Morgunblaðið - 22.08.1953, Side 10

Morgunblaðið - 22.08.1953, Side 10
10 MORGVTSBLAÐiÐ Laugardagur 22. ágúst 1953 Skemmfun SíiS í Tívoli Stefán Rnnólf sson mi- virkjameistari 50 ára f' dag hefjast hátíðahöld SÍBS í Tivoli, skemmtigarði Reykvíkinga og munu þau verða bæði í dag o% á morgun. Mjög hefir verið vandað til skcmmtiatriða og hefir m. a. hin vinsæla hljómsveit Kristjáns Kristjánssonar ákveðið að gcfa bæjarbúum kost á að sjá og heyra alla hina ungu og e|ni!egu söngvara, er komu fram á hljómleikunum í Austurbæjarbíói nýlega og vöktu þá mikla þrifningu áheyrenda. Hér birtist mynd af hljómsveitinni og hinum nýju dægurlagasöngvurum h^nnar, en þeir eru: Lórý Erlingsdóttir, Ragnar Halldórsson, EJIy Vilhjálmsdóttir, Ólafur Briem, Svana R. Guðmundsdóttir, Ingvi Guðmundsson, Kína Sigurðardóttir, Adda Örnólfsdóttir og Sigurður Haraldsson. — Jóhann Hannesson, bókavörður Framhald af bls e með því styrkir hann frekar en veikir íslenzka þjóðhætti). Deil- an um ættarnöfn er út í bláinn að öðru leyti en því, að einstaka mönnum í hvorutveggja liði er alvara. Ég held, sátt' að segja, að mér hefði aldrei orðið þetta mál að umtalsefni, ef Jónsnafnið hefði verið látið í friði. Féndum Rústík- usar er lítil vorkunn; féndum Jóns engin. Það þarf ekki ein- féldning til að spyrja, hvað sé íslenzkt nafn ef ekki Jón, en væri ókunnugt hvaðan fjandskapurinn við Jónsnafnið er runninn, mætti sannarlega halda, að einfeldn- ingar einir yrðu til að svara. Ég held það sé að minnsta kosti vogandi að efa það, að erki- biskupar málhreinsunarinnar viti b£tur eða vilji en sonur Sæmund- ar fróða, sem lét heita Jón. >í enskumælandi löndum hafa þeir,sem Smithsnafn bera,mynd- 'að með sér samtök, og mun það mest til gamans gert. Á íslandi væri ekki vanþörf á, að myndað væri í fullri alvöru varnarsam- bánd Jóna. Ættu Jónar Jónssyn- ir: að hafa um það forustu, aðrir Jonar yrðu meginkjarni liðsins, eri Jóhannar, Jóhannesar og aðr- ir þaðanaf óþjóðlegar heitnir „Íónar“ gætu myndað styrktar- déildir. (Ef einhver getur þess til, að nafn þess, er þennan stúf ritar, ráði sjónarmiði hans, þá á sá kollgátuna). Allt það, sem enn hefir verið nefnt, hefði getað átt sér stað þó íslendingar þættust vera eins og aðrir menn. En seinasti af- springur nafnhreinsunarfargans- ins sýnir, af hvaða rótum allt þgtta er runnið. Ekkert nema sú sannfæring íslendinga, að þeim séu gefnar aðrar kenndir en mönnum annarra þjóða, hefði getað hrint af stað þeirri fárán- legu löggjöf, sem nú mun gilda um nafnbreytingar eriendra manna, er gerast íslenzkir ríkis- bprgarar. Það er að vísu ekki ó- þekkt annars staðar að menn breyti um nafn um leið og lýð- skyldu, en víðast mun mönnum slíkt í sjálfsvald sett, svo að hag- kvæmisástæður einar ráða. Ég held það hafi verið allt i j sömu vikunni í fyrra sumar, að i Morgunblaðið birti smáklausu um nöfn nýrra háskólakandídata, grein um frægð íslendinga í Kanada, og stóra fregn um fyrsta nýja ríkisborgarann með breyttu nafni. í klausunni var það lofað, hve fótt var um Jóna og aðra óknnilega heitna menn meðal hinna nýju kandídata, en hins- vegar margt um þá, er hétu rammíslenzkum nöfnum, svo sem Fjalar (sem að vísu er kunnast sem heiti á dvergi, jötni og hana, (öllum búsettum utan íslands), en er ekki verra nafn fyrir það). Greinin um Vestur-íslendinga lofaði að verðleikum þann orð- stír, er þeir hafa getið sér þar, og lagði einkum áherzlu á, hví- lík meðmæli það væru þar vestra, að vera af íslenzku bergi brot- inn. Var ekki hægt að skilja frá- sögn blaðsins öðruvísi en svo, að sá er héti Thorsteinsson eða Sigurbergsson eða Gunnlaugsson og bæri þannig þjóðernið utan á sér, svo að segja, væri af þvi einu jafnan talinn öðrum traustari þar til lands. Efa ég ekki að svo sé, og tel mér það til gildis sem íslendingur, alveg eins og frétta- maður Morgunblaðsins. En fregn- in um hinn uppnefnda ríkisborg- ara hrósaði því happi, að nú væri búið að svipta hann síðustu menjum um ætt hans og upp- j runa. Allt er þetta á eina bók lært, og má hún með sanni kall-! ast fjölskrúðugt rit. | Ég veit að það, sem hér fer næst á undan, er ekki orðað á hlutlausan hátt, enda er það ekki ætlun mín. Hitt er varhugaverð- ara, og ég hætti ekki á það án hiks og efasemda, að gera þeim upp tilfinningar, sem undir þetta lagaboð verða að gangast. Ef til vill vilja þeir mikið til vinna að sýna hollustu við kjörþjóð sína. Ef til vill er þeim þetta ekkert hjartans mál. En illa trúi ég, að svo sé um alla. Einhver hlýtur að vera í þeirra hóp — og einn ætti að nægja til að ógilda lögin — sem ekki er sama um, að börn hans séu rænd því litla af þjóð- ararfi hans, sem vænlegt er til að lifa meir en eina kynslóð. En því nefni ég börnin, að sá, sem gerist borgari’ á íslandi, en er annarsstaðar uppalinn, er, á máli Guðmundar á Sandi, sem enginn mun væna um óþjóðrækni, að kasta í íslendinginn börnum sín- um. íþöku, 9. ágúst 1953. - Vestan m haf síðkastið. Það er gott og gillt svo langt sem það nær. En lífið er sterkt, það glípur sitt. Enskan er ríkismál, lansins mál, skóla- mál og viðskiptamál. Það getur alls ekki farið fram hjá því að hún verði móðurmál þeirra, sem í landinu eru kynslóð fram af kynslóð. Og þó ég skrifi þessi orð ekki með jafnvægisgeði, þá bið ég Guð að gefa það, að afkom- endur mínir og sem flestra lí- lenzkra manna, megi ávallt sýna það í orði og verki, þó þeir mæli og riti á enska tungu, að þeir séu komnir af kynstofni, sem mat göfugar hugsanir Og göfug verk framar öllu öðru. R. K. G. Sigbjörnsson. í DAG á Stefán Runólfsson frá Hólmi 50 ára afmæli. Stefán hef- ur verið mikill athafnamaður og ráðist í ýmsar nýjungar á sviði rafmagniðnaðarins, oft, en þekkt- astur hefur hann þó verið af af- skiptum sínum af íþróttamálum. Hann hefur í mörg ár verið forystumaður Ungmennafélags Reykjavíkur og átt ríkan þátt í uppbyggingu og vexti félagsins, enda hefur Stefán alla tíð haft einlægan áhuga á öllu því, sem til hagsbóta hefur staðið fyrir íþróttahreyfinguna og stefnt hefur að aukinni líkams- rækt og bættum starfsskilyrðum íþróttafélaganna. Það hefur verið skoðun Stef- áns að þýðingarmesti þátturinn í uppeldismálum þjóðarinnar væri það að glæða áhuga æskunnar fyrir hollu og heilbrigðu félags- lífi, þar sem unga fólkið lærði að vinna saman að áhugamálum sínum og þjóðar sinnar og stunda hollar íþróttaiðkanir. Dýrmætasta eign hverrar þjóð ar sé æskan og að eldri kynslóð- inni bæri að hlynna að henni eftir því sem ráð væru fyrir hendi. Þegar Ungmennafélag Reykja- víkur var stofnað fyrir nokkrum árum, var það spá margra að fé- . lagið ætti ekki langa lífdaga fyr- ir höndum. í Reykjavík væru önnur starfsskilyrði, heldur en í ! dreifbýlinu og hin mörgu æsku- ! lýðsfélög í bænum, sem starfað j höfðu í mörg ár með miklum ’ blóma, hefðu betri aðstöðu til að safna um sig ungu fólki, heldur en lítið og ungt félag, enda reyndist svo, að við ýmsa byrj- unarerfiðleika var að etja, en vegna mikils dugnaðar og áhuga ýmissa manna og þá ekki sízt Stefáns, þá tókst að vinna félag- ið upp, svo að nú er það komið yfir byrjunarerfiðleikana og hef- , ur hafist handa um ýmsar fram- kvæmdir, sem óefað mun verða , félagínu til mikils gagns í starfi á komandi árum og skapa því | möguleika til að halda uppi fjöl- . breyttari félagsstarfsemi, en , hingað tiL Er vonandi að ung- ' mennafélaginu takizt að halda á- . fram með vaxandi þrótti, að efla það starf, sem það hefur hafið af svo miklum dugnaði undir for- ystu Stefáns. En Stefán hefur víðar komið við sögu íþróttamálanna heldur en í UMFR. Hann hefur á ótal fundum og þingum íþróttasam- ' takanna látið mörg mál til sín taka og barizt þar fyrir ýmsum hagsmuna- og menningarmálum samtakanna. Því skal ekki leyna, að oft hef- ur staðið nokkur styr um Stefán, því að hann er bardagamaður mikill að eðlisfari og kann bezt við að fara sínar eigin leiðir, án tillits til þess hvað öðrum finnst, og þá hver sem í hlut á. 1 Honum er margt betur lagið, en að fara hinar „diplomatisku’1 leiðir, hlusta eftir því sem aðrir segja og taka svo afstöðu með meiri hlutanum. Stefán gerir sér far um að mynda sér sem rétt- astar skoðanir á hverju máli með því að kryfja það til mergjar og fylgja síðan fram því sem hann telur sannast og réttast. Síefán er heilsteyptur hug- sjónamaður, sem af einlægni vDl gera sitt bezta í hverju máli Ém tillits til, hvað aðrir telja hag- kvæmast í það og það sinnið. Það verður aldrei metið til fjár, það sem Stefán hefur með sinu óeigingjarna starfi ur.nið í þágu íþróttahreyfingarinnar, æskulýðsins almennt. Hann hef- ur með reglusemi og ódrepahdi áhuga gefið unga fólkinu fagurt fordæmi, og sannað með verkum sínum, hvað hægt er að gera sé viljinn sterkur og áratíð nóg. Er vonandi að Stefáni endist líf og heilsa til að koma sínum mörgu áhugamálum í fram- kvæmd í anda þeirra hugsjóna, sem hann hefur barizt fyrir allt sitt líf. G. H. - Úr daglega lífinu Framhald af bls. 8. er það ekki ósjaldan, sem hann heyrir kveða við, þegar farið er fram hjá einhverri fagurri styttu eða merkileg og fögur bygging er skoðuð: Þetta er reist fyrir, peninga úr Carlsbergsjóðnum... Carlsberg hefur komið þessu upp o. s. frv. — Er þá ógetið þeirra gífurlegu tekna, sem danska rík- ið fær af bjórsköttum. EN hvers vegna að skrifa um þetta hér? — Hvaða er- indi á það til okkar íslendinga, þótt einhver Dani, sem hafði það að ævistarfi að brugga öl, hafi haft ánægju af listum og vísind- um. — Jú, vissulega á þetta er- indi til okkar, ekki einungis til að ympra á, hversu litla ánægju við virðumst hafa af því að leggja nokkuð að mörku til styrktar vísindum og listum í landi okkar, heldur einnig — og ekki síður — til að benda á, að ein aðalstyrktarstoð vísinda og lista í nágrannalandi okkar er öl, áfengt öl. Hefur þó enginn heyrt þess getið, að Danir liggi í bjórfylliríi og ómenningu, heldur vekur það á hinn bóginn hina mestu athygli, að þeir kunna drykkjumenningu siðaðra þjóða og mættum við íslendingar mik- ið af þeim læra í þeim efnum. EN þá komum við einmitt að kjarna málsins. Hví ekki að slá tvær flugur í einu höggi, taka Dani til fyrirmyndar (enda hafa þeir mikla og langa reynslu) — brugga áfengt öl og sjá svo um, að mestur hluti ágóðans renni einmitt til eflingar listum og visindum hér á landi. Er vafa- laust, að með því gætum við út- rýmt að miklu leyti hinni ógeðs- legu ofneyzlu á brenndum drykkjum, sem orsakað hafa hina mestu skálmöld í landi hér og stuðlað að hvers konar skríl- mennsku og óþverraskap. M. Morgunblaðið er stærsta og f jölhrcyttaeta blað landsins. Auglýsing skapar aukin viðskipti. — Skrlistofustúlka Æfður vélritari með góðri menntun óskast til opin- berrar stofnunar. Umsóknir merktar: „1. nóvember — 682“, leggist inn á afgr. blaðsins fyrir 26. þ. m. J- AC154

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.