Morgunblaðið - 04.11.1953, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.11.1953, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MifWikudagur 4. nðv. 1953 ] I Séra Finn Tulimus nýorðinn dokfor í guSfræSi FJÖLDAMARGIR kannast við; prestinn Finn Tulinius, son Þór- arins Tulinius (Thor E. Tulini- ■us), og margir hafa kynnst hon- um og e/ignast vinfrttu hans. .Er síra Finnur sóknarprestur í Strö á Sjálandi, velmetinn og áhugasamur kennimaður. Er hann nú sextugur að aldri og heíir starfað mikið að skóla- ■og kilrkjumálum. Oftsinnjs hef- ir hann komið hingað, bæði ■einn og í fylgd með konu sinni og dætrum. Eitt af áhugamálum hans er aukið samband ísl. og dönsku kirkjunnar, enda er hann einn aðalmaðurinn í hinu danslc- íslenzka kirkjusamfélagi, en þar ■er unnið að nánari kynnum og samstarfi. Hefir Tulinius ferðast hér um landið til þess að kynn- ast prestum og söfnuðum, og á l>essum ferðum sínum hefir hann prjedikað og haldið fræðandi fyrirlestra. Er hann því nákunn- ■ur islenzku kirkjulífi og hefir eignast marga vini á íslandi. Drengilega hefir hann haldið á málstað íslands, ferðast um Danmörku og víða haldið fræð- andi erindi um íslpnd. Hann hefir skrifað mikið í blöð og tímarit um íslenzka þjóð og kirkju, og er í fremstu röð þeirra, sem hafa mætur á íslandi, og hefir því ávalt fagnað því, er hann hefir komið hingað. Ávalt hefir hann fylgzt vel með í mál- tira þjóðar vorrar og ávalt verið reiðubúinn til þess að rita um ísland á þann veg, að aðdáun fyrir landi föður hans hefir kall- að á áhuga hans fyrir vaxandi kynnum af landi og þjóð. Fyrir nokkrum árum ritaði hann bók um síra Árna Helgason stift- prófast, og hefir hún mikinn fróðleik að geyma. Nýlega hefir Finn Tulinius orðið fyrir þeim heiðri að vera kjörinn doktor í guðfræði. Hefir hann ritað bók úm hinn merka danska prest Olfert Ricard, sem var í fremstu röð danskra kenni- manna. Var Ricard um mörg ár aðal- framkvæmdarstjóri KFUM og snjallasti prédikari í Kaup- mannahöfn. Margir íslendingar hafa átt því láni að fagna að kynnast honum og njóta bless- unar af starfi hans. Tulinius kveðst rita þessa bók, af því TiUagan var felM Nýir bílar Séra Finnur Tuliníus. að hann sé í þakkaiskuld við Ricard, fermingarföður sinn og leiðtoga. Bókin er rituð á ensku og heit- ir: „Olfert Ricard, a pionesr, author and cultural personality in the Danish chuch and youth- work.“ Fyrir rit þetta hefir Trinity Hall College. Springfield, Illinois, USA, sæmt Tulinius doktorsnafnbót. Áreiðanlega gleður það hina mörgu vini síra Finns, að hann hefir orðið aðnjótandi þessa heiðurs. Hér á iandi eru margir í þakk- arskuld við Finn Tulinius og er þeim því ljúft að samgleðjast honum, árna honum, konu hans og dætrum allra heilla með þeirri ósk, að Tulinius megi enn um mörg ár starfa að áhugamál- um sínum, og mun íslenzka kirkjan þá einnig njóta góðs af starfi hans og vináttu, því að áreiðanlegt er, að íslandi fær hann ekki gleymt. líewt a. Bj. J. NEW YORK 3. nóv.: — í dag var felld á allsherjarþingi S. Þ. tillaga þess efnis, að tryggð yrðu réttindi Marokkomanna til sjálf- stjórnar. Með tillögunni voru 22 ríki, en 39 þurfti til þess, að hún næði fram að ganga. Meðal þeirra landa sem greiddu atkvæði með tillögunni voru Norðurlöndin, en meðal hinna j voru Bandaríkin, Bretland, Hol- j land og Belgia, en Frakkar sátu hjá, enda neituðu þeir að taka þátt í umræðunum um mál þetta. — NTB-Reuter. Lange é fundi S. Þ. NEW YORK 3. nóv. — Halvard Lange utanríkisráðherra Norð- ; manna kom í dag til New York i með norska hafskipinu Stavang- erfjord. Hann mun sitja sem að- alfulltrúi Noregs á yfirstandandi Allsherjarþingi. Hann sagði að þýðingarmesta verkefni S. Þ. væri að binda enda á Kóreustyrj öldina með stjórnmálaráðstefnu og friðarsamningum. — — NTB. iíu ára merkilegt starf Elli- heimilisins í Skjaldam'k AKUREYRI, 3. nóv.: — Síðastliðinn sunnudag voru tíu ár síðan elliheimili Stefáns Jónssonar í Skjaldarvík var vígt. Hinn 31. okt. er fæðingardagur móður Stefáns og hefir hann valið þess- ari líknarstofnun sinni sama afmælisdag. Á sunnudaginn var afmælisins minnzt með ánægjulegum hátíð- arhöldum að Skjaldarvík. Kl. 2 e.h. hófst hátíðin með því að sr. Sigurður Stefánsson að Möðru- völlum flutti prédikun. Síðan söng Kristinn Þorsteinsson ein- söng. Þá var setzt að veitingum og að lokum horft á kvikmyndir er Eðvard Sigurðsson sýndi. Það er ekki margt, sem hið aldurhnigna fólk getur gert sér til tilbreytingar á stað sem þess- •um frá degi til dags. Hátíð sem Jóessi er því stórviðburður í hljóð látu lífi öldunganna. Stefáni Jóns syni mun seint verða fullþakkað hið frábæra starf, er hann hefir lagt af mörkum til þess að létta aldurhnignum einstæðingum síð- ustu sporin í þessu lífi. Hann hef ir lagt allar eigur sínar í hinar fjárfreku framkvæmdir í Skjald arvík.Allan starftíma sinn hegar hánn heimilinu og mun vinnu- dagur hans oft vera ærið langur. Þessi stofnun á hinum fagra stað ,við Eyjafjörð er glæsilegasti minnisvarði, sem nokkur einstak lingur hér um slóðir hefir reist á sviði líknar og mannhjápar. Um þessar mundir una rúm- lega 60 gamalmenni vel hag sín- um á heimili Stefáns. — V. Guðm. Landðbrugg og ást verður lelkið að Hellu UNGMENNAFÉLAGIÐ á Hellu hefur unfanfarið æft af kappi undir fyrstu leiksýningu sína á vetrinum, en leikritið er hinn vin- sæli gamanleikur „Landabrugg og ást“, og verður frumsýniningin á laugardaginn kemur í sarnkomu- húsinu á Hellu, en fá eru þau samkomuhúsin utan Reykjavíkur sem hafa eins gott leiksvið. Mun félagið hafa mikinn hug á að efla svo leikstarfsemi sína að það geti tekið til sýninga fleiri en eitt leik- rit. — Valdimar Lárusson verður leik stjóri. Er ekki að efa að Rang- vellingar munu skemmta ser vel á leiksýningum Ungmennaféiagsins. „Landabrugg og ást“ verður Þetta er nýjasta gerð af hinum amerísku Chrysler bílum, gerð ársins 1954. ieftri eik þnrí til báta- smíðfl hérlendis Nýr Danmerkurbátur komlnn til Eyja Sóknargjöld o. fl. ÚT af grein um sóknargjöld eftir Kjartan Ólafsson brunavörð, er birtist í Morgunbiaðinu í dag, 29. okt., tel ég óhjákvæmilegt að leiðrétta missögn, sem slæðst hef- ir inn í þessa annars ágætu grein, og drepa á tvö atriði önnur í greininni, sem mér virðist að valdið gætu misskilningi. Hin lögboðnu sóknargjöld voru ekki kr. 7,00 heldur kr. 1,25 á gjaldskyldan mann unz hin nýju lög um sóknargjöld frá 1. apríl 1948 gengu í gildi. Sam- kvæmt þeim er sóknargjaldið fyrir yfirstandandi ár kr. 27,00, eða meira en tuttugfalt á við það, sem það var fyrir nokkrum árum. Flinsvegar má það rétt j vera, að þetta gjald muni ekki \ hrökkva til þarfa kirkjunnar í einstökum sóknum. En þar sem svo stendur á, er sóknarnefnd heimilt, að fengnu leyfi safnað- arfundar, að jafna því, sem áj vantar, niður á safnaðarmenn í sókninni, sem hundraðsgjaldi af útsvörum. Greinarhöfundur segir, að „ríkið leggi árlega fram stórfé til kirkju og kristidhalds í land- inu“. Á fjárlögum yfirstandandi árs er á 14. gr. veitt alls til kirkjumála tæplega 6 milljónir króna. Heildarútgjöld ríkisins eru áætluð það ár 380 milljónir, og er því framlagið til kirkju- mála ríflega 1,5% af heildarút- gjöldunum. Þetta framlag ríkis- ins til þarfa elstu og virðuleg- ustu trúar- og menningarstofn- unnar ríkisins, er naumlega hægt að kalla stórfé, ekki síst þegar þess er gætt, að sennilega rifur helmingur af öllum jarðeignum í landinu hefir runnið úr eigu kirkjunnar yfir tii ríkisins. Ég. tel að til kirkjumála verji ríkið nú miklu minna fé hlutfallslega en áður, og miklu rninna en rétt og sanngjarnt er og þjóð.inni hag- kvæmt. Setningin: „Þó kirkjur séu ■ byggðar með mikiili aðstoð þess opinþera, þurfa söfnuðir o. s. frv\“, getur auðveldlega orðið misskilin þannig, að hið opin- bera veiti nú mikla aðstoð til kirkjubygginga. Mér vitanlega er sú aðstoð engin, utan það að fyr- ir nokkrum árum munu hafa Vestmannaeyjum, 3. nóv. í GÆR kom hingað frá Esbjerg í Danmörku fyrsti báturinn af þeim níu, sem nýlega hefur verið veitt innflutningslevfi fyrir hing- að til Eyja. Er bátur þessi eign Ársæls Sveinssonar útgerðar- manns og sona hans Sveins og Lárusar. Báturinn er aðeins tæp- ar 60 smálestir að stærð, knúinn 180—200 hestafla vél. Báturinn er smíðaður árið 1950 eftir fyllstu kröfum um fiski- bátasmíðar. Er þetta hið falleg- asta skip, enda var það talið flaggskip Esbjerg fiskibátaflotans Bátnum hefur verið gefið nafn- ið ísleifur. 2. Ég hitti Ársæl Sveinsson út- gerðarmann að máli í gær, en hann var einn af skipshöfn báts- ins á leiðinni til íslands, sagði ég eitthvað á þá leið við hann, að það skyti nú dálítið skökku við er hann, sem væri eigandi að stórri skipasmíðastöð og hefði á Úrclitakeppni í jiflerbug undanförnum árum látið srníða í stöð sinni marga fiskibáta, vær! nú að kaupa bát utanlands frá, Ársæll svaraði á.þá ieið að vissu- lega væri það mjög slæmt a® þurfa að flytja inn fiskibáta, en’ að sínum dómi væri annað varla gerlegt eins og nú standa sakir. Efni það í fiskibáta sem til landsins hefur verið flutt á und- anförnum árum hefur verið svo lélegt að ekki er mögulegt að byggja úr því fiskibáta svo í fuil- komnu lagi sé. Má í þessu sam- bandi benda manni á þær miklu skemmdir sem komið hafa fram í þeirri eik sem innlendir bátar afa verið smíðaðir úr og því mið- ur munu ekki öll kurl til grafar komin í þeim efnum. Ég sá í blöðunum að iðnaðar- menn liggja ráðamönnum þjóð- arinnar mjög á hálsi fyrir að leyfa þennan bátainnflutning, sagði Ársæll. — Sjávarútvegur- inn er undirstaða þjóðfélagsins. og endurnýjun og eðlileg aukn- ing fiskiskipaflotans er þv| höfuðnauðsyn og meðan ekki er hægt að sjá fyrir þessu með innlendri bátasmíði verðum við að flytja inn fiskibáta. Þess- vegna finnst mér að ríkisstjórn- in og Fjárhagsráð hafi sýnt skiln ing á aðkallandi þörf. Hitt ferf svo ekki fram hjá mér að auð- vitað ber að stefna að því aði byggja alla fiskibáta innanlands, en fyrsta skilyrðir í því efni er, að tryggja að hægt sé að fá til landsins góðan við til að smíðai úr en meðan efnið er ekki íyrir hendi er ekki annað að gerai en flytja inn báta. Þykist eg hafa nokkuð til míns máls f þessu efni þar sem ég hefi aði baki mér 40 ára reynslu við út- gerð og nokkuð á annan tug ára) við skipasmíðar. Bj. Guðm. verið samþykktir á Alþingi lítil- fjárlegir styrkir til handa tveim eða þrem söfnuðum, er þá stóðu í kirkjubyggingum; það er allt. Að öðru leyti vil ég þakka greinina og þann áhuga, er þar birtist og hlýhug í kirkjunnar garð. Reykjavík, 29. okt. 1953. Sveinn Víkingur. Linda Lane. Hin brezka söng og dancmær ANNAÐ kvöld kl 11,15 fer fram í Austurbæjarbíói úrslitakeppni í jitterbug, sem Ráðningarskrif- stofa skemmtikrafta gengst fyr- ir. Undankeppnir fóru fram á fjórum stöðum úti á landi s. 1. sunnudag, og var þátttaka mjög almenn. Sex pör utan af landi og fjögur pör úr Reykjavík taka þátt í úrslitunum. í sambandi við úrslitakeppnina verða haldnir hljómleikar, þar sem hljómsveit Kristjáns Krist- jánssonar leikur og dægurlaga- söngvarinn Ragnar Bjarnason syngur. Einnig kemur brezka söng- Og dansmærin, Linda Lane fram á hljómleikunum, en hún er ný- komin hingað til lands og mun koma fram á skemmtunum í Reykjavík og úti á landi næstu daga. Undankeppninni lýkur með því að Linda Lane afhendir því pari, sem sigrar verðlaunin, sem eru tvö þúsund krónur. 1 fslandskanlalan ] eftsr Jón Leifs flult í amerísku átvarpi SAMKVÆMT frétt í tímariti fé« lagsins „American Scandinaviani Foundation" var kantatan ,Þjóð-< hvöt“ op. 13 eftir Jón Leifs ný-< lega flutt í laugardagsþættinumi „Hendur yfir hafið“ hjá útvarps< stöðinni WNYC í New York. —« Verkið var sungið á þýzku, enj kynnir þúttarins var Mr. Davi<| Hall, forstjóri tónlistardeildafl hjá „Amcrican Scandinaviaq Foundation". Ekki njóta íslenzk hugverW réttarverndar í Bandaríkjunum* né koma koma greiðslur fyrib afnot þeirra, nema gerður sá höfundaréttarsamningur milU ríkisstjórnar beggja landa. Hins-« vegar njóta verk Bandaríkjannsj útgefin í löndum Bernarsam-* bandsins fullrar verndar á ís-« landi. Sérsamningar íslands viðl Bandaríkin um þessi mál muni| þó vera í undirbúningi nú. J~

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.