Morgunblaðið - 31.10.1953, Page 14

Morgunblaðið - 31.10.1953, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 31. okt. 1953 LJÓNiD OC LAMBIÐ EFTIR E. PHILLIPS OPPENHEIM Framhaldssagan 17 ur föt. Þú getur farið þegar þér þóknast. En þú verður að vinna fyrir því“. „Hvað viltu að ég geri?“ spurði maðurinn ákafur. „Þú hefur kjaftað áður fyrir lítið“, hélt David áfram, „af því að þú ert kjöftugur að eðlisfari. Nú áttu að leysa frá skjóðunni fyrir ríflegt gjald, og þú átt að gera það fyrir mig“. „Fyrir þig?“ stamaði Ebben. „Hvernig ert þú við þetta rið- inn?“ „Ég á í ófriðt við bófana", út- skýrði David. „Ég hef sagt þeim stríð á hendur, og ætla að sjá þá fá makleg málagjöld. Þeir sviku mig hjá Frankley, og halda að þeir sleppi jafngóðir. — Jæja, hafðu min ráð, Ebben. Þú færð þúsund pund frá mér eftir nokkr ar vikur. Og þá getur þú stigið um borð í skip í Glasgow og lialdið til Montreal". Ungi maðurinn vætti varirnar. „Ég geng að þessu“, tautaði hann. „Tottie er hættulegur", hélt David áfram, „en hann er stað- bundinn. Hann næúekki til þín nema þú sért undir handarjaðri hans“. David gekk til dyranna og benti Sammy West að koma inn. „Þetta er félagi minn“, sagði hann. „Ebben, þetta er það, sem þú átt að gera: Ég vil fá að vita hvaða kvöld Lömbin fara á stúf- ana. Ég vil fá að vita hve margir fara, og hvert þeir ætla. Við er- um ekki lögregla, minnstu þess. Lögreglan fær aldrei neitt að vita frá mér. Þetta er okkar einka- mál. Við ætlum að gera út af við Lömbin“. Sammy West kímdi. „Tveir þeirra munu ekki verða að miklu liði næstu fimm árin“, sagði hann. „Þeir áttu líka sann- arlega fyrir því“. „Þetta, sem kom fyrir í kvöld, ætti að koma þér í skilning um það, Dick Ebben, að Lömbin eru ekki ósigrandi. Ég veit hvernig aðstaða þín er, skilurðu. Þú ert ennþá einkaritari Reubens. Þú vélritar fyrirskipanirnar og kemur þeim til skila. Gott og vel. Hvaða stórræði hafa þeir á prjónunum ijæst?“ Ebben þokaði sér nær þeim, þó stofan væri stór og tóm. „Þúsund pund“, tautaði hann. „Það er upphæðin“, samsinnti David. „Það eru blóðpeningarn- ir, Ebben“. „Það er þá útrætt mál“, sagði ungi maðurinn. „Ég hætti á það. Mér er sama. Það er mikið í bí- gerð hjá þeim, en mundu það, lagsmaður“, bætti hann við“, að ég vil fá mín þúsund pund þegar -ég hef látið þig vita um það, en þeir munu troða þig niður í svaðið nema þú fáir aðstoð lög- reglunnar. Það þarf meira en viðvaninga til að fást við hnífa- og byssubófa eins og Lömbin". „Það er okkar að varast þá“, sagði David. „Sam, látið hann sofa hér í nótt og útvegið honum föt í fyrramálið, svo hann geti komist burt. Sjálfur getur þú fundið eitthvað upp til að segja Tottie Grenn um það, hvernig þú hefur komist undan, Ebben, en mundu það, að ef þú reynir að svikja okkur, þá er eins gott fyrir þig að skríða u-ndir einhvern grafsteininn þarna úti með það sama. Þú færð að þreifa á því, karl minn, mundu það“. Ungi maðurinn skalf. „Ég held mér við þúsund pund in og Montreal“, stundi hann með mikilli ákefð. XII kafli. Glendower, sem ekki hafði neinar mætur á þessari konu, sá sig þó tilneyddan að heilsa henni, þegar hann sá hana hjá sameiginlegum kunningja þeirra. Konan var Agatha Kendrig, og hún heilsaði honum nógu hjart- anlega, en hann stöðvaði fljótt blíðmælgi hennar. „Hvað er að frétta af David, frú Kendrig?“ spurði hann. Hún hóf upp augabrúnirnar — það var eftirlætiskækur hennar. Hún var skolhærð, en hafði dökkar augabrúnir, sem hún var afar hreykin af. Hún leiddi markgreifann að næsta legu- bekk. „I sannleika sagt, Glendower lávarður", byrjaði hún með á- herzlu, „get ég varla komið orð- um að því hve mér hafa fallið þungt þessir hörmungaatburðir, sem hent hafa fjölskyldu okkar. Við höfum svo sjaldan séð yður og markgreifafrúna, að ég hef ekki fengið tækifæri til að ræða um það við yður. Getið þér í- myndað yður nokkuð átakan- legra en ástandið eins og nú er komið?" „Nú, ég held ég gæti það, ef ég reyndi mikið“, svaraði hann stuttaralega. „En ég vil gjarnan heyra álit yðar. Ég hafði tals- . verðar mætur á David, áður fyr, og — þér móðgist ekki þó ég segi eins og mér býr í brjósti — mér þótti vera komið skammar- | lega fram við hann“. „Við þekkjum líklega ekkert okkar það mál til hlítar“, sagði frú Agatha virðulega. „Faðir hans kann að hafa virzt strang- ur, en ég trúi því“, sagði hún af mikilli alvöru, „að ýmislegt h'afi komið fyrir, sem okkur er ekki kunnugt um. Framferði Davids hefur alltaf verið smánarlegt, og þetta síðasta tekur auðvitað út- yfir allt. Að hugsa sér höfuð ættarinnar — þann sem ber lávarðartitilinn — í fangelsi!“ Glendower ók sér órólega í sætinu. „Jæja, það er nú allt um garð gengið“, sagði hann. „En spurn- ingin er, hvað er í fréttum af David nú? Ég hef ekki heyrt neitt ákveðið um hann lengi“. „Hann er seztur að í litla hús- inu við John-stræti, sem pabbi keypti handa Harold og Clar- ence, og lokað sig þar inni — bókstaflega lokað sig inni. Getið þér trúað öðru eins. Ég var lengi búin að bræða það með mér, og loks fór ég í heimsókn. Ég fór með Matthew með mér. Og hvað haldið þér að hafi skeð?“ „Hef ekki grun um það“, taut- aði markgreifinn og brosti ofur- lítið. „Dawson lauk upp fyrir okk- ur — Dawson, sem verið hefur í þjónustu fjölskyldunnar í þrjá- tíu ár, hugsið um það. Ég sagði honum að ég væri komin til að heimsækja Newberry lávarð, og hverju haldið þér að hann hafi svarað?" Markgreifinn lét ekkert álit í ljós. „Newberry lávarður", sagði hann, og vék ekki úr dyragætt- inni, „tekur ekki á móti gestum núna“. „Það var líkt piltinum", sagði markgreifinn kímileitur. „En ég, systir hans“, sagði hún hneyksluð, „og Matthew, mágur hans! Merkur maður eins og Matthew, þingmaður — og miklu eldri en hann. Ég átti í miklu stríði við Matthew áður en hann féllst á að fara með mér. Finnst yður ekki, að David hefði átt að láta sér skiljast hve geysimikið gott hann gat haft af því að koma sér vel við slíkan mann?“ „O, jú, jæja. Ég veit auðvitað ekki“, svaraði Glendower efa- blandinn. Frú Agatha hélt áfram að viðra þessa móðgun. „Og ég, systir hans, látin standa á tröppunum hjá Dawson, gamla þjóninum okkar, sem neitar að hleypa mér inn í húsið, og fyrir aftan hann voru tveir aðrir — og aðra eins menn hafið þér ekki lippreisnin á Pintu eftir Tojo NÚ verður haldið áfram með söguna um uppreisnina á Pintu. — Fyrir þá. sem ekki fylgdust með fyrri hlutanum, verður nú lítillega rifjað upp efnið, sem komið er. — Sagan segir frá uppreisn, sem varð á skútu er lagði upþ frá Englandi, en ferðinni var heitið til eyjarinnar Jamaica í Karabiskahafinu. Sagan gerist um 17 hundruð. — Á þeim tíma var alltítt, að hásetar gerðu uppreisn gegn yfirboður- um sínum, sem oft og tíðum komu ruddalega fram við undir- menn sína. Var þá oft barizt af mikilli grimmd á báða bóga. í mörgum tilfellum náðu hásetarnir skipinu á sitt vald. — Uppreisnin á Pintu segir frá slíkum atburði. Þeir, sem einna helzt komu við sögu af yfirmönnunum í fyrri hlutanum voru þeir Jói annar stýrimaður, sem féll í uppreisninni, Sir John, skipstjórinn á Pintu og Jökull báts- maður, sem báðir eru í varðhaldi á skipinu ,ásamt þriðja stýrimanni, matsveininum og tveimur öðrum undirmönnum. Philip 1. stýrimaður hefur gengið að nokkru leyti í lið með uppreisnarmönnum. — Sá, sem er foringi hásetanna, heitir James og er hann jötunnefldur að afli. Fyrir hönd uppreisnarmannanna bauð hann Philip fyrsta stýrimanni að gerast einn af þeirra mönnum, en Philip sagðist ekki þiggja það. Þá sagði James að hann yrði með góðu eða illu að segja þeim stefnuna til þeirrar eyjar, sem þeir myndu ákveða að sigla til. Philip lofaði þá að athuga þann mögu- leika. Þegar hér var komið sögu, var Pinta farin að nálgast fyrstu eyjarnar í Vestur-Indíum. Þær voru allar mjög litlar og óbyggðar með öllu, enda voru þær ekki á venjulegri sigl- ingaleið, þar eð breytt hafði verið um stefnu, þegar hér var komið sögu. IMælon teygjysokkar ýmsar stærðir, Verzl. Áhöld Laugaveg 18 Rafsuðu hjálmar hanzkar svuntur tengur hamrar burstar gler Fyrirliggjandi. BÞnRSIEINSSailtJeiNSfH Grjótagötu 7 — Símar 3573 og 5296 ■jtatf LAMPAR ★ I Eldhús á vegg og í loft, í Baðherbergi, á vegg og í loft, I Forstofur, mynstraðir, I Ganga, mynstraðir, I Barnahcrbergi með myndum í Svefnherbergi, nýjar gerðir, í Verzlanir, á stöng og í loft, f Skrifstofur. Utanhúss með númeri og margar flciri gerðir. Mjög fjölbreytt úrval. Véla- ocj. ra^tœhjauerz i Bankastræti 10. uvua Simi 2852. ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ TILKYNNING til félagsmanna Brunabótafélags íslands um iðgjaldalækkun. Vér viljum vekja -athygli félagsmanna vorra á því, að vegna hagstæðs reksturs undanfarin ár, hafa iðgjöld verið lækkuð frá og með 15. október s. 1. um 5—25% eftir byggingarflokkum. Lækkun þessi samsvarar rúm- lega einnar milljón króna árlegri arðsúthlutun. é Virðingarfyllst, ddmnabótaféfacp ^Qótandá EIN8YLISHUS Gott og vandað einbýlishús óskast til kaups nú þegar. Mikil útborgun. FASTEIGNASTOFAN Austurstræti 5, sími 82945 Opið kl. 12—1,30 og 5—7. Laugardaga 10—12 og 1—3. UlfniuOIUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.