Morgunblaðið - 03.10.1953, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.10.1953, Blaðsíða 7
Laugardagur 3 okt. 1953 'V? MORGUN BLAÐIÐ Baráltan um „——»■«■■■■■■■ varð að stórpólifískri deilu milli Vínberin HVER skyldi trú því, að valda- streytan í Moskvu ætti að ein- hverju leyti rætur að rekja til ásta og: afbrýðisemi? En þó er það nú svo, að jafnvel fall Bería á að nokkru leyti rætur að rekja til ástarævintýra: — Frú Bería og frú Malenkóv eru nefnilega jgamlir keppinautar á leiksvið- inu. Frú Malenkóv fekk ekki sízt sigur af því, að bak við hana stóðu tveir af mestu áhrifamönn- um Sovétríkjanna, maður hennar Malenkóv forsætisráðherra og bróðir, Kruchev aðalritari mið- stjórnar kommúnistaflokksins, en Bería stóð einn með sinni ekta- kvinnu. — Annars er þetta ákaf- lega flókið mál og verður það rakið hér á eftir í stórum drátt- um: ★ ★ ★ UNGFRÚ Helena Krutchev kom til Moskvu um 1930; hún var þá há kona vexti, grönn og spengi- leg. Skyldi hún annast húshald hjá bróður sínum, sem þá þegar hafði komizt til nokkurra met- orða. En leyndardómurinn í brjósti hennar var sá, að hana langaði til að verða söngkona, og 1935 fékk hún tækifæri til að sýna, hvað í henni byggi. STALÍN HEIÐURSGESTUR Helena varð snemma á vegi Malenkóvs, en hafði í fyrstunni lítinn tíma aflögu handa hinum unga og framagjarna stjórnmála- manni, enda helgaði hún sig alla listinni. En þegar hún var orðin fræg óperusöngkona, sá hún aft- | ur á móti brátt, að það mundi ekki spilla fyrir henni, ef hún I giftist áhrifamiklum stjórnmála-' manni; gaf hún því Malenkóv J hond sína og hjarta — og var Stalín sjálfur heiðursgestur í brúðkaupi ungu hjónanna. Þetta gerðist 1938 er Helena var víð- fræg orðin. Plún var hin mikla og glæsilega stjarna, söng aðal- hlutverkin í stærstu óperunum fyrir Stalín og Æðsta ráðið. „STÁLHNEFINN“ KLÖKKNAÐI En skyndilega kom ný stjarna fram á sjónarsviðið. Hún var ættuð frá Grúsíu og hét Tamar Bería; kom brátt í ljós, að Stalín þótti meira til hennar koma en frú Malenkóv, enda var hún ekki aðeins fögur, heldur einnig mikil söngkona — og ekki nóg með það heldur söng hún á georgísku, mállýzku Stalíns. — T.amar átti því auðvelt með að skjóta Helenu aftur fyrir sig, — en hin síðar nefnda hugði sannarlega á hefnd- ir; leið síðan nokkur tími, að ekkert lát var á vinsældum Tam- Molenkóvs op Bería | komin í allar okkar búöir j iillis Ualflij I Kruchev, bróðir Helenu, — mágur Malenkóvs ars Bería; hún söng fyrii höfð- ingja Sovétríkjanna, vann hjörtu þeirra, og jafnvel „Stálhnefinn“ varð klökkur við. „ÓÞJÓÐLEG“ SAGÐI BERÍA En svo var það einn góðan veðurdag, að tónskáldi nokkru var falið að semja „þjóðlega óperu“, og höguðu örlögin því svo til, að tónskáldið var læri- meistari Helenu Malenkóvs; fékk hún því aðalhlutverkíð og ætlaði nú sannarlega að gjalda Tamar rauðan belg fyrir gráan. — Á frumsýningunni vann hún glæsi- legan sigur og var frammistaða hennar rómuð af viðstöddum. — En Adam var ekki lengi í Para- dís. Öryggis- og leynilögregla Bería tók þá til sinna ráða og reyndi að sannfæra Æðsta ráðið um, að óperan væri hin óþjóð- legasta í alla staði, þar sem aðal- kvenhetjan hefði bæði verið „sið- laus og borgaraleg". Benti örygg- islögreglan á máli sínu til sönn- ur.ar, að annars væri ekki að vænta, þar eð efnisþráðurinn hefði verið sóttur í eina af smá- sögum Maupassants! LISTIN LÁTIN SITJA Á HAKANUM Þetta gerðist 1943. Nazistaher- irnir voru enn ósigraðir og Stalín hafði öðrum hnöppum að hneppa en taka ákvarðanir i þessu deilu- .máli. Fyrirskipaði hann því bæði Helenu Malenkóv og Tamar Bería að leggja listina á hilluna, þar eð nú ætti urússneska þjóðin í harðvítugri baráttu fyrir frelsi sínu og tilverurétti; listin varð að sitja á hakanum. HELENU VEITIR BETUR Lítið bar svo á þessum rúss- nesku hofrófum, þangað til að lokinni styrjöld. Hófst þá aftur ný styrjöld, — styrjöldin milli Tamar og Helenu, örlagadísa rússneska heimsveldisins. Og nú fór Helenu að veita betur í bar- óttunni; maður hennar var (að margra dómi) sjálfsagður eftir- maður Stalíns og bróðir hennar var nú orðinn félagi í miðstjórn kommúnistaflokksins og áhrifa- maður. Var því sennilegt, að úr- slitanna yrði brátt að vænta, .— að til stórtiðinda drægi, áður en langt um liði. í VINAHÓPI Og svo varð. — Bería og kona hans bjuggu lengstum í sumar- höll sinni við Svartahafið. Var hún á umráðasvæði rússnesku öryggislögreglunnar, vandlega af girt og gætt af ströngum her- verði. En Tamar kunni ekki við sig í slíku umhverfi; hún vildi ekki vera lokuð inni, gætt af ströngum vörðum, hún þráði tengsl við umhverfið, félagsskap vina og kunningja. Safnaði hún því um sig álitlegum hóp ungra og lífsglaðra listamanna og gat komið þeim inn á hið afgirta landsvæði án þess að verðirnir yrðu varir við. Var það þó al- gerlega bannað, því að örýggis- lögreglan hafði þarna bækistöðv- ar sínar og hvíldi mikil leynd yfir þeim, „SAMSÆRI GEGN RÍKINU“ Um þetta leyti var Sergei nokk ur Kruglov yfirmaður öryggis- lögreglunnar á þessum slóðum; hann var í miklu vinfengi við Malenkóvhjónin. — Dag nokkurn skyldi sjálfur Stalín heimsækja aðalbækistöðvar öryggislögregl- unnar við Svartahaf. og var því gerð dauðaleit um allt lands- svæðið, ef vera kynni, að ein- hver leyndist þar, sem gæti orðið hættulegur lífi foringjans. Þegar leitað var í húsakynnum Bería- hjónanna, kom það úr kafinu, að fyrrverandi fursti nokkur, Basil Dunbadze að nafni, var þar stadd ur án þess að hafa til þess leyfi varðanna. Og ekki bætti það úr skák, þegar öryggislögreglan fékk við nánari athuganir full- vissu fyrir því, að náungi þessi hefði setið í svartholinu fyrir „samsæri gegn ríkinu“. Framh. á bls. 11. ■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■ Til sölu Stórt gólfteppi, Axminster A-l, lítið notað, stærð 4,80x3,80 m., filt fylgir. — Einnig til sölu á sama stað eikarborðstofuborð og 6 stólar með stoppaðri setu og tveir gluggakarmar úr ljósu birki með mahogny rönd- um. — Tækifærisverð. — Uppl. Mánagötu 11, sími 4397. Tilkynning Flytjum í dag afurðasölu vora úr frysti- húsinu Herðubreið i hina nýju Matvæla- miðstöð vora, við Laugarnesveg (á Kirkjusandi). Símar: 7080 og 2678. S&mberid esE. samvínnufélaga IMæloriora Þorskanetaslöngur úr nýja ítalska nælonefninu, með snöggu áferðinni, eru væntanlegar. Tek á mófi pöntunum næstu daga. Netagerð Hafnarfjarðar, S-mi 9944. Barna-regnfatnaður Nokkur stykki af drengja og telju regn- fatnaði á aðeins 60 krónur. Tóledó, Fischerssundi. . ■■■■■■■■■■■■■•■•■■■ ■■■•■■■■■■■■■■•■■■■ l■■■■«■■a■«••»■•■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■ •■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ íbúð Ameríkani, starfandi við sendiráð Bandaríkjanna, óskar eftir 6—8 herbergja íbúð eða einbýlishúsi án húsgagna, til leigu. — Uppl. í síma 82363 eða 5960. ■■■■■■■■■ ««•■■■■•■■■ ■■■•■■•■•■•■■■■I ■•■■■••■■•••■■•■■ Óperusöngkonurnar frú Tamar Bería og Helena Malenkóv ásamt mönnum sínum A.tvirsna ó&kast Reglusamur og áreiðanlegur maður óskar eftir starfi sem mætti vinna sjálfstætt hálfan eða allan daginn. — Er vanur sölumaður og bílstjóri (meira fxróf). — Margt annað kemur til greina. Góð meðmæli fyrir hendi — Tilboð merkt: „33—921“, sendist Mbl. fyrir miðviku- dagskvöld 7. þ. m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.