Morgunblaðið - 24.09.1953, Side 12

Morgunblaðið - 24.09.1953, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Firrimludagur 24. sept. 1953 Minningarorð Jón Bergsveinsson verksfjóri í DAG fer fram útför Jóns Berg- sveinssonar verkstjóra, Holtsgötu 37, Reykjavík. Hann lézt í Lands spítalanum hinn 18. þessa mán- aðar. Jón var ættaður úr Flatey á Breiðafirði, fæddur 10. desember 1914. Hann fluttist til Reykjavík- ur árið 1926, byrjaði þegar að starfa hjá Burstagerð Reykjavík- ur og starfaði þar alla tíð síðan, mörg ár sem verkstjóri þess fyrirtækis. Fyrir átta árum kendi hann fyrst þess meins, er varð honum að aldurtila, gekk þá undir upp- skurð og virtist svo um skeið að náðst hefði fyrir rætur meinsins. — En sú von brást. Fyrir fimm árum tók sjúkdómurinn sig upp að nýju og var Jón síðan meira eða minna undir læknishendi og tíð- um mjög þjáður, þó sérstaklega síðastliðið ár. Jón var maður í hærra lagi, grannvaxinn, skarpleitur og ljós yfirlitum. Hann var glaðlyndur og spaugsamur og lifði eftir því heilræði Hávamála: „Glaður og reifur skyli gumna hverr uns sinn bíður bana“. Er ljóst að mikla hetjulund þarf til að berjast árum saman við kvalafullann ólæknandi sjúk- dóm ög eiga þess von að hverfa frá ástkærri eiginkonu og ungum börnum á bezta aldursskeiði. Jón var starfandi félagi Karla- kórs Reykjavíkur 12 síðustu árin, hafði ágæta tenórrödd og var hinn bezti félagi. Hann var með kórnum í Ameríkuförinni 1946, ári eftir að hann gekk undir hina fyrstu skurðaðgerð, síðan hefur hann ætíð sótt æfingar og sungið með þegar heiisan gerði það mögu- legt og síðastliðinn vetur byrjaði :hann að æfa undir Suðurlanda- ,'ferð kórsins, en um það bil komst 'Sjúkdómurrinn á það stig að hann fvarð að leggjast rúmfastur. Sýn- dr þetta vel hve söngurinn og félagsskapurinn var honum hug- stæður og sennilega nokkur stundarfró í dagsins raun. Jón kvæntist eftirlifandi konu sinni Unni Þorsteinsdóttur úr Reykjavík árið 1939, eiga þau 2 börn, Þorstein 10 ára og Hildi 9 ára. Hefur Unnur verið manni sínum óbætanleg stoð og stytta. Karlakór Reykjavíkur flytur henni, börnunum og fjölskvldu- liði innilegustu sámúðarkveðjur og biður til guðs cð þeim leggist líkn með þraut. H. Sigtryggsson. GÆFA írúlofunarhring- anum frá Sigurþór Hafnarstræti 4 — Sendir gegn póstkröfu. — Sendið nákvæmt mál. — FYLGIR — Nýtt leikrit eftir Efliot Framh. af bls. 7. | rænt leikrit eins og kallað er; einnig er gamansemin og glettn- in í því meiri en menn eiga að venjast hjá Eliot. — En hér er hvorki staður né stund til að ræða hið nýja leikrit meistar- ans öllu frekar, enda verður það | gert á öðrum stað hér í blað-| inu. Við skulum heldur bíða og1 sjá, hvort við fáum það ekki á íslenzku áður en- langt um líð- ur. Er sannarlega kominn tími til að verk Eliots séu kynnt al- þýðu manna hér á landi. 'k'k'k T. S. ELIOT er fæddur í St. Louis í Missouri í Bandaríkjun- um árið 1888. Var hann snemma settur til mennta og á að baki sér hinn glæsilegasta námsferil, var á Harvardháskóla, fór það- an til Sorbonne og loks í háskól- ann í Oxford. Hann settist að í Lundúnum 1914, vann um skeið sem bankamaður. kenndi, hélt fyrirlestra, gerðist bókaútgef- andi og síðar ritstjóri tímarits- ins The Criterion, sem hann stofnaði. — Fyrsta ljóðabók hans kom út 1917, en áhrifamesta Ijóðabók hans, The Waste Land, kom út 1922, sama ár og Ulysses eftir Joyce, en hún réði stefnu- hvörfum í brezkri skáldsagna- gerð. k:k: -k EKKI er nóg með það, að The Waste Land hafi markað mikil- væg tímamót á rithöfundaferli Eliots, heldur má segja án þess að of djúpt sé í árinni tekið, að með þeirri bók hefjist straum- hvörf í ljóðabókmenntum okkar tíma. Um það leyti voru brezk Ijóðskáld allt að 30 árum á eftir tímanum og má til sanns vegar færa, að Eliot hafi með þessari bók sinni algerlega hlaupið yfir 30 ára þróunarkafla brezkrar ljóðlistar; enda hefur varla meira verið um aðra bók rætt hvorki fyrr né síðar. í henni koma fram sterk áhrif frá frönsku symbolistunum, enda hefur hann sjálfur haft orð á því, að kynning hans af þeim hafi opnað honum nýjan heim, haft mikil áhrif á þroska hans og smekk. Þetta mikla verk Eliots er sannarlega ekki auðskilið öllum þorra manna. f því er mikil bölsýni og reynir skáldið að lýsa. hinni tómlegu eyðimörk mannlegrar sálar, vonleysinu og hinni andlegu auðn sem hvar- vetna blasti.við eftir heimstyrj- aldarárin; skulum við ekki gleyma því, að The Waste land er sprottið úr vanhirtum akri eftirstríðsáranna, má jafnvel segja, að það hafi verið forleik- ur nýs dags, hikandi leit og von- ameisti ungrar vegvilltrar kyn- slóðar. Og enda þótt mörgum að-„ dáendum hins gamla og hefð- bundna stíls, hinnar svo kölluðu síðrómantíkur hafi þótt nóg um nýjunagirni þessa unga höfundar, hafi The Waste Land gífurleg áhrif á þróun ljóðlistarinnar, ekki sízt í Bret- landi, þar sem bókin markaði alger tímamót. Á Eliot heiður- inn að því að hafa brotið ís- inn, kveikt nýjan neista í ljóða- bókmenntir þar í landi rifið þær úr stöðnun og íhaldssemi. Hefur hann unnið brezkum kveðskap ekki minna gagn en Claudel frönskum, Rilke og Hof- mannsthal þýzkum. k'k'k ÖRVÆNTING Eliots minnkaði, þegar á leið. 1927 féll hann í náðarfaðm brezku biskupakirkj- unnar, gerðist brezkur þegn og lýsti því yfir tveimur árum síð- ar, að hann væri „fylgismaður biskupakirkjunnar, kiassíkker í bókmenntum og konungssinni í stjórnmálum". HLAUT NÓBELSVERÐLAUNIN Árið 1930 sendi hann frá sér hið undurfagra ljóðræna trúar- verk Ash Wednesday og rak síð- an hvert stórverkið annað, ljóð og leikrit (Four Quartets, 1943, Murder in the Chatedral, 1935, Family Reunion, 1939, svo að nokkurra sé getið. Auk þess hef- ur hann sent frá sér ritgerðar- söfn, t. d. Selected Essays, 1932, og haft gífurleg áhrif á bók- menntagagnrýni alla í heima- landi sínu og víðar. — Sem kunn ugt er hlaut hann bókmennta- verðlaun Nóbels fyrir nokkrum árum og voru flestir bókmennta- unnendur ásáttir um, að til þeirra hefði hann unnið öðrum fremur. M. Hver á heiðurinn af því af finna blýnámurnar í Meisfaravík! Svissneskur vísindamaðisr segisf hm fundið þær KAUPMANNAHÖFN, 14. sept. — Mikil deila er nú risin upp vegna hinna miklu blýnáma, sem fundizt hafa í Meistaravík á austur- strönd Grænlands og unnið er nú stöðugt að því að nytja. — Er það svissneski jarðfræðingurinn, dr. Hans Stauber, sem komið hefur deilunni af stað. „ÉG FANN NÁMURNAR" Stauber hefur tekið þátt í leiðangrum dr. Lauge Kochs til austurstrandar Grænlands und- anfarin ár. Hefur hann nú snúið sér til Grænlandsdeildar danska utanríkisráðuneytisins og kvart- að yfir því, að Danir hafi séð svo um, að hann hlyti engan heiður af fundum námanna , Meistaravík; hefur hann krafizt þess að fá viðurkenningu fyrir því, að hafa fundið námurnar. SVISSARAR VÍGAMÓÐIR Svissnesk blöð hafa nokkuð skrifað um mál þetta og halda þau stíft fram málstað Staubers. — Danska utanríkisráðuneytið hefur gefið yfirlýsingu varðandi mál þetta, þar sem segir m. a.: ,,Árið 1948 tók dr. Stauber enn þátt í leiðangri til Austur-Græn- lands undir forystu dr. Kochs. Vann hann með smáflokki, sem sænski jarðfræðingurinn dr. Joseph Eklund var m. a. í. Þessi flokkur sendi fyrst út vit- neskjuna um, að blý hefði fund- izt við Meistaravík." MARGRA MANNA VERK „Grænlandsdeild utanríkis- ráðuneytisins er þó þeirrar skoð- unar, að ekki sé hægt að þakka neinum einum manni fund hlýs- ins, heldur sé blýfundurinn á- rangur af starfi fjölmargra manna, sem verið hafa undir forystu dr. Lauges Kauchs ailt frá 1927. Þannig er ekki hægt að líta svo á, að neinn einn mað- ur eigi heiðurinn af fundi hinnar verðmætu blýnámu.“ Kvöldskemmfunin endurfekin SÖNGSKEMMTUN sú er fram fór í Austurbæjarbíói í gær- kvöldi, vakti almenna ánægju hinna mörgu er hana sóttu. Kom þar fram margir kunnir íslenzkir kraftar, svo sem Gestur Þorgríms son, Baldur Georgs, Hljómsveit Gunnars Ormslev, ennfremur þrír kraftar, sem lítið hafa kom- ið fram áður: Gúðmundur Guð- mundsson, sem vakti almenna kátínu með grínsöng sinum, Ingibjörg Þorbergs og Grétar Oddsson sem bæði komu nú í fyrsta sinn fram sem dægurlaga- söngvarar á hljómleikum. Stærsta atriði kvöldsins var að sjálfsögðu enski óperusöngvar- inn Ronald Lewis. Söng hann tvær óperuaríur og síðan vinsæl óperettulög. Lagið „Flóin" sem hann söng vakti mikla hrifn- ingu. Skemmtunin var mjög vel sótt og er í ráði að endurtaka hana í kvöld, og verður það í síðasta sinn sem Ronald Lewis syngur hér í Reykjavík, þar sem hann mun syngja úti á landi næstu daga. Gerður Hjörleifsdóttir leik- kona kynnti atriðin í gærkvöldi og var það skemmtileg nýbreytni. í kvöld mun Bryndís Pétursdótt- ir kynna atriðin. Kvenþjófur handfekinn í Danmörku Slal m. a. innkaupatösku frá íslenzkri konu t . BEZT AÐ AUGLÝSA MORGUNBLAÐINU NYLEGA var komið upp um 44 ára gamlan kvenmann í Kaup- mannahöfn, sem ákærð var fyrir að hafa stolið mörgum ferðatösk- um af aðaljárnbrautarstöðinni og 21 kventösku úr ýmsum verzlun- um í Kaupmannahöfn. Eitt af fórnarlömbum þessarar bíræfnu konu, sem er gift og á tvö börn, var íslenzk kona, frú Fanney Benónýs. Frú Fanney kom á ritstjórnar- skrifstofu Morgunblaðsins í gær með úrklippu úr dönsku blaði, þar sem frá handtökunni var greint og sagðist vera ánægð yfir LILLU kryddvörur eru ekta og þess vegna líka þær bezt. Við á- byrgjumst gæðin. ■— Biðjið um LILLU-KRYDD þegar þér gerið innkaup. því að búið væri að hafa upp á þjófnum. Frú Fanney hafði feng- ið skeyti frá dönsku lögreglunni þess efnis, að allar líkur bentu til að hún mundi endurheimta inn- kaupatöskuna, sem frá henni var stolið 17. júlí s.l. í verzluninni hjá Illum. MARGT VERÐMÆTT í TÖSKUNNI Það kenndi margra grasa í innkaupatösku frú Fanneyjar, því hún hafði ætlað út að verzla þennan dag. M. a. var í henni verðmætt frímerkjasafn, beztu gleraugu frúarinnar, sjálfblek- ungur, hálfsaumaður púði, dúka- sett, mikið af verðmætum klút- um, og margt fleira var í tösk- unni. — En til allrar hamingju var ég með peningaveskið mitt í hönd unum, því annars hefði ég verið illa á vegi stödd, sagði frú Fanney. Ekki var frú Fanney Benónýs viss um hvort hún fengi innihald töskunnar aftur, en hún sagðist aðeins vilja vara landsmenn sína við, þá sem hafa hugsað sér að fara til Kaupmannahafnar, þann- ig að þeir láti ekki frá sér hand- töskur eða annað verðmæti í verzlunum eða annars staðar. Launahækkun PARÍS — Samþykkt hefir verið að veita 300 þús. lægst launuðu verkamönnunum í Frakklandi launahækkun, sem nemur um 140 kr. á mánuði. M A R K tJ S Eftir Ed Dodd rTHERE'S SOME MISTAKE, My FRIEHD...MY NAME'S TRAIL, AND I HAVE NO IDEA WHAT IN BLAZeS VOU'RE TALKING FVOU SNIVELLING RAT* DONT PLAY INNOCENtViTH ME...IM DOINö ALL IN My POWER TO CONTROL 1) — Karl! Siggi er hér 2) — Mér dettur nú í hug að fyrir utan. — Látið hann koma drepa þig strax, en það er bezt inn. að þú fáir að gefa skýringu á framferði þínu. 3) — Hér er um misskilning að ræða. Eg heiti Markús, og hefi ekki minnstu hugmynd um hvað þú ert að fara. 4) — Reyndu ekki að koma fram sem saklaus væri, illmenn- ið þitt. Slík undankoma stoðar ekki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.