Morgunblaðið - 22.08.1953, Side 6
6
MORGUISBLAÐIÐ
Laugardagur £2. ágúst 1953
Við rúmsfokk ömmu
rmmm
.yy-
'■ '■■ ■ .
Tvö lítil börn sitja við sjúkrabeð slasaðrar ömmu sinnar. Er hún úr þeirra hópi, sem landskjálftar
á Jónisku eyjunum hafa höggið nærri, Þau þrjú bíða björgunarmanna, sem ætla að flytja þau til
meginlandsins.
Jóhann Hannesson bókavörður:
Hvat skalt of nafn hylja,
99
UNDANFARIN ár hafa íslend-
ingar verið önnum kafnir að
koma upp hjá sér ýmsu því, sem
þeir telja — með réttu eða röngu
— að fullvalda þjóð geti ekki
án verið, en það er nú orðið
harla margt. Þetta hefir gengið
upp og ofan enda oft úr vöndu
að ráða og um margt að velja.
En þegar að því kemur, sem varla
verður langt að bíða, ef að líkum,
lætur, að tekin verði upp sér-
stök bæn handa landsmönnum,
sem þeir skulu biðja, ekki sem
einstaklingar, syndugir fyrir
augliti Drottins, heldur sem ís-
lendingar, verður hvorki um völ
né kvöl að ræða. Þessi þjóðernis-
bæn er til reiðu 1 Lúkasarguð-
spjalli, 18. kap., 11. versi: „Drott-
inn, ég þakka þér, að ég er ekki
eins og aðrir menn“.
Það er nefnilega svo, að þótt
þess sé ekki langt að minnast,
að deilt var um það, hvort ís-
lendingar hefðu yfirleitt nokkuð
eðli, þá hafa landsmenn aldrei
efast um það, að þeir ættu fátt
sammerkt við annað fólk, nema
þá helzt innri líkamsbyggingu
(auðvitað að hjarta, heila, nýr-
um og öðrum skapgerðarlíffær-
um undanskildum), og hefir hún
lýst sér í fleiru en frá megi segja
sú tilfinning, að þeim megi ekki
það yfir margan gengur. Ég ætla
hér rétt að drepa á eitt dæmi
þess, hvernig getur slegið út í
fyrir íslendingum, þegar þessi
tilfinning ber skynsemina ofur-
liði.
Það munu vera lög á íslandi,
að foreldrar eru ekki sjálfráðir
um val nafna börnum sínum til
handa, né eru prestar taldir þess
umkomnir, að leiðbeina sóknar-
börnum sínum í þessum efnum,
heldur er þeirri ábyrgð varpáð
á þar til gerða nefnd, að velja
þau nöfn, sem íslendingum (og
þá víst líka börnum erlendra
foreldra, sem skíra þarf á ís-
landi) skal leyfilegt að bera.
Hvernig þetta er tilkomið, er mér
ekki kunnugt, en ef dæma má
eftir ýmsum öðrum lagasetning-
um um eÉ'ki óskyld efni, þykir
mér' sennííégast, að einhverjum
þingmanníf eða þingmanns
ígildi) hafi einhverntíma ekki
falííð eitthvert nafn í geð, og
hann hafi því viljað fyrirbyggja
með lögum, að það angraði hann
nema sakar eigir?
oftar eða lengur, en óhjákvæmi-
legt var. Slík föðurleg umhyggja
fyrir eigin smekk hefir jafnan
verið snar þáttur í starfsemi mál-
hreinsunarmanna. Og þegar hon-
um var þetta einu sinni í hug
komið, hlaut það að hafa fram-
gang sinn, því ekki þurfti hann
annað en að benda á þá hættu,
sem tungunni stafaði af því, að
maður fyrir austan skyldi heita
Rustikus, þá þorði enginn móti að
mæla, enda eru yfirlýsingar um
ást á tungunni ódýrasta vottorð
um þjóðhollustu, sem stjórnmála
menn eiga völ á. Tilkoma þess-
ara laga kann að hafa verið með
einhverju öðru móti, en svona
þykir mér hún sennilegust.
Látum nú vera, að með þessuj
eru borgaraleg réttindi manna
skert á alóþarfan hátt; íslending-
ar hafa oft verið betur á verði
um annað en þau. Látum það
líka vera, að menn skuli taka
það trúanlegt, að löggjafarnir,
eða menn tilnefndir af þeim, séu
eitthvað meiri smekkmenn, en'
fólk er flest; sú þjóðtrú verður’
víst seint kveðin níður, enda þótt
hún brjóti í bág við flest gamalt
og gott í íslenzkum hugsunar-!
hætti. Látum enn vera þá bábilju, ^
að tungunni stafi hætta af nafn-j
giftum; ef ekki er annars kost-
ur, þá er þó sú villan skást, sem
næst fer því að vilja vernda
tunguna. En eitt vil ég ekki láta j
vera, en það er vanmat þessararj
löggjafar á tilfinningum þeim, er
nafngiftum ráða.
Nafngiftir fylgja tízku, svo sem
annað í tungu og þjóðhátturri
allra landa. Er auðvelt að ganga
úr skugga um það, og er hér
smárannsóknarefni í íslenzkri
málsögu. En þó mest beri á tízku-
nöfnum á hverjum tíma, er þó
oft sterk hefð á um nafnaval.
Foreldrar láta heita eftir frænd-
um og vinum, hvort sem nöfn
þeirra eru í tízku eða ekki, eftir
þeim, er nafns vitja í draumi,
eftir hetjum og mikilmennum
sem þeim eru sérstaklega hug-
leiknir, hvort sem það er nú
Guðbrandur biskup eða Alfred
Dreyfus. Það, sem máli skiptir
hér, hvort sem tízka eða annað
ræður nafngift, er það, að nafn-
giftin á sér rætur í tilfinningum,
sem sá einn veit gildi á, er ber
þær í brjósti, og þarf meira en
þingmennsku eða nefndar-
mennsku til að kunna að vega
þær á móti því, sem hinum bann-
færðu nöfnum er til foráttu
fundið.
Þetta eru tilfinningarök, og slík
rök eru jafnan léttvæg, ef önn-
ur eru á móti, en því er ekki
hér að heilsa. Oft er talað um,
að frelsa þurfi börnin frá nafna-
ómyndum, sem foreldrarnir vilja
klína á þau. Þar til er því að
svara, að um það er enginn fær,
frekar en að segja fyrir um
snið á föfum annarra. Ef mál-
hreinsunarmennirnir vilja að til
þeirra sé tekið tillit, verða þeir
að sýna fram á þá hættu, sem
tungunni á að stafa af Rústíkus-
nafninu.en að því held ég, að ekki
verði auðhlaupið, ef menn hætta
að leggjast flatir fyrir öfgunum
af því einu, að bak við þær kann
að búa snefill af sannri umhyggju
fyrir velferð íslenzkrar menning-
ar. Mér virðist það því deginum
Ijósara, að nafngiftir eru einka-
mál nafngjafa, sem enginn annar
en hann er fær að fjalla um.
Til að skilja það, ætti ekki að
þurfa mikið annað en viljann til
að leggja dómgreind og smekk
náungans til jafns við sinn.
Að sjálfsögðu nær það, sem hér
er sagt, ekki einungis til skírn-
arnafna, heldur til allra nafna.
Ég er ekki lögfróður, en ég get
látið mér skiljast, að það muni
til hæginda fyrir yfirvöldin, að
hver maður sé svo nefndur, að
ljóst sé, að hann er einn maður
en ekki tveir, og þá jafnan sami
maðurinn, úr laganna horni séð.
Mun því þurfa einhverjar regl-
ur um nafnbreytingar. En fram
yfir það fæ ég ekki skilið, að
yfirvöldin þurfi að skipta sér af
nöfnum manna. Ef einhver vill
heldur heita Bárður Búrfell en
Jón Sigurðsson, þá hann Um það.
(Hann hættir að vísu á að verða
hæddur fyrir spjátrungsskap, en
Framhald á bls 10
SteMn
Iré ¥iaur
HANN er 60 ára í dag. Fæddur í
Vigur 22. ágúst 1893, sonur hin:
mikla þjóðmálaskörungs séra Sig
urðar Stefánsson og konu hans
Þórunnar Bjarnadóttur frá Eng
ey. Hann ólst upp hjá foreldrum
sínum í hinni fögru ey Vigur í
ísafjarðardjúpi, og telur hane
ætíð aðalheimili sitt, þó lögheim-
ili hans hafi verið á ísafirði í 40
Stefán hlaut að vonum ágæta
heimilismenntun hjá föður sín-
um, en fór ungur í Akureyrar-
skólann til föðurbróður síns
Stefáns skólameistara. Að loknu
námi í Akureyrarskólanum, fór
Stefán í Verzlunarskóla Islands
og lauk þar námi. Eftir það sett-
ist hann að á ísafirði og hefir
stundað þar verzlunarstörf og
kaupsýslu til þessa dags.
Stefán frá Vigur ín^ann alltaf
kallaður af vinum sínum og kunn
ingjum. Það er vissulega rétt, að
kenna hann við fæðingarstað
sinn, því hann ber alltaf með sér
Vigursvipinn og drenglyndið, og
tryggðina til átthaganna. Honum
hefir tekizt manna bezt að halda
óskertri æskulund sinni, einurð
og drenglyndi, og svo mun verða
til hinnztu stundar.
Stefán hefir ekki safnað auði,
þótt hann gerði verzlunarstörf og
kaupsýslu að ævistarfi. Ekki
þekki ég þó mann, sem betur
hefði hentað en honum að ráða
miklu fé, því hann er maður ör
og ósýtinn. Ekki hefir hann Iield-
ur sótt eftir embættum né veg-
tyllum, og er þó vel til hvors
tveggja fallinn. Hann hefir skilið
það, að allt hefðarstand er mótuð
mynt, en maðurinn gullið þrátt
fyrir allt.
Sigurður Kristjánsson.
Vestan um
FRÚ Rannveig K. G. Sigbjörns
son skáldkona í Leslie, Sask.,
Kanada, skrifar mér eftirfar-
andi grein, sem ég leyfi mér
að biðja Morgunblaðið fyrir.
Sjálfur bæti ég því einu við,
vegna þess sem hún minnist á
borðbænir, að þær þóttu sjálf-
sagðar sama sem á öllum heim
ilum þar sem ég kom vestra
1918, bæði í Winnipeg og ann-
ars staðar. — S. Á. G.
Ég ætla að minnast á lítið at-
vik frá embættisstarfi sr. Frið-
riks Friðrikssonar hér vestra, í
Fyrstu lútersku kirkju í Winni-
peg, Manitoba. Mér finnst, þótt
öðrum kunni að finnast það ekki
fyrirferðarmikið, að það sýni eitt
af þeim sterku taugum, sem séra
Friðrik hefir haldið unglingun-
um á. Færi betur að sem flestir
ættu sem mest af því sama.
Það var í fermingarbekk. Yfir-
heyrsla stóð yfir. Upp kemur,
drengur, sem átti sérlega erfitt.
með að mæla á íslenzka tungu. j
„Lestu Faðirvorið“, segir prest
urinn. |
Þegar nú drengurinn stendur
þarna frammi fyrir þessum ís-
lenzka prestahöfðingja og á að
lesa úr fræðum sínum á íslenzkri
tungu, verður hann skelkaður
mjög. Fær hann nú svo mikinn \
fræðahroll að drottinlega bænin
hverfur honum sjónum hugans. I
Eins og drukknandi maður myndi
grípa í smáfjöl ætti hann þess j
kost, grípur drengurinn í það sem |
eftir flýtur í huga hans, en það
var borðbæn, sem lesin var á
íslenzku á heimili hans. Hún er
svona: „Drottinn Guð himneski
faðir, blessa þú oss og þessar
gjafir þínar, sem vér þiggjum af.
mildri gæzku þinni, fyrir Jesúmj
Krist vorn Drottinn. Amen“.
Allir 1 bekknum störðu á Jósep ^
með skelkuðum huga og bjugg-1
ust við að nú myndi „hafið t
drynja“. Hvernig gat drengurinn ,
gert svona mistök? Hver var að
tala um borðbænir hér og nú? |
En það „drundi" enginn. Prest- |
urinn beið rólegur á meðan Jósep
las. Og þegar hann hafði lokið
þessu máli sínu, sagði klerkur
með mestu stillingu. „Já, góði
minn. Nú skulum við lesa Faðir j
vorið“.
Pilturinn var vinnumaður hjá
okkur hér oftar en einu sinni
og hann sagði okkur þessa sögu
sjálfur við borðið.
Það voru tvö heimili í Winni-
peg, sem ég þekkti nokkuð til,
sem lásu borðbæn. Það var hjá
Kristjáni Vopnfiörð bg Elizabetu
konu hans og hjá Halldóri Bárdal
og Guðrúnu konu hans. Eftir að
séra Sigurbjörn A. Gíslason kom
vestur 1918, fór ég að lesa þessa
bæn yfir borðum og hefi gert það
síðan. Ég hálf fyrirvarð mig fyrir
það, er presturinn var hér, að
það skyldi ekki vera lesin borð-
bæn.
Aðra hefi ég samið sjálf á
ensku, því nú orðið þarf maðu"
oft að nota það mál, ævinlega
er barnabörn manns eða tengda-
synir eru við. Og hjá all flestur.r
ungum Vestur-íslendingum, mu r
þeð vera nauðsyn, að nota það
mál eigi tilheyrendur að haf r
not af bænalestri og fleiru. E'
slíkt eðlilegt. Börnin hér fædd
og alin, eru borgarar þessa land i
og eiga allt sitt að sækja til
þess. Mér var það ekki eins ljóst
fyrir þrjátíu árum eða svo, þeg-
ar gerð var yfirlýsing um það,
að ensk tunga væri móðurtungr
íslenzkra barna hér fæddra. Það
var ekki af því að mér væri ekki
vel til enskrar tungu. En mé'
sárnaði að maður, sem ekkert
hafði við þetta mál að gera, átti
hvorki konu né fcörn né var mé.'
vitanlega að neinu leyti til þers
kvaddur, að kveða upp dóm í
slíku máli eða væri að skipa fyr-.
ir um það, hvað tunga barrn
minna skyldi heita. Ég varð svo
reið að ég er viss u.m það, að c(
ég hefði verið uppi á Víkinga
öldinni, þá hefði ég boðið karl
þeim út á sléttuna að berjast.
Nú er ég hætt að skifta má
af slíkum yfirlýsingum, ,þær hafi
komið og það í sjálfu Lögþerg'
oftar en einu sinni. Tungan e.
alveg eins og mannslífið, eins o
allt líf á þessari jörð. Hún dev
þegar fólkið, sem mælir han:
fellur úr . sögu. Og nú fækka'
þeim óðum, sem tala og lesa ís
lenzka tungu, fyrir vestan hc."
Tilraunirnar má þakka, þegar
þær eru gerðar af einlægum huga
eins og nú er verið að upp á
Framnald á bls 10