Morgunblaðið - 26.07.1953, Síða 10
10
M O H t. i
t
Sunnudagur 26. júlí 1953
í) íí>v».. ,;*
. -
SKALDSAGA EFTÍR DOROTHEU CORNWELL
Framhaldssagan 64
ar á þessu stigi málsins og stund-
um er ómöðulegt fyrir nána ætt-
ingja að gera sér grein fyrir því
hvernig komið er. Ef til vill get-
ið þér fundið fram eitthvað í nú-
tíðinni, sem getur vakið áhuga
hennar“.
Júlía forðaðist augnaráð hans.
„Mömmu stenaur á sama um nú-
tíðina og umhéiminn. Eg held að
■hún hafi ekki litið í dagblöðin
í heilt ár. Hún hefur heldur ekki
tekið á móti neinum gestum —
að undanskildum lækninum og
nokkrum gestum við brúðkaup-
ið mitt“.
Hendel læknir kinkaði kolli.
„Hvernig væri að ég léti eins og
cg kæmi til að líta á yður“.
,,'Ég er hrædd um að við það
mundi hún aðeins komast meira
úr jafnvægi".
„Stundum finnst mér gott að
koma sjúklingum mínum úr jafn
vægi“, sagði hann. „En í þessu
tilfelli sýnist mér ég þurfa að
nota aðrar aðferðir“. Hann stóð
upp af stólnum. „Viljið þér at-
huga, hvað þér getið gert fyrir
mig og hringja svo til mín á
morgun?"
Júlía hikaði. „En verðið þér
hér?“
„Eins og er, þarf ég að sinna
nokkrum sjúklingum í verksmiðj
unum í Clanford“, sagði hann.
„En þér getið alltaf hringt til
mín á krána í Sherryville. Ef
ég svara ekki strax, þá skuluð
þér hringja upp á herbergi ung-
frú Carter“.
Þá mundi Júlía eftir honum.
Þetta var sálfræðingurinn, sem
Truda hafði verið að tala um.
Maðurinn, sem hún hafði hrósað
með svo mörgum fögrum orðum,
þegar hún hafði séð hana í fyrsta
sinn.
„Er Truda í Sherryville?"
gpurði hún undrandi.
„Hún heldur að hún sé ennþá
sjúklingur minn“, sagði hann,
„endd þótt hún hafi fyrir löngu
læknað sig sjálf“.
„En hvers vegna?“ Júlía vissi
varla sjálf að hverju hún var að
spyrja. Ekki gat hún spurt þenn-
an ókunna mann spjörunum úr,
sem hún hafði eingöngu leitað
til, til þess að fá ráð viðvíkjandi
ástandi móður hennar.
En hann svaraði án þess að hún
gæfi honum frekari skýringar.
„Þreyttir stríðsfréttaritarar
geta þurft á nokkurra daga hvíld
að halda“, sagði hann. Ekki lagði
hún þá trúnað á þá skýringu.
Truda var komin til Sherryville
af einhverjum sérstökum ástæð-
um og það var sennilega eitt-
hvað í sambandi við hana.
Truda og þessi lipri sálfræð-
ingur og Scott læknir. Allt í einu
þóttist hún skilja allt. Öll þrjú
voru þarna til að fylgjast með
henni. Þau biðu í hæfilegri fjar-
lægð sem vinir hennar, þangað
til hún þyrfti á þeim að halda.
Truda hafði munað eftir því að
von var á barninu í apríl. Hún
hafði líka munað eftir því að
ekki var hægt að treysta móðir
Júlíu þegar á herti. Þannig hafði
Truda hugsað.....Og hún hafði
haft hana grunaða um að hún
vildi gera Mike sér fráhverfan.
Hún gekk annars hugar heim-
leiðis, en mundi þó eftir því að
kaupa páskaliljur í blómabúð-
inni, eins og hún hafði hugsað
sér. Hún reyndi að setja upp
sama rólega sljóa svipinn þegar
hún kom heim. Snöggvast nam
hún staðar fyrir utan dyrnar hjá
móður hennar og horfði á blóm-
inlsem lýsti af í rökkrinu.
JVTóðir henriar svaraði ekki þó
aðf hún berði að dyrum. En hún
hwfi ftff ffm iyr ítf
an. Hún setti blómin í vasa og
vasann setti hún fyrir utan dyrn-
ar. Svo fór hún niður í eldhúsið.
Elún tók niðursuðudósir úr skápn
um og kveikti undir eldavélinni.
Hún hafði hraðann á eins og hún
vildi flýta sér áður en eitthvað
óvænt og óþægilegt bæri að hönd
um.
Sveppir, hugsaði hún, þeir
hljóta að vera Ijúffengir, og
steiktur bauti. Brátt fylltist eld-
húsið af ilmandi rnatarlykt. Hún
ýtti borðinu út að glugganum og
lyfti gluggatjöldunum til að
hJevpa só'skininu inn. Það var
ekki eins skuggalegt þarna eins
og í borðstoiunnr. Heðan í frá
borðum við hér, hugsaði hún.
Hún fann köku í brauðkassanum.
Hreingerningarkonan hafði feng-
ið séi eina sneið, en kakan var
þó girnileg. Júlía óskaði þess að
konan hefði verið hjá þeim all-
an daginn. Enda þótt hún væri
ókunnug, var hún velkomin nú,
þegar tór að halla degi.
Hún batt á sig stóra svuntu af
stúlkunni, sem hún fann í eldhús
inu. Svo kallaði hún á móður
sína. Ekkert svar heyrðist.
Loks settist hún ein við borð-
ið og reyndi að borða. Stóllinn
sem hún hafði ætlað móður sinni
var tómur fyrir framan hana.
Að lokum lagði hún frá sér
gaffalinn og gerip báðum hönd-
um fyrir eyru sér eins og til að
útiloka þögnina sem umlukti
hana. Svo stóð hún upp og gekk
að símanum til að hringja til
Scotts læknis.
Hjúkrunarkonan kom í sím-
ann. Það var von á lækninum á
hverju augnabliki frá sjúkravitj-
un úti í sveit. Júlíu fannst hugg-
un að því að heyra rödd stúlk-
unnar. og saknaði hennar þegar
hún lagði niður tólið. Hún var
á leiðinni upp tröppurnar þegar
henni varð það ljóst að hún hefði
átt að spyrja um Hendel lækni
en ekki Scott.
Hún barði að dyrum hjá móð-
ur sinni, en fékk ekkert svar,
Hún lagði eyrað upp að dyrun-
um og heyrði þá óljóst rödd móð-
ur sinnar. Hún var að lesa upp-
hátt eins og fyrri daginn. Júlía
sneri hurðarhúninum og gekk
inn. Agatha Greer sat hreyfing-
arlaus í hægindastólnum með
bók opna í fanginu. Iiún var í
hvítum kjól, eða einhvern tíma
hafði hann að minnsta kosti ver-
ið hvítur. Nú var hann gulnað-
ur og rifinn og ryðblettir á öxl-
unum.
Hann náði hátt upp í hálsinn
og var hnepptur með litlum
hnöppum sem eins og hengu á ein
um þræði. Á meðan Júlía horfði
á hana losnaði einmitt einn
hnappurinn og datt niður á gólf-
ið. —
Júlía heyrði sína eigin rödd
rjúfa þögnina. „Hvað ertu að
; gera, mamma? Hvers vegna ertu
í þessum kjól?“
Móðir hennar leit upp, horfði
snöggvast í augu Júlíu en leit
svo undan aftur. „Finnst þér
þetta ekki fallegur kjóll“. Hún
strauk hendinni yfir pilsið. „Ég
hef alltaf verið falleg í þessum
kjól. Ég er þannig vaxin.“
Júlía gekk skjálfandi að öðr-
um stól. Hendur móður hennar
voru á iði í keltu hennar. Hún
hafði lagt litlu treyjuna og tré-
kúlurnar unair bókina.
Júlía fann æðaslögin á bak við
augun. Hún þvingaði sig til að
horfa framan í móður sína.
Agatha Greer var rjóð í vöng-
unum. Hárlokkur féll niður yfir
ennið. í hnakkanum hafði hún
fest upp falska hálfléttu til að
setja á sig gamaldags greiðslu.
En það voru augu hennar, sem
skutu Júlíu skelk í bringu.
Þau voru sljó og flöktandi eins
og í veiku barni. „Ég heyri til
þeirra", sagði hún. „Þeir eru
hérna inni------Þeir hlæja, þeir
skellihlæja“. Hlátur hennar varð
skerandi í hljóðu herberginu. —
„Þeir hlæja að öllu. Gerald hef-
ur svo hlýja rödd. Og Jerry litli
er eins og bergmálið af honum“.
Hún leit á Júlíu, sem lét fall-
ast aftur á bak í stólinn. Sljó-
leikinn í augunum hvarf og í stað
hans kom reiðiglampi.
„Þú hefur rekið þá burt“,
sagði hún gröm. „Þú með þitt
náhvíta andlit og stóru starandi
augun — og klunnalegan búk-
inn“. Hún hallaði sér fram í
sætinu og dró augun í pung eins
LU
mMÍsnSiiÆ
Ertu ánægður?
Norskt ævintýr
— Nú jæja, sagði Jakob, og glotti við tönn, — svo að þú
ert e. t. v. ekki ánægður núna?
— Ég hef aldrei sagt að ég væri ekki ánægður, sagði
bóndinn og reyndi að stilla sig, — dauð tík er jú bara dauð
tík.
Nokkrum dögum seinna ætluðu bóndi og ráðskonan á
markaðstorgið, en þau voru skíthrædd við „tröllið“ hann
Jakob, því þau kærðu sig ekki um að hann gerði þeim annan
óleik, og þau sögðu við hann:
— Þú átt að vera heima í dag. En þú mátt ekki gera neitt,
nema það sem þú sérð hina piltana gera.
— Sjálfsagt, sagði Jakob undirgefinn.
Á bænum var gamalt útihús og þurfti að fá menn til þess
að gera við þakið, sem var lagt steinhellum, og þegar við-
gerðarmennirnir komu og fóru að rífa niður steinhellurnar,
náði Jakob sér í stiga og reisti upp við bæinn.
Þakið á bænum var líka lagt steinhellum, en það var
alveg flunkunýtt þak, og Jakob byrjaði að rífa niður hverja
helluna á fætur annarri.
Og þegar bóndinn kom heim, var ekki orðið mikið eftir
af fína nýja þakinu hans.
— Ó, óþokkinn þinn, hrópaði hann til Jakobs. — Hvað
hefurðu nú gert?
— Ég hef einungis gert það sem þú lagðir fyrir, svaraði
Jakob, — þú sagðir að ég ætti að gera alveg eins og ég sæi
hina piltana gera. Eða ertu ekki ánægður?
Og Jakob dró hárbeittan hníf undan belti sínu.
— Ánægður, sagði bóndinn og andvarpaði þunglega, —
ég hef enga ástæðu til annars en að vera ánægður, — mig
munar hvopt eð er ekkert um nokkrar þakhellur.
( i * ; f i »* s í t - • , í
Takið yður permanent, þar
sem vinnan er vönduð.
I’erinarcen istof » n
Ingólfsstræti 6, sími 4109.
Amerískur verkfræðingur
sem starfar hjá íslenzku
fyrirtæki, óskar eítir 1. fl.
ÍBÚÐ
3ja til 4ra herbergja, með
eða án húsgagna, um eins
árs skeið, nú þegar eða í
haust. Vill borga mjög vel
ef um semst. Uppl. í síma
80634 frá kl. 10—5, mánud.
fire$lotte
Sta,öi5vé1asir2í?;r
eru yfirbyggðar og því eins
og snotrasta borð í útliti,
og í notkun eru þær mjög
skemmtilegar, enda að
meztu leyti sjálfvirkar. —
Verðið er kr. 3.484.15.
Lolkacl
frá 27. þ. m. næstu 3 vikur.
GarSar Ólafsson
tannlæknir, Keflavík.
Lokað
vegna sumarleyfa frá 26.
þ. m. til 10. ágúst.
Nýja Blikksmiðjan
Höfðatúni 6.
Trúlofunarhringar
Við hvers manns smekk. —
Póstsendi. —
Kjartan ÁsmundsBon
gullsmiður
Aðalstr. 8. Reykjavík.
5K&RTGRIPAVERZLUN
' H- * c. a q S R Æ T i 4
Morgunblaðið
er lielmingi útbreiddara en
nokkurt annað íslenzkt blað.
Bezta anglýsingablaðið. —
Sviiflugskólinn á Sandskeiði
Nýtt námskcið í svifflugi hefst laugardaginn 1. ágúst.
Upplýsingar hjá Ferðaskrifstofunni Orlof h f.
Sími: 82265.
BÓLERÓ
Auðvelt er að muna nafnið á nýja kaffinu.
BÓLERÓ
í hverjum pakka er lítill pakki með kaffibætisdufti,
en því ó að blanda öllu strax saman við kaffið og láta
síðan blöndunina í blikkdós eða annað þétt ílát þar til að
þér þurfið að nota hana.
Látið ekki hjá líða að reyna þetta kaffi.
Það er ljúffengt.
Það er litarfallegt — og svo er það talsverður spam-
aður fyrir yður að nota
BÓLERÓ
Fæst svo að segja í hverrí búð.