Morgunblaðið - 02.08.1953, Blaðsíða 10
M U tii, 1‘ nt It >
r> {
Sunnudagur 2. ágúst 1953
VIÐARKAPPI MEÐ INNBYGGÐRI RENNIBRAUT
ER NÚ FRAMLEIDDUR HJÁ OKKUR.
HANSA H.F.
LAUGAVEG 105 — SÍMI 8-1525.
Framhaldssagan 70
það sem eftir er ævinnar. Það
verður því að vera vel valið“.
Nú er tækifærið til að segja
-það, hugsaði hún. Nú er kominn
« tími til að ég segi: — Þú mítt
eiga hann. Eg vil að þú eigir
hann. Þú og Mike. Hún reyndi að
gefa hugsunum sínum hin réttu
orð, en hún gat það ekki.
Kannske var það lika of snemmt.
Ég vil að Truda fái hann, hugs-
aði hún, vegna þess að það er
betra fyrir hann að hún sé hon-
um móðir. Hún er skynsamari og
betri manneskja en ég. Hún hef-
ui yfirunnið allar duldirnar, sem
lífið skapar manni. En ég hef lif-
að of lengi í návist móður minn-
ar til að geta það.
Þegar hún var orðin nógu
hraust fór hún til að heimsækja
‘rnóður sína á heilsuhælið við
Hudsonflóa. Agatha Greer lá
hreyfingarlaus í rúmi sínu.
Hendur hennar voru á iði á rúm-
ábíreiðunni. Hár hennar var
gréitt og fléttað og sjálf var hún
hréin og strokin. Annars sá Júlía
engin veikleikamerki á henni.
Hún settist við rúmgaflinn og
tólc um magra hönd móður sinn-
ar: Allt í einu opnaði móðir
hennar augun og starði sljóum
augum á dóttur sína. Svo var eins
óg hún yrði hrædd. Hún dró að
&ér hendina og þrýsti sér lengra
iijður í koddann. Það fóru und-
artegir drættir um varir henn-
ififlj
„Farðu“, sagði hún hjáróma
Ströddu. „Farðu. Hvað ert þú að
gera hér?“ Hún talaði hægt og
fmeð erfiðismunum. ^Ég segi
Sþér hvað eftir annað að fara og
^alltaf ertu hér. Hvers vegna má
ég ekki vera í friði?“
Hjúkrunarkonan var komin
linn, myndarleg kona og vin-
'lgjarnleg í fasi. Hún hélt móður
Júlíu niðri í rúminu, enda þótt
SAgatha Greer streittist á móti.
SLoks lét hún undan og lagðist
•aóleg út af á koddann.
„Ég held að bezt sé að þér far-
|ið“, sagði hjúkrunarkonan við
aJúlíu. „Eins og þér sjáið þá ger-
iið þér hana órólega“.
Júlía mundi ekki eftir því
ú.eifina hvort hún hafði gengið á
„stöðina eða farið í bíl. Járnbraut-
Sarstöðin var í nágrenninu, og
aþegar lestin hennar loksins kom,
var hún fegin að geta sezt inn
•jí klefann. Hún hafði leigt sér
Iklefa fyrir einn heim til Clan-
ford. A ganginum rakst hún á
‘ mann, sem vék til hliðar til þess
að hún kæmist fram hjá. Hon-
jmn leizt auðsjáanlega vel á hana
t og hann brosti til hennar og kipr-
faði saman augun. Svo var eins og
hann skynjaði örvæntinguna í
fsvip hennar, og hann forðaði sér
|htð bráðasta.
Júlía lokaði hurðinni að klef-
lanum á eftir sér allshugar feg-
fin. Hún horfði á fólkið sem tínd-
jjist að úti á stöðvarpallinum og
Ihenni fannst hún vera einmana
og hrædd. Maðurinn frammi á
ganginum — það er eitthvað‘illt
til í allt of mörgu fólki, hugsaði
hún. Ég er ein af þeim. Nú þegar
hún hafði séð móður sína, var
hún ennþá ákveðnari í því að
hugsa fyrir framtíðinni.
Hún sá um allar nauðsynjar
drengsins, en neitaði sér um þá
ánægju að taka hann upp þegar
liann grét. Barnfóstran var þar
til þess og hún var vingjarnleg
við hann, enda þótt henni þætti
sjálfsagt ekki vænt um hann.
Júlía reyndi að umgangast hann
eins ópersónulega og hún sá að
barnfóstran gerði. Þegar hann
.brosti í fyrsta sinn varð henni
ljóst að Ellie hafði sagt satt.
Hann var ótrúlega líkur Mike.
| Hún sneri sér frá rúminu og
! horfði á myndirnar í veggfóðr-
inu án þess þó að sjá nokkuð.
Þetta er erfitt, hugsaði hún. Þetta
er það erfiðasta, sem ég á noklc-
urn tíma eítir að gera. Hún
minntist móður sinr.ar og hand-
anna hennar, sem aldrei gátu
fundið ró.
I Svo varð henni hugsað um
Hlýju Mike. Hlýjuna, sem ein-
kenndi öll hans verk. Og hvern-
ig hún hafði breytt honum. —
Henni fannst eitthvað ljótt og
vont vera innra með sér, eitt-
hvað sem mundi smita allt það
fólk, sem þætti vænt um hana.
19. KAFLI
Júlía stóð yfir drengnum og
reyndi að horfa á hann eins og
hann væri sér óviðkomandi.
Truda hafði haft á réttu að
standa. Börnin voru ekki svona
-rauð og hrukkótt nema allra
fyrst. Hún togaði í annan litla
fótinn en hann kreppti hann
strax aftur. Hún brosti til hans
og henni fannst hann brosa til,
sín á móti. Hann er lítil sjálfstæð
^vera, hugsaði hún með sjálfri sér.
Mundu það, þegar þú gerir fram-
tíðarákvarðanir þínar.
I Fyrst var það móðir hennar.
Það var undarlegt að hugsa til
þess að hún þyrfti ekki að taka
hana með í reikninginn í fram-
tíðinni. Hún rifjaði upp fyrir sér
það sem læknirinn hafði sagt:
Sálgreining, insulin og hvíld.
Hendel læknir hafði verið mjög
vingjarnlegur en hann fór ekki
dult með sannleikann.
I Hann sagði að móðir hennar
hefði ekki alltaf verið sinnisveik.
Veikindin hefðu byrjað með
dauða föður hennar fyrir mörg-
um árum. í fyrstu hafði hún yfir-
unnið þau með viljastyrk sínum
og meðfæddri virðingu fyrir
sjálfri sér. En nú hafði hún lifað
í sínum eigin heimi í marga mán-
uði, heimi, sem hún hafði sjálf
byggt upp.
I A meðan Júlía hlustaði á skýr-
ingar hans, reyndi hún að láta
sér detta eitthvað í hug móður
sinni til málsbótac En orðin voru
fátækleg. Hvernig gat hún sagt
honum frá iMKsfeyggjiia móður
hennar. Ástúðinni, sem hún haiði
auðsýnt henni þegar hún var
barn. Og hvernig árin höfðu lið
ið í friði og ró hvert af öðru.
Loks hætti hann að ganga
fram og aftur um gólfið en
nam staðar við> hákaskápinn.
Hann sagði að eigkutega væri
hann ekki fylgjamdi lyflaekningu,
hefði meiri trú & sálgreiningu.
Heilsa móður hennar leyfði held-
ur ekki miklar lækmsa'ðgerðir.
Kannske mundu þeir reyna að
gefa henni „insullinchcdc“. Hann
hafði rannsakað hana nákvæm-
lega og metið Straifta hennar.
Hann gat ekki leyn* hama því að
móðir hennar mimn«lii sennilega
aldrei fá fullan taa'ía aftur.
I Júlía fór allt í eirtu. að skjálfa.
Hún leit í kring raa sig í barna-
herberginu og gladdast yfir því
hve sólin skein þar inn og allt
var málað í Ijósum skemmtileg-
um litum. Hún hugsaði um dreng
inn. Ég skal sjá um að slíkt komi
aldrei fyrir hann, sagði hún á-
kveðin við sjálfa sig.
Hún fékk skeytið frá Mike síð-
ast í júní. Hann hafðí lokið að
'mestu við starf sitt í Jersey og
átti skilið þriggja daga frí. Mátti
hann koma til Sherryville, eða
vildi hún halda áfram þessu
stríði á milli þeirra? Júlía hik-
aði áður en hún svaraði. En áð-
ur en hún vissi af var hún bú-
in að skrifa svarskeyti. Hún bað
hann að hitta sig í kofanum hans
! við vatnið fyrsta daginn, sem
hann átti frí. Þegar skeytið var
Jfarið af stað, iðraðist hún þess
ekki að hafa sent það. Hún hafði
;þegar beðið of lengi með að til-
. kynna honum framtíðarfyrir-
ætlanir sínar.
Þetta verða nokkrir dagar,
sem ekki tilheyra framtíð minni,
hugsaði hún. Truda getur vel
unnt mér nokkra daga. Hún
pakkaði niður í litla tösku, en
tók strax upp úr henni aftur og
raðaði öllu aftur niður í komm-
óðuskúffurnar.
LU
RNALiSBÓH Æ
%
SKOSMIÐURINN
SEM VARÐ STJÖRNUSPEKINGUR
— Ævintýri —
4
drepinn eftir þrjá daga, og sagði kerlingu sinni hvað farið
hafði á milli sín og herramannsins. Kerlingin sasði að ekki
J skyldi hann hafa áhyggjur því úr þessu rættist ábyggilega.
— Svo liðu tveir dagar, en að morgni hins þriðja dags var
j skósmiðurinn orðinn hálfveikur af hræðslu og kvíða, er
| hann þyrfti að ganga fyrir herramanninn og segja honum
að hann hefði enga hugmynd um hvar gimsteinarnir voru.
En þá var barið á dyr skósmiðsins og er hann fór til þess
að gæta að, hver kominn væri, var þar fyrir gamall maður.
Hann féll til fóta skósmiðsins, grét og sagði:
— Ó, þú mikli spekingur. Sýndu mér miskunn. Þú veizt
núna að það var ég sem tók gimsteina herramannsins, en nú
er ég kominn til þín með þá. Ég bið þig um að segja ekki
herramanninum frá því að það hafi verið ég sem tók þá.
— Vel vissi ég að þú hafðir tekið gimsteinana, sagði skó-
smiðurinn og honum var nú farið að líða betur. — En ég
þegi ekki við herramanninn nema ég fái gjald fyrir.
Komumaður þreifar þá í vasa sinn, tekur þar upp gim-
steinana, ásamt pyngju fullri af gullpeningum, og réttir að
ckósmiðnum.
Skósmiðurinn sagði ekki, hver hefði tekið gimsteinana.
Hélt hann því næst heim, og varð konan mjög hróðug yfir
peningunum og ætlaði að fá sér nýjan kjól. Skósmiðurinn
bað hana að sóa ekki peningunum. Hún kvaðst varla fara
að ganga í gömlum kjól á dansleikjum, þegar hún væri orðin
stjörnuspekingsfrú, enda yrði hann varla lengi að afla slíkr-
ar upphæðar, og nú skyldi hann fara og kynna sig sem
stjörnuspeking í kaupstaðnum, sem var þar skammt frá. En
hann var ekki samg sinnis og kona hans, sem lætur ekki
róast fyrr en kart lqfar að halda áfram.
Kornmer De til Kobenhavn — ?
má De ikke gá glip at den
oplevelse, det er at allægge
vor íorretning og vore store
udstillinger al sniukke og
stilfulde mpbler et bespg.
Harmoni og sk0nhed skal
forenes i de enkelte mpbler,
der anvendes for at skabe
et smukt hele i hjemmets
opbygning — og det er no-
get af en kunst, som ikke
alle personlig kan magte.
Det enkelte m0bel kan blive
en daglig glæde og nydelse
for hjemmets beboere og en
smuk oplevelse for gæsterne.
Skal der til Deres hjem bru- *
get et enkelt mþbel, eller
et eller ílere rum skal mon-
teres helt eller delvis, kan
vi gennem vort meget om-
fattende udvalg af smukke
stilfulde mþbler samt vor
mangeárige erfaring yde
Dem en uvurderlig hjælp
og stptte.
Forlang vor brochure tilsendt
GEORG KOFOEDS
M0BELETAB LIS S EMENT a/s
Sl. Kongensgade 27. Ctr. 8544 - Palæ 3208
Kfibenhavn — Danrnark
— vi skaber for Dem det noble h]em
— Bezt að auglýsa 1 Morgunblaðinu -
HAIMSA - GLUGGAKAPPI
NYTT
NÝTT
JULiA SitEEH
? SKALDSAGA EFTIR DOROTHEU CORNWEU
u