Morgunblaðið - 27.09.1953, Síða 7

Morgunblaðið - 27.09.1953, Síða 7
Sunnudagur 27 sept. 1953 MORPUNBLAÐIÐ 7 Dawson o f BREZKA vikuritinu ILLU- STRATED, sem kom út í Bret- landi í gaer, birtist sem aðal- grein frásögn af landhelgisdeilu Breta og íslendinga, svo og lönd- Unarbanninu og undirbúningi George Dawsons kaupsýslu- manns undir fiskverzlun sína við íslenzka togaraútgerðarmenn. ★ ★ BLAÐ þetta er eitt útbreiddasta vikublaðið í Bretlandi og birtir greinar og fréttamyndir um ýmis þau mál sem efst eru á baugi innanlands og utan. — Blað þetta fæst hér í bókabúðum. — Þetta nýútkomna blað af Iilu- strated barst Mbl. í gær. Grein- ina skrifar Allen Andrews, og myndirnar, sem eru fjölmargar, tók Joseph McKeown. Er grein- in hin ítarlegasta, skrifuð af þekkingu og skilningi og er hún alveg hiutlaus. í henni er hvorki dreginn taumur Breta né íslend- inga. Greinina nefnir blaðamað- urinn: Dawson gegn hinum. George Dawson: — Bragðlaus, Það er einmitt orðið yfir íiskinn á brezka markaðnum. Þið ættuð að bera hann saman við fiskinn, sem þeir eta á íslandi. Ég ætla að sjá um að brezkar húsmæður fái fyrsta flokks fisk og því fljót- ar sem hægt er að koma honum til þeirra, þeim mun betri er hann. Ég get komið upp nýtízku- legu og fullkomnu fiskflutninga- kerfi. Ætlun mín miðar að því að byrgja fiskkaupmenn upp að góðum fiski ef ég get, en ef þeir neita, þá sel ég fiskinn annars staðar. Voldugir hagsmunahópar eru að reyna að eyðileggja áætl- un mína. Ég viLheiðarleg við- skipti við fiskkaupmenn í Grims- by og aðstoða þá eftir megni, sem vilja kaupa af mér fisk. Almenningur í Grimsby á allt sitt undir því að fiskur berist ó j land í Grimsby. Eftir því sem J fiskmagnið er meira, því meiri atvinna, og þeím mun meira í aðra hönd fyrir alla aðila. — Ég veit að verkamenn í Grimsby eru dugmiklir og kunna sitt verk, þeir beztu sem ég get fengið, — en aðrar hafnir bíða starfs míns líka. Þannig fórust Dawson orð við blaðamanninn. Jack Croft Bak er, er sá sem mest hefur lát- ið til sín heyra í sambandi við löndunarbann-I ið, epda er hann fprmaður í samtökum brezkra togara- eigenda, forstj. banka togara- í Grimsby og einnig forstjóri fyrir ísféiaginu í Grimsby. Það er í blaðinu The Fishing News, sem Croft Baker hefur einkum haslað sér völl. *— í samtali við blaðamann Illu-j strated, kemst Croft Baker m. a. svo að orði: Ég er friðsamur ná- Ungi, en mér þykir lögleysur hafðar í frammi í máli þessu. Við eigum ekki í deilu við Daw- son heldur ríkisstjórn íslands, sem hefur rekið okkur burt af 5000 fermílna svæði, þar sem beztu fiskimiðin eru.... Hann (Dawson) er aðeins verkfæri í höndum ísl. ríkisstjórnarinnar í viðleitni hennar til að brjóta löndunarbannið. al Myndskreytt frásom Lr Dawson svaraði ísbanni togaraeigenda með því að festa kaup á íshúsi í nágrenni Grimsby. — Á myndir.ni sést Dawson, til v., ræða við fyrrum eiganda íshússins, lengst til hægri, um fram- tíðarmöguleika fyrirtækisins. ^ .... m útgerðarmanna John Bennet er framkvæmda- stjóri Northern ★1 KPfcj" "W Trawlers, sem . telur innan sinna vébanda þriðjung alls togaraflota Grimsby; hann sagði við frétta manninn: Ég sel engum þeim fiskkaupmanni roð, sem kaupir fisk af Dawson. Þessi borg þarf á ísl. fiski að halda, en þó ekki fyrr en landhelgisdeilan er leyst.. Harwood skip- stjóri, formað- ur félags tog- arayfirmanna í Grimsby, sagði við blaðið: Við erum öndverð- ir gegn Daw- son. Við gerð- um verkfall, þegar íslenzkir togarar reyndu að brjóta löndunarbannið á síð- astliðnu ári. Og höfðum sigur. — Ef Dawson keypti fisk af brezkum togurum, þá myndi það hafa orðið mikill ávinningur fyrir . Grimsby. Bill AVilkins'yf- irmaður félags hafnarverka- manna í Grims by, sagði þetta: Jafnvel þó að togarayfirmenn geri verkfall, getum við ekki neitað að landa fiski fyrir Dawson, sem er við- Urkenndur atvinnurekandi hér. Frank McGre- gor fiskkaup- manni í Grims- by fórust svo orð: Ég hef allt af verið mót- fallinn löndun- arbanninu á ísl. fiski, sem félag fiskkaupmanna á hlutdeiid að. — Hvaða rétt hef- ur kaupmaður til þess að segja ísl. rikisstjórninni fyrir um það, hvað hún skuli gera. — Stjórnin verður að útkljá þetta mál hið bráðasta. — Okkur vantar fisk- inn. ★ ★ í lok greinarinnar eru túlkað- ar skoðanir ýmissa aðila sem hagsmuna hafa að gæta í þessu máli og fer hér á eftir lauslegur útdráttur úr þvi. Brezkir togaraeigendur álíta að þeir hafi rétt til þess að nota styrkleika sinn og aðstöðu til að knýja ísl. ríkisstjórnina að hverfa frá hinum nýju fiskveiðitakmörk unum. Þeir eru fúsir til að ganga ekki á fiskistofninn, svo honum sé hætta búin, jafnvel á sumum stöðum utan við fiskveiðitak- mörkin, ef hin auðugu fiskimið í flóum og fjörðum eru opnuð þeim á ný. Brezkir sjómenn eru íslend- ingum reiðir. Togarayfirmenn eru reiðubúnir að hefja verkfall ef það yrði til þess að viðhalda löndunarbanninu. — En við verð- um að taka ,með í reikninginn, að þetta á ekki við alla yfirmenn togaranna og bæði hásetar og yf- irmenn eru i klípu, vegna þess að þeir eiga starf sitt undir tog- araeigendum og þvi knúðir til að taka upp málstað þeirra. Nóg er af skipstjórunum, margir þeirra vinna sem hásetar. Brezkir hafnarverkamenn geta ekki gert verkfall hjá einum vinnuveitanda, sem viðurkennd- ur er, hversu mikil sem samúð þeirra kann að vera með sjó- rpönnum. Sem kunnugt er, er hinn ísl. umboðsmaður Dawsons viðurkenndur í Grimsby. Brezkir fiskkaupmenn taka við öllum fiski, sem þeir geta fengið- Eftir því sepa þeir selja meira, því meira bera þeir úr býtum, en í Grimsby er þeim sagt að þeir íái ekki brezkan togarafisk (Bretar veiða 90% af því, sem berst þar á land), ef beir kaupa fisk af íslendingum. ' — Mun Dawson þó reikna með því, að fylkingar fiskkaupmanna riðljst, þeir gangi í berhögg við togara- eigendur og láti hótanir þeirra sem vind um eyru þjóta. Brezkar húsmæður. Þær hafa sannarlega þörf fyrir hinn góða fisk, sem íslendingar veiða, sér- staklega nú í vetur. Að vísu er þorskurinn, sem þær hafa getao fengið, ekkert dýrari en hann var fyrir löndunarbannið, en verð á öðrum fisktegundum hefur hækk að. — En þær verða ,að læra að meta fiskinn eftir gæðum, en ekki eftir verði. - Un? þeir jála Framh. af bls. 1. ritað og ég skrifaði undir. Ég undirritaði játningu, en svo breyttu þeir henni og teygðu á tuttugu veg'ina, svo að hún var óþekkjanleg.... Og seinna meir, þegar mér var sýnd játningin, vissi ég ekki mitt rjúkandi ráð. „Þetta hef ég lesið, þetta hef ég sagt, endurtók ég í sífellu,“ er síðum ákæruskjalanna var flett fyrir mér. Ég var örþreyttur, ör- magna og þeir gátu farið með mig eins og þeim sýndist....“ FRÖNSKUNÁMSKEIÐ ALUIANQE FRANCAISE hefjast í októberbyrjun. Kennarar verða: Ungfrú Delahaye og Magnús G. Jónsson. Allar nánari upplýs- ingar á skrifstofu fprseta félagsins, Mjóstr. 6, sími 2012. SKAK Eftir ÁRNA SNÆVARR og BALDUR MÖLLER ATHYGLI skákunnenda beinist nú mjög að hinu stórmerka skákmóti, sem háð er þessa dag- ana í Sviss. Af fregnum má ráða að baráttan sé mjög jöfn milli hinna 15 stórmeistara, sem þarna eigast við, og að vonum eru jafntefli þar mörg, en svo sem sjá má af skák þeirri, sem hér birtist, er í þeim oft barizt af meiri hörku en í mörgum skák- um, sem ekki lýkur svo friðsam- lega. Er þessi skák tefld í 11..um- ferð skákmótsins 16. þ. m. HVÍTT: Paul Keres SVART: Samuel Reshersky. Nimzovitsch-vörn. 1. d2—d4 Rg8—f6 2. c2—c4 e7—e6 3. Rbl—c3 Bf—b4 4. e2—e3 Þetta afbrigði varnarinnar er mjög ofarlega á baugi eftir ein- vígi þeirra Reshevsky og Naj- dorf á þessu sumri, en þeir tefldu það i meira en helmingi 18 skáka. 4. c7—c5 5. Bfl—d3 0—0 Nú bregður Keres út af því sem algengast var í einvíginn (6. Rf3, d5 7. 0—0, Rc6 8. a3, og e. t. v. væri varlegra fyrir sv. að leika d5 strax eftir upp- skiptin, þar sem hv. fær mögu- leika á sterku miðborði. 6. a2—a3 Bb4xRc3f 7. b2xBc3 b7—b6 8. e3—e4 Bc8—b7 Nú væri mögulegt fyrir hv. að leika f3 en sv. mundi þá e. t. v. leika Rh5 með hornauga á f5. 9. Bcl—g5 h7—h6 10. h2—h4! d7—d6 Sv. má ekki taka biskupinn þar sem drottningin kæmi á h5 með óverjandi hótanir ef riddar- inn færi síðan af f6. 11. e4—e5! d6xe5 12. d6xe5 Bb7—e4! Krókur á móti bragði! 13. Hhl—h3 Be4xBd3 Svo fjölþættir eru möguleik- arnir í stöðunum hér á undan og eftir að ótæmandi má kalla. 14. Hh3xBd3 Dd8—c7! 15. Bg5xRf6 g7xBf6 Það hefði óneitanlega verið freistandi fyrir hv. að reyna 15. exR, hxB o. s. frv. en Keres hefir ekki talið kóngssóknina nógu álitlega en peðastaða hans hms- vegar ekki góð til frambúðar. 16. Ddl—g4f Kg8—h8 17. Dg4—f3 Rb8—d7 18. 0—0—0 Rd7xe5 19. Df3xf6ý Kh8—h7 Nú leikur hv. mjög djarft en honum er e. t. v. nauðugur kost- urinn. 20. Hd3—d6 Re5xc4 30. Kcl—c2 31. Kc2—d2 32. Dd5—d5 33. Dd5xc4 34. Kd2—cl 35. Kcl—c2 36. Kc2—b3 37. Dc4—d4 38. Kb3—b4 c5—c4 Kh8—g8 Df6xh4 Dh4—Í2+ Df2—glf Dglxg2t b6—b5 Dg2—fl Dfl—c4t? Þenna leik sýnist óhætt aí* dæma sem tímahraksleik. Stað- an er mjög erfið hjá hv. eftwr Dblf 39. Ka5, Db3! 39. Dd4xDc4 b5xDc4 40. Kb4xc4 He8—c8t v 41. Kc4—d4 Samið jafntefli. — Borgarsfjórinn í Edinborg Framh. af bls. 2. Hátíð þessa sækja listamenh frá flestum löndum Evrópu dg: einnig margir frá Ameriku. í þetta skipti dvöldu samtals um 250,000 gestir víðsvegar frá úr heiminum í Edinborg þær þrjár vikur, sem hátíðin stóð. Er það mikið verk að sjá öllum þessum fólksfjölda fyrir verustað og annarri fyrirgreiðslu í ekki stærri borg. En Edinborgarbúun* þykir vænt um þessi hátíðahöjd og ég vona að þau hafi orðið borginni til sóma og gestum okk- ar til ánægju. — Þér hafið komið einu sinhi áður hingað til íslands? — Já, ég var hér i 3 daga seln ferðamaður árið 1947, en síðán finnst mér mikil breyting hafa hér á orðið. Mér finnst svipur Reykjavíkur hafa fríkkað auk þess sem hún hefur stækkað verulega. I gær fór ég til Þingvalla og skoðaði ennfremur orkuverin við Sogsfossa. í Skotlandi höfum við unnið að vatnsaflsvirkjunum undanfarið, en ég hefi hvergi séð orkuver byggt niður í jörðina nema hér, segir borgarstjóri Edinborgar að lokum. Sir James Miller borgarstjóri er 48 árá gamall. Hanp hefur átt sæti í bæjarstjórn Edinborgar siðan árið 1936 og gegnt fjölþætt- um störfum í þágu borgar sinnar. Borgarstjórinn lét í ljós ánægja sína með komuna hingað Og kvaðst fagna því að borgarstjóri hinnar íslenzku höfuðborgar hefði komið í opinbera heimsókn til Edinborgar árið 1949. S. Bj. tm - i I §J m éí -'Í 4 ■'íf i I 1 i m, m. gg m ' ■ ■ m m m. WM 1 m vHÍ&h Éi! i S Bll HH fm 'm 61) K.F.U.H. 21. Rgl—£3!! Rc4xHd6 22. Rf3—g5t! Kh7—g8 Taki sv. R. mátar* hv. á h- linunni! 23. Df6xh6 f7—f6 24. Rg5xe6 Dc7—e7 25. HdlxRdö Hf8—f7 Á þessu byggist 20. leikur hv. Sv. má nú ekki taka H vegna máts. 26. Dh6—d2 Ha8—e8 Nú á sv. nokkrar vinningsvon- ir, en hv. bjargast á hagkvæmri R-stöðu, þótt vera megi að sv. eigi einhversstaðar falinn vinn- ing fyrr en í lokin. 27. f2—Í4 £6—f5 28. Dd2—d5 Kg8—h8 29. Dd5—e5t De7--f6 KVÖLDSKÓLI KFUM verðpr settur í húsi KFUM og K vlð Amtmannsstíg, fimmtudaginn ;1. október, kl. 8.30 síðdegis, og etu væntanlegir nemendur vinsamlega þeðnir að koma til skólasetningár eða senda annan fyrir sig. Innrít- dð verður yerður í skólann til tndn aðarmóta í verzl. Vísi, Laugavegi 1. — Skólinn starfar vetraila eftir kl. 7 á kvöldin, og eru náms- greinar: íslenzka, danska, enska, kristinfræði, reikningur, bókfærsla og handavinna, en auk þess upp- lestur og íslenzk bókmenntasag^: í framhaldsdeild. Allar fi-ekari upp lýsingar veitir skólastjóri í síroa 2526. .— Praíiimi sökk í tiÖÍíULUlÍ ? í GÆR var að því unnið að bjarga í höfninni flutninga- pramma, sem Guðmundur Kolka o. fl. eiga. Hafði hann rekið uþp í Faxagarð og sokkið í veðrinu í fyrrjnótt. Björgun prammans gekk vel og var m. a. notuð kraftmjkil dæla.frá slökkviliðinu. Prammi þessi tilheyrði setuliðinu á styrjaldarárunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.