Morgunblaðið - 29.09.1953, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.09.1953, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 29. sept. 1953 MOKGUISBLABIB 9 Þrír voru með tólf rétta 1782 kr., 1717 og 1402 kr. í vinninga ÞÁTTTAKA í getraununum hef- ur farið mjög vaxandi að undan- förnu. Nýlega kom það fyrir að kona ein hér í bæ gat rétt til um úrslit allra leikjanna 12. Hún greiddi 4,50 kr. í þátttökugjald en hlaut um 6500 krónur í vinn- ing, þar í falinn aukavinningur, sem íslenzkar getraunir greiða þeim er getur rétt til um úrslit allra leikjanna 12. Nú í síðustu viku jókst þátttak an enn og nú voru það 3 sem voru með allar ágizkanirnar rétt- ar. Skiptist því aukaverðlauna- sjóður á milli þeirra, en hann hefði annars gengið óskiptur til þess, sem hefði verið einn um árangurinn. Nú komu inn 3 seðl- ar með 12 réttum, 25 raðir með 11 réttum og koma 45 kr. á hvern. Vinningar fyrir þessa þrjá seðla verða kr. 1782 fyrir 32 raða kerfi, 1717 kr. fyrir 27 raða kerfi og 1402 krónur fyrir 8 raða seðil. 16—17 þús. fjár verður sláfrað á Sauðárkróki SAUÐÁRKRÓKI, 24. sept. — FJÁRTAKA hófst hér s.l. mánu- dag á hinu nýja og fullkomna sláturhúsi Kaupfélags Skagfirð- inga, Sauðárkróki. Fé er talið með vænna móti, lömb feit og þung, en ekki mjög stór. Áætlað er að 16—17 þús. fjár verði flutt hingað til slátr- unar á þessu hausti. Fiskgfli er mjög rýr, og hefur svo verið seinni hluta sumars. Uppskera garðávaxta er mikið yfir meðallag, og engra sjúk- <dóma orðið vart í kartöflum. — Bændur og aðrir, sem unnið hafa að heyskap hafa fyrir all- löngu hirt hey sitt, sem eru bæði mikil að vöxtum og gæðum. landlegur hjá Hafnarfjarðarbáfum HAFNARFIRÐI — Togarinn Surprise kom af veiðum í gær með um 180—190 tonn af fiski. Var hann með töluvert af þorski, sem verður hertur. Reknetjabátarnir hafa ekki* íarið út í nokkra daga sökum illtíðar. Tveír voru þó úti í fyrri- Tiótt, Egill Skallagrímsson, sem fékk um 60 tunnur og Illugi um ■20. — Bátarnir fóru ekki út í gær 'SÖkum slæmrar veðurspár. — Jökulfollið kom hingað s.l. •sunnudag með tómar tunnur. Skipting vinninganna er annars: 1. vinningur 1392 kr. fyrir 12 rétta (3) 2. vinningur 45 kr. fyrir rétta (25) 3. vinningur 10 kr. fyrir réttar (144). 11 10 skáldkona, látin ?Ég vildi vinna sem ósleitilegast oð auknu sumbondi og gugn- kynnam íslendinga og Norðmanna“ kvæmum AKUREYRI, 28. sept.: — I morg- j un lézt að heimili sínu hér í bæ hin þjóðkunna skáldkona, frú Kristín Sigfúsdóttir, 77 ára að aldri, eftir þunga sjúkdómslegu. Kristín var fædd 13. júlí 1876 að Helgastöðum í Eyjafirði, dóttir Sigfúsar Hanssonar bónda þar og konu hans, Guðrúnar Jónsdótt ur. NORSKI sendikennarinn við Há- skóla íslands, Ivar Orgland er nýkominn heim úr sumarleyfinu, sem hann varði í heimalandi sínu, Noregi. Orgland er íslendingum þegar að góðu kunnur, fyrir hið mikla starf, sem hann hefir unn- ið til aukinnar kynningar milli Noregs og íslands, bæði hér heima og úti í Noregi. Þetta er fjórði veturinn, sem Orgland dvelur hér á landi auk þess sem hann var hér sumarið 1948. Fyrstu tvo veturna, 1950—52 var hann sem styrkþegi við Háskól- ann hér og lagði stund á íslenzku og íslenzkar nútímabókmenntir, en síðastliðinn vetur var hann skipaður sendikennari í norsku og mun hann halda starfi sínu við háskólann áfram á komandi vetri. Mbl. kom fyrir fáeinum dög- um að máli við Orgland og spurði hann frétta af starfi hans og fyrirætlunum. NORSKUKENNSLAN* VIÐ HÁSKÓLANN — Vetrarstarfið við háskól- ann er nú um það bil að hefjast, segir Orgland. Norskukennslan mun verða með svipuðu sniði og s.l. vetur. í fyrsta lagi kennsla til B. A. prófs í norsku máli og bókmenntum og svo einnig nám- Rælt við Ivar Orgland, sendikennara Kristín Sigfúsdóttir og maður fyrir almenning þar sem hennar Pálmi Jóhannesson, bjuggu lengi í Kálfagerði í Eyja- firði en nú um allmörg ár hafa þau verið búsett hér á Akureyri. engrar undirbúningskunnáttu er krafizt. Nemendum er þar kennt jafnhliða að lesa, skrifa og tala norsku og ætti það að vera sér- Kristín er einn hinna sönnu staklega gagnlegt fyrir þá, sem fulltrúa íslenzkrar menningar. Að lokinni dagsihs önn settist hún við að skrifa sögur sínar og leikrit, sem alþjóð er löngu kunn Gerizt því ekki þörf að rekja þau hér. Rit Kristínar voru eins og hún sjálf, hógvær, hugljúf og full mannkærleika. Kristín var kona sannmenntuð þótt ekki gengi hún í Lærðaskóla. Ritverk hennar bera skörpum gáfum hennar glöggt vitni, enda var hún skjót að nema og las. allt er hún komst yfir. En fyrst og fremst sótti hún menntun sína til íslenzkrar alþýðu. Þar las hún þær perlur er hún síðar festi á bókfell. Heimili þeirra hjóna. Kristínar og Pálma var sem allt annað er þeim tilheyrði, vinalegt og hlýtt. Þar var gott að vera, þar leið öllum vel. Margir munu því í dag renna saknaðarhuga til þessa heimilis sem nú sér á bak elskaðri eiginkonu, móður og ömmu. — Vignir. ætla sér út til Noregs til dvalar ( og auðvitað einnig fyrir þá, sem hafa áhuga á norsku hér heima. MIKIL ÞÁTTTAKA — Er þátttakan mikil í þess- um norsku námskeiðum við há- skólann hér. — Já, hún var ágæt í fyrra. Ef til vill mundi fólk hafa ennþá meiri áhuga á norsku, ef hún væri kennd í íslenzkum skólum, og er vonandi, að norskukennsla muni færast í vöxt á Islandi í framtíðinni. Einnig eru margir dálítið hik- andi við að leggja út í norsku- nám, vegna tvískiptingar máls- ins — í ríkismál (bókmál) og ný- norsku, en það er í rauninni alveg óþarfi. Málin tvö eru það lík, að engum erfiðleikum veld- ur. Þau eru notuð jafnhliða og verka hvort á annað og tel ég vafalaust, að þau muni smám saman renna saman í eitt alls- herjarmál, enda er nauðsynlegt að stefna að samræmingu máls- ins, að minnsta kosti til almennr- ar notkunar. Hinsvegar tel ég, að fyrir skáldskap og bókmenntir hafi það holl og frjógvandi áhrif að hin ýmsu séreinkenni máls- ins fái að njóta sín. — Kennið þér ríkismálið hér við háskólann? — Síðastliðinn vetur gerði ég það, já. Hinsvegar býst ég við að nota nýnorskuna í aúknum mæli í framtíðinni. Vildi ég reyna að sýnda í kennslunni sambandið milli nýnorsku og íslenzku. Ný- norskuna má skoða sem nokkurs- konar tengilið. Hún heyrir til hinni vestrænu hlið norrænunn- ar eins og íslenzku og færeysku, þar sem hinsvegar ríkismálið stendur dönskunni óg sænskunni nær. ÍSLENZK LJÓÐ Á NÝNORSKU —- Þér hafið fengizt mikið við . þýðingar og ritstörf, ekki svo? I — Jú, ég hefi þýtt töluvert af Her á myndinni sést einn hinna ungu listmálara, sem um þessar jg]enzkum ijóðum á nýnorsku, mundir sýna verk sín í Listamannaskálanum; er það Hörður (agauega eftir Davíð Stefánsson Ágústsson.—Á annað þúsund manns hefur nú komið á sýninguna^g Stefán frá Hvítadal, einnig í Listamannaskálanura. Inokkuð eftir Tómas Guðmunds- Frá Hausbýninguani Ivar Orgland son. Síðasta kvæðið, sem ég lét birta eftir Davíð á norsku var „Ég sigli í haust“ og birtist það nú í haust í tveimur dagblöðum, „Dagbladet“ (Osló) og „Bergens Tidende". í þýðingar á löngum skáldsög- um hefi ég ekki ráðizt. Það tæki of langan tíma, enda eru það fyrst og fremst ljóðin, sem liggja mér á hjarta. Á engu erlendu máli njóta íslenzk ljóð sín betur en einmitt á nýnorskunni — án þess að glata tón sínum og styrk- leika. VAXANDI KYNNING Á ÍSL. BÓKMENNTUM — Eru íslenzkir höfundar þekktir í Noregi? — Hingað til hefir verið of lít- ið um kynningu á íslenzkum bók- menntum í Noregi, en hún fer, sem betur fer mjög í vöxt nú á síðustu árum. Ljóð Davíðs, sem birzt hafa í norskri þýðingu hafa vakið mikla athygli og geysi mikla hrifningu vakti leikrit hans „Gullna hliðið“, er það var sýnt í Osló og Bergen. Er óhætt að segja, að Davíð er brátt orðinn frægur í öllum Noregi — vin- sældir hans eru þegar miklar. KILJAN OG KRISTMANN — En hvað um Kiljan? — Kynning á verkum hans hefir fram að þessu verið mjög af skornum skammti og hafa í seinni tíð komið fram óánægju- raddir út af því í Noregi, enda er nú hafizt handa um þýðingar á verkum hans. Salka Valka hef- ir þegar verið þýdd af John Sol- heim og annar Norðmaður, Wil- helm Kaurin hefir þýtt Islands- klukkuna og standa vonir til, að hann taki fyrir fleiri af verkum hans. Einnig fer í vöxt áhugi á verk- um Kristmanns Guðmundssonar, og nörskur maður, Hans Hylen að nafni hefir þýtt mikið af ís- lenzkum ljóðum allt frá Bjarna Thorarensen til Tómasar Guð- mundssonar. Nefnist ljóðasafnið í þýðingu hans „Millom Frendar“. RITGERD UM STEFÁN FRÁ HVÍTADAL — En segið mér. Hafið þér ekki siálfir fengizt við ljóðagerð? — Ég hefi gert allmikið af því að yrkja og árið 1950 kom út Ijóðabók mín, „Lilje og Sverd“ — á nýnorsku, gefin út af Gylden- dahl í Osló. Hefir hún verið til sölu í bókabúðum á íslandi. Einnig vinn ég að umfangsmik- illi ritgerð um Stefán frá Hvítadal. Ég hefi viðað að mér svo miklu efni, að ég hefi nóg • að vinna úr. ;— Hvað um önnur nútíma- skáld Norðmanna — mikið um „atóm“-ljóð? — Nei, „atófn“-kveðskapur er svo að segja óþekktur í Noregi Aðeins eitt ungt skáld, Paal Brekke, hefir komið fram, sent aðhyllzt hefir þá stefnu. Hins- vegar var hún all áberandi í Svíþjóð á árunum 1940—50 und- ir nafninu „Fyrtiotalisme“ og býst ég við, að íslenzk skáld hafi aðallega orðið fyrir áhrifum þaðan og svo frá enska skáldinu T. S. Elliot. STÓR HÓPUR Það er erfitt að taka út úr ein- stök nöfn af nútímaskáldum og rithöfundum Norðmanna, það er stór hópur og nokkuð sundur- leitur. Överland og Hoel mætti eflaust nefna meðal hinna fremstu og einn þekktur norskur höfundur Tarjei Vesaas, sem rit- ar á nýnbrsku vakti mikla at- hygli s.l. ár með bók sinni „Vind- ane“ (Vindarnir), sem er safn af smásögum og hlaut hún verð- laun í bókmenntasamkeppni á Italíu sem bezta bók Evrópu ár- ið 1952. Einnig náði skáldsaga hans „Huset í mörket“ feyki miklum vinsældum á sínum tíma en hún fjallar um hernám Noregs og þrengingar norsku þjóðarinn- ar á stríðsárunum. Hafa bækur Vesaas verið þýddar á ýmis tungumál. Ég hefi í hyggju að halda fyr- irlestur um Vesaas hér í háskól- anum í vetur. Til gamans mætti. geta þess, að fornafn hans Tarjei sem er nafn úr Þelamörk, er upp- haflega sama nafnið og norræna og íslenzka nafnið Þorgeir — (norska: Torgeir). UNI MÉR VEL MEÐAL ÍSLENDINGA — Gerið þér ráð fyrir að ílend- ast hér á Islandi? — Um það er ekki gott að segja að svo stöddu, Ég er ráðimx hér, sem sendikennari við há- skólann til þriggja ára, en þetta er annað skólaárið, sem nú er aS hefjast. Svo mikið er víst, að ég uni mér sérstaklega vel á íslandi, innan um Islendinga og ég vil leitast við að vinna sem ósleiti- legast að málefnum íslendinga og auknu sambandi þeirra og gagnkvæmum kynnum við land mitt og þjóð. Ég á svo mikiS eftir ógert í þeim efnum, segir Ivar Orgland að lokum, að mér finnst tíminn alltof fljótur aff líða. sib. ★ ★ Norskueknnslan vió háskólann er nú um það bil að hefjast Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í námsKeiðunum fyrir almenning mæti til viðtals í háskólanum n.k. fimmtudag, kl. 8 e.h. Kennslan verður með svipuðu sniði og s.l. vetur eitt hvöld í viku, tvo tíma í senn, en ekki er enn ákveðiS hvaða dag vikunnar það verður. Þeir, sem ætla að leggja stund á norsku til B.A. prófs snúi sér til skrifstofu háskólans hið allra fyrsta og riti nöfn sín á lista, sem þar liggur frammi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.