Morgunblaðið - 31.10.1953, Blaðsíða 7
Laugardagur 31. okt. 1953
MORGUNBLAÐIÐ
^J^venbjó&in oej —Ueitnitifí
Vandi foreldranna er mikill
KONA nokkur, frú A., segir eft-
ii-farandi sögu:
í samkvæmi einu ræddu gest-
irnir um börn og barnauppeldi.
— Og svo sannarlega var byrjað
á því að lofsyngja hinn unga
föður nútímans, sem ekki
skammaðist sín hið minnsta fyr-
ir að hjálpa konunni sinni með
heimilið og börnin.
__•__
„O-jæja, sagði frú E., — ég
ætla ekki að nefna nein nöfn og
ekki er það minn eiginmaður
sem ég á við, en ég þekki konu,
sem kemur einu sinni í viku til
að hjálpa mér í húsinu. Hún er
gift og hefur mikinn og einlægan
áhuga á að ala vel upp börnin
sín, en það liggur við að maður
hennar geri grín að henni fyrir
það. Sjálfur vill hann engin af-
skipti af því hafa, hann vill hafa
frið, þegar hann kemur heim á
kvöldin og krefst þess, að hún
sjái um börnin og leysi öll vanda
mnál í því sambandi án hans
hjálpar".
__•__
„Já, en það er nú heldur ekki
alitaf svo auðvelt fyrir okkur
veslings karlmennina — sagði
herra P., sem við öll vitum, að
er mikill fyrirmyndarfaðir. —
„Ég hef verið giftur einu sinni
áður eins og þið vitið, en í fyrra
hjónabandi mínu fékk ég naum-
ast að snerta litlu dóttur okkar.
Ég hefði svo sannarlega ekki
haft á móti því að mata hana
öðru hvoru og skipta á henni, en
ég mátti bókstaflega ekki koma
nálægt henni, svo að konan mín
segði ekki „Heyrðu mig, er þér
ekki kalt á höndunum — eða —
ertu ekki kvefaður". — Og skyidi
ég voga mér að taka litla krílið
upp til að gæla svo lítið við hana
eða hugga hana, þegar hún
skældi, þá var stöðugt sama við-
kvæðið: „Gáðu að þér maður!
Þú ferð alltof harkalega með
barnið — þú varst rétt búinn að
missa það“.
__•__
„P. hefur á réttu að standa —
sagði húsmóðirin — það er oft
okkur konunum sjálfum að
kenna, að börnin taka óeðlilega
afstögu til föður síns. Á^bernsku-
heimili mínu var pabbi nokkurs
konar milliliður á milli guðs
almáttugs og lögregluþjónsins á
horninu. Seinna uppgötvuðum
við, að hann var allt öðru vísi, en
meðan við vorum lítil var það
mamma, sem gerði hann slíkan
í augum okkar með því að nota
hann stöðugt til að ógna okkur
með sem hinu æðsta valdi:
„Pabbi verður reiður, ef þið ger-
ið þetta .... bíðið þið bara, þang
að til pabbi kemur heim ....
Pabbi vill, að þið séuð dugleg í
skólanum o. s. frv. o. s. frv.
__•__
Sennilega hefur hún ekki hugs
að út í þetta, en núna eftir á er
mér ljóst, að hún skellti stöðugt
skuldinni á pabba og skaut sjálfri
sér undan ábyrgðinni á öllum
skakkaföllunum, sem börn nú
einu sinni hljóta að verða fyrir.
Hvað sem því líður, þá varð hún
HvaS er takmarkiS?
HÉGÓMAGIRNI, ósjálfstæði í
skoðunum — apakattarháttur
<eru eiginleikar, sem oft á tiðum
heyrast eignaðir kvenþjóðinni
einstaka sinnum til hróss af
þeim, sem telja, að hinn kvenlegi
yndisþokki sé fyrst og fremst
fólginn í breyskleikanum sem
slíkum — án hans sé konan ekki
kona, heldur aðeins sem nokk-
urs konar misheppnað afbrigði
karlmannsins.
Það er nú svo — ailir menn
eru með margvíslegum breysk-
leika fæddir og mjög er ósenni-
Iegt, að nokkur kona vildi fall-
ast á að hann í sjálfu sér sé eins-
konar aðalsmerki! hins kveniega
eðlis.
Traust og heilsteypt skapgerð
er kostur á hverjum manni, konu
sem karli og hverjum einstakl-
ingi er í sjálfsvald sett að á-
vinna sér þann kost í meiri eða
minna mæli, byggja upp og
temja skapgerð sína.
Hégómagirni og apakattarhátt-
ur eru eiginleikar — brestir, sem
ekki fá samrýmzt heilbrigðum
og þroskuðum persónuleika, sem
ef til vill mætti segja að sé
sama hugtakið, og traust og heil-
steypt skapgerð, túlkað með
öðrum orðum.
Eflaust verða ýmsir til að segja
sem svo, að skapgerð og persónu-
leiki sé nokkuð, sem við sjálf
höfum engin áhrif á. Hverjum
og einum sé slíkt áskapað frá
upphafi, skaparanum hafi þókn-
azt að gera hann þannig úr garði
og þar við sitji.
Hýjasfa
Reykjavíkuríízkan
Slíkt er áreiðanlega misskiln-
ingur. Öllu andlega heilbrigðu
fólki er í lófa lagið að hafa áhrif
á og stuðla að sinni persónulegu
þróun og fullkomnun —- aðeins
ef það vildi temja sér dálítinn
sjálfsaga og — umfram allt —
beita skynsemi þeirri og dóm-
greind, sem guð hefir gefið því
í ákvörðunum sínum og gerðum
á vettvangi hins daglega lifs.
Þeir eru alltof fáir, sem gefa sér
tíma til að þroska hæfileika sína
til að hugsa og taka afstöðu til
hlutanna eins og þeir koma fyr- 'j
ir. Það á ekki hvað sízt við um
kvenþjóðina. Of mörg konan lít- j
ur á það sem sjálfsagðan hlut, >
að hún sé undanþegin þeirri
sjálfsögðu kvöð þjóðfélagsins, að
hver einstakur þegn þess hugsi
og dæmi fyrir sig í viðureigninni
við hin margvíslegu vandamál.
Með því vanrækir hún ekki að-
eins skyldu síra gagnvart þjóð-
félaginu sem heild, heldur um
leið skyldunni gagnvart sjálfri
sér sem einstaklingi.
Með þessu er ekki verið að
gefa í skyn, að takmark hverrar,
vel gefinnar konu hljóti að vera j
ein eða önnur opinber áhrifa
staða í þjóðfélaginu. Ekki síður
sem húsmóður móður og uppal-
anda hlýtur henni að vera ómet-
anlegur styrkur að þroskaðri
greind og góðri menntun — þar
kemur ekki skólalærdómur einn
til greina — heldur sú mennt-
un, sem er árangur af sjálfstæðrij
hugsun og viðleitni til að þroska
sjálfan sig.
Öklasíður samkvæmiskjóll, sem
var á tízkusýningu í hléinu á Sjó-
mannadagskabarettinum nýlega.
Kjóllinn er úr gráu tafti, með
pliseruðu nylon tjulli yfir.
Skreyttur með svörtu flaueii, við
kjólinn er notað silfurlitað belti
og svart flauelis-herðasjal. —
Saumastofan Bezt sá um sýningu
þessa.
Sitt hæfir liver jum
STÓRIR eyrnalokkar, hangandi
málmhringir, gylltir eða silfur-
litaðir eru mjög í tízku um þess-
ar mundir. Sumum stúlkum fara
þeir mjög vel, sérstaklega þeim,
sem éru dökkhærðar og dökkar
yfirlitum — og umfram allt —
nokkuð hálslangar. Hins vegar
fara þeir ljóshærðum stúlkum
miklu síður og þær, sem eru sér-
staklega hálsstuttar, ættu að forð
ast að skreyta sig með slíkum
djásnum. Hér, sem annars staðar
er það ákaflega hæpið að fara
aðeins eftir því, sem er „í tízku“
án tillits til hvað hverjum ein-
staklingi hæfir.'
^JJei íicirá &
greinilega til þess að skipta fjöl-
1 skyldunni í þrennt með því að
segja aldrei „við“ — eða „pabbi
og ég“. Pabbi var aðili út af fyr-
ir sig og aðskilinn. Börnin voru
' annar — og svo hún sjálf, sem
stóð mitt á rnilli hinna tveggja."
__________________•_
„Að hugsa sér — þetta var
alveg gagnstætt með mömmu —
' sagði kona ein á meðal gestanna
— en samt sem áður kom það út
á svipaðan hátt. Foreldrum mín-
um kom ekki sem allra bezt sam-
an, og mamma gagnrýndi pabba
iðulega og setti út á hann í á-
heyrn okkar barnanna. Stundum
' gaf hún okkur leyfi til þessa eða
hins, ef aðeins við lofuðum að
láta pabba ekkert vita um það og
á sama hátt vissum við, að við
gátum fengið leyfi hjá pabba til
að gera ýmislegt, ef við gáfum í
skyn, að mamma myndi ekkert
um það vita. Okkur fannst þetta
dæmalaust þægilegt þá en við
fórum samt sem áður á mis við
öryggi það og unað — fjölskyldu
tilfinninguna, eða hvað þið nú
viljið kalia það, sem ég fann að
Framh. á bls. 11
Skerið ekki sítrónuna í sundur, ef þér ætlið aðeins að nota nokkra
■drppa úr henni. Stingið heldur gat á hana með eldspýtu, því
það lokast aftur og sítrónan er jafngóð eftir sem áður.
Það þýðir ekki að reyna að ná kalkblettum af blómsturspottun-
um með sápu og vatni. En reynið með stálull. Það ber góðan
árangur.
Kartöiiudatgsar
KARTOFLUSHPA:
2 1. kjötsoð og mjólk.
400 gr. kartöflur.
400 gr. gulrófur.
70 gr. srnjörlíki.
70 gr. hveiti.
1 stk. laukur.
Salt og pipar.
Sjóðið smátt skornar kartöflur
og gulrófur i kjötsoðinu, þar til
þær eru meyrar. Merjið gegnum
sigti. Bætið mjólkinni út í og
sjóðið. Hrærið saman brætt
smörið og hveitið og látið saman
við ásamt smátt skornum lauk-
um. Sjóðið og bragðsetjið.
KARTOFLUBUÐINGUR
m/ brúr.uðum rófum og
grænkáis jaf ningi:
250 gr. kartöflur.
60 gr. smjörlíki.
3 egg.
Salt, pipar, lauksafi.
Soðnar kartöflur eru marðar
gegn um sigti. Smjöriíkið er
brætt og eggjarauðurnar hrærð-
ar saman við. Bragðefrii látin L
Eggjahvíturnar stííþeyttar og
þeim blandað gætilega saman.
við. Sett í smurt hringmót. Bakað
í % tíma í vel heitum ofni.
GRÆNKÁ! SJAFMNGI R:
60 gr. hveiti.
6 dl. mjólk.
tá m.s. smjöriíki.
Grænkál, salt.
Hveitið hrært út i hluta af mjólk.
inni. Mjóikin, sem eftir er er lát-
in í pott og hituð. Þegar sýður er
jafningnum hrært saman við. —
Framh. á bls. 11.
lifgar upp
Laglegur skólakjóll — Hann er
úr dökku „jersey“-efni með
stykkjóttu ávölu bcrustykki, sem
gengur upp í háan kraga. Gamli j
einliti skólakjóllinn gæti líka j
orðið sem nýr með því að breyta (
honum á þann hátt að láta á
hann þesskonar berustykki úr ’
skozku efni.
Skrautraela .....ualdri dökkri
dragt fer oft mjög vel. Ef til vill
fyndist sumum full mikið að hafa
þær fjórar, eins og sýnt er á
dragtinm hér að oían. Þær eru
litlar og allar af sömu gerð, svo
að þær eru ekki of áberandi —
en lífga hins vegar skemmtilega
upp á búninginn.