Morgunblaðið - 15.09.1953, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 15. sept. 1953
Ándvökur" Slephans 6, koma
100 ára árfi hans I
Bckaútgáfa Menningarsjóðs og Þjcðvinafélagsins
gefur úf 14 bækyr á árinu
EÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins gefur á þessu
éri út samtals 14 bækur og eru 2 þeirra þegar komnar út. — Af
þessum 14 bókum eru 5 félagsbækur, 5 aukafélagsbækur, 2 á-
ákriftabækur og 3 lausasölubækur.
BÓKIN FYRIK 10 KR.
F’élagsmenn í Bókaútgáfu
Menningarsjóðs greiða í ársgjald
55 krónur — og fá fyrir það 5
bækur: Þjóðvinafélagsalmanakið
1954, en í því verður m. a. rit-
gerðin „íslenzk ljóðlist 1918—
1944‘‘, eftir Guðmund G. Hagalín
Og Árbók íslands 1952.
Suðurlönd eftir Helga Briem,
sendiherra og er það fimmta bók-
in í bókaflokknum Lönd og lýðir,
sefn hefur verið mjög vinsæl.
„Suðurlönd“ fjallar um Spán,
Portúgal og Ítalíu.
NÝ SKÁLDSAGA
Þá verður sú nýbreyttni höfð
á, a,ð út verður gefin ný íslenzk
íikáldsaga, eftir Guðmund Dan-
ielsson, skólastjóra. Er það í
fyrsta sinn sem Menningarsjóður
gefur út skáidsögu út sein félags-
bók.
Úrvalsljóð Eggerts Ólafssonar
og er það 12. bindið í bókaflokkn-
um „íslenzk úrvalsrit“. — Sér
Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarps-
stjóri’ um útgáfuna.-
Og síðasta félagsbókin 1953
■vcrður Andvari, 78. ár. Flytur
hann-m. a. ævisögu dr. Gunn-
laugs Claessens, eftir Sigurjón
Jónsson, lækni.
ANDVÖKUR STEPHANS G.
A'íJKA FÉLÁGSBÆKUR
Hinn 3. okt. n.k. á 100 ára af-
mælisdegi Stephans G. Stephans-
sonar, kemur út I. bindið af And-
vökum hans. Er þetta geysimikið
verk, sem gert er ráð fyrir að
taki 4 ár að koma á markað. Er
það Þorkell Jóhannesson próf.
sem sér um útgáfu þessa. Verður
fyrsta bindið allt að 600 blaðsíð-
ur í skírnisbroti.
Hið íslenzka þjóðræknis-
félag gaf ,JBréf og ritgerðir",
Stcphans út á árunum 1938—
48, en árið 1950 tryggði Bóka-
útgáfa IVlenningarsjóðs sér út-
gáfuréttinn að öllum kvæðum
Stephans og var síðan ákveð-
ið að gefa þau út í heildarút-
gáfu.
Þá kemur út 5. bindi af sögu
íslendinga í Vesturheimi. Þjóð-
ræknisfélag íslendinga í Vestur-
lieimi gaf 1.—3. bindi út, en þeg-
ar horfur voru á að útgáfan félli
niður ákvað Menntamálaráð að
gefS út þau tvö bindi, sem eftir
voru og gert hafði verið ráð fyrir
að útgáfan yrði í 5 bindum. Dr.
Tryggvi J. Olesen prófessor við
Manitobaháskóla hefur annast
ritgtjórn þessara tveggja binda.
•— Þetta fimmta bindi flytur sögu
Winnipeg, Minnesota, Selkirk og
liundar.
Sagnaþættir Fjallkonunnar,
ýmis konar fróðleikur, sem Valde
mar Ásmundsson, ritstjóri birti
r blaðinu sínu Fjallkonunni 1885
-—1897. — Sr. Jón Guðnason
skjalavörður hefur safnað efninu
og ritar formála.
Áf aukafélagsbókunum að
þessu sinni má loks geta „Sögu
ísléndinga“, 8. bindi, eftir Jónas
Jóhsson, skólastjóra. Þetta bindi
iiær frá 1830—1874 og er ráðgert
að 9. bindið komi út næsta vor.
ÁSKRIFTARBÆKUR
Tvær áskriftabækur koma út
á árinu og er önnur þegar kom-
in, Árbók íþróttamanna 1953. Er
hún prentuð að tilhlutan íþrótta-
sambands Islands og kom út í
júfímánuði s.l.
Leikritasafn Menningarsjóðs,
7. og 8. hefti, sem gefið er út með
stuðningi Þjóðleikhússins og kom
fyrst út árið 1950 flytur að þessu
sinni m. a. leikritið „Valtýr á
grænni treyju" eftir Jón Björns-
son rithöfund.
LAUSASÖLUBÆKUR
MENNING ARS JÓÐ S
Ein af þremur lausasölubókum
Menningarsjóðs, „Facts about
Iceland“ er komin út. Er það 4.
útgáfa, Ólafur Hansson mennta-
skólakennari tók bókina saman.
Ljósvetningasaga og Saurbæ-
ingar eftir Barða Guðmundsson,
þjóðskjalavörð, en rit þetta er að
mestu sérprentun úr Andvara.
Þriðja bókin sem seld verður í
lausasölu verðnr Miðaldasaga
eftir Þorleif H. Bjarnason og
Árna Pálsson, er það önnur út-
gáfa og er prýdd mörgum mynd-
um.
Áætlað er að flestar þessar
bækur komi út um mánaðarmót-
in október og nóvember.
VÆNTANLEG RIT NÆSTA ÁR
Af ritum þeim, sem ráðgert er
að komi út haustið 1954 má nefna
„Almenna bókmenntasögu“ eftir
Kristmann Guðmundsson rithöf-
und. „Hvers vegna? — Vegna
þess“, fræðslurit um náttúru-
fræðileg efni samið af Jóni Ey-
þórssyni veðurfræðing og „And-
vökur“ Stephans G. II. bindi.
Þórunn! ákafl
fapað \ Osló
OSLÓ, 14. sept. — Þórun Jó-
hansdóttir hélt sinn fyrsta hljóm-
leik í Noregi s.l. sunnudagskvöld.
Enda þótt engin blöðin aug-
lýstu hljómleikinn — en dagblöð
koma ekki út á sunnudögum í
Noregi — var óvenjumargt áheyr
enda í hátíðasal háskólans.
Píanóleik Þórunnar var fram-
úrskarandi vel tekið, og varð hún
að endaðri hljómleikaskrá að
leika þrjú aukalög. — Verkin,
sem hún lék, voru að mestu þau
sörnu og hún lék í Reykjavík í
s.l. viku.
Áheyrendur létu sér ekki
nægja að hylla Þórunni í hátíða-
salnum, heldur biðu þeir á Há-
skólatröppunum og hylltu hana
með lófataki, er hún kom út og
steig inn í bíl sinn.
Var það almennt mál manna,
að leikur hennar hefði verið frá-
bær og fullkomið undrunarefni.
— Blaðadómar voru lofsamlegir.
— Fréttaritari.
Sjaldan hafa birzt myndir frá hinum bandaríska flugvelli í Thule í Norður-Grænlandi, enda hefut
mikil leynd hvílt yfir honum. — Þetta mun vera fyrsta sumarmyndin, sem þaðan berst og sýnit!
mannvirkjagerð og lagningu flugbrautar í Thule. — Myndin var tekin ekki alls fyrir löngu. j
Bíiþjófar
haiidtekuir
á Selfossi
ÞRÍR ungir menn stálu bíl af
Keflavíkurflugvelli G 02050, hér
í bænum aðfaranótt laugardags.
Voru þeir handteknir á Selfossi
á laugardaginn, eftir að hafa ekið
bílnum langt austur í sveitir. —
Bíllinn, sem er nýr Chevrolet,
var ólæstur, þegar honum var
stolið. Á honum urðu einhverjar
skemmdir.
Á laugardaginn var lýst eftir
bílnum í hádegisútvarpinu. Þá
skömmu síðar tilkynnti fulltrúi
sýslumannsins á Selfossi, að hann
hefði séð bíl, sem líktist mjög
þeim, sem stolið var, ekið þar
gegnum þorpið á austurleið. Um
kl. 4,30 um daginn, er lögregl-
unni enn tilkynnt um bílinn. —
Bílstjóri, sem kom þá til Hvols-
vallar tilkynnti lögreglunni, að
hann hefði mætt bílnum skammt
þaðan frá og var honum ekið í
áttina að Selfossi. Nú var sýslu-
manninum á Selfossi gert aðvart,
og hafði hann viðbúnað þar til
að stöðva bílinn, er hann kæmi.
Bíllinn kom þangað um kl. 5.
Voru mennirnir þá teknir. Allir
voru þeir undir áhrifum áfengis,
þó af þeim væri farið að renna.
Yngsti þeirra var 18 ára, næstur
tvítugur og sá þriðji 22 ára.
Tópaz í Hveragerði
HVERAGERÐI 14. sept. — Á
laugardag sýndi leikflokkur Þjóð
leikhússins Tópaz í Hveragerði.
Var það 70. sýning þessa leik-
rits. Húsið var troðfullt og lista-
mönnunum ákaft fagnað.
Að sýningu lokinni ávarpaði
formaður Leikfélags Hveragerðis
frú Magnea Jóhannesdóttir leik-
flokkinn, þakkaði honum kom-
una og færði honum fagran blóm
vönd. Studdu leikhúsgestir orð
frúarinnar með lófataki.
Fararstjóri leikflokksins, Har-
aldur Björnsson þakkaði frúnni
og leikhúsgestum með nokkrum
vel völdum orðum. Sat flokkur-
inn síðan hóf að heimili læknis-
hjónanna í Hveragerði.
Fréttaritari.
A 21'4 KIST.
ILUNDÚNUM, 14. sept.: — Ný
þrýstiloftsfarþegafluga af Can-
berragerð kom í dag til Rio de
Janeró frá Lundúnum; er það í
fyrsta sinn, sem fluga af þessari
, gerð flýgur þessa leið.
j • Canberravélin var 2114
j klukkustund á leiðinni, eða 9
klukkustundum skemur en nokk-
' ur farþegafluga hefur flogið
vegalengdina áður.
— NTB-Reuter.
■ Nýr aðaírilari
kommúnista-
flokks Tékka
PRAG, 14. sept.: — Miðstjórn
tékkneska kommúnistaflokksins
hefur valið Antonin Novotny
varaforsætisráðherra Tékka sem
aðalritara tékkneska kommún-
istaflokksins.
Novotny er 49 ára að aldri; fór
að bera á honum eftir Slanski
réttarhöldin 1951. — NTB-Reuter
Uíkið fjöfmenni á héraismóti
Sjálfstæðismanna í Döiunum
HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna í Dalasýslu var haldið að Sól«
vangi í Búðardal sunnudaginn 13. þ. m. Félag ungra Sjálfstæðis*
manna í Dalasýslu annaðist undirbúning mótsins og framgang.
Afmælismót Taflfél.
Hafnarf. hefst í kvöld
HAFNARFIRÐI — Afmælismót
Taflfélags Hafnarfjarðar hefst í
Alþýðuhúsinu í kvöld kl. 8. Verð
ur það háð hvern þriðjudag og
föstudag á sama tíma.
Þeir Ásmundur Ásgeirsson og
Eggert Gilfer taka þátt í mótinu
auk 8 Hafnfirðinga, en þeir eru
Sigurður T. Sigurðsson, núver-
andi hraðskáksmeistari Hafnar-
fjarðar, Aðalsteinn Knudsen,
skákmeistari Hafnarfjarðar, Sig-
urgeir Gíslason, Jón Kristjáns-
son, Magnús Vilhjálmsson, Ólaf-
ur Sigurðsson, Árni Finnsson og
Þórir Sæmundsson.
Að móti þessu loknu hefjast
reglulegar æfingar hjá taflfélag-
inu. — Einhvern tíma í næsta
mánuði verður sennilega háð
skákkeppni milli Taflfélags Hafn
arfjarðar og Taflfélags alþýðu —
en þessi félög hafa nokkrum sinn
um áður háð keppni með sér.
Röðull selur í dag
HAFNARFIRÐI — Togarinn
Bjarni riddari kom í gærdag með
fullfermi. Nokkrum tonnum af
karfa var skipað upp úr honum,
en að því búnu hélt hann áleiðis
til Þýzkalands með aflann. Tog-
arinn Röðull selur í Þýzkalandi
í dag.
Reknetjabátarnir fóru út í gær,
en þeir lágu inni um helgina sök-
um veðurs. —G.________
Tvö skip strandgæzl-
unnar
í HVASSVIÐRINU sem gerði á
laugardaginn töfðust þrír bátar
á sjó úti. Var lýst eftir þeim í
útvarpinu. Strandgæzlan sendi
tvö skipa sinna á vettvang, Óðinn
og Hermóð. Leit.uðu þeir hinna
týndu báta. Um myrkur varð Óð-
inn að hætta leitinni en Hermóð-
ur hélt áfram, enda er hann bú-
inn ratsjártækjum. Bátarnir
komust til hafnar nokkru síðar
af sjálfsdáðum.
Mótið hófst á því, að Elís Þorx
steinsson í Búðardal, formaður
Félags ungra Sjálfstæðismanna,
flutti ávarpsorð og bauð gesti
velkomna. Óskaði hann því næst
eftir því, að Þorsteinn Þorsteins*
son, sýslumaður, tæki að sér a9
stjórna mótinu og varð sýslu-
maður við þeirri ósk. Þá var geng
ið til dagskrár. Ræður fluttu
Friðjón Þórðarson, fulltrúi og
Gunnar Thoroddsen, borgar-
stjóri. Var þeim báðum vel fagn*
að og gerður góður rómur að!
máli þeirra.
Haraldur Á. Sigurðsson, leik-
ari, flutti skemmtiþætti. Var,
honum óspart klappað lof í lófa.
Tvöfaldur karlakvartett ún
Reykjavík söng nokkur lög.
Hann skipuðu eftirtaldir menn:
Gunnar Einarsson, Magnús Guð-
mundsson, Hermann Guðmunds-
son, Páll Eiríksson, Björgvin Jó-
hannesson, Haraldur Kristjáns-
son, Gísli Símonarson og Frið-
jón Þórðarson. Þótti söngur
þeirra félaga hljómmikill og
hressilegur. Að lokum var dana
stiginn til kl. 12 á miðnætti. Þeir
Eiður Sigurðsson og Halldór
Sverrir Magnússon léku fyrir,
dansinum. Mótið var fjölmennt,
á 3. hundrað manns, og fór hið
bezta fram. Veður var fremur
óhagstætt. Seinni hluta dagsina
rigndi all mikið, en um kvöldið
lygndi og gerði gott veður. Hér-
aðsmót þetta var í alla staði
ánægjulegt og gott vitni um
hin þróttmiklu samtök sjálf-
stæðismanna í Dölum.
Grumir um veiði-
þjéðnað i Bcrgarfirði
GRUNUR leikur á að veiðiþjóf*
ar hafi verið á ferð í Borgarfirði
í sumar. Bæði í Grímsá og i
Norðurá hafa menn fundið dauða
fiska og dautt ungviði í Grímsá.
Leikur grunur á að menn hafi
verið þarna á ferð með sprengi-
efni. Ekkert heyrðist þó til þeirra
né sást.
Minna hefur hins vegar v,erið
um veiðiþjófnaði í sumar en und-
anfarin ár. Má fyrst og fremst
rekja það til stórhækkaðra veiði*1
sekta, en á síðasta Alþingi voru
, sektir fyrir veiðiþjófnað marg-
faldaðar.