Alþýðublaðið - 24.06.1920, Page 2

Alþýðublaðið - 24.06.1920, Page 2
2 Aígreid^ia blaðsins er í Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti og Hverfisgötu. Síml 988. Auglýsingum sé skiiað þangað eða í Gufenberg í síðasta Iagi kl. 10, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. mun þana, sem er á milli 2. og 3. alþjóðasambandsins. Bolsivíkar (3. alþjóðasambandið) byggja á „alræði öreiganna" og skoða sitt hlutverk að undirbúa byltingu öreiganna, sem sé óum- ðýjanlegt að komi og eigi að koma. í nánu sambandi við alræði ör- eiganna er einnig það stjórnar- fyrirkomulag, er Bolsivíkar hafa notað, sem sé „s©vjet“-stjórn, sem þeir skoða sem eina valdið, er geti geit byltinguna að gagni og öreigaríkið um leið eigi að byggj- ast á. Þeir vilja með öðrum orðum enga leið fara aðra en byltinga- leiðina, og fara þó eftir kenning- um Karls Marx. Fylgismenn 2. alþjóðasambands- ins vilja aftur á móti fara þing- ræðisleiðina. Foringjar flokka þeirra, er því fylgja, trúa á þingræðisfyrirkomu- lagið, og að jafnaðarmannaríkið verði myndað smám saman og með hægfara þróun. 2. alþjóða- sambandið er því andvígt bolsi- víkurn og kenningum þeirra. En það missir traust verkamannafé- L.ganna meira og meira. Óháðir jafnaðarmenn í Þýzkalandi, Frakk- landi og Ítalíu hafa allir yflrgeflð það og hallast að bolsivíkum, enda þótt þeir séu engan veginn eindregnir byltingamenn. Óháðir jafnaðarmenn hafa því reynt að mynda nýtt alþjóðasamband, er mætti umlykja alla virkilega jafn- aðarmenn. Brezki verkamanna- flokkurinn (Independent Labour party) sagði sig einnig úr 2. alþj,- sambandinu í vor, og samþykti að reyna að mynda nýtt, er um- lyki alla virkilega jafnaðarmenn. Jafnaðarmenn í Evrópu eru því klofair í hægri-, miðflokk og vinstri- flokk. Og milli hægri jafnaðar- manna öðrum megin og miðflokks- ins og vinstrimanna hinum megin er nú staðfest það djúp, er vart ALÞYÐUBLAÐIÐ verður brúað þann veg, að þeir geti skipað sér undir sameigin- legan alþjóðafána. Því má búast við, að óháðir jafnaðarmenn víðs- vegar um álfuna muni hverfa yfir til 3. alþjóðasambandsins, efþeim tekst ekki að mynda nýtt. Þó mun þetta sérstaklega eiga við á meginlandi Evrópu. Þar má segja að gamla stjórnarfyrirkomulagið sé víðast oltið um koil, og deilur um framkvæmd hugsjóna jafnaðar- manna eru því orðnar að virki- leika, en eigi lengur háðar „á pappírnum". í Englandi og Skandi- navíu gegnir aftur nokkuð öðru máli. í Ameríku og Austurlöndum er eigi um það ritfrelsi að ræða, að mál þessi geti verið ofarlega á baug. En eftir því sem auðvalds- ófreskjan herðir tökin fastar, má búast við að verkamenn þykist sjá betur og betur, að byltinga- leiðin sé eina leiðin. Þeir þykjast vera búnir að fá smérþefinn af hinu svokallaða „frjálsa þingræðis- stjórnarfyrirkömulagi". X jEfUeft vatnsflóð í borginni Louth á Englandi. Borgin Louth liggur við austur- strönd Englands, skamt frá hafn- arbænum Grimsby, sem svo margir íslendingar þekkja. Þar varð, 29. maí síðastliðinn, ægilegt vatnsflóð, er stórtjón leiddi af. í gegn um borgina rennur smá-áin Lud Seinni part dags gerði ofsarigningu þar skamt frá, og áður en nokkutn varði tók að hækka í ánni, svo að hún hækkaði um 15 fet og flæddi yflr alla miðborgina. 25 manns fórust í flóðinu og nokkrir meiddust og dösuðust. Vatnsflóðið ruddi um nær 40 húsum og ger- eyðilagði mörg hús, er uppi stóðu. Flóðið varaði skamman tfma, en bar ógrynni af aur og leðju upp í borgina. Sksðinn er metinn rúml. 1 milj. króna. (Times Weekly). Óvenjumikið af sel sást á Skagafirði nýlega. Telja fróðir menn það góðs vita og búast við miklu síldarári í sumar. Laukur fæst í Kaupfélagi Ryíkur, (Gamla bankanum). Um daginn og veginn. Yatnslaust var með öllu í upp» bænum í gær eftir kl. 12, og i morgun var vatn að eins til kl. 11. Má nærri geta hve slfkt er bagalegt; og hin mesta futða, að vatnsneytendum skuli ekki gert aðvart, áður en vatnið þverrar aigetlega. Þeir, sem gæta eiga leiðslunnar, hljóta að geta séð £ brunnunum, ef vatnið er að þrot- um, og væri þá hægðarleikur að koma í veg fyrir að ekki fengist vatn til drykkjar, hvað þá meira, heila daga. Borgarstjóri sagði fyr- ir kosningar í vor, þegar hann var að ginna menn til fylgis við sig, að langtkomin væri ítarleg rannsókn á því, hvers vegna vatn- ið þryti. Nú eru liðnir því nær tveir mánuðir síðan Knud sagðl þetta, og enn er rannsókn þessari ekki lokið; því þá væri vatnið víst nóg. Ætli það tari ekki svo, að Knud Zirnsen geti við næstu kosningar afsakað vatnsleysið með þessu sama? PrestsTÍgslnr. Á sunnudaginn kemur verða þessir guðfræðiskandi- datar vígðir til prests í dómkirkj- unni: Gunnar Benediktsson að Grundarþingum, Sigurður Lárusson að Helgafelli og Stanley Guð- mundsson að Barði í Fijótum. Jón Forseti kom í gær af fiskt- veiðurn með góðan afla. Botnía lagði af stað frá Fær- eyjum kl. 3 í gærdag. Hún er væntanleg hingað úr hádeginu á morgun. ÁftnrgÖBgnr voru leiknar £ síðasta sinn í gærkvöldi, fyrir fullu húsi. Páll ísólfsson heldur hljóm- leika á morgun í DómkirkjunnL Þar geta menn vænst góðrar skemt- unar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.