Morgunblaðið - 31.10.1953, Page 8

Morgunblaðið - 31.10.1953, Page 8
í MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 31. okt. 1953 Útg.. H.Í. Arvakur, ReykjaviJt rramkv.stj.: Sigfús Jónssou Ritstjörí: Valtýr Stefánsson (ábyríSarm.) Stjórnmálarltstjóri: Sigurður Bjarnasow 5rá Lesbók: Arni óla, gími 304» Auglýsingar: Arni GarBar Kristtnsaon. Ritstjðrn, auglýsingar og afgretðsls "rueturstræti 8. —\ Simi 1600 Askriftargjiild kr. 20.00 á mánuði iru i*n,ltinds. 1 Jauusölu 1 krönu eintakið 5 ÚR DACLECA LÍFINU I Hvort var þýðingarmaira ? TÍMINN hefur undanfarið verið á hröðu undanhaldi í skrifum sínum um raforkumálin. Hann hefur ekki getað hrakið þá stað- reynd, að hann lýsti því yfir ár- ið 1931, að frumvarp Sjálfstæð- ismanna um ríkisábyrgð fyrir fyrstu virkjun Sogsins, væri „samsæri andstæðinga Framsókn arflokksins.“ Eina blómið, sem hann hefur getað fundið í hnappagat Framsóknarflokksins er það, að hann hafi árið 1942 fengið nefnd skipaða til þess að ræða um raforkumál!!! ★ Tíminn hefði ekki átt að leiða sérstaka athygli að þessu átíiði. Á þessu sama ári höfðu Sjálfstæðismenn nefnilega for ystu um stofnun raforkusjóðs. Málið liggur þá þannig fyrir, að á sama þingi, sem Sjálf- stæðismenn lögðu grundvöll- inn að stórfelldum nýjum framkvæmdum í raíorkumál- um þjóðarinnar, fluttu Fram- sóknarmenn aðeins tillögu um nýja nefnd til þess að fjalla um þessi mál. Hvort halda nú íslendingar að hafi verið þýðingarmeira og líklegra til þess að stuðla að hagnýtingu vatnsaflsins í fljótum og fossum íslands, raforkusjóður Sjálfstæðis- manna eða nefndarhugsjón Framsóknarflokksins? Svarið getur ekki orðið nema á eina lund: Stofnun raforku- sjóðsins var merkilegt og raun- hæft framfaraspor, en nefndar- tillaga Framsóknarmanna yfir- borðskennt fálm. ★ Tíminn fárast mikið yfir því að nýsköpunarstjórn Ólafs Thors hafi vanrækt framkvæmdir í raforkumálum þjóðarinnar. í þessu sambandi er aðeins þess að geta, að enda þótt íslending- ar ættu nokkra gjaldeyrissjóði að styrjöldinni lokinni, gátu þeir auðvitað ekki keypt fyrir þá alia þá nauðsynlegu hluti, sem þá vanhagaði um. Fyrir þessa sjóði var fiski- og verzlunarskipaflot- inn endurnýjaður, tæknin tekin í þjónustu landbúnaðarins og ný iðnfyrirtæki reist. En nýsköpun- arstjórn Ólafs Thors hafði einn- ig forystu um stórmerkar að- gerðir í raforkumálunum. Hún setti vorið 1946 raforkulögin, sem komu í beiny áframhaldi af lög- unum um raforkusjóð frá 1942. En á grundvelli þessara laga byggjast nú allar raforkufram- kvæmdir á landinu. ★ Það er óþarfi að rekja þessa sögu öllu nánar en gert hefur verið nú og undanfarið hér í blaðinu. Alþjóð er.ljóst að Sjálf- I stæðisfiokkurinn hefur haft frumkvæði um hagnýtingu vatns aflsins til raforkuframleiðslu í aimenningsþágu. Það er vegna starfs hans óg baráttu, sem mik- ill hluti þjóðarinnar nýtur nú orku og lífsþæginda frá glæsi- legum raforkuverum. Það stend- ur hinsvegar eftir, að Fram- , sóknarflokkurinn barðist með hnúum og hnefum gegn fyrstu tillögunum um virkjun Sogsins. j Það er alger staðleysa, sem Tírn-! inn heldur fram í gær, að það hafi verið ætlun Sjálfstæðis- j manna árið 1931 að sveitirnar fengju aldrei raforku frá Sogi. ' Kjarni tillagna Jóns Þorláksson- j ar og Jóns á Reynistað tveimur árum áður var einmitt sá að öll þjóðin ætti að verða rafork- I unnar aðnjótandi, ekki aðeins I kaupstaðarbúar, heldur og fóik- ið í sveitum landsins. Það hefði ! þess vegna verið í fulikominni 1 mótsögn við þessar tillögur ef ætlazt hefði verið til þess árið 1931 að aðeins Reykjavík fengi raforku frá Sogi. En að sjálf- sögðu hlaut höfuðborgin að hugsa fyrst um sjálfa sig, þegar hún réðist fyrst í stórvirkjun þessa vatnsfalls. ★ J Reynslan hefur líka orðið sú, að þorp og sveitir Suðurlands hafa fengið rafmagn frá virkj- unum við Sogsfossa. Dreifing rafórkunnar út um sveitirnar hefur að vísu gengið seinna en æskilegt hefði verið. En það er eitt af megin verkefnum þeirr- ar ríkisstjórnar, sem nýlega hef- ur tekið við völdum í landinu að útvega fé til þess að leggja orkuveitur úti um byggð- ir strjálbýlisins, bæði hér á Suð- urlandi og ekki síður um aðra landshluta, sem verri aðstöðu hafa í raforkumálum. * ★ Fólkið í sveitum landsins telur áreiðanlega þýðingar- meira að Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn vinni af fullum heilindum að þessum framkvæmdum en að Tíminn haldi uppi stöðugum árásum ! á Sjálfstæðisflokkinn fyrir hina gifturíku forgöngu hans um raforkuframkvæmdir ís- ★ ÞAÐ er ekki að því að spyrja Mannfólkið þarf alltaf að hafa eitthvað til að stofna til þrætu og stríðs um. Það þarf ekki alltaf nein stórmál til. — Já stundum finnst okkur það ekki vera annað en helber hégómi og vitleysa, sem öllum vandræðun- um veldur. —★— ★ ÞAÐ virðist t. d. dálítið skop- legt, að s.l. viku var allt Bretland upp í loft út af máia- ferlum, sem spunnizt höfðu út af jþví, að 14 ára gömul skólastúlka kom á síðbuxum í skólann. Hún heitir Eva Spiers, dóttir járn- smiðs eins í Lancashire-héraði í V u ^Áldn ól?a( d óídaxum Englandi. Fyrir fimm árum veikt ist hún hastarlega af svæsinni liðagigt. „Líkami hennar var all- ur snúinn og afskræmdur" sagði móðir hennar — það komu fyrir nætur, er mér datt í hug, að hún myndi aldrei réttast við aftur“. —★— ★ í ÁGÚST, 1950 var Eva orðin nógu frísk til þess að hún Lancli óln(ar: ewakarL Lá við stórslysi. KENNARI SKRIFAR: „Það munaði litlu að dóttir ! mín 15 ára stórslasaðist í gær og , langar mig til að skrifa þér, ! kæri Velvakandi, til þess að þú getir varað fólk við, svo að það fari gætilegar en gert er. | Ég var að koma að kvöldlagi af sýningu í Listamannaskálan- um með dóttur minni og tókum við okkur far með Hafnarfjarðar- strætisvagni. Við eigum heima í Kópavoginum og gengum út úr vagninum á Kópavogshálsi. | Rak upp neyðaróp. RÉTT þegar við erum stigin út, leggur vagninn af stað og bregður mér þá í brún, því að dóttir mín hleypur fram með hlið hans og rekur upp neyðar- óp. ég verið mjög alla ævi. heilsuhraustur lendínga. ygiij iiaga. TVEIR þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, þeir Gísli Jónsson og Sigurður Ágústsson hafa fyrir skömmu flutt á Alþingi tillögu til þingsályktunar um rekstur strandferða og flóabáta. Leggja þeir til að ríkisstjórninni verði falið að leita nú þegar samninga við Eimskipafélag íslands og Samband ísl. samvinnuféiaga um að þau taki að sér frá næstu ára- mótum allar strandferðir og flóabátaferðir umhverfis landið. Skal miða samnmga við það að félögin skuldbindi sig til að halda uppi ferðunum á sinn kostnað næstu 25 ár, að þær verði eigi óhagkvæmari almenn- ingi en nú er og uppfylli jafn- an þær kröfur sem gera verður til slíkra ferða á hverjum tíma, enda taki þá félögin við öllum þeim skipastól, er Skipaútgerð ríkisins hefir nú yfir að ráða og ríkissjóður er eigandi að. ★ / í greinargerð skýra flutnings- menn tillögunnar m. a. frá því, að útgjöid ríkissjóðs til strand- ferðanna hafi á árinu 1952 orðið rúmlega 10 millj. króna. Engar umbætur hafi þó verið gerðar á samgöngukerfinu á þessa tíma- bili, nema síður sé. Hér er um mjög afhyglis- verða tillögij að ræða, sem íyllsta ástæða er til að AI- þingi taki til ítarlegrar yfir- vegunar. Margt bendir til þess að Eimskipafélagið og út- gerðarfélag SÍS gætu rekið strandferðirnar á miklu hag- kvæmari og ódýrari hátt en það ríkisfyrirtæki, sem nú hefur þennan nauðsynlega þátt íslenzkra samgöngumála með höndum. Það er erfitt að lýsa því hve mikilli skelfingu ég varð iostinn, er ég sá, að káplaf dóttur minn- ar hafði orðið fast í hurðinni og varð hún nauðug viljug að hafa sig alla við að fylgja vagninum og gat ekki komizt úr kápunni. Farið varlega. SEM betur fer fór vel í þetta sinn, farþegar í vagninum 1 urðu varir við óhappið og gerðu vagnstjóranum viðvart, áður en ' dóttir mín missti fótanna. En ég geri mér alveg grein fyrir, að litlu munaði að hræðilegt slys yrði og þess vegna vil ég biðja í þig um að koma því til fólks að fara alltaf mjög varlega er þeir ! stíga út úr strætisvögnum og einnig að biðja vagnstjórana um að vera jafnan gætnir er þeir loka útgöngudyrum. — Kenn- ari“. Kvartað undan kæruleysi lækna. ISLENZKUR stúdent, sem kali- ar sig „Leif óheppin" og er við nám vestur í Ameríku, hefur skrifað mér og beðið mig að koma á framfæri umkvörtun sinni um kæruleysi af hálfu ís- lenzkra lækna, sem hafi valdið honum miklum baga. „Ég gekk undir tvær „ýtarleg- ar“ læknisskoðanir — segir hann — áður en ég lagði úr höfn að heiman, og hvorug þeirra leiddi í ljós nokkra veilu — enda hef. Kom mér á óvart. ÞEGAR ég kom hingað út varð ég því fremur undrandi, er skólalæknirinn hér tjáði mér, að ég væri kviðslitinn og væri kvið- siitið á fremur slæmu stigi — þó ekki hættulegu, ef ég forðaðist alla meiri háttar áreynslu og fengi mér sérstakt belti við þess- um kvilla. Ég hafði auðvitað ekki hug- mynd um þetta kviðslit, þar sem ég hafði aldrei fundið til þess og enginn læknir sagt mér frá því áður. Þegar skólinn var úti s.l. vor fór ég að leita mér að arðsamri atvinnu til að hafa yfir sumarið. Eg sótti um vinnu hjá Ford- verksmiðjunum, en þegar til kom gat ég ekki fengið hana, vegna kviðslitsins, þ. e. um erf- iðisvinnu var að ræða. Ég fékk samt vinnu annars staðar, sem var léttari en ekki eins vel borg- uð og sú, sem ég sótti um áður. Á sjúkrahúsi í jólaleyfinu. VERKSMIÐJULÆKNIRINN, sem skoðaði mig taldi, að ég þyrfti að láta skera mig upp við fyrsta tækifæri. Ég taldi mig ekki hafa efni á að eyða sumar- leyfi mínu í sjúkralegu og ákvað þess vegna að láta gera uppskurð inn í jólaleyfinu — svo skemmti- leg, sem sú tilhugsun er nú. Hefðu nú hinir háttvirtu og velmenntuðu læknar þarna heima haft vit og rænu á að at- huga, hvort ég væri með þennan kvilla, þá hefði ég getað látið gera þennan uppskurð áður en ég fór að heiman, sem hefði ver- ið á allan hátt hagkvæmara fyrir mig. Ég er sannfærður um, að ég hef gengið lengi með þetta kvið- slit — líklega frá fæðingu og má teljast furðulegt að engin hinna fjölmörgu iæknisskoðana, sem ég hef gengið undir skuli hafa leitt það í ijós. Ég get ekki lagt það út á ann- an veg en að hér sé um að ræða vítavert kæruleysi af hálfu hinna íslenzku lækna, sem ekki má endurtaka sig. — Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. — „Leif- ur óheppni". ★ ★ Hvað skal stórri starfsemd ,hér stuttrar ævi að sakna? Letingjanum of stutt er eilífð til að vakna. (Steph. G. Stephansson) Margir hinir stærstu sigur- vinningar eru unnir í smá- bardögum íífs- gæti byrjað í unglingaskólanum. Hún var klædd í skólabúninginn, dökkblátt bolpils og hvíta blússu. En sama haustið tók Eva að kvarta um kulda á hnjánum og hún fór að finna til verkjanna á ný. I nóvember var hún lögst í rúmið og fætur hennar voru svo aumir og sárir, að faðir hennar varð að smíða grind utan um þá svo að rúmábreiðurnar snertu þá ekki. —★— ★ ÞEGAR Evu var batnað fór ^ hún aftur í skólann — en nú var hún í síðbuxum. Skólastýran, fröken Fitter, sagði að klæðnað- , ur hennar væri ósæmilegur og sendi hana heim við svo búið. „Ég vildi, að þið hefðuð getað séð hana — sagði frú Spiers — andlit hennar var rautt og þrútið af gráti“. Og hún fór með Evu sír.a til fræðsluskrifstofunnar. „Ég var fjúkandi bálvond — sagði hún — þeir sögðu mér að ég skyldi fara og tala undir fjögur augu við fröken Fitter. Og víst fór ég til hennar. Hún sagði, að þetta væri „skóiaregla". „Hvar er hún“, spurði ég. „Þeir leyía það ekki“, sagði hún. „Hverjir þeir?“ spurði égt „Skóiinn“, sagði hún. „Hvað eigið þér við? spurði ég — skól- inn er byggður úr múrsteinum — ekki geta þeir talað“. „Evu fer vel skólabúningurinn“, sagði hún. „Henni fer ekki vel að liggja í bólinu“, sagði ég. —★— ★ ALLAN veturinn og haustið eftir sendi frú Spiers Evu í skólann í síðbuxum. Á hverjum mánudegi skammaði skólastýran hana í skólaanddyrinu og sendi hana heim — fvrir vikuna. Eva á síöhuxunum. í desember s.l. var Earnest Spiers, föður Evu stefnt fyrir rétt fyrir það að haida dóttur sinni frá skólanum. Hann, ekki síður en kona hans var fjúkandi bál- reiður. „Engum er meir umhug- að um það en mér, að telpan gangi í skóla — sagði hann. — Hún getur farið í skólann í hagli, regni eða snjó — ef aðeins hún fær að vera klædd eins og ég vil. Þegar kólnaði í veðri hér á dög- unum klæddi drotningin okkar Önnu prinsessu í síðbuxur. Þegar ég klæði mína dóttur í síðbuxur, er mér stefnt fyrir lög og rétt.“ Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.