Morgunblaðið - 29.09.1953, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.09.1953, Blaðsíða 16
A’dki.i kynni Norðmanna og íslenðinga. — Sjá bls. 9. I H]ón sem ekkert höfSu tryggt missa hús sift og innbú altt Lítið hús hreanur á svipstundu í FYRRINÓTT brann lítill íbúðarskúr til ösku á skammri stundu og allt, sem í honum var og brunnið gat. — Hvorki skúrinn, né innanstokksmunir hjónanna, sem misstu aleiguna, voru vátryggðir. Þetta litla hús hét Sólsetur.®- Bjó þar Jón Árnason, verkamað- ur, ásamt konu sinni, en barn þeirra hjóna var ekki heima hjá þeim þessa nótt. VAKNAÐI VIÐ ELDINN Eldurinn kom upp í skúrnum um kl. hálf tvö um nóttina. Vaknaði Jón við að húsið var því nær alelda orðið. Urðu þau bjónin að forða sér út um glugg- •ann í svefnherberginu í skyndi, án þess að geta tekið með sér föt •sín eða annað. HÁLF TÍMA ÁÐUR Þegar slökkviliðið kom á vett- vang, stóð skúrinn í björtu báli. Það er ekki vitað hver voru upp- •tök eldsins, en svo sem hálf tíma áður hafði kona Jóns sofnað, en hún var við bóklestur til kl. eitt. ALGJÖR EIGNAMISSIR Sem fyrr segir björguðust hjón in fáklædd út. Svo algjör er eignamissir þeirra, að þau eiga nú ekki einu sinni föt utan á sig. Faðir Jóns, Árni Jónsson að Seljavegi 13, mun hafa skotið skjólshúsi yfir hjónin. Eiiin sældr um embættið FYRIR helgi var útrunninn frest ur sá er dómsmálaráðuneytið ^etti, til að sækja um bæjar- fógetaembættið í Neskaupstað, sem fyrir skömmu var auglýst laust. Aðeins einn sækir um embættið, Axel Tuliníus lög- xeglustjóri í Bolungarvík. Fjárskip ieiiuSu li! Stykkishélms STYKKISHÓLMI 28. sept.: — Vegna óveðurs komu tveir bátar hingað til Stykkishólms með 1100 fjár, sem áttu að fara í Rang árvallasýslu. Fé þetta komu þeir með frá Vestfjörðum, en það átti að flytja það suður til Reykjá- víkur. Hér var fénu skipað á land og var það þá orðið mjög hrakið. Hér var það geymt yfir nóttina, en flutt suður á 18 bif- reiðum í gær. I gær kom hingað bátur með fé frá Barðaströrid. Það fer einn- ig austur í sveitir í nótt og fyrra- málið. — Árni. Birgðaskip fvrir utan cy jar í GÆR var hér fyrir utan dálítill floti farm- og olíuskipa. Sum þessara skipa voru mjög stór, allt að 20 þús. tonn. Þau eru hér í sambandi við flotaæfingar At- lantshafsbandalagsins við Vest- firði, sem Ijúka mun á morgun, flytjandi birgðir til flotans þar. Forsetahjónin í Hellisgerði. (Ljósm.: Ljósmyndastofa Guðbjarts Ásgeirssonar). Forsetahiónin heimsóttu a Hafnarfjörð sL. sunnudag HAFNARFIRÐI, 28. sept. — Forsetahjónin, herra Ásgeir Ásgeirs- son og frú Dóra Þórhallsdóttir, komu í opinbera heimsókn til Hafnarfjarðar síðstl. sunnudag. Ný frímcrki Á MORGUN koma út ný frí- merki, með myndum af fornum íslenzkum handritum. Er hér um fimm merki að ræða, öll í mis- munandi litum, að verðgildi frá 10 aurum í 10 krónur. Stefán Jónsson hefui^ teiknað merkin, sem prentuð eru í Lundúnum. Miklar hreindýrahjarðir á veffi gangnamanna MOTTOKUATIIOFN I HELLISGERÐI Kl. 15,00 hafði mikill mann- fjöldi safnast saman á Hellisgöt- unni og í Hellisgerði, en þar fór móttökuathöfnin fram. Hófst hún með því, að Helgi Hannesson bæjarstjóri bauð forsetahjónin velkomin til Hafnarfjarðar. Því næst flutti forseti ræðu. Að ræðu hans lokinni söng Karla- kórinn Þrestir. Einnig lék Lúðra- sveit Hafnarfjarðar af og til með- an forsetahjónin dvöldust í Gerð- inu. Ingvar Gunnarsson umsjón- armaður Hellisgerðis, sýndi þessu næst forsetahjónunum Gerðið. Að því loknu ávarpaði Kristinn Magnússon, formaðuf Magna, forseta, og færði honum að gjöf litaða ljósmynd af Hellisgerðí frá Málfundafélaginu Magna. ELLIHEIMILIÐ HEIMSÓTT Ekki komnir út í lowa t REUTERSSKEYTI ! gærkvöldí var skýrt frá því, að 17 þásand tonna beitiskipið Des Moines, sem kom til Reykja* víkur tíl að sækja yfirmann At« lantshafsflotans McCormick og fara á rrseS hann og fjölmarga fréttamcnn ,um borð í bandaríska orrustuskipið lowa, hafi orðið að halda kyrrn fyrir vegna veðurs, — Æfingar Atlantshafsbandalagsi ins eru í fullum gangi bæði á Atlantsbafi og Norðursjó; t. d, „réðist“ kafbátur á stórskipiffi Queen Mary í dag og það slyS varð yfir Norðursjónum, að orr« ustufluga hrapaði í sjóinn. Fjárlausir bændur gangi fyrtr ' SUNNLENZKUR bóndi, sem Mbl. hitti að máli í gær kvað bændur á Suðurlandi hafa miklar áhyggjur af því, að þeir geti ekki geymt hina ó- venju góðu kartöfiuuppskeru, Þeir hefðu á s.l. vori sett nið- ur mjög mikið af kartöflum * til þess að vega upp á mótl fjárleysinu vegna fjárskipt- anna. Mörgum bændum í þessum landshluta fyndist það nú sanngjarnt að Grænmetis- verzlun ríkisins láti þá ganga fyrir með sölu og geymslu á þessum búsafurðum, þar sem þeir séu verr settir fjárhags- lega en þeir bændur, sem lagt geta inn afurðir af ó- skertum bústofni. Segja má að þessi skoðun hins sunnlenzka bónda hafi við veruleg rök að styðjast. Minnisvarðar um ; Ivo iálna i braufryðjendur Tveir tarfar fundust kræktir saman á hornunum og var annar þeirra dauður. SKRIÐUKLAUSTRI, 27. sept.: — Göngum er nú nýlokið hér í Fljótsdal. Miklar hreindýrahjarðir voru á vegi gangnamanna í svonefndum Rana og einnig um Fljótsdalsheiðina austur fyrir Mið- heiði. Voru mörg hundruð saman í hópum. — Tveir stórir hrein- dýratarfar fundust kræktir saman á hornunum og va> annar dauður, mun hafa brostið úr hálslið í átökunum. Tófur sáu gangna- menn einnig. Tillaga um staðarval ráðhúss Heykjavfkur VTÐ sýningarglugga hjá Haraldi j hafa menn staldrað undanfarna daga. Þar er til sýnis líkan, sem ' Axel Helgason, lögreglumaður hefir gert, af væntanlegu ráðhúsi Reykjavíkur og umhverfi þess. Hugsar hann sér, að Lækjar- gatan verði framlengd gegnum Tjörnina, en ráðhús rísi af grunni íyrir enda hennar suður við Hringbraut. Tillaga Axels er í •athugun hjá bæjarráði. Sigurgeir enn efstur HAFNARFIRÐI, 28. sept.: — 4. umferð skákmótsins hér í bæ var tefld s.l. föstudag. — Sigurð- ■ur T. vann Aðalstein, Ásmundur ’tÁ'rria, Gilfer Trausta. Jafntefli varð hjá Jóni Kr. og Ólafi og Þóri og Sigurgeir. Allar biðskákir voru tefidar í ,gær, og lauk þeim þannig, að Árni vann Gilfer, Sigurgeir Sigurð T. Jafntefli varð hjá Ásmundi og Sigurði T., Jóni Kr. og Gilfer og Aðalsteini og Trausta. Sigurgeir er enn efstur með 3*4 vinning, 2.—4. Ásmundur, Árni -og Gilfer 2*/2 v. hvor. 5.—6. Þórir og Ólafur 2 v. hvor, 7.—9. Jón Kr., Sigurður T. og Aðalsteinn 1*4 v. hver, 10. Trausti með % v. 5. umferð verður tefld í kvöld, •«g eigast þá við Þórir og Aðal- íteinn, Jón Kr. og Sigurgeir, Árni og Ólafur, Eggert og Ásmundur, Sigurður T. og Tiausti. RÉTTIR TÖFÐUST UM EINN DAG Réttardagurinn var f östudag- ur 25. sept.,- og var það degi síðar en ætlað var. Talsverðar þokur og úrfelli var suma gangnadagana. Tafði það göng- ur um einn dag í Rana, undir fellum og útheiði. Á Vesturöræf- um var hinsvegar hægt að smala eins og ætlað var. I Fellsheiði viltust tveir gangna- menn í þokunni og komu niður í Hnefilsdal. Féð var með fall- egra móti, einkum fullorðið fé. Slátrun er nýbyrjuð hjá Kaup- félagi Héraðsbúa. Heyskaparlok urðu víðast ágæt hér. Var ein- munatíð síðustu vikuna fyrir göngur. ÁGÆT KARTÖFLU- UPPSKERA Kartöfluuppskera er víðast að verða lokið. Er hún allsstaðar ágæt og kartöflur stórar. Einar bóndi á Valþjófsstað fékk kar- töflu af tegundinni „Skán“, er vóg rúm 700 gr. Nokkrar fékk hann um 400 gr. og enn eina rúml. 500 gr. Hér á Skriðuklaustri mun uppskera í heild vera a. m. k. 20 föld. _Er uppskeru ekki lok- ið enn. Útsæði var flest fremur smátt í vor og sumt mjög smátt. Voru þá settar tvær kartöflur saman. í gær gránaði í heiði í fyrsta skipti á þessu sumri, en hvarf aftur I nótt. j. p. KR hæst að stigum eftir 1. nmierð HAUSTMÓT meistaraflokks í knattspyrnu hófst á íþróttavell- inum á sunnudaginn. Léku fyrst Valur og Fram. Lauk þeim leik með jafntefli 1 mark gegn 1. Strax á eftir léku KR og Víking- ur og sigruðu KR-ingar með 3 mörkum gegn 0. Leikir haustmótsins munu fara fram næstu sunnudaga. Úr Hellisgerði fóru forseta- hjónin í Elliheimilið og heilsuðu þar upp á gamla fólkið. Síðan skoðuðu þau Raftækjaverksmiðj- una h.f., Flensborgarskóla og Lýsi & Mjöl h.f. — Ki. 18,00 komu forsetahjónin í Alþýðuhús- ið og þáðu þar góðgjörðir, en þar var mikill mannfjöldi sam- an kominb. Guðm. Gissurarson, forseti bæjarstjórnar, þakkaði forsetahjónunum þar komuna til Hafnarfjarðar. — Til Bessastaða óku forsetahjónin kl. 19,00 og fylgdi bæjarstjórn Hafnarfjarðar þeim áleiðis. •—G. A LAUGARDAGINN verða af- hjúpaðir mirmisvarðar þeirra L. H. Múller og Kristjáns Ó Skag- fjörð. Minnisvarða þessa hefur Skíðafélag Reykjavíkur látið gera en Muller og Skagfjörð unnu giftudrjúgt starf í þágu, félagsins og skíðaíþróttarinnar. Minnisvarðarnir eru stuðla- bergsdrangar með ágreiptura nöfnum hinna látnu. Standa þeir á Reykjafjalli, nokkuð austan við Skíðaskálann I Hveradölum og bera við himin. Afhjúpun minnisvarðanna fer fram kl. 3 síðdegis. Tveir menn slnsnst í Hofnnriirði HAFNARFIRÐI, — Það slys varð hér í gær kl. 15,00, að tveir menn sem voru við vinnu við Gömlu bryggjuna slösuðust, þegar staur, sem hafinn hafði verið á loft, slitnaði og rakst í þá. ANNAR FÉLL í SJÓINN Undanfarna daga hefir farið fram viðgerð á bryggjunni, sem skipasmíðastöðin Dröfn hefir annast. Hafa verið endurnýjaðir staurar í bryggjunni. Var verið að hífa einn slíkan staur á loft, en þeir eru um 55 fet á lengd og 14—15 tommu sverir, þegar tog- vindan bilaði. Staurinn var þá kominn 2—3 metra á loft og sem sagt láréttur. Þeir Guðmundur Jónsson, Álfaskeiði 20 og Bene- dikt Sveinsson, Urðarstíg 3 urðu fyrir staurnum með þeim afleið- ingum að sá fyrrnefndi rotaðist og skall i sjóinn. Hann handleggs brotnaði og hlaut mikið höfuð- högg. Var Guðm. kominn að drukknun þegar honum varð náð. Benedikt meiddist í baki, en hve mikið, var ekki vitað í gær- kvöldi, þegar blaðið átti tal við Ólaf Einarsson héraðslækni. — Mönnunum líður sæmilega eftir atvikum. — G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.