Morgunblaðið - 24.09.1953, Side 6

Morgunblaðið - 24.09.1953, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 24. sept. J 953 Vörugeynda óskast Ca. 70—100 ferm. vörugeymsla óskast á leigu. I ■ ■ Upplýsingar i síma 7482. I [■■■»■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■ með vélum 1 dömu- og barna fatnað o. fl. — Fjöldi af nýj- um munstrum — Ný, erlend ísaúmsdama. Plisseringar, margar gerðir. Gerð hnappagöt. ! Klæðum hnappa og sylgjur. Kósar. | Zig-Zag saum og húllföldun. Sími 82481 [ FA.SlEfiGM.lK ; : : • vorar, kvikmyndahus, veitingasalir með tiiheyrandi og I * eignarlóð, eru til sölu. — Upplýsingar gefur í : : Theodor Jónsson, Vesturgötu 17, símar 10!fr og 6666. j : SELFOSSBÍÓ H. F. ílfcsfv'öruverz&un i ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ : óskar eftir búðarplássi, helst í eða við miðbæinn. ■— : ■ ■ ■ Einnig kæmi til greina kaup á matvöruverzlun á góðum j j stað. — Tilboð sendist blaðinu merkt: „Búð — 734“. | ■ ■ SAMDWICH SPRED M AYOMMAISE Fyrirliggjandi I. BRYNJÓLFSSON & KVARAN Lítið notuð HIJSGÖGISI til sýnis og sölu í dag á milli kl. 5—7 og 8—10, að Hringbraut 113, I. hæð t.v. 3—5 herbergi cg eídhús óskast til leigu 1. október. KARL JOIIANNESSON, Sími 1636 og 3577. G. E. C. rs'ifmagsnspexur lýsa bezt og endast lengst. Helgi Magnússon & Co. W. C. bursta- hylkin nýkomin. Ilelgi Magnús- son & Co. Hafnarstr. 19. Amerískar BADVOGIR í mörgum litum. — Smekk- leg tækifærisgjöf. Helgi Magnússon & Co. Hafnarstræti 19. SACHIfJR Mótavír Múrhúðunarnet nýkomið. Helgi Magnússon & Co. Hafnarstræti 19. MALMIMG l’enslar og amerískar niúlningarullur fyrirliggjandi. Helgi Magnússon & Co. Hafnarstræti 19. Guðmundur Davíðsson ln memorian í DAG er Guðmundur Davíðsson, fyrrum kennari og umsjónar- maður Þingvalla, borinn til mold- ar. Mér er bæði Ijúft og skylt að mæla nokkur orð eftir hann, ekki af því að við værum svo mjög kunnugir, heldur fyrir það, hve ötullega hann barðist alla æfi á móti ráni og gripdeildum úr skauti jarðar, hve vel hann brýndi fyrir mönnum að raska ekki jafnvægi náttúrunnar og hvernig hann reyndi að kenna samtíðarmönnum sínum að fara með náttúrugæðin á réttan hátt. Ef frá er skilið það, sem Sæ- mundur Eyjólfsson skrifaði um landeyðingu í Búnaðarritið rétt fyrir aldamótin, munu skrif Guð- mundar Davíðssonar vera nærri hið eina, sem heyrist um þessi mál í þrjá tugi ára. Skrif hans eru þó ekki mikil að vöxtum, en hinsvegar er mjög vel gengið frá öllu af hans hendi. Bezta ritgerð hans mun vera greinin „Rán eða ræktun“, sem birtist í tímaritinu Rétti árið 1923. Greinin er aðeins 64 blaðsíður, en hún er einstök í sinni röð. Þar er bennt á skað- semi rányrkjunnar og andvara- leysi þjóðarinnar. Málflutningur allur er prýðilega rökstuddur en ályktunum stillt í hóf. Af því má ráða, að Guðmundur hefur haft afar næmt auga fyrir náttúrunni, og hann hefur aflað sér tölu- verðrar þekkingar á þessu sviði, gkki aðeins austan hafsins held- ur er hann og vel heima í mörgu, sem Bandaríkjamenn hafa gert um þessar mundir, og var það ekki almennt þá, að menn leit- uðu fræðslu þangað. Þessi ritgerð verður áreiðan- lega alltaf hjartfólgin öllum sem unna gróðri og dýralífi landsins. Hún ber að vísu merki síns tíma, en ér ótrúlega glögg og framsýn. En greinin mun hafa sætt sömu örlögum og frækornin, sem falla í grýtta jörð. Fáir munu hafa rumskað, er hún kom út, og eng- inn vaknað, enda var þá mikil deyfð yfir öllu á þessum sviðum. Greinin mun þó geym- ast lengur en- flest annað, sem ritað var um þessar mundir, og síðar mun verða vitnað í hana til að sýna að hér hafi þó verið hugs andi menn innan um andvara- lausa gróðurræningja. Okkur, sem nú vinnum í þeim anda, sem Guðmundur Davíðs- son kenndi, þykir hann á' stund- um nokkuð strangur og gera of miklar kröfur að því er náttúru- vernd varðar, en ást hans á lifi og gróanda hefur verið svo sterk, að hann hefur hvorki þolað und- anbrögð né málamiðlun. Guðmundur Davíðsson var kennari að menntun og stundaði lengi kennslu við barnaskólann í Reykjavík. Á fyrstu árum skóg- xæktarinnar fékkst hann mikið við gróðursetningu, og var hann meðal annars einn af þeim, sem störfuðu við gróðursetningu furulundsins á Þingvöllum. — Þegar auglýst var eftir ung- um íslendingum til skógar- varðarnáms var hann einn af umsækjendunum, en þótti þá of roskinn, þar sem hann var kom- inn að þrítugu. Voru yngri menn ráðnir til þess, og munu það hafa verið Guðmundi mikil vonbrigði. Bar hann ávallt hlýjan hug til1 skógræktar og gaf m. a. út ágætar | leiðbeiningar um trjárækt, lítið kver, sem mun vera í einu því minnsta broti, sem nokkur ís- j lenzk bók hefur verið gefin út í. i Guðmundur Davíðsson mun I fyrstur hafa átt hugmyndina að friðun -Þingvalla, og þegar Jonas Jónsson kom því máli áleiðis,! skipaði hann Guðmund fyrsta þjóÓvarðsvörðinn og gengdi hann b’ví starfi fram til 1940. Eftir að j Guðmundur lét af störfum flutt- ist hann aftur til Reykjavíkur og I vann þá við störf á Alþingi urr nokkur ár jafnframt því, sem sem hann sinnti hugðarefnum sínum. Þeim fækkar nú óðum, mönn- unum, sem lögðu út í lífið um síðustu aldamót. Fyrir margt er sú kynslóð athyglisverð og okkur til góðs fordæmis. Ungmenna- félagsskapurinn stóð þá með miklum blóma, og upp úr jarð- vegi hans hafa margii- styrkir stofnað runnið, sem helgað hafa landinu líf og krafta sína. Guð- mundur Davíðsson var einn af þeim, einlægur og óhvikull við áhugamál sín. Sjálfsagt hefur honum oft hrosið hugur við skiln- ingsleysi landa sinna, en málstað- ur sá, sem hann baiðist fyrir og átti hug hans allan, mun að lok- um sigra. Menn geta aldrei notið góðs af náttúrunni, nema með því að hlýða lögmálum hennar. Guðmundur Davíðsson var fæddur 8. nóvember, 1874 og skorti því tæpa tvo mánuði í að verða 79 ára, er hann ándaðist hinn 13. september. Hann var kvæntur Málfríði S. Jónsdóttur og áttu þau tvö börn, Klöru og Davíð Atla. Þau hjón urðu fyrir þeirri þungu raun að sjá á bak einkasyni sínum 18 ára árið 1938, og mun Guðmundur vart hafa borið barr sitt eftir það. Nú hefur Guðmundur lokið þeirri skuld, sem allir verða að greiða, en eftir stendur rriinning um mætan mann og leiðsögn hans til þeirra, sem landið erfa. Hákon Bjarnason. „Ljésið sera hvarf" NÝLEGA hlustaði ég á jarðar- för. Þá jarðarför sem ómögulegt er að gleyma. Það var þriggja ára barnið Daðey María — sem hljóp svo langa slysaleið — til að yfir- gefa jörðina okkar. Öll íslenzka þjóðin hefur heyrt þá harmsögu frá upphafi — beðið milli vonar og átta, eftir góðri úrslitafrétt. Og hún kom — svona. Einu sinni enn er það augljóst hvað litlu við ráðum. Hvað líf vort er lítil fleyta á stóra haf- inu. Jafnvel móðurástin — svo hátt sem hún gnæfir — verður þó að beygja sig fyrir afli örlag- anna og sterku röddinni sem tal- ar og það verður“. Þessi litla stúlka hefur korpizt ótrúlega langan veg. En ekki skulum við láta okkur detta í hug að hún hafi verið þar ein á ferð. Ónei. Guð er ekki svo langt í burtu að slík atriði fari framhjá umhyggjunni hans. Ég er viss um, að Daðey litla hefur verið studd sterkri hönd og leiðin orðið létt, heim til föðurhúsanna. „Leyf ið börnunum að koma til mín — og bannið þeim það ekki, því að slikra er guðsríki". Þetta er kveðja hins fullkomna kærleika, til okkar mannanna. Það eru svo margir sem stríða við vanmátt sin.n í sorg og öðr- um vandamálum. Trúið þvi öll. Ástríku, syrgjandi foreldrar, að barnið ýkkar, er ekki dáið. Því er að eilífu óhætt. Kristín Sigfúsdóttir, frá Syðri-Völlum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.