Morgunblaðið - 02.08.1953, Blaðsíða 5
Sunnudagur 2.ágúst 1953
MORGUNBLAÐIÐ
5
Vinur Eisenhowers forseta er
orðinn einn af æðstu valda-
i
Úr bókÍEiii: Cnisade in Europe
ZHUKOV marskálkHr, er var IofaSur sem stríðshetja og
síðan nær útskúfaður í ónáð, er nú aftur kominn fram á
sjónarsviðið í Rússlandi. Eins og lesendur eflaust minnast,
voru þeir Eisenhowef og Zhukov hernámsstjórar með að-
setri í Berlín fyrst eftir styrjöldina. Sagt var, að vel færi
á með þeim tvímenningunum, og fé-' svo að lokum, að
Stalín var farið að þykja nóg um vináítu þeirra.
f hinni frægu bók sinni „Crusade in Europe“, er út kom
árið 1948, virðist Eisenhower reyna af megni að bera í bæti-
fláka fyrir vin sinn, rússneska marskálkinn, og sumir hafa
jafnvel haldið því fram, að Eisenhower hafi með því viljað
,.bjarga“ Zhukov undan Stalín og félögum hans, hvað sem
hæft er í slíku.
Hér fara á eftir nokkrir stuttir kaflar úr bók Eisenhowers.
„ÉG hitti Zhukov marskálk í
síðasta sinn 7. nóvember 1945. Á
þeim hátíðardegi hélt marskálk-
urinn veglega veizlu í Berlín og
bauð þangað öllum helztu her-
foringjum Bandamanna.
Þegar ég kom á áfangastað,
stóðu þau Zhukov og kona hans
ásamt helztu samstarfsmönnum
marskálksins frammi við dyr og
buðu mig velkominn. Zhukov
heilsaði mér, en síðan var horfið
inn í vistlegt herbergi, þar sem
gat að líta dýrindis krósir á borð-
um. Töluðum við þar saman í
einar tvær klukkustundir.“
„EF VIÐ VINNUM SAMAN“
„Vel mátti skilja á orðum
Zhukovs, að við í Berlín hefð-
um gert margt til að glæða skiln-
ing milli tveggja þjóða, er væri
jafn gerólíkar menningarlega og
stjórnarfarslega eins og Banda-
ríkin og Rússland raunverulega
eru. Samt taldi hann, að við gæt-
um gert betur. Hann talaði lengi
um S. Þ., og sagði: „Ef Banda-
ríkin og Rússland geta staðið
saman í blíðu og stríðu, þá eiga
S. Þ. fyrir sér glæsilega framtíð.
Ef við vinnum saman, verður
aldrei til sú þjóð, er leggur út í
styrjöld í trássi við okkur.“
(Síðan greinir Eisenhower
frá heldur kátlegu atviki. Ný-
lega hafði birzt mynd í ame-
rísku blaði af Stalín, og þótti
Zhukov myndin ósæmileg,
enda mjög móðgaður fyrir
hönd Stalíns).
„Þetta varð til þess (segir Eis-
enhower), að ég fór að lýsa fyrir
honum prentfrelsi í Bandaríkj-
unum. Samt tókst mér ekki að
telja honum hughvarf, þrátt fyr
ir einlæga viðleitni mína í þá
átt. Orð mín höfðu engin áhrif á
hann, og hann sagði aðeins þetta
að lokum: „Ef þér eruð vinur
Rússa, verðið þér að láta gera
eitthvað í þessu máli.“
„HANN BARA BROSTI“
Ég reyndi einnig að sýna hon-
um fram á kosti hins frjálsa
einkaframtaks. Það er einlæg trú
!mín, að einstaklingar geti að-
eins öðlazt stjórnmálalegan
þroska í þjóðskipulagi hins
frjálsa framtaks, er byggist á
samkeppnisgrundvelli. í sam-
ræmi við þá skoðun mína reyndi
ég að leiða Zhukov fyrir sjónir,
að alger ríkisbúskapur hlyti að
leiða til algers einræðis og að
Bandaríkin hefðu verið stofnsett
til að komast undan hvers konar
einræðisstjórn. Hann bara brosti.
Jafnvel eftir að ég sneri heím
til Bandaríkjanna hélt ég áfram
að skrifast á við Zhukov allt
fram í aprílmánuð árið 1946. —
Bréf þessi voru skrifuð í mestu
vinsemd sem fyrr. Þá um vorið
var Zhukov leystur frá herfor-
ingjastörfum í Berlín, og eftir
það skrifaði hann mér ekki. Var
-'-•aaw
talið, að hann hefði fallið í ónáð
hjá valdhöfum Rússlands.“
HVARF AF SJONARSVIÐINU
VEGNA VINÁTTU VIÐ
EISENHOWER
Vinátta hans í minn garð var
talin ein helza orsök þess, að
FfÉ Ynkon-foræðimiiin
selalótrimum á Prihiloff-eyjum
Or. Finnur Guðnusndssen segir frá álsskaför sinni
Tekur Eisenhower upp fyrri
vináttu við hinn rússneska
marskálk?
FINNUR Guðmundsson fugla-
fræðingur er nýkominn heim úr
för til Bandaríkjanna og Alaska.
Auk þess sem hann kynnti sér
náttúrugripasöfn í Bandaríkjun-
um dvaldist hann á óshólma-
svæði Yukon-fljóts í Alaska og
á Pribiloff-eyjum í Beringshafi,
en á báðum þessum stöðum er
mjög fjölskrúðugt fuglalif, á
fyrrnefnda staðnum aðallega
vaðfuglar og gæsir, en á síðar-
nefnda staðnum sjófuglar ýmis
lconar. Fékk Finnur ótakmarkað
leyfi til að viða að sér náttúru-
gripum í Alaska. Ferð þessi var
bæði fróðleg og skemmtileg og
fékk Mbl. dr. Finn til að segja
dálítið frá henni.
FJÓRIR FUGLAFRÆÐINGAR
í LEIÐANGRI
Tvo af þeim þremur mánuðum,
er ég dvaldi í Ameríku, notaði
ég til að kynna mér náttúrugripa
söfn í Bandaríkjunum, en 20. júní
flaug ég norður til Alaska.
— Voru fleiri í leiðangrinum?
— Við vorum fjórir fuglafræð-
ingar. Auk mín voru það Roger
Tory Peterson og William Cot-
trell, tveir kunnir bandarískir
vísindamenn, og James Fisher,
enskur fuglafræðingur, sem kom
hingað á sínum tíma með Peter
Scott til að merkja heiðagæsir.
í Alaska nutum við margvíslegr-
ar aðstoðar Fish and wildlife
service, sem er visindaleg stofn-
un, er hefur með höndum rann-
sóknir á dýralífi og gróðri víða í
Bandaríkjunum og Alaska.
— Hvert var svo haldið?
— Við flugum til bæjarins
Anchorage, sem er mikil sam-
göngumiðstöð í Alaska. Þaðan
fórum við með áætlunarflugvél
til Bethel, sem stendur nálægt
ósi Kuskokwim árinnar. Þaðan
fórum við svo með lítilli báta-
flugu til áfangastaðarins gamla
Chevak.
ÓSHÓLMAR Á STÆRÐ VIÐ
HÁLFT ÍSLAND
Bærinn Chevak stendur á ósa-
svæðinu mikla milli Yukon fljóts
og Kuskowim-fljóts, sem eru
stærstu fljót Alaska og falla út í
Beringshaf. Landsvæði þetta,
sem er meir en helmingur flatar-
málsstærðar íslands, er allt eitt
samfellt fen, með vötnum og
smærri ám. Þetta er marflatt
land og gætir flóðs og fjöru langt
inni í landi. Höfðum við til okkar
afpota bát með utanborðsmótor,
enda eru ferðir um þetta svæði
óhugsanlegar öðru vísi en á bát-
um.
— Er þetta land þá byggilegt?
— Þarna búa eskimóar, sem
erú á fremur lágu menningar-
stigi, enda gerir samgönguleysið
þá einangraða. Þeir lifa mest á
laxveiðum, en mikil veiði er í
fljótunum. Einnig skjóta þeir
nokkuð fugla §ér til matar.
— Hvað er um fuglalífið að
segja á þessu fenjasvæði?
Dr. Finmir Guðmundsson
— Það er mikið og fjölskrúð-
ugt. En svæðið er svo geysistórt
og lífsskilyrði fuglanna alls sttfö- j
ar jafngóð, svo það myndast ekki
eins þéttar fuglabyggðir og við
eigum að venjast sums staðar hér
á landi.
KRÍA, LÓMUR, ÆÐARFUGL
— Sástu nokkrar hinna ís-
lenzku fuglategunda þarna?
— Þarna var mikið af kríunni,
þar var einnig lómur og æðar-
fugl?
— Hvernig gengur með æðar-
varpið hjá þeim?
— Á þessu svæði var ekkert
æðarvarp, sem hægt er að kalla.
Fuglinn verpir svo dreift, að
ekki er hægt að nytja dúninn,
en eskimóarnir nytja fuglinn til
matar. Þarna sá ég líka lóuþræl
og óðinshana og nokkrar fleiri
íslenzkar fuglategundir, en flest-
ar algengustu tegundirnar þar
eru samt óþekktar hér á landi.
Má t. d. nefna gæsartegundir
þrjár: keisaragæs, kanadagæs og
svarta margæs.
— Hvernig fannst þér þe.ssi
staður standast samanburð við
Mývatn, hvað mismunandi teg-
undir anda snertir?
— Endurnar voru ekki eins
áberandi og við Mývatn, enda
dreifðar yfir stærrá svæði. Þess
má þó geta, að þarna er mikið
af hávellu. Algeng ér líka svört
tildrutegund, svo og þernumáfar,
grálóur, trönur og fleiri tegundir.
ÓGREINANLEGT
FRÁ ÍSLANDI
— Hvert fóruð þið þessu næst?
— Þá var ferðinni heitið til
Pribiloff eyja, sem eru í Berings-
hafi, norður af Aljútaeyjum. —
Flugum við þangað og fórum
fyrst vestur með norðurströnd
Alaskaskagans. Nokkrir viðkomu
staðir eru á leiðinni og þar hef
ég séð landslag líkast og á ís-
landi. Fjallgarður gengur þar
fram eftir skaganum miðjum
„Tekinn úr umferð“ af
Stalin 1946 — framá-
maður ■ 1953
hann skyldi bókstaflega hverfa
af sjónarsviðinu. Ég trúi því þó
ekki, því að cnda þótt við vær-
um vinir, virtist hann alltaf sann-
trúaður kommúnisti. Hann vissi,;
að ég var óbifanlegur fjandmað-
ur kommúnismans og taldi þá
stefnu ekkert annað en einræði.
Hann hlustaði jafnan með þolin-
mæði á orð mín, þegar ég sagði
honum, að ég hefði ímugust á
öllu, sem ætti skylt við ríkisbú-
skap og ríkisveldi og öll vest-
ræn siðmenning byggðist á per-
sónufrelsi. En tryggð hans við
kreddur kommúnismans virtust
grundvallaðar á einlægri sann-
færingu fremur en utanaðkom-
andi nauðsyn."
Loðselalátur á Pribilloff-eyjum.
með eldfjöllum og undirlendi
sitt hvoru megin, líkt og á Snæ-
fellsnesi. Fjöllin eru úr basalti
með fönnum í skorningum, mýr-
ar og móar allt umhverfis og
hvergi skógar né kjarr. Ég gat
satt að segja eltki skilið á miili
þessa umhverfis og íslands. En.
þarna er byggð sama sem engin.
ALLAR SAMGÖNGUR
FLUGLEIDIS —
TIL PRIBILOFFEYJA
— Og svo komið þið til Pribi-
loffeyja?
— Já, þangað var flogið, enda
allar samgöngur í Aiaska í lofti.
Til Pribiloffeyja teljast fjórar
eyjar, tvær þeirra eru allstórar
og byggðar, St. Paul með 500
ibúa og St. George með 200 ibúa-
Fólkið er af svoneíndum Aljút.a-
þjóðflokki, en um uppruna hans
er lítið vitað. Rússar fundu eyj-
arnar seint á 18. öld og fluttu.
þangað veiðimenn frá Aljúta-
eyjum.
— Hvernig eru lifskjörin þar?
— Þau eru mjög góð, enda eru.
náttúrugæði eyjanna frábær. —
Sela og fuglalíf er friðað, em
ákveðinn fjöldi sela er skotinn.
árlega undir eftiriiti hins opin-
bera. Það gefur svo mikinn nr5
að íbúana skortir ekkert. Mcst
gefur loðselurinn af sér. Af þeim
eru lVz milljón á Pribiloffeyjum
og eru árlega veiddir um 50 þús-
und loðselir, eingöngu ungir
brimlar.
LIFNAÐARHÆTTIR
LOÐSELSINS
Eyjarnar eru sæbrattar basalt.-
eyjar. Lífshættir loðselanna eru.
mjög merkilegir. — Brimlarnir
koma venjulega á land í maí og
setjast upp á ströndina. Þar helg-
ar hver brimill sér svona fimm-
tíu fermetra svæði, sem hanrt
ætlar sínum urtum. Þær koma
síðar og hefst þá grimmilegur
bardagi milli karldýranna tun.
ástir og fasteign. Hefur hver
brimill þetta 50 til 150 urtur,
allt eftir virðingu og styrkleika.
Hávaðinn og orgið í selunum
heyrist langar leiðir, enda eru'
bardagar milli brimlanna mjög
algengir. Selir þessir eru stórir
i og gagnstætt því sem er um
venjulega seli, leggja þeir ekki
á flótta fyrir manninum, heldur
ráðast á hann og eru lifshaettu-
legir.
— Hvernig er gróður á þesstim
ej'jum?
— Hann er sums staðar tals-
vert mikill, 200 tegundir af blóm-
plöntum, þar af 70, sem finnast
hér á landi.
LUNDAR
MEÐ FJAÐRASKRAUTI
— Er mikið um sjófugla á
Pribiloffeyjum?
— Á úteyjunum tveimur, sem
eru litlar, eru þau mestu fugla-
björg, sem ég hef nokkru sinni
séð. Sumar tegundirnar þekkj-
uin við hér heima svo sem svait-
fugl (langvíu og stuttnefju), rittt
og fýl. En svo eru þar margar
Kyrrahafstegundir, svo sem tvær
tegundir af furðulegúm lundum,
með marglitu og áberandi fjaðra-
skrauti og toppum. Sama lit-
skrautið finnst á sumum svart-
fuglategundunum.
SKJÓTA VARiO SKARÐ
í VARNARBELTIÐ
— Þið hafið náttúrlega farið
í úteyjarnar.
— Já, við fórum út í svonefnda,
Walrus Island eða Rostungseyju,
sem er flöt lítil klettaeyja. Hún
mun vera næstum km á lengd
og þar hef ég séð þéttasta fugla-
byggð, enda búa þar 1V2 milljóní
af langvíu. Annars var ekki auð-
leikið að komast í land, því ací
á klöppunum hringinn í kringura.
Frh. á bls. 8.