Morgunblaðið - 07.10.1953, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.10.1953, Blaðsíða 1
16 sáður <* iW Gerð hefur verið áætlun um skiptiiuru Trieste Hedtoífi boðar lagaírumv. um uf- hendingu handrita til íslendinga Júgóslafar þverneita ítalir benlda á aðra leið Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB LUNDÚNUM 6. okt. — Allar líkur benda nú til þess að í þessari viku muni ríkisstjórnir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands leggja áætlun um lausn Triestdeilunnar fyrir stjórnir Júgóslafiu og Ítalíu. í þessari áætlun er gert ráð fyrir því að Svæði A verði undir ítalskri stjórn, en Svæði B undir júgóslafneskri. Áætlunin kveður ekki á um það hvort hér sé um bráðabirgða eða varanlega lausn Triestdeil- unnar að ræða, en ef Júgóslafar og ítalir geti komið sér saman uni heppilegri lausn deilunnar og skiptingu Trieste, þá standi sú leið opin. — í Lundúnum benda menn á, að ef slíkum samningafundi væri hægt að koma á, væri hægt að taka tillit til landfræðilegra- og efnahags- legra atriða í sambandi við skipt- inguna. JÚGÓSLAVAR ÞVERNEÍTA Opinberar tilkynningar um áætlun þessa voru gefnar út í dág bæði í Belgrad og í Róma- boi-g. í opinberum tilkynningum júgóslafnesku stjórnarinnar seg- ir, að Júgóslafar geti aldrei fall- izt á skiptingu Trieste sam- Finnsku sveifa- stjórnakosningarnar kvæmt núgildandi landamærum milli svæðis A og svæðis B. ÍTALIR BENDA Á AÐRA LEIÐ í Rómaborg endurtók Pella forsætisráðherra Italíu að eina lausn þessa máls væri fólgin í viljayfirlýsingu þess fólks, sem Trieste byggir. Hins vegar gætu ítalir ef til vill fallizt á að al- þjóðasamtök, slík sem samtök Sameinuðu þjóðanna, gerðu til- raun til þess að leysa deiluna. Vann ftann fiil að nafn lians lifði? MOSKVA 6. okt. — I dag var flutt í Moskvaútvarpið hálfrar stundar erindi um „október- byltinguna“. Það hefur vakið heimsathygli í því sambandi að nafn Staiins var í erindi þessu aðeins nefnt einu sinni. Erindi þetta bar titilinn: „Kommúnistaflokkurinn í baráttunni fyrir einræði ör- ---------£■-----------------------® Nýtízku ævintýraprinsessa Nú er það orðið úrelt að ævintýraprinsessan aki ívgylltum hestvagni með stálspenntum hjólgjörðum. Nú stígur hún inn í spegilfagran bilskrjóð af nýjustu tegund, startar og ekur af stað svo hratt að það er sem blár loginn standi aftur af vagninum. Eða svo er að minnsta kosti sagt á hinni stóru bílasýningu, sem haldin er um þessar mundir á Signubökkum. KAUPMANNAHÖFN, 6. október. — Hið nýkjörna danska þing kom saman til síns fyrsta fundar í dag. Friðrik Danakonungur og Ingiríður drottning hans sátu fundinn og í ávarpi er konungur flutti bauð hann sérstaklega velkomna fulltrúa Grænlendinga, en þeir eiga nú í fyrsta sinn tvo sérstaka fulltrúa á danska þinginu. Hans Hedtoft forsætis- ráðherra flutti ræðu á þingfundinum og gerði grein fyrir stefnumálum ríkisstjórnarinsar í megin- atriðum. M. a. gat forsætis- ráðherrann þess, að ríkis- stjórnin myndi leggja fyrir þingið frumvarp til laga um að afhenda Islending- um handrit úr dönskum söfnum. — Páil. Verkfallinu HELSINGFORS 6. okt. — Styrk- leikahlutföllin milli stjórnmála- flókkanna í Finnlandi koma til með að verða þau sömu eftir og fyrir sveitarstjórnarkosningarn- ar sem fram fóru s.l. sunnudag. Á þriðjudagskvöld höfðu 1.650.000 atkvæði verið talin. — Borgaraflokkarnir höfðu þá sam- tals rúmlega 50% atkvæða, en jafnaðarmenn og kommúnistar hofðu samtals aðeins undir 50%. — Fyrst á miðvikudag verður hægt að segja um helztu breyt- ingarnar sem kosningar þessar valda. —r NTB. eiganna“. Fyrirlesarinn endurtók margsinnis skerf Lenins í stofnun Sovétríkjanna — en Stalin nefndi hann aðeins einu sinni og þá í sömu mund og nafn Lenins. — NTB-Reuter. Ferðabann Lundúnum — Mænuveiki hef- ur orðið vart allvíða á Nýfundna- landi. Hefur hún orsakað að ferðabann hefur verið sett á milli Nýfundnalands og ýmissa eyja undan ströndinni. Japanskt herveidl TÓKÍÓ 6. okt. — Japanir yfir- vega nú áætlun um að koma upp landher sem telji 1.000.000 manna, herskipaflota sem yrði hálf önnur milljón smálesta að stærð samtals, og flugflota sem hefði yfir að ráða 10.000 flugvélum. Griðasáttmáli við Rússland Verða þá núvierandi landa mæri itússl. viðurkennd? Einkaskeyti til Mbl. i frá Reuter-NTB. WASHINGTON, 6. október. — Bandaríkin, Bretland og Frakkland vinna um þessar j mundir að uppkasti að griða- sáttmála við Sovétríkin, sagði Foster Dulles utanríkisráð- herra á fundi er hann átti með j blaðamönnum í dag. Tilgangurinn er, sagði Dulles, að gefa Moskvustjórninni ákveð- in loforð að því er varðar Þýzka- J land. Óhjákvæmilegt er að Bandaríkjastjórn verði aðili að vaéntanlegum samningi um þessi mál, þar sem Bandaríkin eiga hú 6 herfylki í Evrópu. Af þeim sökum einum geta Bandaríkin ekki setið hjá við samningsgerð sem miðar að því að tryggja var- anlegan frið á meginlandi Evrópu. RÉTTUR ÞJÓÐANNA Hugtakið „griðasáttmáli" er vægt og þýðingarlítið, þar sem að í sáttmála S. Þ. eru ákvæði þar sem aðildarríkin heita hvorum öðrum griðum, hélt Dulles áfram. Samt sem áður kann svo að fara að slíkur sérstakur griða- samningur sé æskilegur. Minnti Dulles í þessu sambandi á síðustu ræðu sína á þingi S. Þ. þar sem hann sagði að Frakkland og Rússland hefðu orðið fyrir barð- inu á þýzkum árásarherjum. Þess ar þjóðir hefðu rétt á tryggingu fyrir því að slíkt myndi ekki endurtaka sig. ENDANLEG LAUSN LANGT UNDAN Dulles var að því spurður hvort griðasáttmálinn myndi vernda núverandi landamæri Rússlands. Hann svaraði því til að í því efni væri um marg- ar leiðir að velja og lagði áherzlu á að bæði þetta atriði sem og mörg önnur er upp kynnu að koma, myndu verða rannsökuð. Ennþá væri samn,- ingur sem þessi aðeins hug- mynd og endanleg lausn langt undan. Valdi mað- urinn betri kostinn? BERLÍN, 6. okt. — Austur-þýzk fréttastofa hefur tilkynnt að 1 bandarískur hermaður og 2 hollenzkir hafi leitað hælis í Austur-Þýzkalandi sem pólitísk- ir flóttamenn. Bandaríska herstjórnin í Þýzka landi hefur staðfest fregnina með Bandaríkjamanninn. Hans var skyndilega saknað er hann átti að sitja af sér 6 mánaða fangelsis- dóm, sem bandarískur herdóm- stóll hafði kveðið upp yfir hon- um. —Reuter-NTB. frestað NEW YORK 6. okt. — 60.000 hafnarverkamenn við hafnir á austurströnd Bandaríkjanna hófu í dag vinnu sína á ný að skipun yfirvaldanna, sem fengið hafa verkfallinu slegið á frest um 80 ddga a. grundvelli Taft-Hart- ley laganna. A. Verkfallið, sem aðeins stóð í T 5 daga kostar um 7,5 millj. dollara. í New York höfn einni hafa legið 62 skip og beðið af- greiðslu., Taft Hartley lögin kveða svo á að verkfalli rnegi fresta um 80 daga ef dómstóll ályktar að verkfallið stofni öryggi landsins flugvélar. Þeir skrifuðu heim til 1950 - slðan veif enginn m þá 1.200.000 Þjóðverja er saknað Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB MUNCHEN 6. okt. — Stjórn hins þýzka Rauða kross hefur tilkynnt að enn sé ekkert vitað um afdrif 1.200.000 Þjóðverja frá stríðsár- unum. Yfir 80% þessara manna voru á Austurvígstöðvunum. Meðal þeirra sem saknað er eru 87.000 hermenn, sem allt fram til ársins 1950 skrifuðu heim til ættingja sinna og vina í Þýzka- landi, eða vitað er af frásögnum annarra fanga í Rússlandi að voru í fangabúðum þar. Síðan hefur ekkert til þeirra spurzt. Um það bil 4570 Þjóðverjar hafa fengið heimfararleyíi frá Rúss- lnndi samkvæmt samningi sem Þýzkaland gerði við Rússland.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.