Morgunblaðið - 04.11.1953, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.11.1953, Blaðsíða 10
10 MORGUN BLAÐIÐ Miðvikudagur 4, nóv. 1953 Ttr ? ie -a g -ae. -a r. "Jg... ra g .a e ti LJÓNID OC LHMBIB EFTIR E. PHILLIPS OPPENHEIM Framhaldssagan 20 höfuð hans. Tottie Green streitt- ist við að snúa sér í stólnum,, hann hélt á einhverju óheillavæn legu milli fingranna. í því að Fred seildist eftir öðrum hníf, kvað við rödd stúlkunnar. „Láttu hann vera, fíflið þitt!“ hrópaði hún ofsalega. „Þú getur látið hann bíða betri tíma. Þið eyðileggið allt ef lögrelgan kemst í spilið. Láttu hann fara, heyr- irðu það?“ Tottie Green gældi við gikk- inn á skammbyssunni, jafnvel eftir að David var farinn. Fred læddist meðfram veggnum með hníf í hendinni, en David beið ekki boðanna. Hann skellti aft- ur hurðinni á eftir sér og hljóp niður þrepin. Þegar hann var sestur inn í bílinn, leit hann upp í gluggann. Tottie Green starði niður til hans og á bak við hann stóð Belle. David lyfti hattinum og hún sendi honum fingurkoss. Svo ók bíllinn burt. —o— Húsið nr. 17 A við Johnstræti, þar sem David bjó, hafði verið breytt í vígi. Þar voru þrír þjón- ar, algerlega vankunnandi í þjónsstörfum, en stundaði dag- lega æfingar í skóla Abbs. Full- komnustu tækjum gegn innbrot- um hafði verið komið fyrir. Daw- son hafði strangar fyrirskipanir um að hleypa engum inn, jafn- vel ekki fjölskyldumeðlimum. David varð því ekki lítið hverft við, er hann gekk inn í bókaher- bergið og fann þar fyrir gest sitj andi í mestu makindum, lesandi í blaði. Og ekki varð undrun hans minni þegar gesturinn lagði frá sér blaðið og það kom á daginn að þetta var ung, afar fögur stúlka með gullið hár og blá augu, yndislegan munn, lítil en fögur vexti. „Hver eruð þér eiginlega, og hvað eruð þér að gera hér?“ spurði hann. Hún virti hann fyrir sér, góð- látlega og athugandi. Hún fleygði frá sér blaðinu og settist upp í stólnum. „Einmitt það“, sagði hún. „Þér ættuð ekki að þurfa að spyrja svona. Þér ættuð að muna eftir kunningjum yðar. Blessunin hún frænka mín hefur komið hingað og ber það út um allt, að hún hafi sætt svívirðilegri meðferð. Sá mikli maður, Napoleon fjár- málanna, eins og blöðin kalla hann sir Matthew var einnig gerð ur afturreka. Ég komst að þeirri niðurstöðu, að ég yrði að takast á hendur að bjóða yður velkom- inn í fjölskylduna aftur“. „Væri yður á móti skapi að segja mér hver þér eruð og hvern ig þér komust inn?“ spurði hann. „Ég skal segja yður hver ég er, þó þér ættuð að vita það án þess“, sagði hún, „en alls ekki hvernig ég komst inn. Ég .. “. Hún þagnaði allt í einu. Augu hennar virtust verða stærri og kringlóttari. „Standið nákvæmlega svona!“ sagði hún áköf. „Já! Ég vonaði það og nú veit ég það. Þér eruð innbrotsþjófurinn minn!“ „Er ekki þetta fremur einhliða leiksýning?“ spurð: David góð- látlega. „Mér virðist skemmtun- in vera öll yðar megin.“ Hún benti fingri að honum, íbygginn á svip. „Munið þér ekki eftir því?“ spurði hún með áherzlu. „Síðasta kvöldinu af niðurlægingartíma yðar — þegar þér tilheyrið glæpa mannsstéttinni — þér voruð að bjástra við lítið skrín í svefn- herbergi frú Frankley —þar sem þér höfðuð engan rétt til að vera skiljið þér — og þér fundið stóra gimsteininn — og lituð upp' og sáuð mig allt í einu?“ „Guð sé oss næstur!“ hrópaði hann. „Þér voruð stúlkan í bláa náttsloppnum”. Hún brosti og röddin varð alúð legri. „Það gleður mig að þér tókuð eftir honum“, sagði hún. „Ég er það gamaldags, að ég er ekkert sérlega hrifin af sloppnum, en mér finnst þessi einkar klæðileg- ur og þegar maður dvelur í húsi þar, sem hætt er við eldsvoða eða innbroti, er þeir vissulega gagn- legir. Ég myndi aldrei hafa kom ið mér að því að standa þarna á náttkjólnum einum og horfa á yður“. „Viljpið þér segja mér nokk- uð?“ spurði hann og horfði hvasst á hana. „Þegar þér sáuð mig, þá segið að ég hafi haldið gimsteininum — Meyjartárinu, eins og hann er nefndur“. „Það gerðuð þér sannarlega fullyrti hún. „Það glóði á hann í lófa yður“. „Jæja þá, þér munið ef til vill fleira“ hélt hann áfram. „Strax og ég sá yður, tók ég til fót- anna. Hvað gerði ég við gim- steininn?“ „Látið ekki svona barnalega", svaraði hún. „Auðvitað fóruð þér með hann. Hann hefur ekki fund ist og frú Frankley hefur fengið vátrygginguna greidda.“ „Ég fór með hann!“ endurtók hann. Hún kinkaði kolli. „Hafið þér hann ekki núna?“ spurði hún lítið eitt vonsvikin. „Ég vonaði að hann væri kom- inn í eigu ættarinnar fyrir fullt og allt“. Hann þagði andartak, og horði fram fyrir sig í þungum þökkum. Svo yppti hann öxlum, eins og hann varpaði þessum hugsunum frá sér. „Segið mér nú hver þér eruð ' og hvernig á því stóð að þér vor- uð þarna þetta kvöld?“ sagði hann. „Með ánægju", svaraði hún, „en hvernig væri að fá sér vindling og kokteil? Ég þorði ekki að hringja bjöllunni, skilj- ið þér, því ég vissi að Dawson gamli myndi vísa mér á dyr. Yð- ur mislíkar ekki að ég skyldi kom'a, eða hvað?“ sagði hún og brosti. „Ég ákvað að hitta þrjót- inn í fjölskyldunni með ein- hverjú móti“. David sem ekki hafði látið sér bregða frammi fyrir skammbyss og hníf, sem flaug framhjá höfði hans fyrir lítilli stundu, var í kynlegum vandræðum í ná- vist þessarar meinlausu, undar- legu stúlku, sem brosti svo töfr- andi. „Allt, sem þér óskið“ sam- þykkti hann, „en eruð þér ekki fremur ung til að drekka kok- teil?“ Hún hló góðlátlega að honum. „Reyndar er ég af gelgjuskeiði, og mér var sagt hér um daginn, í fullri alvöru, að ég væri á góðri leið með að pipra, og ég veit að mamma er áhyggjufull af því ég hef ekki verið alvarlega trúlofuð nema tvisvar sinnum. En ég get huggað yður með því að ég verð tuttugu og eins árs innan fárra vikna“. Dawson kom inn, og þrátt fyr- ir langa æfingu brá honum er hann sá stúlkuna. „Ungfrú Sophy!“ sagði hann. „Hvernig gátuð þér — ég bið af- sökunar, lávarður — ég get ekki ímyndað mér hvernig ungfrúin hefur komist inn“. „Ekki ég heldur“, sagði David þurrlega, „en þarna er hún. Þér verðið að líta betur eftir liðs- mönnunum yðar Dawson. Sendið hingað te, koktail og vindlinga“. „Ég ætla að geyma mér kokk- teilinn þangað til rétt áður en ég fer — nema þér viljið losna við mig undireins.“ „Alls ekki“, fullyrti David. „Úr því þér eruð komnar, eruð þér velkomnar. Það, sem ég er að velta fyrir mér, er hvernig þér hafið komist inn.“ „Ég get ábyrgst“ sagði Dawson alvarlega, „að ungfrúin kom ekki inn um aðaldyrnar eða glugga. Ég hef ekki vikið af verði eitt andartak og það eru tveir menn , í forstofunni“. íoFTLEIÐIfí) THt- ICUAHDIC éltUNCS . ARÐUR Samkvæmt ákvörðun aðalfundar verður arður af hlutabréfum í félaginu, fyrir árið 1952, greiddur á skrifstofu félagsins dagana 5.—30. nóvember n. k. gegn framvísun hlutabréfa og arðmiða. Loftleiðir h.f. Röskur og áreiðanlegur sendisveinn óskast strax. Sölumiðstöð Hraðfrystiliúsanna Upplýsingar ekki gefnar í síma. - AUGLÝSING ER GULLS ÍGILDI - Sölumaður með verzlunarskólamenntun óskast við framleiðslufyrir- tæki í Reykjavík. — Reglusemi áskilin. Tilboð ásamt upplýsingum um fyrri störf sendist af- greiðslu blaðsins fyrir 5. nóv. n. k. Merkt. Framtíð —887. 3 3 »■* IÐNFYRIRTÆKI Af sérstökum ástæðum er lítið iðnfyriitæki til sölu eða leigu nú þegar. Ef um sölu er að ræða, gæti útborgun orðið kr: 10 þús. en kr: 1000.00 á mánuði fyrir vélarnar, ef um leigu er að ræða Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir föstudagskvöld merkt: „Iðnfyrirtæki —873“. S Skrifstofuhúsnæði | ■ Til leigu er húseignin Skólavörðustígur 45. Grunn- tf flötur hússins er 85 fermetrar. — A 1. hæð eru 3 stofur | og á 2. hæð 4 herbergi. Auk þess er innréttað húsnæði ■ í kjallara og risi. Til greina kemur að leigja húsið *i fyrir matsölu, félagsheimili eða léttan iðnað. — Nánari | upp. gefur Viðar Thorsteinsson, Aðalstræti 7 B, sími 5778. jj! B . Loks eru Frönsku svuntuefnin k o m i n . Viðskiptavinir athugið, að magn er mjög takmarkað ■ og að við eigum ekki von á fleiii sendingum af ; samskonar fyrir jól. VE8TUROÖTU 3. 8ÍMI 437« TAFT í unglingakjóla kr. 38,00 meterinn. FRÖNSK EFIMI í peysufatasvuntusett. MARKAÐURINN Bankastræti 4 a«Ml ZEISS-spegiilampar j ■ ■ ! fyrir sölubúðir, skrifstofur, banka, spítala, samkomusali og ■! ■ skóla. Ljósfræðilegar upplýs- 1 ingar frá verksmiðjunni að ■' kostnaðarlausu fyrir kaupendur ■ ■ ■ ■ Sportvöriihús Reykjav’íkur ■ ■ ■ Sími 4053 : IMAU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.