nú
í sláttarbyrjun. Að sönnu mun
of snemmt að örvænta nú aðeins
í 12. viku sumars, en skjótt verð-
ur að batna, ef ekki á illa að
fara. j
Svo sem sjá má hér að framan
hefur grasspretta verið óvenju
góð í sumar. Fyrir nokkru síðan
allur gengur nú um frjósöm hag-
lendi, kýrnar græða sig og sauð-
féð dafnar vel, svo að lömbin
eru hartnær hnöttótt að sjá. Það
er aðeins þetta stóra ef með
þurrkinn og heyfenginn, sem
ræður hve mikið hægt verður að
setja ó vetur í haust. Ef tíðin
verður góð og ef vel heyjast þá
þessar mundir eru 100 ár síðan
kirkja sú, er þar stendur, var
byggð. Byggði hana Ólafur
Briem, timburmeistar, að til hlut
an Hallgríms prófasts Thor-
lacius að Hrafnagili. Var vel til
byggingarinnar vandað og nýtur
hún þess enn í dag. Þess er getið
að Hólakirkja hafi verið ein
fyrsta kirkja norðanlands, sem
hituð var upp með ofnum.
Við afmælisguðsþjónustuna
flutti séra Pétur Sigurgeirsson
bæn úr kórdyrum, biskup íslands
þjónaði fyrir altari og sóknar-
presturinn, séra Benjamín Krisi-
jánsson, flutti prédikun. Að lok-
inni guðsþjónustu buðu þau
staðarhaldarinn, Jón Sigur-
geirsson og kona hans, hinum
fjölrrlörgu kirkjugestum til kaffi-
drykkju og veittu af myndar-
skap. Kirkjunni bárust gjafir í
tilefni afmælisins svo sem altaris
dúkur og trjáplöntur og enn-
fremur var stofnaður orgelsjóður
fyrir kirkjuna. Öll var afmælis-
hátið þessi hin prýðilegasta.
KIRKJUDAGUR EYJA-
FJARÐARPRÓFASTSBÆMIS
Sunnudagurinn 5. júlí var há-
tíðlegur haldinn i Grundar-
kirkju, sem kirkjudagur Eyja-
fjarðarprófastsdæmis. — Voru
þar saman komnir 9 kirkjukórar
víðs vegar að úr prófastdæminu.
Lengst að var kominn kirkjukór-
inn úr Ólafsfirði. Við guðsþjón-
ustuna sungu allir kórarnir und-
ir stjórn Jakobs Tryggvasonar,
organista í Akureyrarkirkju. —
Fyrir prédikun þjónuðu þeir fyr-
ir altari, séra Sigurður Stefáns-
son á Möðruvöllum og sóknar-
presturinn, séra Benjamín Krist-
víkurhöfn um 30 ára skeið
Samfal við Þorvarð Björnsson, wfirhafnsegumansi
Þ A Ð er ekki ný kenning, að !
segja að þróunarsaga Reykjavík-
urhafnar sé í senn saga Reykja-
víkur. — En sá maður, sem bezt
hefur fylgzt með þeim stórstígu
breytingum sem orðið hafa á
höfninni mun óefað vera Þor-
varður Björnsson yfirhafnsögu-
maður, sem í dag á 30 ára starfs-
afmæli. Það var 23. júlí 1023, kl.
6 árd. sem Þorvarður tók til
starfa sem hafnsögumaður við
Reykj avíkurhöfn.
Samsöngur eyfirzkra kirkjukóra í Grundarkirkju. Ljósm. V. Guðm.
verður björgulegt hjá íslenzkum
bændum að enduðu þessu sumri.
Þá verður kannske hægt að segja
með sanni að hér drjúpi smér af
hverju strái.
KIRKJAN AÐ HÓLUM
í EYJAFIRÐI 100 ÁRA
Undanfarið hefúr biskup vor,
herra Sigurgeir Sigurðssori, ver-
ið að visitera eyfirzkar kirkjur.
Ilinn 1. júlí visiteraði hann Hóla-
kirkju í Eyjafirði fram, en um
Glerárbrúin nýja. Mennirnir eru á leið yfir gömlu göngubrúna.
Súlutindur í baksýn. (Ljósm. V. Guðm.)
jánsson. Biskup íslands, herra
Sigurgeir Sigurðsson, flutti
prédikun. Eftir prédikun þjón-
uðu þeir fyrir altari, biskup ís-
lands og séra Friðrik Rafnar,
vígslubiskup.
Að lokinni guðsþjónustu hófst
dagskrá kirkjudagsins með því
að séra Benjamín Kristjónsson
flutti erindi um sönglistina. Þá
sungu _ kirkjukórarnir undir
stjórn Áskels Jónssonar, Gests
Hjörleifssonar, frú Sigriðar
Schiöth og Jakobs Tryggvason-
ar, en Guðmundur Jóhannsscn
lék á orgelið. Einn hinna mörgu
sálma, er sungnir voru, var nýr
sálmur, ortur í tilefni dagsins af
Valdimar Snævarr, fyrrverandi
skóalstjóra. Síðasta atriði dag-
skrárinnar var ávarp biskups ís-
lands til kirkjukóranna. Á eftir
var sameiginleg kaffidrykkja. —
Var kirkjudagur þessi á allan
hátt hinn hátíðlegasti.
GLERÁRBRÚIN NÝJA
Það er ekki ótítt, þegar óþurrk
ar herja, að upp skín undir kvöld
ið. Það er oft fagurt um að litast
í slíku skúraskini. Allt er svo
hreint og tært. Víðs vegar um
himinhvolfið hranna sig skýja-
bólstrar, sumir glóbjartir af end-
urskini sólarinnar, en aðrir
Framhald á bls. 8
Er ég átti tal við hann um dag-
inn, sagði Þorvaður að eðlilega
væri margs að minnast á svo
löngum tíma við hafnsögu. —
Starfið hefur mér alltaf líkað
mjög vel, -— maður er í nánu
sambandi við aðal lifibrauð þjóð-
arinnar, sagði Þorvarður.
FÉKK EKKI STARFIÐ
HLJÓÐALAUST
Það gekk ekki með öliu hljóða-
laust að Þorvarður yrði hafnsögu
maður. — Því var slegið fram af
templurum, að hann væri
drykkjumaður og óreiðumaður
hinn mesti. Eins var pólitík dreg-
in inn í máiið og sagt að hann
væri til starfsins ráðinn til þess
eins að geta stundað smygl úr
skipum! — Svo rammt kvað að
þessu að bæjarstjórnin rifti ráðn
ingu hans um skeið, en Þórarinn
hafnarstj. Kristjánsson neitaði að
fallast á ógildingu ráðningarinn-
ar, þar eð um hinn svívirðileg-
asta áróður væri að ræða. — En
um nokkurt skeið gegndi Þor-
varður ekki hafnsögumannsstarf-
inu fyrir þessa tiltekt.
Þegar Þorvarður Björnsson
varð hafnsögumaður var kola-
kraninn nýlega kominn tii sög-
unnar og bryggjan sem hét Nýja
bólvirkið. Þá gátu 4 togarar legið
við bryggju þá, sem nú er Ing-
ólfsgarður. Við gömlu uppfyll-
inguna var pláss fyrir tvo Foss-
ana.
VAR ÁÐUR í
FARMENNSKU
Tildrögin að því að Þorvaður
gerðist hafnsögumaður voru þau,
að eftir að hafa verið í far-
mennsku á dönsku skipi, sem
Mjölnir hét og flutti héðan salt-
fisk, var Þorvarður eftirlitsmaður
fýrir A. T. Möiler fiskkaupmann.
— Vorið 1923 varð Möller þessi
gjaldþrota, og í júlímánuði þe-tta
sumar dó Helgi Teitsson, fyrsti
hafnsögumaður Reykjavíkurhafn
ar. Hann var sá fyrsti sem þenn-
an titil bar. Átta eða níu sóttu
um starfið, og var Þorvarður
meðal þeirra.
í gamla daga var vinnudagur-
inn oft langur hjá hafnsögumönn
unum, enda var oft margt skipa
hér, en hafnarskilyrðin ekki sem
bezt þegar skipakomur voru
mjög tíðar, t. d. á vertíðum. Þá
var vinnudagurinn oft frá því
5—6 á morgnana fram undir
miðnætti.
Meiriháttar óhöpp í höfninni
á þessum árum hafa til allrar
hamingju ekki verið mörg, sagði
Þorvarður. — Minnisstætt er þeg'
ar Skaliagrímur sigldi niður
kolaskipið á ytri höfninni. Og
nokkrum sinnum hafa skip slitn-
að frá bryggju og þá stundum
ekki mátt muna rniklu að illa,
færi, t. d. þegar Hæringur slitn-
aði frá í norðaustan ofsaveðri
hér á árunum. Þá munaði litlu aí?
iila færi, sagði Þorvarður.
NORÐ-VESTAN ÁTTIN
MESTI ÓVINURINN
Versti óvinur okkar hér í höfn-
inni er norðvestan áttin. Þá er
betra að vera við öllu búinn. —
Þá kemst aldan að utan inn i
höfnina og allt vestur að Granda.
garði. — Það er ekki vinduriim.
eða veðurhæðin, heldur norð-
vestan aldan, sem rykkir skip-
unum frá bryggju. En úr þessu
má mikið bæta, sagði Þorvarður.
Með því að framlengja nokkuð
vitagarðinn, sem liggur frá.
Örfirisey, á ská út, myndi vafa-
laust draga mjög mikið úr norð-
vestan öldunni inn í höfnina.
Þetta tel ég afar áríðandi í
sambandi við frekari stækknu
hafnarinnar innan hafnarmynne
isins sem fyrirhuguð er. Ber þá
að sjáifsögðu að leggja höfuð-
áherzluna á að auka viðlegu-
plássið fyrir togarana og fiski-
bátana, sagði Þorvarður.
VARNARGARÐUR MILLI
ÖRFIRISEYJAR OG
ENGEYJAR
— Úr því að við erum farniiv.
að ræða stækkun Rvíkurhafn-
ar, sagði Þorvarður, þá er það
að minum dómi eitt helzta skil-
yrðið fyrir frekari stækkun til
austurs, að gerður verði varnar-
garður rnilli Örfiriseyjar og Eng-
eyjar, til að verjast öldunni. —
Þetta yrði mikið mannvirki.
— En þegar sementsverksmiðjan
verður komin upp, ætti að vera.
hægara að gera það, t. d. meSF
því að sökkva steinkerjum.
Af öilum þeim dögum, sem
Þorvarður hefur staðið við glugg
ann í hafnsögumannastofunni i
Hafnarhúsinu, þá. telur hann 10.
maí 1940 vera sér eftirminnileg-
astan, — þegar brezki herinn
gekk hér á land. En á styrjald-
arárunum reyndi oft á góða og
röggsama yfirstjórn hafnsögu-
niannanna hér í Reykjavík. — Þá.
var stundum erfitt að koma ölíu.
í örugga höfn.
TRAUSTUR
HAFNSÖGUMABUR
Á þessu merka afmæli Þorvarð
ar Björnssonar yfirhafnsögu-
manns, munu margir sjómenn.
vafalaust hugsa til hans er hann
kom út í skipin til þeirra eftir
ianga og harða útivist og sigldi
þeim upp að bryggju.
Ótölulegur fjöldi bæjarbúa
ýmist kannast við Þorvarð neðant
af höfn eða hafa kynnzt honum í
starfi hans og það er sannarlega
lán fyrir höfnina að hafa slíkan_
mann í sinni þjónustu. — Von-
andi á Þorvarður enn eftir aíF
starfa lengi og vel við höfnina,
skipum og sjófarendum til góðs^
og bæjarfélaginu öllu, því það eí
aðalsmerki bverrar hafnar að*
éiga traustum hafnsögumönnum.
á að skipa.
Þorvarður er nú í sumarleyfi og“
brá sér vestur á ísafjörð til dótt-
ur sinnar, sem þar er búsett.
Sv. Þ.
Lufthansa kaupir Constellation
flugvélar
NEW YORK: — Leonard Sch-
wartz, sem sölustjóri Lockheed
flugvélafyrirtækisins, hefur ný-
lega sagt að þýzka flugfélagið
Lufthansa hafi fallizt á að kaupa.
nokkrar flugvélar af Constellation,
gerð af Lockheed.