Morgunblaðið - 15.09.1953, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.09.1953, Blaðsíða 1
16 síður Verður frú Pandit næsti forseti A99sherjarþingsins Taka Tyrkland, Nýja Sjáland og Brasilía sæti í Oryggisráðinu ? Daily IViétil segir: Brezkir togaramenn heija stríðið við Dawson með lækkuðu fiskverði Einkaskeyti til Mbl. frá NTB-Renter. NEW YORK, 14. sept. — Sennilegt þykir, að frú Pandit, systir Pandits Nehrus og fulltrúi Indverja á þingi S. 1»., verði kjörin forseti Allsherjarþingsins, þegar þingið kemur saman í þessari viku. Aðalkeppinautur hennar verður Wan Waithayakon, fursti frá Síam. --------------------------------- En Dawson sagði aðeins: rrÞað gteður migr að brezkar húsmæður geti fengið ódýrari fisk" I»ARF 31 ATKVÆÐI Líkur benda til, að öll brezku samveldin (að Suður-Afríku kannski undanskildu) styðji frú Pandit. Þykir og sennilegt, að Bandaríkin styðji frúna, þótt áð- ur hafi heyrzt, að þau hygðust styðja furstann. Sex Arabariki styðja einnig frúna, Norðurlönd og kommúnistaríkin. — Hins veg- ar er óvíst um afstöðu Suður- Ameríkuríkjanna • og ef þau styðja furstann, getur baráttan orðið allhörð, því að væntanleg- ur forseti þarf að fá 31 atkvæði minnst. ÞRJÚ NÝ RÍKI í ÖRYGGISRÁÐ Grikkland, Pakistan og Chile hvérfa nú úr Öryggisráðinu. Eru menn almennt þeirrar skoðunar, að í stað Grikklands verði Tyrk- land kosið í Öryggisráðið, Brasi- j lía í stað Chile og Nýja-Sjáland í stað Pakistans. Hins vegar þyk- I ir víst, að Rússar vilji fá Tékkó- slóvakiu eða Úkraníu í stað Grikklands. Malenkov vaknar við vondan draum MOSKVU, 14. sept. — Nú hefur verið hafin barátta um allt Rúss- land, sem miðar að því, að auka landbúnaðarframleiðsluna þar til muna. Samkvæmt yfirlýsingum Moskvaútvarpsins verða haldnir fjöldafundir um allt ríkið til að ræða hina nýju landbúnaðaráætl- un stjórnarinnar og hafa bændur almennt lofað stuðningi sínum við hana. •Á Gauragangur þessi stafar af því, að Sovétstjórnin hefur skyndilega vaknað við þann vonda draum, að landbúnaðurinn i Sovétríkjunum er hinn frum- staeðasti, samyrkjubúskapurinn hefur brugðizt, svo að framleiðsl- an er einungis brot af því, sem hinar fögru áætlanir gerðu ráð fyrir. . NTB-Reuter Allsherjarþingið hefst í dag NEW YORK, 14. sept.: — Á morg un hefst 8. Allsherjarþing S. Þ. hér í borg og er sennilegt að geysilegur fjöldi deilumála verði ræddur á þessu þingi; er áætlað að nú liggi fyrir því um 70 mál. Meðal þeirra mála, sem væntan- lega verða rædd á þinginu, eru Túnis- og Marokkodeilan, end- urskoðun sáttmála S. Þ., svo að nokkuð sé nefnt. — NTB-Reuter. Zhiíkov meðal veizlugesta MOSKVU, 14. sept.: — í dag hélt Molotov utanríkisráðherra Sovét j ríkjanna veizlu fyrir norður- ' kóresku sendinefndina, sem stödd er í Moskvu til viðræðna við ráðstjórnina. Fjöldi gesta var þar saman kominn, þ. á m. kínverski sendi- I herrann í Moskvu og aðrir full- trúar leppríkjanna. • Meðal rússneskra ráðherra, sem viðstaddir voru, var Bulgan- in landvarnaráðherra og Zhukov, ! varalandvarnaráðherra. — Hefur hans að engu verið getið í marga I mánuði og vissi enginn utan Rúss 1 lands, hvar hann var niður kom- inn. Voru menn farnir að hneigj- ast að því, að hann hefði verið hreinsaður, — en nú hefur kom- ið í ljós, að svo er ekki. — NTB-Reuter. TRÍEST, 14. sept.: — Júgóslav- neska fréttastofan Júgópress seg ir í dag, að júgóslavneska stjórn- in athugi nú tillögu ítala um fimmvelda fund vegna Tríest- deilunnar. — Er þar gert ráð fyrir, að auk Itala og Júgóslava taki Bretar, Frakkar og Banda- ríkjamenn þátt í ráðstefnunni. UNG OG FÖGUR Ýmislegar sögur ganga um orsök skilnaðarins og er ein sú, að ungfrú nokkur, Vivian Útlagakonungur og kona hans Fatheini kominn til Kairó KAIRÓ, 14. sept: — Fyrrum ut- anríkisráðherra Persa, Hussein Fathemi, sem slapp undan keis- arasinnum, þegar gagnbyltingin var gerð, kom til Kairó í kvöld. Fréttir þessa efnis eru þó ekki staðfestar, en þær eru komnar frá árciðanlegum heimildum. — NTB-Reuter. T LUNDÚNUM, 14. sept. — Biskupinn af Kielce, Czes- law Kaczmarek lýsti því yfir í dag, að hann væri sekur um allt, sem pólski kommúnistadómstóll- inn í Varsjá hefur ákært hann fyrir; hefur pólska fréttastofan PAP sent tilkyriningu um „játn- ingu“ þessa; biskupinn er ekki sá eini, sem dreginn hefur verið fyrir dómstólana í Varsjá, því að þrír prestar og ein nunna, hafa verið ákærð með honum. ^ Sakborningarnir hafa verið ákærðir fyrir njósnir, áróður og skemmdarstarfsemi. Segir og í ákærunum, að þeir hafi falið vopn í íbúðum sínum og smyglað Pólverjum úr landi. NTB-Reuter. Constantinovitch, hafi komizt upp á milli þeirra hjóna, hitti útlagakonungurinn hana fyrir skömmu í Biarritz, þar sem hann hefur dvalizt um hríð. 9 ÁRA HJÓNABAND Pétur útlagakonungur og Alexandra Grikklandsprinsessa, , hafa verið gift í 9 ár. — Eiga þau 8 ára gamlan son, Alexander að nafni, og verður hann send- ur í skóla í Sviss, þangað til skilnaðarmálið hefur verið út- rætt. SETTUR FRÁ AF TÍTÓ Pétur, fyrrum konungur, er þrítugur að aldri .hlaut mennt- un sína í Cambridge-háskóla og var í brezka flughernum í stríð- inu. — Hann tók við konung- dómi af föður sínum 1934, én var settur frá völdum af Tító 1945. í AÐALFORSÍÐUFRÉTT brezka stórblaðsins Daily Mail er frá því skýrt á laugardag, að Jack Vin- cent formaður eins stærsta tog- araeigendafélags Bretlands, Ross Group of Grimsby, hafi lýst yfir | allsherjar stríði við Dawson og I tilkynnt, að félag hans muni selja i þorskflök á 15 shillinga stónið (1 stón er 6,35 kg) eða 150 shill- inga kíttið (10 stón); er þetta allmikil varðlækkun, því að und- anfarið hefur stónið kostað 19 shillinga og 21 pence. „LÆGRI EN DAWSON“ Þorskurinn verður því 4 pence ódýrari lb. en verið hefur. — Jack Vincent sagði þessu viðvíkj- andi í viötali við Daily Mail: „Það er trúa mín, að þetta nýja verð okkar valdi þvi, að hvert stón af fiski frá okkur verði 6 pence ódýrara en Dawson getur boðið“. EINN UM LÆKKUNINA Ekki segir blaðið, að vitað sé um aðra aðilja, sem lækkað hafa verðið. — Ronald Turner, for- maður Grimsby Fish Marchants Association, sagði í viðtali við blaðamann Daily Mail: „Ross hefur mikið magn af fiski. Ég veit ekki til, að neinn fiskkaup- maður ætli að lækka fiskverðið hjá sér. — Mitt eigið félag hyggst selja áfram eins góðan fisk og það getur á eins lágu verði og unnt er“. f SAMKEPPNI HVER VIÐ ANNAN Blaðið segir, að fiskkaupmenn hafi sagt: „Hið nýja verð Ross- félagsins er benlínis hlægilegt. Okkur er með öllu óskiljanlegt, hvernig félagið getur lækkað fisk inn svo mjög. Það hlýtur að vera undir það búið að tapa stórfé. — Hefur þetta í för með sér, að allir fisksalarnir verða að lækka hjá sér fiskinn til að standast samkeppnina við Ross, og Daw- son veit vafalaust, á hvaða verði hann getur selt sinn fisk“. HVERS VEGNA EKKI FYRR? Dawson hafði lítið að segja, þegar hann heyrði um verð- lækkun Rossfélagsins; hann sagði aðeins: Hvers vegna gátu þeir ekki gert þetta fyrr? Það gleður mig, að brezkar húsmæður geti fengið ódýrari fisk“. ★ ★ Að lokum má geta þess, að meðalverð hjá íslenzkum togur- um í fyrra fyrir 10 stón (1 kít) af fiski mun hafa verið milli 50—60 shillingar á móti 150 shillingum, sem er hið nýja verð Ross í Lund- únum nú. — Sést bezt af því, hversu dreifingarkostnaður á fiski er gífurlegur í Bretlandi. Landsskjálftar AÞENU, 14. sept: — Fréttir frá Aþenu herma, að landskjálfta- mælar þar í borg hafi í dag sýnt ofboðslega landskjálftakippi, sem virtust eiga upptok sín um 220 km. fyrir vestan borgina. Óvíst er um tjón. ★ ★ PAPHOS, 14. sept.: — Miklir landskjálftar urðu í dag í Paphos borg og nágrenni hennar; þar urðu gífurlegir landskjálftar í síðustu viku sem kunnugt er. — Allmiklar skemmdir urðu,' en lítið manntjón. — Landskjálftarn ir voru svo miklir um tíma, að fólk gat séð jarðskorpuna færast úr stað, eins og bylgjur hafsins. ★ ★ SUVA, 14. sept.: — í dag urðu geysimiklir landskjálftar í Fiji- eyjum í Suður-Kyrrahafi; jafn- framt komu flóðbylgjur miklar á land upp. — Þegar síðast frétt- ist, var vitað um 2 menn, sem farizt höfðu. — NTB-Reuter. Vinnur 14 stundir VATIKANIÐ. — Tilkynnt hefur verið, að páfinn vinnu 14 stundir á dag þrátt fyrir slæmt handar- mein. Færeyingar vilja stofna heinta- varnarlið má Bretrnn DANSKA BLAÐIÐ Information skýrir frá því fyrir skömmu, a'ð Færeyingar vilji ekki setja á stofn heimavarnalið undir stjórn Dana og reyni ekki að hylma yfir það, að þeir vilji heldur stofna heimavarnarlið með Englendingum, ef til þess kæmi. ÓTTAST VALD DANA ; stofna varnarlið með Bretum og Upp á síðkastið hefur yfir- skírskota til hinnar góðu sam- maður í danska sjóhernum, C. búðar, sem ríkti með þeim og H. A. M'adsen að nafni, talað við Færeyingum í síðustu styrjöld. eyjaskeggja og reynt að fá þá ! til að stofna heimavarnalið í MIKILL ÚTBÚNAÐUR samráði við Dani, en ekki tekizt. I Danir hafa fiutt allmikið af Mun ástæðan sú, að Færeyingar útbúnaði fyrir væntanlegt heima óttast, að slíkt lið styrkti ein- varnalið til eyjanna, en ekki er ungis aðstöðu Dana á eyjunum. útlit fyrir, að þess verði nem Hinsvegar vilja Færeyingar þörf. Utlagakóngunnn ætlar að skilja við konu sína BIARRITZ — Pétur fyrrum konungur í Júgóslavíu og drottning hans Alexandra — fædd prinsessa af Grikklandi — hafa tilkynnt, að þau hyggðust slíta samvistum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.