Morgunblaðið - 10.09.1953, Síða 6

Morgunblaðið - 10.09.1953, Síða 6
e> MO KGVKBLAÐIÐ Fimmtudagur 10. sept. 1953 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Athafnafrelsi er frum- skilyrði framfara \ UR DAGLEGA LIFINU ENDA þótt okkur íslendinga greini á um margt verður varla um það deilt, að á liðnum tíma hefur hagur þjóðar okkar stöð- ugt batnað með auknu frelsi. Ein- staklingarnir og þjóðarheildin hafa hagnýtt það til þess að bæta lífskjör sín og byggja upp þjóð- félag sitt. Islenzk æska nýtur í dag góðra lífskjara vegna þess að foreldrar hennar höfðu tækifæri til að neyta framtaks síns á hin- um ýmsu sviðum þjóðlífsins. Það var framtak einstaklingsins, sem Grettistökunum lyfti og hóf hið frumstæða íslenzka þjóðfélag upp úr kyrrstöðu og niðurníðslu erlends arðráns og nýlendukúg- unar. ★ Þessari staðreynd hættir mörg um til þess að gleyma. Heilir stjórnmálaflokkar flytja þær villueknningar, að framtíð þjóð- arinnar verði bezt trygð með því að þrengja sem mest um athafna- frelsi einstaklinganna og fela hinu opinbera, ríki og bæjar- og sveitarfélögum forsjá þeirra í sem ríkustum mæli. A grundvelli þessarar kenn- ingar starfa sósíaldemókratar og kommúnistar. Takmark þeirra er sem minnst athafnafrelsi ein- staklingsins og sem óskorðaðast alræði ríkisvaldsins á öllum svið- um. ★ Það er alkunna, að í þessu landi eru fjölmörg verkefni ó- leyst, sem leyst hafa verið í flest- um öðrum menningarlöndum. Og allir þykjast vilja framkvæma hinar nauðsynlegu umbætur á skömmum tíma. Látum svo vera. Það er góðra gjalda vert, að stjórnmálaflokk- ar og .leiðtogar þeirra lýsi fram- faravilja sínum. En mestu máli skiptir þó, að þannig sé búið í haginn í þjóðfélaginu að fram- farirnar séu mögulegar. Þótt margt hafi breyzt í ís- lenzku þjóðlífi er einstaklings framtakið þó ennþá frumskil- yrði framfara og umbóta. Hið íslenzka þjóðfélag getur aldrei orðið sterkt án sjálfstæðra og þróttmikilla einstaklinga, sem neytt geta hæfileika sinna til þess að treysta eigin hag og um leið heildarinnar, sem þeir eru hluti af. Af þessum ástæðum verðum við að gæta þess að sníða ein- staklings- og félagsframtakinu ekki of þröngan stakk. Þjóðfélag- inu ber að örfa það og glæða. Að sjálfsögðu verður að tryggja það, að hinn minni máttar troðist ekki undir í of harðri samkeppni. En því aðeins verður þjóðfélagið þess megnugt að halda uppi fjöl- þættri öryggisþjónustu, að at- hafnalíf einstaklinga þess standi traustum fótum. Fátækt og mátt laust þjóðfélag, þar sem höft og hömlur liggja eins og mara á framtaki einstaklingsins getur aldrei tryggt borgurum sínum félagslegt öryggi. Það getur ekki heldur tryggt þeim atvinnu og .afkomuöryggi. v ★ ' Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá upphafi byggt umbótabar- áttu sína á trúnni á einstak- lings- og félagsframtak. Hann hefur viljað styðja einstakling ana til þess að njóta sem bezt hæfileika sinna. Hann hefur haft forystu um að afla þjóð- inni tækja til þess að bjarga sér með, auka framleiðslu hennar og arðinn af starfi hennar. Og það er í skjóli þess arar stefnu, sem lífskjör ís- lendinga eru stöðugt að batna. Sjálfstæðismenn munu halda þessari raunhæfu umbóta baráttu áfram. Þeir munu halda áfram að vinna að fjölbreyttari framleiðslu háttu, útvegun betri tækja og jafnvægi í byggð landsins. Um þessa stefnu í baráttu þjóð arinnar fyrir bættum lífskjörum ættu í raun og veru allir frjáls- lyndir menn að geta sameinast. Islendingar eru andvígir höft- um og hömlum í athafnalífi sínu. Ofurvald opinberra nefnda og ráða er fjarri skapi þeirra. Þeir vilja njóta frjálsræðis í verzlun og viðskiptum, um byggingar- framkvæmdir og stöðuval. Af þessum ástæðum á ríkis- . rekstrarprjál sósíalismans hér þverrandi fylgi að fagna. Svo I virðist sem sú þróun gerist nú einnig í flestum öðrum vest- rænum lýðræðislöndum. Til þess benda t. d. greinilega síð- ustu kosningarnar í Bretlandi, Bandaríkjunum og Vestur- Þýzkalandi. „Bara sendisveinn"! SVERRIR Kristjánsson kemst þannig að orði í „Þjóðviljanum“ í gær um dugandi sjómanna, sem hann skrifar um mikinn svívirð- inga langhund, að hann sé „í rauninni bara sendisveinn1!! Hví- líkur fyrirlitningartónn í „sagn- fræðingi“ kommúnista. „Bara sendisveinn“.!! Það er ekki hátt risið á skipstjóranum, sem flutti fisk til Rússlands, að áliti hans. I En hversvegna skyldi „sagnfræð- ingurinn“ vera svona reiður við hinn íslenzka skipstjóra? Jú, ástæðan er engin önnur en sú, að hann skýrði frá ýmsu því, sem fyrir augun bar í Leningrad. Auðvitað er það ekki annað en það, sem alltaf hefur tíðkazt, að þeir sem gista fjarlæg lönd segi frá kynnum sínum af þeim. En vegna þess, að kommúnistar eru ekki ánægðir með lýsingu Ing- ólfs Möllers á Leningrad og fólki þar gera þeir Sverri Kristjánsson út til þess að svívirða hann. ! -¥■ f sama blaði „Þjóðviljans“ eru tveir ungir menn, sem fóru til jBúkarest einnig hundskammaðir I fyrir frásagnir sínal- af volæðinu, kúguninni og leppmennskunni fyrir austan járntjaldið. Komm- , únistum finnst það beinlínis ó- ! kurteisi að nokkur skuli voga sér |að gagnrýna það, sem fyrir aug- un ber þar eystra. En það er athyglisvert, hver afstaða kommúnista er undir niðri til vinnandi fólks. Hún kemur greinilega í ljós hjá Sverri Kristjánssyni. Fyrir- litning hans fyrir manni, sem er „bara • sendisveinn“ dylst ekki. Þannig veður hrokinn og gikkshátturinn uppi í mál- gögnum kommúnista. ★ í BLAÐINU í gær var nokk- uð skýrt frá Háskólahverf- inu, skreytingu þess og framtíð- arfyrirætlunum, enda er það nú sá hluti okkar ungu og sívaxandi borgar, sem til mestrar prýði er. Fer og vel á því, að umhverfi Háskólans sé hið fegursta; þarna er höfuðból mennta og vísinda í landi okkar, þangað eiga undir stúdentar að sækja vizku og fróðleik og krjúpa að Mímis- brunni hinnar æðstu speki, eins og Oðinn forðum. — Hefur þar sannarlega verið unnið hið mesta þjóðþrifastarf undir ‘ styrkri forystu núverandi rekt- «ors, dr. Alexanders Jóhannes- | sonar, sem vel mætti kalla „föð- ur Háskólahverfisins“, án þess að kasta rýrð á aðra. | ★ ★ ★ NÚ HEFUR verið ákveðið að hafa fögur blóm á stöplun- um við stóru skálatröppurnar og fer vel á því; áður hafði komið til tals að setja á þá höggmyndir, en horfið hefur verið frá því sem betur fer, enda ósennilegt, að þær hefðu tekið sig þar vel út. — ' W nhmiÁ, runn Aftur á móti er ætlunin að setja upp (fyrst í stað) 6 höggmyndir af frægum íslendingum fram með upphlaðna bergveggnum, sem myndar skálina; er tillaga þess efnis komin frá okkar ágæta listamanni Ásmundi Sveinssyni, myndhöggvara, og er hún hin snjallasta í hvívetna. Höggmynd irnar taka sig þar áreiðanlega prýðilega út og eiga eftir að setja mikinn svip fegurðar og smekk- vísi á alla Háskólalóðina. Á Ás- mundur sannarlega þakkir skyldar fyrir þessa prýðistillögu sína og mætti íslenzka ríkið leita oftar til beztu listamanna sinna (ekki sízt hinna ungu), þegar um skreytingar á opinberum stöðum er að ræða. Hingað til hefur verið gert allt ’of lítið af því að fá listamönnum okkar verkefni við sitt hæfi, svo að þeir geti fundið kröftum sínum viðnám, notið sín án þess að svelta heilu hungri, og er nú VeU andi óhripar: Skæni KVARTAÐ hefir verið yfir því í þessum dálkum, hvernig umbúðir lentu einatt saman við blautsápu og spilltu henni stór- um. Nú hefir verið ráðin bót á þessu, með því að allir, sem búa til blautsápu búa um hana í um- búðum úr nýju fyrirmyndarefni. Polyæthylen heitir það, og þar sem þetta efna á að líkindum fyr- ir sér langa lífdaga og vinsældir hér á landi, þá þurfum við að eignast íslenzkt heiti á því tafar- laust. Hvernig væri að kalla það skæni? Gaman væri að fá fleiri tillögur. Þolgóðar umbúðir. ANNARS má til viðbótar segja um „skænið“, ef einhverjir eru, sem ekki þekkja af eigin reynd, að það er gagnsætt eins og skæni úr líknarbelg. Vatnsþétt er | það og loftþétt og svo traust, að 1 hvorki .granda því sölt né olíur. Til að mynda búa Þjóðverjar um smurolíu í pokum úr þessu efni. Skæni þolir mikið hnjast og má nota sömu umbúðir æ ofan í æ. Nokkrar kjötverzlanir munu í þann veg að taka þetta efni til notkunar. Er mjög hentugt að búa um ýmsar matvörur í skæni, þó að yfirleitt hafi þótt frágangs- sök að geyma þær í venjulegum umbúðum. Þannig getum við keypt krydd- síld með lauknum og leginum. Einnig getur lögur fylgt rauðróf- unum, og svo mætti lengi telja. Utan um skyrturnar. EINHVER hraðfrystihús munu líka gera tilraun með að búa um flök í skæni. En þessar þol- góðu umbúðir eru ekki bundnar við matinn einan. Skyrtugerðir ætla að nota skæni utan um beztu skyrturnar og í þessum sömu umbúðum getum við geymt eftir- lætisskyrturnar okkar, meðan þær endast, svo að aldrei setjist á þær svo mikið sem kusk. Vitaskuld er svo ágætt efni nokkru dýrara en venjulegar um- búðir, en líklega þykist enginn geta án þeirra verið, sem einu sinni hefir vanizt þeim. K Hjálparbeiðni. ÆRI Velvakandi. Viltu vera svo vænn að birta fyrir ókk- ur neðanskráð: Grasinu við hús- in 37—47 við Hringbraut líður illa, sérstaklega því, sem er sunn an við Björnsbakarí. Þar er kom- inn breiður skalli, svo að það, sem gert var grasflöt með mikl- um tilkostnaði, er nú orðin gróð- urlaus mold. Það er vinsamleg beiðni frá íbúum téðra húsa, að þeir, sem leið eiga þarna um, geri svo vel og leggi dálitla lykkju á leið sína, og gaf^i ekki á grasinu eins og þeim hefir mörgum orðið á að gera hingað til. Þeir, sem þykir þetta óþarfa- nöldur, ættu að skoða grasblett- inn fyrir sunnan Björnsbakarí, Hringbraut 37. Nokkrir af 48.“ Prófið í læknaskólanum. JÓNAS læknir Kristjánsson frá Snæringsstöðum og deild hans tóku próf við læknaskólann i Reykjavík í janúar 1901 og luku því að öllu leyti nema líkskurði, því að svo illa stóð á, að ekkert lík var til, sem þeir gætu reynt sig á, ekki einu sinni í holds- veikraspítalanum. Þetta kom sér illa fyrir þá, því þeir ætluðu að sigla í fæðingar- stofnunina með skipi, sem átti að fara frá Reykjavík 12. febrúar, en ef þeir kæmust ekki með því, urðu þeir að bíða þangað til í marzmánuði. Um þetta leyti dreymdi Jónas einu sinni, að hann og Andrés Fjeldsted væru staddir einhvers staðar og fleira fólk. Jónasi þótti þeir vera að tala meðal annars um vandræði þau, er gætu leitt af líkleysinu, en þá tók maður, sem við var staddur, fram í og sagði, að þeir þyrftu ekki að vera hræddir, þvi að þeir fengju lík 10. febrúar. Ekki þekkti Jónas mann þenna. Hann mundi draum sinn, þá er hann vaknaði og sagði hann ýms- um mönnum, þar á meðal Guð- mundi kennara Magnússyni. Það dróst, að draumurinn rættist, en 10. febrúar kom lík af kerlingu sunnan úr Hafnarfirði. Lækna- efnin gerðu líkskurð á því og komust utan með skipinu, sem þeir höfðu ætlað með. (Ólafur Davíðsson). C_^7XsXT'»^J> Lin eru vettl- ingatökin. tími til kominn, að úr þessu verði bætt. — Smáborgaraleg “þröngsýni og meðalmennska á 1 ekki að vaða hér uppi jafnóbeizl- uð og hingað til; setjum högg- myndirnar út og látum málarana skreyta borgina okkar, þar sem því verður við komið; — burt með gamla vígorðið hans Krist- ins: Listin fyrir kommúnisman, — og tökum upp nýtt vígorð: Listin fyrir fólkið, — Listin fyrir þjóðina. j Gleymurh samt ekki hinu forn- kvenða: Listin fyrir listina, — og reynum að umbera hana, þótt 1 hún sé kannske ekki ajveg eftir okkar smekk. ★ ★ ★ EN NÚ vandast málið. — Hverjir eiga þessir 6 íslend- ingar að vera, sem sýna á þá miklu virðingu að gera af þeim höggmyndir og setja þær upp á þeim helga stað, Háskólalóðinni? Verður vafalaust erfitt að fá ein- ingu allramm ákveðna sex menn, enda höfum við átt svo marga ágætismenn á hinu langa skeiði sögu okkar, að árabil tekur að heiðra minningu þeirra allra með förgum höggmyndum. En nú hefur verið leitað til háskóla- kennara um tillögur og er vafa- laust, að málinu sé á þann veg bezt borgið; verður þó sannar- lega gaman að heyra úrslitin, þegar þar að k<\mur; hins vegar langar mig til gamans að geta nokkurra manna, er mér finnst koma til greina: Ari fróði, Snorri ' Sturluson, Jón Arason, Svein- I björn Egilsson, Jónas Hallgríms- son og Einar Benediktsson, en auðvitað má bæta fjölmörgum nöfnum við. ★ ★ ★ NÚ ER í ráði að byggja tvö stórhýsi í viðbót á Háskóla- lóðinni, Félagsheimili stúdenta og náttúrugripasafn; er vafa- laust, að beggja húsanna er mik- il þörf, náttúruvísindamenn okk- ar verða að hafa sinn samastað og stúdentar verða að hafa sitt fé- lagsheimili; en ekki er laust við, að mér finnist vanta eitt hús enn á Háskólalóðina; er það góður kennaraháskóli, þar sem allir framhaldsskólakennarar hljóta menntun sína; yrði skóli þessi auðvitað nátengdur sjálfum Há- skólanum og kennarar allir há- skólamenntaðir menn. < Að vísu er starfandi stór og umfangsmikil deild innan Háskólans, B-A-deild, sem svo er nefnd, þar sem væntanleg kenn- araefni hljóta menntun sína, en j vafamál er hvort hún hefur nægilegt húsrými fyrir ævinga- stöðvar og annað, sem nauðsyn- legt er til undirbúnings kennara- menntuninni. 1 ★ ★ ★ A HINN bóginn verður nú bráðlega ráðizt í að byggja nýtt skólahús fyrir Kennaraskóla Islands og er það Vel; er sannar- lega ekki vanþörf á því, því að sá skóli hefur miklu og göfugu | hlutverki að gegna við að mennta og þjálfa væntanleg kennaraefni barnaskólanna. En nauðsynlegt er að gera aðrar og meiri kröfur til framhaldsskóla- kennara en barnaskólakennara; með því er og vafalaust, að meiri og betri árangur náist í kennslunni en ella. Hins vegar eru mál þessi öll í deiglunni, svo j virðist sem fumið og handapatið ráði enn miklu og reynt sé að grafa undan fornum dyggðum — og gömlum menntastofnunum. Er vonandi, að á því verði breyting til batnaðar. b M. Norskur floti OSLÓ 2273 skip sigla um heimshöfin undir norskum fána. Smálestafjöldi þeirra er 6.292.096.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.