Morgunblaðið - 31.10.1953, Page 2

Morgunblaðið - 31.10.1953, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 31 okt. 1953 ] Læknisiráð vikunnaff: f larfnasl nær aHtaf insisfins SYKURSYKISSJUKLINGAR þurfa að halda vissum reglum í jnataræði. Stundum auk þess að fá insulin-innspýtingar. Sykursýki stafar af því, að bris sjúklingsins myndar ekki nægi- lega mikið af hormóninu „Insul- in:‘. Þessvegna verða efnaskipti sykursins ekki með eðlilegum hætti og verða menn því að létta fyrir þessum efnaskiptum. Þetta gerizt að nokkru leyti með því að borða ekki of mikið af sykri og mjölvöru, sem sé sykurvörum eins og brjóstsykri, súkkulaði, kökum, brauði, méli, grautum, grjónum, kartöflum og öðrum sterkjumiklum efnum, og að öðru leyti með því, að gefa sjúklingnuin „insulin" er gerir það að verkum, að sykurefnin brotna niður á eðlilegan hátt í líkamanum. Þannig leitast menn við, að hafa áhrif á efnaskiptin að þau verði svo eðlileg sem mögulegt er. Þetta tekst mjög vel með þeim aðferðum, sem nú eru algeng- astar. Lækningin getur að vísu verið erfið fyrir sjúklingana, og lækna þeirra, en þetta er hægt, og ótrúlega margir, er hafa syk- ursýki, geta látið sér líða eins vel og lifað jafn lengi og heil- brigðir jafnaldrar þeirra, ef þeir gæta vel ofangreindrar meðferð- ar. Sjúklingarnir verða að láta lækni sinn ráða því, hvernig þeir haga mataræði sínu. En það er algild regla að menn sem hafa sykursýki mega aldrei borða yfir sig. Offita er sykursýkissjúkling- um sérstaklega skaðleg. Þegar slíkir sjúklingar byrja mataræði sitt þurfa þeir fyrst í stað að vikta nokkurn hluta þess, sem þeir láta ofan í sig, einkum brauð, grjón og kartöflur svo að þeir geti fylgst með hversu mikið þeir borða af hverri fæðutegund. Hægt er að nota venjulega búr- vikt. Það er ekki þar með sagt að menn eigi alla sína daga að vikta ofan í sig matinn og taka viktina með sér þegar þeir fara í heim- sóknir til kunningjanna. En með því að vikta matinn, er hægt að fá á því glögg skil hve mikið þeir borða af hverri teg- und. Ef menn t. d. telja brauð- sneiðarnar, þá er rétt að taka það með í reikninginn að sneiðarnar hafa tilhneigingu til þess að verða, er frá líður, þykkari, og kartöflurnar, ef þær eru taldar, geta oz'ðið með tímanum risa- vaxnar, hver og ein. Kunnur amerískur sérfræðing ur í sykursýki segir: Sá sjúkling- ur sem frá byrjun hefur lært hvað hann á að borða, getur vanið sig á rétt mataiæði með því að halda réttum matarvenjum í eitt eða tvö ár. Hann getur valið réttar fæðu- tegundir og þarf kannske ekki er stundir líða, að gera eins strang- ar kröfur til sjálfs sín og í upp- hafi. En sá sem hefur enga æfingu í þessum efnum og heldur sér ekki í föstum skorðum með mat- aræði er mjög hætt við að kom- ast í ógöngur. Því miður geta menn ekki borð að insulin eins og meðalatöflur eða mixtúru, því að insúlinið brotnar niður í meltingarfærun- um og verður gagnslaust. Þess vcgna þarf að spýta því inn undir húðina. En þetta er enginn vandi. Á vorum dögum læra 5—6 ára gömul börn að taka insulin spýtingar daglega. Hver á að fá insulin? Hver sá sjúklingur er verður ekki fullkomlega heilbrigður og vinnufær með því að hafa rétt mataræði. Ef sjúklingurinn er ekki óeðli- lega feitur á hann að fá insulin þótt honum liði vel, ef hann t. d. léttist vegna þess, að of mikill sykur er í þvaginu. Allir, sem þrátt fyrir að halda sér við rétt- ar mataræðisreglur hafa sýru- efni, acet-ediksýru og acetone, í þvaginu, þurfa að fá insulin. Meginreglan er, að eftir því sem sjúklingarnir eru yngri er það nauðsynlegra fyrir þá að fá insulin. Börn með sykursýki þurfa nærri því alltaf að fá insulin. Sjúklingar er hafa einhverja fylgikvilla með sykursýki, eink- um sjúkdóm er fylgir hiti eða berkla, eiga næstum því alltaf að fá insulin, einkum þá tíma er þeir hafa sótthita. En spurningin er: Geta menn byi’jað að taka insulin og hætt svo við það þegar svo bíður við að horfa? Já, vitaskuld getur maður það. En sjúklingurinn getur ekki ráð- ið því sjálfur upp á sitt eindæmi. Hann verður að ráðgast um það við lækni sinn. Ég hef oft heyrt sjúklinga segja, að þeir vilji öld- ungis ekki byrja á því, að nota insulin, því að et þeir einu sinni byrja á því, þá geti þeir aldrei hætt við það. En þetta er ekki rétt. Menn geta fengið óþægindi af insulin inngjöfum: svengdartil- finningu, .máttleysi, svitakóf og taugaóstyrk. Sjúklingarnir eiga að þekkja og skilja þessi sjúkdómseinkenni, því að mjög er auðvelt að koma í veg fyrir að þessi vanlíðan haldi áfram eða fái eftirköst. Ekki er annað en að borða of- urlítið af brauði, drekka mjólk- urglas, eða ef með þarf, borða einn eða tvo sykurmola. Þótt undarlegt megi virðast. Sykursýkissjúklingur, sem fær insulin, á alltaf að hafa meðferð- is í vasanum nokkra sykurmola. Fjölbreyf! æskulýðs- a rn- kirkjusafnaðarins ÓHÁÐI fríkirkjusöfnuðurinn hér í bæ hefir nú fengið til afnota lít- inn samkomusal að Laugavcg 3, og ætla félög innan vébanda hans að hafa þar starfsemi sína í vet- ur. Salur þessi er hinn vistleg- asti og öllu haganlega þar fyrir komið. Jafnan hefir verið mikið félagsstarf í söfnuðir.um, en fastan samastað hefir þó vantað. Batnar nú aðstaðan að miklum mun, og er það fyrir hjálpsemi formanns safnaðarins, Andrésar Andréssonar. Ungmennafélag Óháða safnað- arins hefur vetrarstarfsemi sína í þessum litla samkomusal annað kvöld, sunnudaginn fyrsta nóv. Er öilum unglingum úr söfnuð- inum og stálpuðum börnum boð- ið að koma á þennan fund, og verður þar rætt um vetrarstarf- ið, sem verður mjög fjölbreytt. Er þegar ákvcðið að hafa harna- kór, leikflokk, þjóðdansaflokk og hljómsveit unglinga starfandi á vegum félagsins í vetur og hafa áhugasamir henn um unglinga- starf tekið að sér að sjá um þessa starfsemi undir stjórn safnaðar- prestsins séra Emils Björnsson- ar. Æfingar verða á Laugaveg 3, og einnig verða almennir félags- fundir haldnir þar. Fundurinn annað kvöld hefst kl. 8V2 og verður þá þegar athugað hvaða unglingar hafa áhuga á að taka þátt í fyrrnefndu félagsstarfi. I barnakórinn munu einkum verða tekin 10—13 ára gömul börn, en í þjóðdansaflokkana öll börn og unglingar, sem vilja, og verða 8—10 pör í hverjum flokki. Þjóð- dansanámskeiðið verður aðeins í nóvember. I leikflokkinn verða valin börn með tilliti til þess leikrits, sem valið verður Undanfarna vetur hefir Óháði söfnuðurinn haldið almennar kvöldvökur með fjölþættri efnis- skrá og hafa þær verið mjög vin- sælar og fjölsóttar. Fyrsta kvöld- vaka safnaðarins á þessum vetri verður haldin í Breiðfirðingabúð þriðjudagskvöldið 4. nóvember, þar eð hinn nýi félagssalur rúm- ar ekki allt það fólk, sem kvöld- vökurnar sækir. NofeelsvesrMemiaÍEB Framh. af bls. 1. í Frakklandi. Síðan gegndi hann mikilvægum störfum fyrir her- stjórn Bandaríkjanna, var m. a. varaformaður bandaríska her- ráðsins og formaður þess frá 1939—1945. Hann var sérlegur sendimaður Trumans í Kína 1945—1947 og síðan utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna frá 1947—1949. Sem stjórnmálamað- ur grundvallaði Marshall fasta og virka utanríkismálastefnu og hafði mikilvægu forystuhíut- verki að gegna á ýmsum m'estu stjórnmálafundum þessara við- sjálu tíma. Með ræðu er hann flutti 5. júní 1947 í Harvard-há- skólanum setti hann fram hué« myndina um áætlunina, sem nafn hans festist síðar við. ÁætU un hans miðaði að því með fjög« urra ára áæltun að endurreisaí I efnahag Evrópulanda, sem vaE ótrúlega bágur eftir stríðsárin. Flest lönd Evrópu, þar á með- al ísland, varð aðili að þessari endurreisnaráætlun. En austur- ; Evrópurikin sögðu: Nei. Áætluii | hans kom hrjáðum Evrópuþjóð- um að ómetanlegu gagni. ÁriS j 1949 var Marsball forseti Rauða kross Bandaríkjanna. Ári síðafl j var hann skipaður landvarna- málaráðherra, en dró sig í hlé nokkru síðar. Sjarni Senediktsson: Marshallhugsjónin skapaði skilyrði velsældar og friðir Hauðsynleg! að sfeýla nm um barrlrjánt í gðrðum UNG bai'rtré, sitkagreni, fura og aðrar skyldar tegundir, eru ákaf- lega næm fyrir vetrarnæðingi á unga aldri, einkum eftir að jörð frýs. Er því bráðnauðsynlegt að skýla þeim fyrir vindi yfir vetr- armánuðina fyrstu árin eftir gróðursetningu. Trén styrkjast og harðna með aldrinum, og þurfa því minna skjól er árin líða. Sitkagrenitré eru þó tæp- lega fullhörðnuð fyrr en þau kom ast nokkuð á annan tug ára og eru orðin mannhæð eða meira. Skjól er auðvelt að veita trjánum með rimlagrindum, er settar séu upp á þrjá eða fjóra vegu umhverfis trén. Grindurn- ar eiga ekki að snerta limið. Bil milli rimla má ekki vera meira en breidd rimlanna, annars minnkar skjólverkunin ört. Mjó- ir rimlar og mjó bil geia betra skjól en breiðir rimlar með jafn- breiðum bilum. Hæð grindanna fer eftir hæð trjánna, en vilji menn nota sömu grindur ár frá ári er hæfilegt að hæð þeirra sé um meter. Meðan trén eru mjög lítil má hvolfa kassa eða tunnu yfir þau og hæla niður, til þess að ekki fjúki. Rétt mun vera að bora nokkur göt á, til þess að engin hætta sé á að loft staðni of mjög yfir plöntunni. Nú fást hér vínberjatunnur í flestum búðum fyrir lítið sem ekkert verð. Slíkar tunnur eru alveg tilvaldar yfir minnstu trén. Ræð ég öllum, sem eiga svo lítil tré í görðum sínum, að fá sér slíkar tunnur, hæla þær vel niður með þrem hælum, bora ein tíu göt á botn og hliðar og hafa nokkur þeirra nálægt jörðu, ef menn láta ekki húsa undir tunnuna. Þetta er ódýrasta og handhægasta aðferðin, sem völ er á nú. Látið ekki dragast að koma tunnunum fyrir meðan jörð er þíð. Hákon Bjarnason. MORGUNBLAÐIÐ fór þess á leit við fyrrverandi utanríkisráð- herra, Bjarna Benediktsson, að hann léti í ljós álit sitt á þeirri ráðstöfun Nóbelsverðlaunanefnd arinnar að veita Georg Mars- hall fyrrverandi utanríkisráð- herra Bandaríkjanna friðarverð- launin 1953. — Fara ummæli hans hér á eftir: Allir góðviljaðir menn hljóta að fagna því, að Marshall hefur að þessu sinni hlotið friðarverð- laun Nobels. Hann bauð fram, sem utanríkisráðherra Banda- ríkjanna hina stórmannlegu hjálp, sem síðan er við hann kennd. Tilgangur hennar var sá, að Evrópuþjóðirnar gætu rétt við fjárhag sinn og efnahag eftir ringulreið og rústir styrjaldar- innar. Slík samhjálp hefur aldrei fyrr þekkzt í skiptum þjóða á milli. Hún hvíldi á þeirri hugsun, að fátækt og vandræði eru ekki hættuleg einungis fyrir þá, sem við eiga að búa, heldur einnig fyrir hina, sem betur vegnar um sinn. „Þegar veggur nágranna þíns brennur, er húsi sjálfs þíns hætt“, segir máltækið. Þau ein- földu sannindi játa allir, en það þurfti vissulega framsýni, dreng- skap og þrek til að láta þau verða aflavaka svo stórfenglegra fram- kvæmda sem Marshall-samstarfs- ins. Marshall takmarkaði ekki til- boð sitt við lýðræðisþjóðirnar J Evrópu, heldur beindi því einnig til Rússa Og fylgiríkja þeirra. Sum þeirra tóku boðinu fegins hendi, en Rússar höfnuðu því, Og fylgdu þau þá öll í fótspor þeirra. Sú synjun var út af fyrir sig ógæfa, en megnaði ekki að koma í veg fyrir samstarf hinna frjálsu þjóða. Við fslendingar vorum meðaí þeirra, sem tóku tilboði Mars- halls. Hin mikla nýja Sogsvirkj- un, Laxárvirkjunin og áburðar- verksmiðjan eru óbrotgjarnir minnisvarðar þeirrar miklu hug- sjónar, sem tengd er við nafri Marshalls. Auk þeirra stórvirkja hefur hún einnig orðið okkur acS margskonar liði um ýmsar fram- kvæmdir í landbúnaði, sjávarút- vegi og iðnaði. Engum hcilskyggnum manni getur dulizt, hversu miklu góðu Marshall'-samstarfið hefir komið til vegar fyrir okkur íslendinga. Samskonar vitni þess eru nú um alla hina frjálsu Evrópu. Með þessu hefur verið ýtt undir at- hafnaþrek, framfaravilja ög sam- hug þjóðanna, sköpuð skilyrði velsældar og friðar. íslendingar taka þess vegna aí heilum hug undir árnaðaróskiE til hins aldna heiðursmanns, Marshalls, af tilefni þeirrar verð- skulduð sæmdar, sem honutm hefur nú verið sýnd. Bjarni Benediktsson. j Frumvarp flutt um aðstoð t£i holræsagerðar FJÓRIR þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þeir Sigurður Bjarnason, Magnús Jónsson, Jónas Rafnar og Ingólfur Jónsson hafa nýiegai Jagt fram á Alþingi frumvarp til laga um aðstoð til holræsagerðar, Er þar lagt til að ríkissjóður veiti sveitarfélögum aðstoð til þesg að leggja holræsi, sem gerð eru samkvæmt fyrirmælum laganna, Skal styrkur ríkissjóðs til þessara framkvæmda nema allt a<S lielmingi stofnkostnaðar þeirra. Eldfjallzð mikla JAKARTA — Eldfjallið Kraka, toa, sem fyrir 70 árum orsakaði dauða 36 þús. manna með lang- varandi gosi, sýnir nú aftur merki þess, að gos úr því sé í vændum. 85% AF KOSTNAÐI Þá er ríkisstjórninni og heim- ilað að ábyrgjast fyrir hönd ríkissjóðs gegn þeim trygging- um, er hún metur gildar nauð- synleg lán, er sveitarstjórn kann að taka til framkvæmdanna. Má ábyrgðin og styrkurinn til hvers sveitarfélags þó aldrei nema meiru samtals en 85% af hol- ræsakostnaði hverju sinni. NAUÐSYNLEGT AF HEILBRIGÐISÁSTÆÐUM j í greinargerð sem fylgir frum- varpinu er komizt að orði á þessa leið: 1 „Mörg sveitarfélög og þorp hafa ekki enn treyst sér til að gera fullnægjandi skólpveitufl vegna kostnaðar. Eru þetta eink- um minni þorp, sem eiga vi3 erfiðleika að striða í þessu efni, Af heilbrigðisástæðum er nauð- synlegt, að skólpveitur verði fulii komnar. Ber því að stuðla afá því, að svo geti orðið sem fyrst. Frumvarp þetta, ef að lögumt verður, mun gera þorpum og sveitarfélögum fært að ger£( fullnægjandi skólpveitur. 1 Aðstoð af ríkisins hálfu viðl skólpveitur er ekki síður nauð- synleg en við vatnsveitur, en eins og kunnugt er hafa verið sett lög um aðstoð til vatns- veitna.“ j

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.